Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 2
Morgunblaðiö/Ásdís LÁRA Stefánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir í hiutverkum sínum í fyrrahaust er íslenski dansflokkurinn sýndi Trúlofun í St. Domingo. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN LÁRA DANSAR í S-AFRÍKU MALÞING UM GÖMUL HÚS DAGUR menningarminja, European Heritage Day 1998, verður haldinn hér á landi í dag, laugardag. Sams konar viðburður verður í flestum aðildarlöndum Evrópuráðsins ýmsa daga mánaðarins, þar sem vakin er athygli á ákveðnum þáttum menningararfleifðar hvers lands. I tilefni dagsins verður haldið málþing í forsal Þjóðminjasafnsins kl. 13.30 um gömul hús á Is- landi. Haraldur Helgason, arkitekt við hús- verndardeild Þjóðminjasafnsins, fjallar um húsasafnið og hús þess; Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, greinir frá áætlun þess að safnið tekur hús til varðveislu; Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Húsfriðunamefndar fjallar um málefni friðaðra húsa. Fyrirspumir verða að erindum loknum. Miðað er við að hvert erindi taki u.þ.b. 30 mínútur. Aðgangur er ókeypis. Húsin í húsasafninu opin Þennan dag verða mörg hinna 40 húsa í húsasafni Þjóðminjasafnsins opin á tímabilinu 13.30-16 og er aðgangur að þeim ókeypis. A meðal þeirra verða Hraunkirkja í Keldudal við Dýrafjörð, Kirkjuhvammskirkja við Hvammstanga, Glaumbær í Skagafirði, Laufás í Eyjafirði, gamla prestsetrið á Sauðanesi á Langanesi, Burstarfell í Vopnafirði, Sómastaðir við Reyðarfjörð, Hofskirkja í Öræfum, Keldur á Rangárvöllum, Húsið á Eyrarbakka og Nes- stofa á Seltjamamesi. Á þessum stöðum verða fróðir menn, er veita upplýsingar um viðkom- andi hús og önnur hús safnsins á svæðinu. POULENC-HÁTÍÐ HALDIN í IÐNÓ POULENC-hátíð verður haldin í Iðnó í janúar nk. í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli franska tónskáldsins Francis Poulenc. Á hátíðinni verða flutt öll kammerverk Poulenc, auk úrvals af sönglögum hans og píanóverkum. Um er að ræða fema tónleika. Francis Poulenc, fæddur í París 7. janúar árið 1899, var eitt vinsælasta tónskáld Frakka á þessari öld. „í upphafi var hann ekki mikils met- inn sem tónskáld," segir Eydís Franzdóttir óbó- leikari, sem skipuleggur hátíðina. „Tónlist hans þótti vera eins konar „sallon“ tónlist, enda vann Poulenc fyrir sér með píanóleik á kaffihúsum Parísarborgar, en síðar áttuðu menn sig á þvi að þama var einstakt tónskáld á ferð. Tónlist hans einkennist af fallegum grípandi laglínum, sem eiga sér sterkar andstæður í leikandi rytmísk- um þáttum og er full af glensi og gamni. Pou- lene hafði líka einstaka tilfinningu fyrir mögu- leikum hljóðfæranna í tóni og tækni, sem og hæfni söngraddarinnar og meðforum texta, en textar sönglaga hans em flestir fullir af gríni. Allt þeta til samans gerir tónlist Francis Pou- lenc afar skemmtilega áheymar.“ Francis Pou- lenc lést í París 30. janúar árið 1963. Meðal flytjenda á Poulenc-hátíðinni em Þór- unn Guðmundsdóttir sópransöngkona, Berg- þór Pálsson barítónsöngvari, Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleik- ari, Armann Helgason klarínettuleikari, Krist- ín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari, Unnur Vil- helmsdóttir píanóleikari og Kristinn H. Ár- mannsson gítarleikari. ÞRIÐJA Kammertónlistarhátíðin í Garðabæ hefst næsta laugardag, 19. september, og em fyrirhugaðir sex tónleikar, þeir síðustu 17. apr- fl 1999. Undanfarin tvö ár hefur píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil átt fmm- kvæði að tónlistarhátíðum í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju i Garðabæ og er jafnframt list- rænn stjómandi hátíðarinnar og leikur á öllum tónleikunum. í kynningu segir, að í vetur komi fram íslenskir og erlendir tónlistarmenn; þeirra fyrstur Finnur Bjarnason baritónsöngv- ari og flytur söngljóð Schumanns, en hann vann fyrir skömmu til fyrstu verðlauna fyrir ljóðasöng í söngkeppni, sem kennd er við Ric- hard Tauber.. Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran- söngkona flytur söngljóð eftir Schumann, Bramhs og Debussy og lög Jóns Ásgeirssonar við ljóð Halldórs Laxness. 17. október. Rann- veig Fríða starfar nú við Operuna í Frankfurt. Hinn 14. nóvember kemur Blásarakvintett LÁRA Stefánsdóttir fer fyrir hönd íslenska dansflokksins til Jóhannesarborgar í vikunni og kemur fram á þeim hluta norrænnar lista- hátíðar sem er tileinkuð dansverkum fyrir sólista. Danshöfundar frá öllum Norðurlönd- unum koma þarna fram í eina viku og sýna sólóverk sín, halda og taka þátt í námskeið- um. Sólóhátíð þessi er fyrsti hluti stærri lista- hátíðar sem haldin verður í Jóhannesarborg í september í tengslum við Shuttle 99, menn- ingarsamskiptaverkefni Norræna ráðherra- ráðsins og yfirvalda í S-Afríku. Lára mun sýna verkið Hræringar sem frumflutt var á norrænni danshátíð í Helsinki í apríl 1997 og á íslandi í Borgarleikhúsinu í maí sama ár. Auk þess hafa Hræringar áður verið sýndar í Eystrasaltslöndunum, Finn- landi, Færeyjum og nú síðast á heimssýning- unni í Portúgal í útgáfu fyrir fleiri dansara. Reykjavíkur fram á tónleikum með Gerrit Schuil þar sem þeir leika meðal annars píanók- vintett Beethovens op. 16. Á fyrstu tónleikunum eftir áramót, hinn 23. janúar, syngur Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran- söngkona, allan ljóðaflokkinn Svartálfadans eftir Jón Ásgeirsson, söngva eftir Wolf og Rachmaninoff og Wesendonck-ljóðin eftir Ric- hard Wagner. Rúmum mánuði síðar, 27. febr- úar, mynda kvartett þau Guðný Guðmunds- dóttir, Helga Þórarinsdóttir, Gunnar Kvaran og Gerrit Schuil, og leika verk eftir Mozart og Brahms. Síðustu tónleikarnir verða svo 17. aprfl en þá leika Sigrún Eðvaldsdóttir, Anssi Karttunen frá Finnlandi og Gerrit Schuil tríó eftir Haydn, Shostakovitsj og Schubert. Lögin hljóðrituð „Það er mikil gæfa að eiga kost á því að halda hátíð með slíku einvala liði íslenskra tón- listarmanna," er haft eftir Gerrit Schuil í kynn- ingu um tónlistarhátíðina. „Ennig er mér heið- Verkið Hræringar er samið undir áhrifum frá ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur, Dans í lokuðu herbergi. Tónlistin er eftir Guðna Franzson og er hún sérstaklega samin fyrir verk Láru. Guðni fer út með Láru og mun á sýningunni leika á klarinett og ástralska frumbyggjahljóðfærið didjeridu. Leikmynd er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, búningar eftir Elínu Eddu Árnadóttur og lýsing eftir Elfar Bjarnason. Lára Stefánsdóttir er fædd 1962 og hefur starfað við Islenska dansflokkinn óslitið frá 1980. Lára lauk námi frá Listdansskóla Þjóð- leikhússins 1980 og hefur stundað framhalds- nám í Kuopio, Dresden, Köln og Kaupmanna- höfn. Lára hefur samið fjölda dansa og dans- verka, m.a. fyrir íslenska dansflokkinn, dans- flokk Pars pro toto, Sjónvarpið og öll helstu leikhús landsins. ur að því að fá sellósnillinginn Anssi Karttunen til að leika með okkur, en hann fer um þessar mundir frægðarfór um heiminn og er nú í röð fremstu sellóleikara heimsins. Þá er það sér- stök ánægja að mega flytja sönglög Jóns Ás- geirssonar í tilefni af sjötugsaímæli hans nú í október. Einnig má geta þess að tónleikahaldið í Garðabæ hefur getið af sér hljómdisk okkar Rannveigar Fríðu með söngljóðum Schuberts á sínum tíma og fyrir jólin kemur út hljómdisk- ur með flutningi Finns Bjarnasonar á söngljóð- um Schumanns, þeim hinum sömu og við flytj- um á tónleikunum 19. september. Einnig höf- um við Rannveig Fríða og Elín Ósk í hyggju að hljóðrita í vetur þau sönglög Jóns Ásgeirsson- ar sem flutt verða á tónleikunum þeirra og gefa út á hljómdiski. Þannig leiðir eitt af öðru í þessu skemmtilega samstarfi og það er einmitt lykillinn að skapandi tónlistarlífí," segir enn- fremur í kynningunni. Tónleikarnir verða haldnir á laugardögum kl. 17. