Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Side 9
borð við konunga heldur riddai’a þeirra, þá sem þjóna stórmennunum og bregður þeim að því leyti frá eldri sagnaritum. Artúr kon- ungur sjálfur er þannig í skugganum en kappar hans, Lancelot, Perceval og Gawain, í sviðsljósinu. í rómönsunum er áhersla lögð á siðferðislegt gildi atburða og þær einkennast af innleitni. Þær snúast um einkamál fremur en opinber mál. Allt þetta setur svip á Mork- inskinnu líka. Þar með er ekki sagt að hún sé rómansa af sama tagi og Tristramssaga heldur er hún ný tegund konungasögu, undir sterkum áhrifum frá rómönsuhefðinni. Það á einnig við sögurnar tvær um hirðskáld kon- unga, Hallfreðarsögu og Kormákssögu, sem snúast um einkamál þeirra og ástir, rétt eins og rómönsur um riddara Artúrs konung. Þegar Tristramssaga er þýdd á norrænt mál verður bókmenntasöguleg bylting. í fyrsta sinn snýst heil saga, en ekíri aðeins þættir í stærri sögu, ekki um konunga eða helga menn, þá sem bera af, heldur um kappa sem að vísu ber af fyrir margra hluta sakir en er þó „venjulegir menn“ í saman- burði við fyrri söguhetjur. Um leið taka þegnar konunga að verða meira áberandi í konungasagnaritum, t.d. Morkinskinnu og síðar Heimskringlu. Af þessum tveimur rót- um spretta íslendingasögur sem bókmenntir þó að þær kunni að hafa átt sér munnlega undanfara. Þó að þáttur Egilssöguhöfundar í upphafi íslendingasagnaritunar sé eflaust ríkur er að minni hyggju ekki rétt að kalla hann upp- hafsmann Islendingasagna. Ef 'einhver verð- skuldar þá nafnbót er það maður sem aldrei setti saman Islendingasögu og var ekki einu sinni Islendingur: Hákon Hákonarson Nor- egskonungur. Það þykir eflaust kynlegt að nefna upphaf íslendingasagnaritunar í sömu andrá og norskan konung. Hvað þá sjálfan höfuðóvin íslenska þjóðveldisins, Hákon Hákonarson, sem oft er nefndur Hákon gamli, ekki ein- vörðungu vegna þess að hann var eldri en sonur sinn samnefndur sem kallaður var Há- kon ungi heldur er einnig á ferð óbein skírskotun í þann úr neðra sem Hákon þótti líkjast. Hver eru tengsl þessa umdeilda kon- ungs við íslenska sagnaritun á 13. öld? Þegar Snorri Sturluson hélt til Noregs árið 1218 orti hann kvæði um Hákon konung og Skúla jarl Bárðarson. Það er kvæðið Háttatal sem er þriðjungur Snorra-Eddu og er e.t.v. upphaf að konungasagnaritun Snorra. Á þessum tíma var orðið sjaldgæft að konungar hefðu við hirð sína íslensk dróttkvæðaskáld sem ortu um þá lof. En þar með var listsköp- un í þágu konunga ekki lokið. Skömmu síðar hefjast miklar aðgerðir hins unga konungs til að kynna Norðmönnum og öðrum vesturnor- rænum þjóðum þær bókmenntir sem bar hæst í Evrópu á þeim tíma. Þegar Hákon Hákonarson er liðlega tvi- tugur verður sá stórviðburður sem þegar hefur verið getið, rómönsumar halda norður. í formála Tristramssögu segir: „Var þá liðið frá hingaðburði Kristí 1226 ár, er þessi saga var á norrænu skrifuð eftir befalningu og skipan virðulegs herra Hákonar konungs.“* 1 2 3 4 5 6 Og Tristramssaga var aðeins fyrst af mörg- um. I þremur öðrum riddarasögum til við- bótar er vísað Hákonar Hákonarsonar kon- ungs, Elíssögu, Möttulssögu og Ivenssögu. Þá má nefna Strengleika, safn ljóðsagna Maríu frönsku (Marie de France) sem á ís- lensku urðu eins konar smásögur, en Hákon Hákonarson er sagður hafa látið „norræna úr völsku máli“.7 ívenssaga og Tristramssaga eru þýddar úr kvæðum sem eru almennt flokkuð sem hirðkvæði (romans courtois) og er sú fyrr- nefnda þýðing á kvæði Chrétien de Troyes, upphafsmanns þeirrar hefðar í Frakklandi. Elíssaga er hins vegar þýdd úr frönsku kappakvæði (chanson de geste) en hirðkvæði