Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 5
Dvergvöxtur af brjósk- kramaruppruna Atvik þetta skeði á ríkisstjómaránim Hai’ald- ai- konungs Sigurðarsonar harðráða (1140-1160) í Noregi. „Það var einn dag, er menn sátu yfir borðum, at þar gekk inn í höllina dvergur einn, er Túta hét. Hann var Wskr (frá Fríslandi) at ætt. Hann hafði lengi verit með Haraldi konungi. Hann var eigi hæri en þrevetr bam, en allra manna digrastr ok herðimestr, höfuðit mikit ok eldiligt, hryggrinn eigi allskammr, en sýlt í neðan, sem fætr váru.“ Orðið sýldur er klofinn eða með rauf. Sýlt þýðir fjármark (Orðabók A. Bl. M. og Menningarsjóðs). „Haraldr átti brynju þá, er hann kallaði Emmu. Hon var svá síð, at hon tók niðr á skó Haraldi konungi þá er hann stóð réttr. Kon- ungrinn hafði látit fara dverginn í brynjuna ok setja hjálm á höfuð hánum. Síðan gekk hann í höllina sem iyrr er ritat, ok þótti maðrinn vera undrskapaðr." Konungr kvaddi sér hljóðs og bað að kveðin væri visa um dverginn og segir: „Svá at mér þykki vel kveðin, þiggi af mér kníf þenna ok belti“, ok lagði fram á borðit gripina fyrir sik. „En vitit fyrir víst, at mér þykkir eigi vel kveðin, at hann skal hafa óþökk mína, en missa gripanna beggja.“ „Ok þegar er konungr hafði flutt erindi sitt, kveðr maðr vísu útar á bekknum, ok var þat Sneglu-Halli.“ Konungr bað færa honum gripina, - „ok skaltu ná hér á sannmæli, at vísan er vel kveðin.“ Dæmi þetta er tekið til umfjöllunar vegna þess hve lýsingin er ágæt og marktæk fyrir þennan sjúkdóm eða erfðagalla. Löngu fyrir þann tíma, sem hér er nefndur, höfðu konungar víðs vegar um lönd meðal hirðmanna sinna menn sem skáru sig úr að ýmsu leyti til að lífga upp á hirðlífið, þótt hirðskáldin væru þar mest metin. Þá ber að minnast gamla íslenska ævin- týrisins „Átján barna faðir úr álfheimum." Dvergvöxturinn í þessu dæmi líkist mest þeim líkamsbreytingum sem er við truflun eða bilun á vexti brjóskfrumna á vaxtarlínum í beinum útlima, sem hefir í fór með sér að útlim- ir verða stuttir og digrir. Þetta er meðal al- gengari tegunda dvergvaxtar, sem eru arfgeng- ar ríkjandi og víkjandi beinabreytingar. (Harri- son: Principles of Medicine, 1991, s. 1998). Nýlega birtist grein i Sænska læknablaðinu 1997, sem fjallar um brjóskkröm (akon- droplasia). Þar segir að fyrir tveim árum hafi fundist sá galli í „geni“ eða erfðavísi við DNA rannsóknir sem valdi þessum sjúkdómsbreyt- ingum. Þegar borin eru saman einkenni þau sem þessi grein lýsir við persónu Túta dvergs er margt líkt. Við fæðingu er höfuð stærra en venjulegt er, stuttir útlimir og stuttar hendur og fætur. Búk- lengd er næstum eðlileg við fæðingu, andlit lít- ið, nef bogið, söðulbakað, ennið áberandi hvelft. Beygjur eru á hrygg sérlega í lendahlutanum fram á við (lordosis). GeðheOsa er eðlileg svo og kynhvatir. Þeir sem lifa æskuskeið ná langri ævi. Túta dvergur var talinn „manna digrastr". Hann var því mjög sver, og ber sérlega á því vegna þess hve útlimir hans eru stuttir. Hann er sagður „herðimestr" sem sé með mikinn herðakistil eða öllu fremur með kryppu, sem þekkt er meðal slíkra manna. Þá stendur: „hryggrinn var eigi allskammr en sýlt í neðan.