Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 11
, þar sem hann varð frægur, bæði sem ALDURHNIGINN Alvar Aalto í stólnum sem hafði átt þátt í frægð hans. Við hlið hans er seinni kona hans, Elissa. ALVAR Aalto dó 1976 og var þvílík stjarna heima í Finnlandi að sama ár var mynd hans bæði á nýjum peningaseðli og nýju frímerki. HEILDARLAUSN eftir Aivar Aalto: Miðbærinn í Seinájoki í Finntandi, kirkja, bókasafn og ráðhús. ilto teiknaði ans og þykir ' að kirkjan HÚSGÖGN Aaltos á sýningu í London 1933. vini og að hann hafi kunnað þá list að gera áhrifamenn í lykilstöðum safna, stofnana og í menningai-lífinu hliðholla sér. Ameríkusamböndin urðu Aalto ekki sízt notadrjúg eftir að stn'ðið hófst í Evrópu. Þar komst hann í vinfengi við menn eins og Charles Eames, þekktasta húsgagnahönnuð Bandaríkj- anna og stjörnuarkitektinn Frank Lloyd Wrigtht. Það kom í hlut Aaltos að innrétta her- bergi skáldskaparins (Poetry room) við Har- vald-háskólann og nemendaíbúðir MIT-háskól- ans teiknaði hann yzt sem innst. Við þennan virta háskóla var hann oftar en einu sinni pró- fessor; síðast 1948. En þá dró fyrir sólu hjá þeim hjónum. Aino var dauðvona af ki-abba- meini. Henni var lýst sem raunsæismanneskju og góðri listakonu. Lengi hafði hana langað til að eignast minkapels en þeir voru dýrii- í þá Á fjórða áratugnum, þeim síðasta áður en heimurinn sneri sér að vitfirringu stríðsins, tók Alvar Aalto þátt í fjölmörgum sýningum er- lendis, en með stofnun fyrirtækisins Artek 1935 hófst nýr kafli í fjölþjóðlegum samskipt- um hans. í Bandaríkjunum vakti Alvar Aalto fyrst verulega athygli með Finnlandshúsinu á heimssýningunni í New York 1939. Þar skipuðu húsgögnin hans veglegan sess og urðu geysivinsæl vestra, mun vinsælli en heima í Finnlandi. Aalto hefur líka búizt við því og gert sér vonir um álit- legan markað í Ameríku, því hann hafði árið áður komið á laggirn- ar fyrirtæki í sjálfu Rockefeller Center í New York og þar var þá sýning á húsgögnum hans og byggingarlist. Við sjáum af öllu þessu að hér var maður sem ætlaði sér að ná langt og kunni alveg þá list að markaðs- setja sig. I félagsskap virtra og heimsfrægra starfs- bræðra virðist Alvai- Aalto hafa verið laus við alla minnimáttarkennd, segir í einni ævisögu hans. Á sumum myndum virðist hann nokkuð þungbúinn að sjá, en heimildum ber saman um að einmitt vegna persónutöfra og opinskás lundarfars hafí hann eignast marga trausta daga. Aivar vildi að þessi ósk hennar rættist. Hann keypti pels sem kostaði árslaun hans sem prófessors við MIT. Einustu notin af pels- inum urðu þau að Alvar breiddi hann yfir konu sína á dauðastundinni heima í Munksnás. „Einhvernveginn er Ameríka land sem hent- ar mér ekki“, hafði Alvar skrifað konu sinni. Og þegar hann vann samkepni heima í Finn- landi um byggingu Tekniska háskólans, sagði hann upp starfi sínu vestra. Og ekki var mað- urinn lengi einn. Þremur árum síðar gekk hann að eiga Elissu, sem einnig var arkitekt, talsvert yngri en hann og fyllti tilvera hans með gleði, segir Göran Schildt, einn þeiira sem ritað hafa ævisögu Aaltos. Fram undan voru ótal verkefni í Finnlandi, en einnig í Evrópu, Ameríku og jafnvel í Asíu. Fyrir nokkrar borgir teiknaði hann borg- armiðju, gjarnan í tenglsum við stóra menning- armiðstöð. Oft var hafizt handa en tillögum Aaltos ekki fylgt til enda. Þó var í einu og öllu farið aftir forskrift meistarans í bænum Rovaniemi, norðarlega í Finnlandi og í öðrum minna þekktum bæ, Seinajoki, er að sögn „bezti Aalto-staður í heiminum“ þar sem bóka- safn, kirkja og ráðhús mynda innsta kjarna miðbæjarins. Heimsborgari ó hendingi Það liggur í hlutarins eðli að Alvar Aalto varð að eyða óheyrilegum tíma í ferðalög milli heimsálfa og borga, ýmist til að hitta ráðamenn að máli vegna fyrirhugaðra bygginga, eða til að líta eftir þeim sem þegar voru á byggingar- stigi. Auk þess hrúgaðist að honum margskon- ar heiður og viðurkenningar og alltaf átti hann að mæta á staðinn og halda ræðu. Listinn yfir helztu heiðursviðurkenningar er uppá nokkrar vélritaðai- síður. Það var gullmedalía hér og heiðursdoktor þar og Alvari þótti vænt, um þetta lengi vel, til dæmis þegar hann varð heið- ursfélagi í Konunglega brezka arkitektafélag- inu og heiðursdoktor við Princeton-háskólann. En þegar aldurinn fór að færast yfir meist- ai-ann gerðist það oftar og oftai- að hann væri heiðraður „in absentia“, þ.e. að honum fjar- stöddum. Hann hafði ekki lengur úthald í öll þessi ferðalög og sá eftir tímanum sem í þau fór. Hann afþakkaði þann mikla heiður að verða gistiprófessor við Yale-háskólann LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.