Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 8
VAR HAKON GAMLI UPPHAFSAAAÐUR ÍSLENDINGASAGNA? EFTIR ARMANN JAKOBSSON Áður sat hann skýr að Skúla og þar skálda lét sinn túla bæði’ um hann og Hákon fúla sem hirti frelsi vort IÐHORF íslendinga til Há- konar Hákonarsonar Nor- egskonungs (1204-1263) mestalla þessa öld er tjáð í ómyrku máli í þessu erindi í kvæði eignuðu Hannesi Hafstein, ráðherra og skáldi, þegar hnígur húm að þorra. Hákon konungur var handhafi hins erlenda valds sem íslendingar gengu undir á árunum 1262-64. Það merkti endalok hins ís- lenska þjóðveldis sem mjög var mært í sjálf- stæðisbaráttunni. Þjóðveldið var í augum manna lýðveldi síns tíma og grunnmynd þess lýðveldis sem skyldi sett á stofn á Islandi. I Islandssögunni kom af þeim sökum í hlut Hákonar konungs hlutverk hins lævísa und- irróðursmanns sem hafði att saman íslensk- um höfðingjum í eina ófriðarbendu á Sturl- ungaöld og kynt undir illdeilur þeirra og ósætti uns allt Island lék í ljósum logum. Að því búnu hafði hann „hirt frelsi vort“ þegar allt var komið í óefni og við tók tæpra sex alda niðurlægingarskeið, hinar myrku aldir íslandssögunnar, uns upp risu hetjur sjálf- stæðisbaráttunnar, Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson. Þannig var Islandssagan frá því að sjálf- stæðisbaráttan stóð hvað hæst fram yfir 1970, í kennslubókum þeirra Jóns Aðils og Jónasar Jónassonar og ritum fræðimanna á borð við Sigurð Nordal, Einar Ólaf Sveins- son og Jón Jóhannesson. A hinn bóginn hef- ur nú verið dregið fram að íslenskir samtíð- armenn Hákonar konungs, með sagnaritar- ann Sturlu Þórðarson í broddi fylkingar, lýsa honum af virðingu og aðdáun í ritum sínum. Neikvæð mynd hans á Islandi á öndverðri 20. öld hefði eflaust vakið furðu þem-a því að í þeirra augum var hann friðarkonungur en ekki lægjam Loki sem öllum árum rær að ógæfunni. í sagnaritum 13. aldar er næsta lítill fótur fyrir mörgum og alvarlegum ákærum ís- lenskra fræðimanna á 20. öld gegn Hákoni Noregskonungi. Ekkert bendir til þess að hann hafi kynt undir ófriðarbál á íslandi heldur er þvert á móti tekið fram að hann hafi lagt áherslu á friðsamar lausnir, bæði í Noregi og í skiptum við Islendinga. I sagna- ritum kemur ekki heldur fram að Hákon hafi seilst hér til valda að fyrra bragði. Islenskir höfðingjar virðast sjálfir hafa átt frumkvæði að því að vekja áhuga hans á landinu, ejnkum Sturla Sighvatsson. Yfirráð yfir Islandi verða ekki þáttur í utanríkisstefnu Hákonar fyrr en árið 1247, eftir að sendimaður páfa, Vilhjálmur cardinalis, hefur í heimsókn til Noregs lýst furðu sinni á að til sé land sem engan hafi konunginn. Eftir það er leið Há- konar til valda yfir Islandi að senda hingað sendimenn ár eftir ár og bjóða íslenskum höfðingjum að sverja sér hollustueið. Hvorki er getið um ógnanir né vopnavald.1 Hákon Hákonarson á því að hverfa úr Is- landssögunni sem fulltrúi hins illa erlenda valds sem hafi ginnt íslenska höfðingja til að ganga sér á hönd. En eftir sem áður kann hann að eiga sér sess í sögubókum framtíð- arinnar, einkum þó í bókmenntasögunni. Það var lengi hald manna að merkustu bókmenntir Islendinga á miðöldum væru frá þjóðveldisöld. Á dögum fræðimanna á borð við Finn Jónsson (1858-1934) voi-u fslend- ingasögurnar ótvírætt þjóðveldisaldarbók- menntir. Á þessari öld breyttist þetta. Þeir sem fylgdu bókfestukenningunni um upp- rana íslendingasagna og hinum svonefnda „íslenska skóla“ töldu Islendingasögurnar ■ -f fi j# (-'p.QJ v f í ! rptýi'- "i": *: %y■•; :m■>|i>Ibú « ...... ,1 ÆJ, 1111:; I í %i 0 i> í; SIGLT MEÐ ORÐIN, mynd unnin með blandaðri tækni eftir Gísia Sigurðsson, 1997. Byggt á lýsingu úr handriti og fornri leturskrift. Hákonar gamla Noregskonungs hafa íslendingar minnst með beiskju fyrir að hafa náð tökum á Islandi með brögðum. En Hákon gamli hafði menningarlegan metnað og lét þýða bókmenntir um ást og riddaraskap. í kjölfar þess er afar sennilegt að Islendingar hafi tekið að rita fornaldarsögur, norrænar hliðstæður riddara- sagna, og vera má að fyrstu Islendingasögurnar séu settar saman undir áhrifum frá Tristamssögu. verk framlegra höfunda sem hefðu starfað á 13. öld, í miðju ófriðarbáli Sturlungaaldar. Það var álit Sigurðar Nordals (1886-1974) og fræðimanna af næstu kynslóð að þær íslend- ingasögur sem hafa þótt bestar væra flestar eða allar frá 13. öld en þær sem þóttu óheflaðri eða ævintýralegri væru ýmist eldri eða yngri. Á seinustu áratugum hefur hugmyndum Sigurðar Nordals aftui; á móti verið nokkuð andæft. Einkum hafa íslendingasögur verið taldar ennþá yngri en hann gerði ráð fyrir. Nú er sú saga sem áður var talin elst, Heið- arvígasaga, talin vera frá hinstu árum þjóð- veldisins. Fóstbræðrasaga er talin frá um 1300, öld yngri en áður var gert ráð fyrir. Einnig hafa menn nú á síðustu árum talið Bjarnarsögu Hítdælakappa, Hrafnkelssögu og Grettissögu yngri en þær voru að hyggju Nordals. Samkvæmt nýjustu viðhorfum gæti meirihluti Islendingasagna verið frá 14. öld og ritun þeiira hefst þá varla að ráði fyrr en um 1250, skömmu fyrir endalok þjóðveldis- ins. Að mati Sigurðar Nordals voru þessar Is- lendingasögur elstar: Heiðarvígasaga, Fóst- bræðrasaga, Bjarnarsaga Hítdælakappa, Hallfreðarsaga, Kormákssaga og Egilssaga. Þær áttu að vera settar saman á árunum 1200-1230.2 Nú hafa Jónas Kristjánsson og Bjami Guðnason sýnt fram á að þrjár þær fyrstu séu talsvert yngri en áður var talið, samdar á árunum 1250-1300. í framhaldi af því hefur Jónas sett fram þá hugmynd að Egilssaga sé elst Islendingasagna.3 Meðal raka hans fyrir jwí er að elsta varðveitt handritsbrot af Islendingasögu er brot af Egilssögu frá um 1250. Jónas telur að Is- lendingasögur hafi því átt sér upphafsmann, engan annan en Snorra Sturluson sem á þessari öld hefur verið talinn höfundur Egilssögu. Snorri hafi samið Eglu síðar en Heimskringlu, hafi horfið frá konungasagna- ritun til þess að setja saman fyi-stu Islend- ingasöguna. Þetta er snjöll hugdetta og rökrétt niður- staða úr þróun Islendingasagnarannsókna seinustu áratugi. Kenningu sína styrkir Jónas með því að setja hana í samhengi við hugmyndir um þróun sagnaritunar Islend- inga. Hann telur eðlilegt að gera ráð fyrir að þori'i íslendingasagna sé yngri en sögur St- urlungu enda sýni þróun konungasagnarit- unar að sögur úr samtíð eða nálægri fortíð séu oftast settar saman fyrr en sögur úr íjar- lægri fortíð eða grárri forneskju - og raunar era sögur með helgisagnablæ fyrstar á ferð. Að einu leytinu séu fornaldarsögur Norður- landa þannig arftakar konungasagna en einnig Islendingasögur komi í kjölfar þeirra. Jónas nemur eðlilega staðar við Egilssögu þar sem norskir konungar eru hvergi jafn mikilvægir í Islendingasögu og þar en einnig vegna þess að Egilssaga hefur verið talin rit- uð af manni sem einnig setti saman kon- ungasögur, Snorra Sturlusyni. Grein hans í Andvara ber nafnið: Var Snorri Sturluson upphafsmaður Islendingasagna? Samkvæmt hugmyndum Jónasar hefst Is- lendingasagnaritun á dögum Snorra