“ Hér er átt við að einhver missmíði hafi verið á neðsta hluta hryggjarins eða lendarhluta hans. Áður hefir verið rætt um merkingu orðsins „sýlt“, sem bendir til klofins lendarhluta hryggjarins. Það er vel þekkt fyrirbrigði. Hvort sem það hefír sést við rannsókn eða ekki, hafa þama verið gallar á og þeir ekki litlir, fyrst þeir eru færðir í letur. Má því ætla að hryggjarliðir hafi þrýsts saman og hryggurinn því sveigst fram á við sem venja er til í slíkum sjúkdómi. Þótt tala hryggjarliða sé eðlileg er lengd hryggjarins stutt vegna mikillar kryppu á brjósthlutanum og framsveigju í lendarhlutan- um. Þessar hryggbreytingar eru líklegar til að hafa hrjáð dverginn Túta. Um höfuð Túta dvergs segir: „Höfuðit mikit ok eldiligt." Hann hefir því verið kominn við aldur á þessu æviskeiði sínu. Hitt er víst að miklar breytingar hljóta að hafa verið gerðar á brynju Haraldar konungs svo að Túta gæti borið hana. Líklega er hér tilfært fyrsta dæmi um dverg- vöxt í íslensku ritmáli. Höfundur er læknir og fyrrverandi prófessor. Greinin er úr væntanlegu riti höfundarins: Sjúkdómar og dauðsföll í íslenskum fornritum, sem kemur út í sumar ó vegum Bókaútgófu Hóskóla Islands. HEIMILDIR: íslendinga sögur, IX. b., Þórarins þóttr Nefjólfssonar inn fyrri, s. 155 Islendinga sögur, IX. b., Þórarins þóttr Nefjólfssonar inn síðari, s. 169 Cecil: Textbook of Medicine, 1992, s. 1294 íslendinga sögur, IX. b., Þórarins þóttr Nefjólfssonar inn siðari, s. 175 íslendinga sögur, VIII. b., Sneglu-Halla þóttr, s. 279 Lökartidningen, 94, nr. 5, 1997, Ny mutation orsakar Akondroplasi, s. 341 LISTIN AÐ UÚKA EKKI SÖGU S Arið 1987 birtist í Tímariti Máls og menningar grein eftir Peter Hallberg sem heitir „Listin að ljúka sögu“. Þar ræðir Hallberg skáldskaparlist Hall- dórs Laxness í ljósi aðferðar hans við að ljúka sögum og tekur dæmi úr ellefu skáldsögum sem hver endar á sinn hátt en samkenni þeirra er að mati Hallbergs þetta: „Skáldsögur hans eru yfirleitt þjóðfélagslegs eðlis, og ósjaldan róttæk og vægðarlaus ádeila. Að því leyti er heildin, þjóðfélagið, í brennidepli. En ég þykist hafa fundið, og vona að mér hafi tekist að sýna fram á, að einmitt undir lok skáldsagna hans beinist ljósið meira en ella að einstaklingunum og persónulegum örlögum þeirra, oft í afstöðu hvers til annars." Nú má velta því fyrir sér hvort rétt sé að líta á einstakling og þjóðfélag sem tvö skaut eins og verður niðurstaða Hall- bergs, ekki er ég viss um að Halldór Laxness geri það. Það er þó önnur niðurstaða Hallbergs sem ég vil gera að umtalsefni. í upphafi greinar sinnar segir Peter Hall- berg: „Ólíkt mannlegu lífi yfirleitt, sem heldur áfram þó að einstaklingar og kynslóðir hverfi úr sögunni, þá endar skáldsaga í eitt skipti fyr- ir öll, einhvern veginn. Og lok hennar eru mik- ilvægur þáttur af heildinni. Sem lesendur eig- um við von á að finna þar, ef ekki endanlega lausn eða túlkun, þá líklega einhverja vísbend- ingu um í hvaða ljósi eigi að skoða söguna alla. Kannski lýkst hún okkur ekki upp til fulls fyrr en á síðustu blaðsíðum textans, eða gefur okk- ar að minnsta kosti sérstakt tilefni til að líta um öxl.