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonai-. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Susanne Christensen sýnir til 13. sept. Gallerí Fold, Kringlan Samsýningin Hvalir. Gallerí Hár og list, Hafnarfirði Brynja Árnadóttir sýnir til 17. sept. Gallerí Kambur, Holta- og Landsveit Ólafur Elíasson, Til. 4. okt. Gallerí Listakot Samsýning 13 listakvenna. Til 26. sept. Gallerí Sævars Karls við Bankastræti Galleríkeðjan Sýnirími Sýnibox v. Vatnsstíg: Almee Simons. Gallerí Barmur: Gunnar Magnús Andrésson. Gallerí Hlust, sími: 551 4348: Story, eftir Janet Passehl. Út sept. Sjónþing Kiistins G. Harðarsonar. Til 30. sept. Gerðuberg: Sjónþing Kristins G. Harðarson- ar. Til 24. okt. Hafnarborg Jón Óskar, Guðjón Bjarnason og Bjarna Sig- urbjörnssonar. Hanna Kristín Gunnarsdóttir sýnir í kaffistofunni til 14. sept. Hallgrímskirkja Tryggvi Ólafsson. Til septemberloka. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Verk Rögnu Róbertsdóttur, Bryndísar Snæ- björnsdóttur og Sólveigar Aðalsteinsdóttur í gegnum gluggann til 17. sept. Kjarvalsstaðir -30 / 60+, samsýning tveggja kynslóða. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðu- holti Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sigrún Eldjárn. Bridget Woods. Margrét Sveinsdóttir. Til 27. sept. Listasafn íslauds íslensk abstraktlist 1950-60. Til 25. okt. Listasafn ASÍ Gryfjan: Helena Guttormsdóttir. Ásmundar- salur: Sigríður Ólafsdóttir. Til 13. sept. Listaskálinn, Hveragerði Ljósmyndasýning Mats Wibe Lund. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. Til 19. sept. Mokkakaffi, Skólavörðustig Orri Jónsson sýnir ljósmyndir. Til 10. okt. Norræna húsið, Hringbraut Roj Friberg. Til 27. sept. Andy Horner. Ljósmyndir frá Álandseyjum. Til 30. sept. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Ljósmyndasýning barna. Til 15. sept. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóininjasafn íslands, Hafnarfirði Sumarsýning á ijósmyndum Helga Arason- ar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Til 14. maí. SPRON, Sflódd Harpa Bjömsdóttir sýnir til 24. okt. TONLIST Laugardagur Hótel Saga: Sigurður Flosason og Thad Jo- nes. Frumfl. Kl. 21. Gaukur á Stöng: Hljómsv. Yoga. Kl. 22. Sunnudagur Sólon íslandns: Tríó Ólafs Stephensen. Kl. 15. íslenska óperan: Ray Brown tríó. Kl. 21. Bústaðakirkja: Kemmarmúsíkklúbburinn. Kl. 20.30. Þriðjudagur Sclfosskirkja: Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskellsson. Kl. 20.30 Fimmtudagur Gerðarsafn, Kópavogi: Boris Guslitser. Kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikhúsið Grease, lau. 12., sun. 13., fim 17. sept. Sex í sveit, lau. 12., fós. 18. sept. Iðnó Rommí, Iau. 12., sun. 13. sept. Þjónn í súpunni mið. 16., fim. 17. fós. 18. sept. íslenska óperan Ávaxtakarfan, Sun. 13. sept. Hellisbúinn lau. 12., mið. 16., fim. 17. sept. Loftkastalinn Bugsy Malone, sun. 13. sept. Listaverkið, lau. 19. sept. Fjögur hjörtu, lau. 12., sun. 13., fös. 18. sept. Hafnarfj arðarleikhúsið Síðasti bærinn í dalnum. sun. 13. sept. Kaffileikhúsið Svikamylla, lau. 12., fós. 18. sept. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Ferðir Guðríðar, lau. 12. sept. KAMMERTÓNLISTARHÁTÍÐ í GARÐABÆ SEX TÓNLEIKAR OG HUÓÐRITANIR 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 12. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.