Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 6
AÐ FÆRA NUTIÐINNI HLUTA ÚR FORTÍÐINNI VOCES THULES FLYTJA ÞORLÁKSTÍÐIR UM HVÍTASUNNUHELGINA „Okkur íslendinqum finnst afskap- legg nguðsynlegt oð finnÁTynT því að við eigum okkar tónlistar- arf og við viljum reyna að leita hann uppi," segja þeir Sverrir Guðjónsson söngvari og Eggert Pólsson slagverksleikari um fyrir- hugaðan flutning Voces Thules ó Þorlókstíðum, tæplega 800 óra gömlum tíðasöng sem tilheyrir kabólskri tíð okkar Islendinqa oq fjgllar um Þorlók helg^n^ dýrlinginn sem Islendingar hafa eignast. ÞÓRNÝ JÓHÁNNS- DOTTIR ræddi við tvo af meðlimum hópsins. J í ;ftf | f§ \ • • | Tt/ ‘ , ■ • t-v - • •; ti Morgunblaðið/Jón Svavarsson UM hvítasunnuhelgina syngur Voces Thules tæplega áttahundruð ára gamlan tíðasöng frá pápískri tíð okkar íslendinga. HJÁ OKKUR í sönghópnum Voces Thules er það tónhstin sem gefur tækifæri til að hverfa inn í horfinn heim,“ segir Eggert, „tungumál tónhstarinnar gefur okkur þann möguleika á að færa samtíðinni glefsur úr fortíðinni. Og auðvitað kitlar það þekkingar- leitina, maður fær útrás fyrir forvitnina á þjóðlegum fróðleik og fyrir fræðimennskuna, án þess kannski að hafa efni á því, en í þess- um hópi eru engir tónlistarfræðingar. Með þessu móti fáum við að taka þátt í uppgreftri á fortíð og því samfélagi sem var, og sem við viljum svo gjarnan vita að við eigum.“ Sverr- ir tekur undir þetta. „Já, tónlistararfurinn er okkur Islendingum mjög mikilvægur og mér líður svolítið eins og við höfum verið í „tón- listarfornleifauppgreftri"; það finnast ein- hverjar húsatóttir sem eru síðan grafnar upp, svo tekur það mörg ár að leita og rann- saka menjarnar. Afraksturinn er síðan sett- ur upp á sýningu í Þjóðminjasafninu. Okkar „sýning“ eru tónleikarnir í Kristskirkju.“ íslensk rimnahefð og tíðasöngur En í hverju felst svo þessi „uppgröftur“? „Þá er best að byrja á byrjuninni," það er Eggert sem hefur orðið. „Handritið að Þor- lákstíðum er frá byrjun 14. aldar og er að öll- um líkindum afrit frá eldra handriti. Árið 1993 sungum við úr Þorlákstíðum meðal ann- ars eftir uppritunum dr. Róberts A. Ottós- sonar, en doktorsritgerð hans frá 1959 er um rannsóknir á Þorlákstíðum, en ýmsir fleiri hafa skoðað Þorlákstíðir, til dæmis sr. Bjarni Þorsteinsson. Þá sáum við að þessar upprit- anir þeirra syngjast talsvert öðruvísi en í upprunalega handritinu vegna þess að mis- munandi framsetningar og ritun á nótunum hefur áhrif á flutninginn. Það sem við höfum meðal annars verið að gera er að bera saman upprunalega handritið og uppritun dr. Róberts, síðan höfum við ritað tíðimar upp á nýtt í því neumuformi sem kaþólska kirkjan hefur staðlað, og svo ætlum við syngja tíðim- ar samkvæmt því. Auk þess syngjum við Davíðssálma sem getið er um í handritum og dr. Róbert hefur skrifað um í ritgerð sinni.“ Fyrir hinn almenna lesanda kann þetta neumutal að virðast heldur óskiljanlegt, en Eggert hefur auðskiljanlegar útskýringar á því. „Neumur era gamalt form á nótnaritun, og að syngja eftir neumum veitir öðravísi ÞORLÁKUR helgi Þórhallsson biskup í Skálholti 1178-1193 í fullum biskuplegum skrúða. 1172 var sú regla staðfest að páfinn einn gæti staðfest heiiaga menn, og ekki varð því fyrr en 1985 að Jóhannes Páll páfi II lýsti Þorlák helgan mann og sérstakan verndardýrling íslands. Þannig er Þorlákur helgi eini réttnefndi dýrlingur okkar (slendinga. flæði miðað við að syngja etir nútímatónrit- un. Þegar sungið er af neumum kemur fram munur á þungum og léttum atkvæðum auk þess sem laglínan formast af sjálfu sér. Ef sungið er eftir nútímatónritun þyrfti maður helst að þekkja fyrirmyndina, þ.e. neumurn- ar, svo að vel megi til takast, þess vegna tók- um við upp á því að syngja þetta milliliða- laust. Það sem gerir þetta verkefni sérstaklega spennandi er að á íslandi er lítið til af fornri ritaðri tónlist, kirkjusöngur frá pápískri tíð hefur að talsverðum hluta glatast. Reyndar bættist töluvert við þennan tónlistararf á seinasta ári þegar síðustu handritin vora send heim frá Kaupmannahöfn, en í þeim er umtalsvert af ritaðri tónlist sem nú bíður rannsóknar." Tónlistin í Þorlákstíðum virðist fylgja allri hefðbundinni uppbyggingu í kaþólskum tíða- söng, „en það sem er svo sérstakt við þær,“ segir Eggert, „er að allur texti í tíðunum er rímaður og ef til vill mætti ímynda sér að okkar rímnahefð hafi haft áhrif á bragar- hættina sem koma fram í tíðunum. Textinn er á latínu, en virðist sem sagt vera ortur í íslenskri rímnahefð og fjallar eingöngu um lífshlaup og helgi Þorláks helga.“ Tíðasöngur er þekktur frá frumkristni, kallaður Stundengebet á þýsku en Offizium á latínu. Eftir að fram komu helgir menn eða dýrlingar sá kirkjan um að skrifaðar vora messur eða tíðir til dýrðar þessum mönnum. Lífshlaup þessara helgu manna er rakið og lögð er áhersla á allt það sem talið er minna á helgi dýrlingsins. í Þorlákstíðunum er sagt frá Þorláki biskupi helga Þórhallssyni (1133- 1193) sem tekinn var í dýrlingatölu fyrir réttum 800 áram, hinn 20. júlí árið 1198. Tíð- ir eru sungnar á ákveðnum tíma dags, þegar lofa skyldi drottin, eða á þriggja stunda fresti allan sólarhringinn. „Þorlákstíðir voru að öllum líkindum fluttar tvisvar sinnum á ári, á Þorláksmessu, 23. desember og á Þor- láksmessu á sumri, 20. júlí, frá fjórtándu öld til loka kaþólsks tíma á íslandi árið 1550.“ Trú, flæði og tónlist En hvernig ætli það sé fyrir tónlistarmenn á 20. öldinni að nálgast trúarlegt verk skrif- að á 14. öld? Það er Sverrir sem hefur orðið: „I verkinu er ákaflega tær tónn sem Voces Thules þurfti að nálgast. Það var mjög mikilvægt að leita að fyrirmynd í flutningi á verkinu. Til þess 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. A4AÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.