og kappakvæði eru tveir helstu flokkar rómönsuhefðarinnar. Til hennar teljast einnig ljóðsögur (lais) Maríu frönsku og fá- byljur (fabliaux) á borð við Möttulssögu. Þær fimm þýðingar sem Hákon Hákonarson hefur ótvírætt staðið fyrir veita því býsna fjölbreytna mynd af rómönsuhefðinni. Ætlun hans hefur greinilega verið að kynna alla þætti þessara bókmennta fyrir norrænum mönnum. Það kann í fyrstu að þykja nokkuð ein- kennilegt að Noregskonungur standi fyrir þýðingum á bókmenntum um ást og riddara- skap. En rómönsurnar voni hirðbókmenntir hins nýja tíma, rétt eins og dróttkvæðin heyrðu til hinum fyrri konungum. Og rétt eins og allir sem vettlingi geta valdið vilja vera „nútímalegir“ á ofanverðri 20. öld ætl- aði Hákon Hákonarson sér að vera nútíma- legur konungur. Það kemur ekki aðeins fram í bókmenntastarfi hans. í Hákonarsögu St- urlu Þórðarsonar kemur skýrt fram að Há- kon var fyrirmyndarkonungur að sið 13. ald- ar, rétt eins og samtíðarmenn hans erlendir, heilagur Loðvík í Frakklandi, Alfons 10. Ka- stilíukonungur og síðast en ekki síst Friðrik 2. keisari Hins heilaga rómverska ríkis. Allir voru þeir kristnir konungar sem lögðu allt kapp á að halda frið í landi sínu og bæta þar lög og landsrétt. Allir studdu þeir við bak kirkjunnar og allir töldu þeir visku höfuð- dyggð sína. Friðrik 2. Þótti raunar svo vitur og lærður að hann var nefndur „stupor mundi“, veraldarundur. Hákon Hákonarson samdi sig að sið hins nýja tíma og ætlaðist til að hirð sín gerði það einnig. Hinar nýþýddu riddarasögur áttu að vera norrænum mönnum til leiðbeiningar um hvernig kurteisir menn hegðuðu sér á 13. öld. Þær voru dæmi um hinn nýja smekk. Og Hákon lét ekki staðar numið. Talið er að hann hafi staðið fyrir ritun Konungsskugg- sjár (Speculum regale) sem er eins konar lærð ritgerð um samfélag og hlutverk kon- unga í því og hafi ritið átt að vera sonum hans til leiðbeiningar. Rit af því tagi voru einmitt mjög í tísku á 13. öld. Þá hefur Bjarni Einarsson sett fram þá hugmynd að konungasagnaritið Fagurskinna sé runnið undan rifjum Hákonar og Toi’fi Tulinius tel- ur að ritun Hervararsögu og Heiðreks geti tengst viðleitni Hákonar til að tryggja erfða- ríki í Noregi.8 9 Fram í andlátið var Hákon Hákonarson viskukonungur, velgjörðarmaður lærdóms og lista og áhugamaður um sagnaritun. í banalegunni lét hann lesa fyrir sig bækur, fyrst á latínu en þrátt fyrir visku hans hefur skort eitthvað á latínukunnáttuna því að í sögu hans segir að honum hafi þótt „sér mik- il mæða í at hugsa þar eftir, hversu þat þýddi“ og í staðinn lét hánn þá lesa fyrir sig konungasögur og að lokum sögu Sverris afa síns. Þannig var áhugi konungsins á bók- menntum lifandi fram í dauðann og afkom- endur hans héldu þessu áfram. Syni hans er nú eignuð þýðing á ævintýrinu Barlaams- sögu og Jósafats og sonarsonur hans, Hákon Magnússon, er sagður hafa látið „venda mörgum riddarasögum í norrænu úr girsku og franseisku máli“.10 En ætli Hákon konungur Hákonai-son hafi skilið það á banabeði hverju hann hafði kom- ið til leiðar? Eins og fram kom hér að framan markar Tristramssaga tímamót í norrænni bókmenntasögu. Það er afar sennilegt að í kjölfar þýðingarstarfs þess sem Hákon stóð fyrir hafi íslendingar tekið að rita fomaldar- sögur, nomænar hliðstæður riddarasagna, en það má einnig vera að fyrstu íslendinga- sögumar, Hallfreðarsaga og Kormákssaga, séu settar saman undir áhrifum frá Tristramssögu. Eins og bent hefur verið á er það með riddarasögum að aðrir en konungar og heilagir menn verða viðfang sagnaritara. Fyrst em þýddar á norrænu sögur um ridd- ara konungs suður í Evrópu en síðan era samdar