Sturlu- sonar, um 1240. Eins og fram kom er rök- stuðningur Jónasar alltraustur en þó leiðir hann að mestu hjá sér þær sögur sem Sig- urður Nordal taldi elstar Islendingasagna og enn hafa ekki verið færðar aftur fyrir Egils- sögu í aldri með styrkum rökum. Það eru Hallfreðarsaga og Kormákssaga sem báðar snúast um ævi, ástir og kveð- skap húnvetnskra skálda. Um þær hefur aftur á móti Bjarni Einarsson rækilega fjallað4 og komist að þeirri niðurstöðu, í kjölfar Danans Pauls Rubows, að þær séu undir áhrifum frá erlendum ástarsögum. Hall- freður og Kormákur séu ís- lensk hliðstæða evrópskra trú- badúra en blómaskeið þess háttar skáldskapar (og lífsstfls) var á 11. og 12. öld. Bjarni nefnir einkum til sögu sýnileg áhrif frá efni Tristramssögu sem snúið var á norrænt mál árið 1226. Þegar Bjarni setti fram hug- myndir sínar hafði enn ekki verið tekið til við þá iðju að yngja elstu Islendingasögur. Nú á dögum er aftur á móti óhætt og eðlilegt að draga þá ályktun af þeim venslum sem hann sýnir fram á milli hún- vetnsku skáldasagnanna og Tristramssögu að þær séu yngri en hún, þ.e. settar saman síðar en árið 1226. Þar sem enginn hefur ennþá tekið sér fyrir hendur að sýna fram á að þessar sögur séu yngri en Egilssaga er eðlilegt að gera ráð fyrir því að þær séu eldri en hún eða ritaðar á svipuðum tíma og hafi þannig jafnvel haft áhrif á hana (eins og Bjarni Einarsson gerði ráð fyrir). Ef fundinn væri samnefnari (eða syntesa) ályktana Jónasar Kristjánssonar og Bjarna Ein- arssonar væri hann þessi: Upphafs íslend- ingasagnanna er að leita á 3. áratug 13. ald- ar. Jónas bendir á konungasögur sem undan- fara og styðst þar við Eglu en einnig má benda á að Kormákur og Hallfreður voru hirðskáld Noregskonunga og Olafur konung- ur Tryggvason leikur veralegt hlutverk í Hallfreðarsögu. Bjarni leggur aftur á móti áherslu á rómönsuhefðina erlendu en á 12. öld komu fram kvæði um riddara á þjóðtung- um þar sem höfuðáherslan var á ástir þeirra og innri mann. Þessi hefð náði til Norður- landa með þýðingu Tristramssögu árið 1226 og á norsk-íslenska menningarsvæðinu varð til bókmenntagreinin riddarasögur, íslenskt afbrigði af rómönsum. Það er líka óhætt að rekja fornaldarsögur til þessarar hefðar. Þær eru flestar ekkert annað en íslenskar rómönsur. Það er enginn efi á því að á 3. áratug 13. aldar er mikil deigla í íslensku og vesturnor- rænu bókmenntalífi. Þá kom rómönsuhefðin norður af fullum þunga. En þetta er einnegin merkilegt skeið í sögu konungasagnaritunar því að frá þessum áratug er konungasagna- ritið Morkinskinna sem er tímamótarit í rit- un konungasagna. Það er mín hyggja að Morkinskinna eigi margt sameiginlegt með hvorutveggja riddara- og fornaldarsagna- hefðinni og Islendingasögum. Ekki síst vegna þess að í henni eru hinir svokölluðu þættir, stuttir útúrdúrar sem virðast hafa það margþætta hlutverk að skemmta áheyr- endum með ævintýralegum frásögnum, lýsa einstökum konungum rækilegar, sýna hvernig konungar rækja hlutverk sitt og skyldur og era því vaxnir, veita sögunni sið- ferðislegt inntak og um leið sýna konunga meðal þegna sinna, í samfélaginu. Kunnastir eru þættir um íslendinga, t.d. Auðunarþátt- ur vestfirska, Hreiðarsþáttur heimska og Sneglu-Hallaþáttur, sem snúast um sam- skipti konungs við íslenska hirðmenn sína. En í flestum eldri konungasögum, öðrum en Sverrissögu, höfðu konungar verið því sem næst einir á sviðinu. I rómönsum er áherslan ekki á höfðingja á 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.