“ En hér stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Hallberg gefur sér að í sögulok skáld- sagna sé annaðhvort lausn eða vísbending um lausn og greinir sögulokin í því ljósi. En sá sem leitar að lausn í sögum Halldórs Laxness gríp- ur í tómt. Samkenni þeirra er að leysast ekki. Lesendur sitja eftir með sárt ennið án lausnar, neyðast til að halda áfram að hugsa söguna og „búa til“ endi á hana, góðan eða vondan eftir atvikum. I Vefaranum mikla á Steinn Elliði kost á að velja Diljá og lífið en velur kirkjuna og dauðann í 99. kafla (tala kaflans skapar hug- renningatengsl við heilögu töluna 3) sem lýkur á orðunum: „Maðurinn er blekkíng. Farðu og leitaðu skapara þíns, því alt er blekkíng nema hann.“ En sögunni lýkur ekki hér, hún lifir þennan fullkomna endi sinn og í 100. kafla sést Diljá reika ein um götur Rómar. Efi skapast um val Steins, lausn bókarinnar er afhjúpuð sem gervilausn án þess að nokkur ný sé sett fram nema að lífið sé „meiníngarlaus skopsaga, blönduð andatrú, sennilega eftir Arthur Conan Doyle, byrjar án upphafs og dettur botnlaus niður eins og dansleikur í kirkjugarði" (500). Þannig varar skáldið sjálft við að leitað sé eftir endanlegri merkingu, Steinn Elliði og Diljá eru EFTIR ÁRMANN JAKOBSSON í skáldsögum Halldórs Lax- ness, frá þeirri fyrstu til hinnar síðustu, er lesand- inn skilinn eftir eins oq Umbi í enda eða endœ leysu KRISTNIHALDS UNDIR JOKLI, ráfandi um villtur í óbyggðum í leit að þjóðbraut. Engri túlkun er haldið að lesandanum. PORTRET Nínu Tryggvadóttur af Halldóri Kiljan Laxness. skilin eftir í lausu lofti. Lesandinn fær ekki að vita meira um örlög þehTa og getur þar af leiðandi ekki hætt að hugsa um þau. Endfr Sölku Völku er galopinn, Salka sendir Arnald burt og stendur ein eftir. Hjá Hallberg verður hún ímynd einstaklingsins andstætt heildinni og tákn einmanaleikans en sjálfsagt er hægt að túlka endinn á margan hátt. Fyrst og fremst er hann ekki endir. Sem fyrr fær les- andinn ekki að vita hvað tekur við og er fjarri því að vera sáttur, verður því að halda áfram og spinna endi við bókina. I Sjálfstæðu fólki veltfr Bjartur minnisvarðanum um Kólumkilla og vissulega er ákveðin von í þeim sögulokum. Blekkingin er rifin niður og þar með hefur sannleikanum opnast leið inn í líf Bjarts. í lok- in virðist hann öðlast samlíðun með dóttur sinni og bæta fyrir brot sín. En óvíst er hvort Ásta lifir eða deyr eða hvað gerist næst. Það er fullkomlega óráðin gáta hvað tekur við hjá Bjarti og lesandans að hnýta endahnútinn. í Heimsljósi hafnar Ólafur Kárason öllum líf- vænlegum kostum og gengur á jökulinn þar sem ekkert bíður nema dauðinn, eða hvað? Það er engin tilviljun að hann er ekki dáinn í bókar- lok, það væri endir en svo langt gengur skáldið ekki. Endir sögunnar er eins margræður og hugsast getur, lesandanum er eftirlátið að búa til merkinguna. I lok Islandsklukkunnar giftást SnæWður Islandssól þeim næstbesta og vinnur sigur á eigin hroka - eða bíður íslenska fjall- konan skipbrot? Hallberg lendir í mestu vand- ræðum með að túlka þennan endi og sama á við um hin ófeigu blóm í Atómstöðinni, það er eng- an veginn ljóst hvað þau merkja andspænis út- fór beina ástmagarins. Gerplu lýkur með að