Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 4
s IÓPRENTUÐU bréfi frá árinu 1925, til mágs síns, Jóns Jónssonar fylkisþing- manns í Norður Dakota gerir Kletta- fjallaskáldið Stephan G. Stephansson (1853-1927) ættfræði, mannkynssögu og uppeldi meðal annars að umtalsefni: „Ekki veit eg hvort þú hefír nokkuð gíimun af þessari nafna-þulu, eg hafði sjálfur eittsinn ömun á þesskonar. Nú hefí eg iðrast þeirrar syndar, og þykist sjá ýmislegt í ættartölum, bæði gagn og gnman, ef menn kynnu með að fara og smíða efni úr, til upp- eldis-nota, sem einhvemtíma kemur kanske að. Islendingar eru, sem sé, svo sérstaklega settir, með sögu og ættarnöfn, að flest má rekja um arfgenga kosti og lesti, í 10 til 12 aldir, sem áberandi er. Yrði það að vísindum, mætti, með uppeldi, glæða þá góðu en afvenja þá lakari, væri þekkingin til. Auk þess, er nú þetta mannkynssagan sjálf, í upptökum sín- um.“1 EFTIR VIÐAR HREINSSON Um þessar mundir eru framtakssamir menn í óða önn að smíða efni „úr ættanna kynlega blandi" (svo hnuplað sé línu frá Jóni Helgasyni) - ekki til „uppeldis-nota“ heldur mannkyni til heilsubóta og þjóð til hagsbóta. Torvelt er að sjá að hve miklu gagni hefð- bundin ættfræði getur orðið erfðavísindum, því hún er eins og ýmsar heimildir sögunnar, víða ótraust og brotakennd og af þeim sökum einkum háð vandvirkni og efasemdum þeirra sem með slíkar heimildir fara. Það undrar engan að Stephan segist eitt sinn hafa haft ömun á ættfræði. Saga, sagnir og fróðleikur voru honum hugstæðari. Hann greip frekar upp sögubrot og staka mola aft- an úr öldum og miklaði þá. Honum urðu mikil kvæði úr lítilfjörlegum þjóðsögum og sagna- þáttum. Nefna má Kolbeinslag, Jón hrak og Sigurð trölla. En orð hans í þessu bréfi benda til þess að hann hafi hin síðari ár verið farinn að líta á ættfræði og sögu sem brot sem þyrfti að raða saman í heildarmynd. Eflaust mætti fara að orðum hans og grípa ættfræði til upp- eldisnota. Vera má að „ættfræði" verka hans sé hnýsilegri í þessum efnum, því þegar rýnt er í baksvið þeirra má greina myndir og brot úr íslenskri menningar- og bókmenntasögu. Uppeldisnot má hafa af brotakenndum svip- myndum af viðleitni fátækra almúgamanna á Islandi til að afla sér þekkingar og lifa menn- ingarlífi. Sú viðleitni var sterkasta kjölfesta Stefáns Guðmundssonar frá Víðimýrarseli, sem í Vesturheimi tók upp nafnið Stephan G. Stephansson. Andleg og vitsmunaleg ættfræði Stefáns er flóknari en ættartölur ættfræðinga og verður varla sett í gagnagrunn í því skyni að dýpka skilning á gangverki menningarinnar. For- eldrar hans voru Guðmundur Stefánsson frá Kroppi í Eyjafirði og Guðbjörg Hannesdóttir af skagfirskum ættum. Þau voru bókhneigð og kenndu drengnum snemma að lesa. í Skagafirði naut hann á æskuárunum leiðsagn- ar og velvildar kunnra skálda og bókamanna: Sigvalda Jónssonar skálda, Jóns bónda Árna- sonar á Víðimýri sem líka var velunnari Bólu- Hjálmars, og Egils Gottskálkssonar á Skarðsá. Sigvaldi kenndi honum að skrifa, þótti hann baldinn og orti: Þú ert stirður Stebbi minn, stafi að mynda þína, lítill virðist vilji þinn vinum hlýðni að sýna.2 Vafalaust hafa þessir menn séð mannsefnið í gegnum bemskubrek Stebba í Seli og léð hon- um bækur til lestrar. Reyndar sagði Eggert Briem, sýslumaður Skagfírðinga, að það væru „falleg augu í þessum strák“ þegar nokkrir höfðingjar riðu fram á Stefán á vaði við Gýgjarfoss í Sæmundará, þar sem hann leitaði hrossa.3 Mynd þessara manna er nokkuð ljós í heimildum, enda búum við í þeim efnum að aldalangri fræðahefð Skagfirðinga. Bókleg iðja drengsins í Skagafirði fólst meðal annars í því að gefa út blað. Um það segir Indriði Einars- son: „Þrír af okkur drengjunum í Glaumbæjar og Víðimýrarsóknum tókum upp á því, að gefa út sitt blaðið hver. Rögnvaldur Bjarnarson var einn, en jeg man ekki, hvað það blað hjet. Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir ÞEGAR AÐRIR notuðu þurrk eftir votviðrakafla til þess að breiða hey, lét Tómas á Hlíðarenda ganga fyrir að bera bækur sínar út til þerris því bærinn hriplak. Þótt ort væri um Stebba litla í Víðimýrarseli „Þú ert stirður Stebbi minn/ stafi að mynda þína", átti hann eftir að verða stórskáld vestur í Ameríku. Það urðu aftur á móti örlög Tómasar frá Hróarsstöðum að verða einn hinna óþekktu og var hann þó einn af frumherjum leikritunar á Islandi, gáfaður maður á rangri hillu og svo bókhneigður að bækur voru honum ástríða. Stephán G. Stephánsson gaf út annað, sem hjet „Dalbúinn", og það var bezta blaðið, og jeg gaf út það þriðja, sem hjet „Júlíus Cæs- ar“.“‘ Stefán tók aftur upp þráðinn við blaða- mennsku í Vesturheimi veturinn 1880, er hann gaf með öðrum út handskrifað blað, „Fjalla- Eyvind". Honum ber ekki alveg saman við Indriða er hann rifjar upp blaðamennskuferil- inn í bréfi til Baldurs Sveinssonar: „Blaðamennska mín byrjaði bæði og endaði annars snemma. Innan við fermingu var ég „ritstjóri" „Dalbúans", sem ég skipti á fyrir „Vestanfara“ Sigurðar Jónssonar á Víðimýri og „Júlíus Cæsar“ Indríða Einarssonar á Krossanesi, en „frægur“ er ég fyrir „Eyvind!" Þú tekur eftir, að ég kalhi mig þar enn réttu nafni, Stefán Guðmundsson (ég er nú samt ég). Eg réði ekki lengur nafni mínu fyrir „enskum“ sem vissu, að faðir minn nefndi sig Stefánsson; svo vorum við 2 eða 3 í Dakota svo að segja alnafnar. Bréf til þeiira villtust stundum til mín. Því skírði ég mig lengi-a nafni með þessari skemmri skírn, og hálfsá þó eftir. “5 Heimildir eru fáorðari um vist Stefáns og andlega ættstofna árin sem hann átti heima í Bárðardal. Hann flutti þangað með foreldrum sínum vorið 1870, en þar bjuggu þá þrjár föð- ursystur hans, skörungar miklir. Foreldrar hans fóru í vinnumennsku að Mýri, til Helgu, systur Guðmundar, og Kristjáns Ingjaldsson- ar manns hennar. Stefán gerðist vinnumaður í Mjóadal, hjá Sigurbjörgu föðursystur sinni og Jóni bónda Jónssyni, en þau urðu síðar tengdaforeldrár hans. Alkunna er að mikil gerjun var í félagsmálum og menningu meðal Þingeyinga á þeim árum. Jón bóndi í Mjóadal var til að mynda einn af frumkvöðlum lestrar- félags nokkurra bænda í Bárðardal. Á Hall- dórsstöðum bjó séra Jón Austmann, mikilhæf- ur klerkur og menntavinur, en eins og kunn- ugt er af drögum Stephans til ævisögu var hann um mánaðartíma hjá séra Jóni til að fá nokkra tilsögn í ensku seinnipart vetrar áður en hann fluttist vestur um haf. Fleira var í gerjun í Bárðardal á þessum árum. Þegar skyggnst er um mannlíf í dalnum bregður fyr- ir þráðum og svipmyndum sem hægt er að raða í nokkuð heillega mynd. Handritaböggull sem barst Landsbókasafni fyrir 9 ánim geym- ir ýmis gögn sem tengjast Stephani og afkom- endum Helgu föðursystur hans.6 Þar er meðal annars að finna kvæði, Til Vesturfara. Kveðið af T. Jónassyni 1873. Kvæðið er vel ort, vin- samleg hvatning, undir því stendur G. S. d. Þegar ráðið er í heimildir frá þessum árum kemur í ljós að það hefur að öllum líkindum verið Tómas Jónasson, yfirleitt kenndur við Hróarsstaði í Fnjóskadal, sem hefur ort kvæð- ið fyrir Guðnýju Stefánsdóttur húsfreyju á Eyjardalsá, en hún var þriðja föðursystir Stephans. Þótt ættanna bland sé oft kynlegt, getur enn bæst við kynslin þegar örlagaþræð- ir spinnast um. í Árbók Landsbókasafnsins 1989 birtir Finnbogi Guðmundsson tvö erfi- kvæði úr fyrrnefndum handritaböggli ásamt greinargerð gefanda böggulsins. Stephan BOKHNEIGÐIR KOTUNGAR OG MANNKYNS MENNING 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.