þrjár sögur um íslensk skáld í þjón- ustu norskra konunga, Hallfreð, Kormák og Egil sjálfan. Bókmenntagreinin Islendinga- sögur er orðin til. Vitaskuld varð hún ekki til á einum degi. Islendingasögurnar eru verk margra ókunnra snillinga, höfundar Egilssögu hvort sem hann hét Snorri Sturluson eða eitthvað annað, höfundar Laxdælasögu, höfundar Brennu-Njálssögu og margra annama sem hver og einn mótaði bókmenntagreinina í sinni mynd. En allir vora þeir innblásnir af hinni nútímalegu sagnaritun 13. aldar. Og frumkvöðull hennar var Hákon Hákonarson Noregskonungur, sá sami og „hirti frelsi vort“ í kvæði Hannesar Hafsteins. Islendingasögurnar era hlekkur í þeirri innreið nútíma 13. aldar í norrænar bók- menntir sem hófst með bókmenntastarfi Há- konar konungs Hákonarsonar. Hann er þvi enn frekar og mun ótvíræðar upphafsmaður íslendingasagna en Snorri Sturluson. Höfundur er MA í íslensku og vinnur um þessar mundir að doktorsritgerð um Morkinskinnu. Honn er höfundur bókarinnar (leit að konungi (Háskólaútgóf- an 1997). 1) Sjá Ármann Jakobsson. Hákon Hákonarson - friðar- konungur eða fúlmenni? Saga 33 (1995), 166-185. 2) Sjá: Um íslenskar fornsögur. Rvík 1968. 3) Var Snorri Sturluson upphafsmaður fslendinga- sagna. Andvari nýr fl. 32 (1990), 85-105. 4) Skáldasögur. Rvík 1961 o.v. 5) Eins og ég hef fært rök að í bók minni, í leit að kon- ungi, og víðar. 6) Riddarasögur I. Bjarni Vilhjálmsson gaf út. Rvík 1949,3. 7) Strengleikar. Robert Cook og Mattias Tveitane gáfu út. Óaió 1979,4. 8) «La matiére du Nord.» París 1995,89-90. 9) Konungasögur III. Guðni Jónsson gaf út. Akurevri 1957,456-57. 10) Viktors saga ok Blávus. Jónas Kristjánsson gaf út. Rvík 1964,3. KENNING KUHNS EFTIR STEFÁN SNÆVARR Undarlega hljótt hefur verið um andlát vísindafræð- ingsins Thomasar Kuhns í íslenskum fjölmiðlum en hann kvaddi þennan heim fyrir tveimur árum. Hér er lauslega gerð grein f ydr kenningum hans. Bylting Kuhns Hann var meðal þeirra manna sem gjörbyltu hugmyndum okkar um vís- indin fyrir nokkrum áratugum. Vís- indaheimspekingai- á borð við Karl Popper höfðu rembst eins og rjúpan við staurinn við að finna hina einu sönnu aðferð náttúru- vísindanna með heldur klénum árangri. Ku- hn kvað upp þann Salómonsdóm að leitin að þessu helga grali aðferðarinnar væri dæmd til að misheppnast. Vísindin eru síbreytileg sem elfur. Og engin stígur tvisvar niður í sama fljótið, ekki er til nein allsherjar að- ferð fyi-ir vísindin. Meira vit er í að gaum- gæfa sögu þeirra. Slík athugun leiðir í ljós að vísindasagan er nánast fólsuð, alla vega gróflega einfólduð. Búin hefur verið til fegr- uð mynd af náttúruvísindunum sem sýnir hugumstóra andans menn ganga frjálslega til móts til við ljósið. M.ö.o. þá sýnir myndin stöðuga framþróun vísindanna sem nálgast sannleikann hægt og bítandi. En Kuhn seg- ir að vísindamenn skapi þessa mynd ein- faldlega með því að afgreiða misheppnaðar kenningar fortíðarinnar sem gervivísindi. Því eins og skáldið Paul Valéry segir „og aðeins þetta skyldi kallast vísindi, heild þeirra uppskrifta sem tókust. Hinar eru bókmenntii-“. Kuhn andæfir kenningunni um að vísindin nálgist stöðugt sannleikann og að yngri kenningar séu sértilvik af þeim eldri. Við getum ekki vitað hvort vísindin nálgist sannleikann nema að vita þegar hvar hann sé að finna. En það getum við augljóslega ekki því þá þyrftum við ekki að stunda vísindi. Til að bæta gráu ofan á svart eru hinar miklu, víðfeðmu kenningar vísind- anna ósammælanlegar (incommensurable) og því útilokað að kalla þær sértilvik af hver annarri. Þannig er villandi að segja eðlis- fræði Newtons sértUvik af eðlisfræði