Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 7
heimsótti ég klaustrið í Solesmes rétt fyrir
utan París, en það er leiðandi afl í rannsókn-
um á miðaldahandritum. í klaustrinu búa og
starfa um 80 munkar og það var fjarskalega
heillandi að koma þangað. Gregoríanskur
tíðasöngur hefur verið sunginn þar í aldanna
rás. Ég upplifði þeirra lífsstíl einkar sterkt,
en þeir vakna til dæmis um klukkan fimm á
morgnana og byrja á tíðasöng og einhvem
veginn fannst mér það vera svo rétt að
syngja slíka tónlist þarna, þar sem hún er
hluti af daglegri iðkun. I klaustrinu fann ég
hvað trúarlega tengingin var augljós, þeir
voru að syngja guði til dýrðar, og þannig
nálgast þeir tónlistina og flæði hennar. En
þama fann ég strax að komin var viss fyrir-
mynd fyrir Voces Thules, þótt auðvitað hafi
þurft að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt. Við
í Voces Thules eram flestir tónhstarmenn og
tónhstina og flæði hennar nálgumst við útfrá
þeirri forsendu. En eftir því sem við æfum
meira styrkist sú tilfinning að tónlistin flæði
eins og við viljum og það getur vissulega
magnað upp trúarlega tilfinningu.“
Raddir norðursins
Voces Thules hóf upp raust sína árið 1991
sem kanúkakvintett. Nafn hópsins er lat-
neskt og þýðir raddir norðursins. Stærð
hópsins ræðst af verkefnavali hverju sinni.
Átta söngvarar taka þátt í flutningi Þor-
lákstíða, einn fyrir hver hundrað dýrlingsár
Þorláks helga. Þama er kominn saman hóp-
ur áhugamanna um miðaldatónlist, þeir
Sverrir Guðjónsson söngvari, Guðlaugur
• Þorlákur Þórhallsson: Fæddist 1133 á
Hh'ðai'enda í Fljótshh'ð. Komst ungur að
áram til mennta á hinu fornfræga mennta-
setri Odda á Rangárvöllum, tók prest-
vígslu sautján eða átján ára gamah og
þjónaði til prests í ýmsum þingum. Um
tvítugt fór hann til frekara náms til París:
ar og síðar til Lincoln í Englandi. í
háskólakapellunni í Lincoln er steindur
gluggi af Þorláki helga innan um glugga
sem sýna myndir enskra dýrhnga, og sýn-
ir það að hann var þekktur dýrhngur í
Englandi.
• Þorlákur Þórhallsson: Þjónaði meðal
annars til prests austur á Kirkjubæ á Síðu.
Stofnaði kanúkaklaustur í Þykkvabæ 1168.
Kjörinn biskup á Alþingi 1174. Biskups-
vígsluna tók Þoi-lákur í Niðaróssdóm-
kirkju 1178. Sat í Skálholti til dauðadags á
Þorláksmessu 1193. Þorlákur þótti einlæg-
ur og hreinlyndur í trú sinni. Hann var
staðfastur og kjarkmikill en lítihátur, og
bar mikla umhyggju fyrir Utilmagnanum.
Ekki þótti hann vera glæsimenni og alla
tíð var hann heilsuveill. Styrkur Þorláks lá
í menntun, viti og vönduðu lífeml
• Eftir lát Þorláks: Fljótlega hóf fólk að
heita á hann bæði hér heima og í útlönd-
um. Hann þótti helgur maður og fólk
tráði á mátt hans. Eftirmaður Þorláks í
Skálholti, Páll Jónsson biskup, lýsti því
yfir á lögréttu á Alþingi 1198 að öllum
væri leyft að heita á Þorlák biskup. Þetta
kallaðist að taka menn í dýrhngatölu á
þjóðlegan hátt, eins og þá tíðkaðist í
kaþólskum löndum. En hinn 20. júh, á
Þorláksmessu fyrri, vora jarðneskar leif-
ar Þorláks teknar úr jörðu, svokölluð
beinaupptaka, og þær búnar í fagurlega
skreyttu skríni sem þótti mestur
helgidómur á Islandi. Stóð skríni þetta
yfir háaltarinu í Skálholtskirkju og fóra
pílagrímar langar leiðir til að geta nálgast
það, heitið á Þorlák og leitað lausnar á
vanda sinum. Þetta skríni var til fram
undir aldamótin 1800 en var þá selt á
uppboði og er nú týnt.
Hér má sjá stef úr Þorlákstíðum á latínu og
i íslenskri þýðingu. I þessum rimuðu tíðum
má sjá hvernig talað er um Þorlák helga i
Þorlákstíðum og hve helgi hans var mikil.
0, Pastor Hyslandiae, doctor veritatis,
columna constantiae, candor puritatis,
dulcor es maestitae et spes desperatis,
in caelestis patriae tu nos pasce pratis.