gerplan er aldrei flutt, Þomióður haltrar burt og þeir sem þekkja Fóstbræðrasögu vita að hann fellur á morgun en í bókinni deyr hann ekki, fremur en Ásta Sóllilja eða Ólafur Kára- son. Telja má að Þormóður vinni sigur þegar hann hafnar lífslygi Ólafs digra en hvers virði er sá sigur? Er það sigur að hafa eytt lífinu í blekkingu ef henni er hafnað í lokin? Það er skilið eftir óleyst. I skáldsögum Halldórs Laxness, frá þeirri fyrstu til hinnar síðustu, er lesandinn skilinn eftir eins og Umbi í enda eða endaleysu Kristnihalds undir Jökli, ráfandi um villtur í óbyggðum í leit að þjóðbraut. Engri túlkun er haldið að lesandanum, hann er ekki neyddur til að kokgleypa eina tiltekna merkingu. Þvert á móti er því einatt gefið undir fótinn að engin lausn sé til. I sjálfu sér þarf það ekki að koma á óvart. í fyrsta lagi er höfundarverk Halldórs Laxness barátta merkingar og merkingarleys- is, ær og kýr hans eru þversagnir, útúrsnún- ingur og aulafyndni og fullkomin vantrú á end- anlegan sannleika. í öðru lagi leikur enginn vafi á að Halldóri Laxness var hugleikin staða höfundar gagnvart lesanda og vildi forðast að útskýra of mikið. Að þessu leyti á Halldór samleið með viðtökufræðum sem vilja auka þátt lesandans í túlkun og reynist á enn einn hátt feti framar en samtíðarmenn hans í skáld- skap. Það væri því réttara að tala ekki um listina að ljúka sögu heldur listina að Ijúka henni ekki. Sögum Halldórs Laxness lýkur nefnilega ekki. Þess vegna lifa þær með lesendum þegar lestri þeirra er lokið. Höfundurinn er íslenzkufræðingur. HINDURVAKA Á SUMARSDEGI I jóðsöguna um „Dalakútinn“ skráði Magnús Grímsson eftir aldraðri konu í Borgarfirði, og þekki ég enga aðra sögu sambærilega. Svo hagar til að nokkrir ferðamenn æja á fögrum velli um bjartan sum- arsmorgun og leggjast þar til svefns í tjaldi. Þó vakir einn þeirra út við dyr, og sér hann blá- leita gufu yfir þeim félaga sem innstur svaf. Gufan leið fram eftir tjaldi og út á völlinn. Vökumaður fór í humátt á eftir, uns gufan kom þangað sem skininn hrosshaus lá; þar var mik- ið um maðkaflugur með þyt í vængjum. Gufan leið inn í hausinn, kom út aftur eftfr dágóða stund og hélt síðan áfram ferð sinni spölkorn eftir vellinum, uns hún staldraði við ofurlitla lækjarsprænu; vofan var þó svo smá að hún komst ekki yfrum. Þá lagði vökumaður svipuna sína yfir lænuna, og með slíku móti gat gufan haldið áleiðis uns hún kom að þúfu einni. Gufan fór inn í þúfuna, kom út þaðan eftir dálitla stund og leið síðan sama veg til baka sem hún hafði áður farið. Vökumaður lagði svipuskaptið yfir lækinn, og gufan gekk það eins og áður, rataði heim í tjald og hvarf þar sem innsti mað- urinn lá. Að áliðnum degi rísa ferðamenn af svefni, og þá segir sá sem sofið hafði innstur í tjaldi frá draumi sínum um daginn. Hann þóttist ganga eftir vellinum og koma að miklu og fógru húsi, þar sem fjöldi manns var saman kominn; þefr sungu með mikilli kæti. Hann dvaldist langa stund í þessu gleðihúsi, og þaðan gekk hann lengi um slétta völlu uns hann kom að megin- fljóti, reyndi lengi að komast yfrum, en árang- urslaust. Þá birtist þar ógurlega stór risi með gríðarmikið tré í hendi sem hann lagði