0, þú hirðir Islands, þú sem ert kennifaðir
sannleikans,
máttarstólpi stöðugleikans, ijómi
hreinleikans,
þú sem svalar sorgum og ert von þeirra sem
örvænta,
gættu vor í högum hins himneska
íoðurlands.
Viktorsson kórstjóri, Eggert Pálsson slag-
verksleikari, Sigurður Halldórsson sellóleik-
ari og Einar Jóhannesson klarinettuleikari,
sr. Jakob Rolland prestur í Kristskirkju, sr.
Kristján Valur Ingólfsson rektor í Skálholti
og Eiríkur Hreinn Helgason söngvari. Ragn-
ar Davíðsson söng áður með Voces Thules en
sér núna um útgáfu og framkvæmdastjórn
fyrir hópinn.
En hvernig stendur á því að það eru ekki
fleiri en tveir atvinnusöngvarar í hópnum?
Sverrir verður fyrri til að svara; „Voces
Thules er sönghópur og þar skiptir sam-
hljómurinn öllu máli. I hópnum era nokkrir
hljóðfæraleikarar, en þeir hafa mikla þjálfun
í að hlusta á hljóðfæraleik annarra
hljómsveitanneðlima í sínu starfi, og það
kemur hópnum til góða. Ég held ekki að átta
einsöngvarar gæfu þann samhljóm sem við
viljum fá.“ Og svo eru þarna tveir klerkar,
kaþólskur og lúterskur, „... og þeir eru báðir
afskaplega góðir söngmenn. Auk þess hefur
það verið einkar mikilvægt fyrir þetta verk-
efni að hafa tvo presta með í för.“
Kristskirkja, kaþólska kirkjan í Landa-
koti, er að þessu sinni vettvangurinn fyrir
flutning á Þorlákstíðum. Hljómburður í
kirkjunni er ótrálega fagur. Einn og hálfan
sólarhring tekur að flytja Þorlákstíðir.
Hvítasunnuhelgin varð fyrir valinu, og
verkið verður flutt í heild sinni sunnudaginn
31. maí og 1. júní. Þorlákstíðir byrja með aft-
ansöng (Ad Vesperas) klukkan 18 og óttu-
söngur (Ad Matutinum) hefst kl 24. Daginn
eftir, 1. júní, byrja Voces Thules á hádegis-
söng (Ad Laudes; ad Primam; ad Pertiam;
ad Sextam) klukkan 12, klukkan 18 hefst aft-
ansöngur II (Ad Nonam; ad II Vesperas) og
að lokum syngja þeir í messu (In Missa)
klukkan 20. Engin miðasala er við inngang-
inn að Kristskirkju. Öll miðasala er í gegnum
forsölu á vegum Listahátíðar.
Þegar spurt er hvort þeir búist við að fólk
komi og hlusti á verkið í heild sinni eða bara
hluta af tíðunum segist Sverrir hafa fengið
fregnir af hvora tveggja. „Það era margir
sem þekkja ekkert til tónlistainnnar, verks-
ins eða Þorláks helga en vilja koma og kynn-
ast verkinu og hlusta kannski á einn hluta
þess, en svo era líka þónokkrir sem ætla að
koma og hlusta á verkið í heild sinni. Það er
þá jafnvel fólk sem hefur velt þessum menn-
ingararfi okkar fyiir sér, vill kynnast tónlist-
inni og sögu Þorláks helga nánar.“
En hvort er flutningur á Þorlákstíðum
tónlistarviðburður eða tráarlegur viðburður?
„Þessi tónlist er fyrst og fremst tilbeiðslu-
og hugleiðslutónlist þannig að hér era alls
ekki hefðbundnir tónleikar á ferð og ég vona
að fólk skynji það. Þessi tegund tónlistar á
að gefa það rými sem er nauðsynlegt fyrir ró
hugans," segir Sverrir.
Þorlákur með f för?
Þorlákstíðir komu fyrst inn í líf Sverris
Guðjónssonar þegar hann var við nám í
London. „Ég fékk fyrst hugmynd um tilvera
verksins þegar við Sigurður Halldórsson
sellóleikari voram að gráska í Þjóðiagasafni
sr. Bjarna Þorsteinssonar, en þar má finna
uppskrift á Þorlákstíðum. Hugmyndin að
flutningi Þorlákstíða nær aftur til ársloka
1993. Kanúkakvintettinn Voces Thules hélt
þá tónleika í Kristskirkju og söng meðal ann-
ars nokkur stef úr Þorlákstíðum. Þá fæddist
þessi hugmynd að fróðlegt væri að vinna
heila tónleika eingöngu með efni úr Þor-
lákstíðum. Síðan era liðin fimm ár. Þetta var
miklu umfangsmeira en okkur óraði fyrir!“
Eggert segir að það sé engin glóra í að átta
fullorðnir menn fari að vinna að svona von-
lausu og erfiðu verkefni. „Okkur féllust nær
hendur þegar við sáum hvað þyrfti að gera til
að skrifa upp gömlu nótnaskriftina.“ Eggert
viðurkennir fúslega að verkefni af þessu tæi
sé í raun aðeins á færi tónlistarfræðinga, „en
hér hafa hljóðfæraleikarar, söngvarar og
prestar tekið sig saman um að vinna þetta
verkefni frá granni. Brennandi, óútskýran-
legur áhugi á að gera Þorlákstíðum einhver
skil hélt okkur við efnið, því að við vissum að
það tæki rnörg ár að vinna verkið.“ Sverrir
tekur við; „eftir að við fóram af stað með Þor-
lákstíðir kom oft upp sú tilfinning að verkinu
væri stýrt, að það væri ekki tilviljun hvernig
verkefnið þróaðist. Ef við vorum í þann veg-
inn að missa móðinn gerðist eitthvað til að
ýta verkinu áfram." Hann gefur dæmi um hið
óútskýranlega. „Fyrir þremur áram voram
við í Skálholtskirkju að syngja hluta úr tíðun-
um fyrir upptöku Ríkisútvarpsins. Flestir
okkar urðu varir við að það var eins og ein-
hver gengi inn kirkjuna, upp tröppurnar að
altarinu í gegnum hópinn, með hæfilegum
gusti.“ Blaðamaður ímyndar sér að þama
hafi Þorlákur helgi verið sjálfur á ferð. Von-
andi ánægður með flutninginn!
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR
Á ÍSLANDI
EINA HANDRIT
ÞORLÁKSTÍÐA
SÝNT í FYRSTA SINN
NDRITASYNING verðui- opnuð
í Stofnun Áma Magnússonar á
íslandi í Ámagarði við Suðurgötu
ká morgun, hvítasunnudag, kl. 16..
Sýningin ber yfirskriftina „Þorlákstíðir og
fleiri handrit tengd Skálholti" og er liður í
Listahátíð í Reykjavík. Heiðurssess á sýn-
ingunni skipar eina handrit Þorlákstíða
sem til er, AM 241 a II fol. frá því um
1400, en Árni Magnússon mun hafa eign-
ast það úr Skálholti. Handritið kom aftur
heim til Islands í nóvember 1996 og er
þetta í fyrsta sinn sem það er sýnt opin-
berlega hér á landi.
Þorlákstíðir eru varðveittar á 12 blöð-
um sem höfðu lent á milli 25 blaða úr
öðru handriti í hendur Árna Magnússon-
ar. Við handritaafhendinguna frá Dan-
mörku var blöðunum skipt, þannig að
meginhluti þeirra verður um kyrrt í
Árnasafni í Kaupmannahöfn. Þorlákstíða-
blöðin eru yngri en saltarablöðin, og inn í
þau vantar eitt blað með hluta af
sekvensíu, en auk þess bera þau með sér
að hafa verið hluti af stærri bók,
antífónaríum. Ókunnugt er um afdrif
annarra blaða úr þeirri bók.
Á sýningunni eru ýmis fleiri handrit
sem tengjast dýrkun heilags Þorláks, eitt
frá miðri 14. öld af lífssögu hans og blað
úr messuhandbók á latínu frá fyrsta
fjórðungi 13. aldar með texta sem ætlaður
var til söngs á Þorláksmessu á vetri. Það
blað er elsti vitnisburðurinn um helgi Þor-
láks biskups á íslandi. Þá era sýnd fleiri
handrit úr Skálholti sem Árni Magnússon
eignaðist, meðal annars úr stórri sendingu
handrita sem hann fékk frá vini sínum
Jóni biskupi Vídalín árið 1699. Handrit
þessi munu flest hafa verið í eigu Skál-
holtskirkju, til dæmis hið fagra biblíuþýð-
ingahandrit Stjórn, AM 227 fol., sem ef til
vill hefur verið skrifað í Þingeyraklaustri á
14. öld. Annað aðalhandrit Eiríks sögu
rauða, AM 557 4to, skinnbók skrifuð á
Norðurlandi um 1420 af Ólafi syni Lofts
ríka Guttormssonar, hefur annaðhvort
verið eign kirkjunnar eða verið úr bóka-
safni Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Auk handritanna er á sýningunni mikill
fjöldi mynda úr handritum og fróðleikur
um tilurð og sögu íslenskra handrita.
Sýningin verður opin alla daga í sumar
frá 1. júní til 31. ágúst kl. 13-17 í Árna-
garði og er aðgangseyrir 300 kr. - og er
þá sýningarskrá innifalin.
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir (SÁM)
BLAÐ úr eina varðveitta handriti Þorlákstíða.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 7