yfir ána, og með slíku móti komst draumamaður yfir. EFTIR HERMANN PÁLSSON Hann gekk enn lengi uns hann kom að haugi miklum. Haugurinn var opinn og í honum fann maðurinn stóra tunnu fulla af peningum. Síðan hélt hann heimleiðis og risinn lagði tréð yftr ána eins og fyrr; þannig komst hann aftur í tjaldið. Er draumamaður hafði lokið máli sínu segir vökumaður að þeir skuli nú sækja pen- ingana. Gengu þeir sama spöl og áður, könn- uðust við þúfuna, grófu hana upp og fundu þar kút fullan af peningum. II I þessari stuttu frásögn birtist þrenns kon- ar vitund. Óþarfi er að fara mörgum orðum um frásagnir vökumanns, sem lýsir með raunsæjum hætti því sem bar fyrir vakandi augu á björtum sumarsdegi. Um drauma- manninn gegnir allt öðru máli; ævintýri hans virðist þó hafa gerst í hindurvitund fremur en í draumi, rétt eins og ráða má af vitnisburði vökumanns um gufuna, sem táknai’ önd draumamanns, frjálsa úr viðjum líkamans. Frásögn hans ber vitni um ofskynjan; skininn hrosshaus virtist honum vera stórt og mikið hús, maðkaflugur eru menn, þytur þeirra í visnaðri hauskúpu verður að söng úr kverkum margra karla, spræna að stóru íljóti, svipu- skapt að löngum trjábol, maður að miklum jötni, þúfa að haugi, kútur að stóreflis tunnu. Tíminn virðist einnig vera langtum lengri en í raun og veru, og völlurinn miklu víðáttumeiri en hann átti að sér. En vitaskuld er maðurinn, sem var innstur í tjaldi, vakandi þegar hann sagði drauminn af hindurvöku sinni, sem er í rauninni minning um ofurstutta hamför í ein- fóldum stíl, þegar hann skildi búk sinn eftir og hætti sér út fyrir tjald í gervi ofurlítils gufustróks. III Frásögn þessi ætti að verða okkur til áminn- ingar og varnaðai’ um skáldskap og skynjanir í hindm’vöku. Það gleðihús með öllum sínum söngi’öddum sem birtist ferðamanni í hinni þriðju vitund, reyndist vera hrosshaus með þyt af maðkaflugum, þegar út í veruleikann var komið. Vitran og veruleiki eru ekki sambæri- leg, nema helst með því móti að annað sé skop- mynd af hinu. I spéspegli veruleikans verður gleðihús með söngröddum karla að skininni hauskúpu sem iðar af suðandi maðkaflugum. Hlutunum kann þó að vera öfugt farið: Er gleðihús söngmanna ekki spaugileg afskræm- ing á þeim veðraða hrosshausi sem veitti iðju- sömum maðkaflugum skjól og yndi? Hvort sem skáld ferðast í gufu líki eða með öðru móti á milli svefns og vöku, þá getur það skynjað umhverfið með annarlegum hætti og lýst hlutunum svo undai’lega að enginn kann- ast við þá. Skáldið góða, sem eitt sinn gekk í dökkt gljúfur í Bárðardal að loknum jólum og glímdi þar við ljótan melludólg, var svo auðugt að hugmyndum, að því sýndust jafnan hvers konar skrýpi þegar myrkva tók. Þó tók heldur betra við fyrir Gretti þegar hann gekk inn á jökul og fann þar hinn fegursta dal, með grasi vöxnum hlíðum og lágu kjarri, hverum og lítilli á, sem rann kurteislega sína leið með sléttar eyrar báðum megin. Að lyktum gerir Grettir þá skyssu að leita sér líknar norður í Drangey, en í þann mund þoldu Skagfirðingar ekki skáldskap og murkuðu úr honum lífið. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarhóskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.