Ein- steins sem skýri meira en eldri kenningin en stangist hvergi á við hana. Vísindamenn hafa einfaldlega falsað kenningar Newtons með þeim hætti að hreinsa burt þær sem ekki voru samþýðanlegar tilgátum Ein- steins. En hvað í ósköpunum er ósammæl- anleiki (incommensurability)? Því er til að svara að tvær kenningar eru ósammælan- legar ef vandkvæði eru á að þýða þær á mál hvor annarrar. Ef hægt er að þýða þær með þeim hætti að þýðingin virðist spegilmynd hins þýdda þá eru þær sammælanlegar. Því þá væri samanburður á ágæti kenninganna engum vandkvæðum bundinn. Við gætum án nokkurra erfiðleika uppgötvað hvor hefði fleiri prófanlegar afleiðingar og hvort önnur væri sértilvik af hinni. Ef þýðingin er hins vegai- meira í ætt við þýðingu á Ijóði þá má telja þær ósammælanlegar. Ljóðaþýð- ing getur aldrei speglað fyrirmyndina enda sagði skáldið Robert Frost að skáldskapur væri það sem þýðingin næði aldrei. Viðtök Engin leið er að skilja kenningar Kuhns nema að þekkja hugtakið „viðtak" (para- digm). Hvorki kenning né staðhæfing eru minnstu einingar vísindanna heldur vísinda- leg viðtök. Hugtakið viðtak er ættað úr mál- fræði og er í þeim fræðum notað m.a. um skóladæmi um beygingar. Til dæmis eru beygingarmyndir orðsins „hestur" skóla- dæmi um beygingu ákveðins orðflokks á ís- lensku. Vísindaleg viðtök líkjast málinu á ýmsan hátt, ekki síst fyrir þær sakir að þau grisja og skapa reynsluna líkt og tungumál gera. Eskimóai- eru sagðir hafa tuttuguog- tvö orð yfir snjó sem ekki eru þýðanleg á önnur tungumál, þeirra mál er ósammælan- legt við okkar. Mál þeirra gi'isjar því og skapar reynslu af snjó með öðrum hætti en aðrar tungur. Að breyttu breytanda gildii- eitthvað svipað um viðtökin. Orðaforði nú- tíma eðlisfræði er vissulega líkur orðaforða sígildu eðlisfræðinnai' en kerfisbundinn munur er á merkingu orðanna. Mál viðtak- ana eru sem sagt ósammælanleg. Vísinda- menn yngri viðtaksins sjá „sömu“ stað- reyndir á annan hátt en þeir eldri. Ef stað- reyndirnar eru línur á örk þá sjá yngri mennirnir héra þar sem þeir eldri sáu önd. Þessir ólíku merkingarheimar eru hinai' frumspekilegu hliðai’ viðtakanna. En burða- rás þeirra eru skóladæmi um hvernig leysa eigi tiltekin vísindaleg vandamál rétt eins og skóladæmi málfræðinnar sýna hvernig viss orð beygast. Þegar Galileo uppgötvaði lögmál fallsins gerði hann ýmsar tilraunir sem urðu að skóladæmum um hvemig ráða ætti gátur vísindanna. Starfsbræðrum hans þótti mikið til um hvernig Galileo breytti ytri kringumstæðum tih'auna sinna kerfis- bundið í þeim tilgangi að geta grafist fyrir um hvernig hlutir myndu falla í öldungis lofttómu rúmi þar sem ekkert hindraði fall- ið. Áður höfðu menn látið sér nægja að skoða fyrirbæri náttúrannai’ á ókerfisbund- inn hátt og án þess að breyta ytri aðstæðum skipulega. Menn töldu að kanna yrði nátt- úruna eins og hún kæmi fyrir af skepnunni, ekki grípa inn í náttúruferlin eins og Galileo síðar gerði. Boðorð Galileos „mælið það sem er mælanlegt og gerið hið ómælanlega mælanlegt" varð kjarninn í gildismati hins nýja viðtaks. Vísindin ei'u nefnilega ekki án gildismats eins og raunspekingar héldu, segir Kuhn. Og þau eru ekki heldur eins op- in og víðsýn og Popper taldi að þau væru eða ættu a.m.k. að vera. Á blómaskeiði við- taka stunda vísindamennimir venjuvisindi (normal science). Venjuvísindamenn hegða sér eins og fólk sem leggur púsluspil. Þeir eru vissir um að þeir hafi réttu púslubitana, vandinn er sá einn að raða þeim saman á réttan hátt. Ef eitthvað gerist sem viðtakið getur ekki skýrt þá telja þeir víst að mis- tökin séu þeirra megin, ekki viðtaksins. Þeim sem gagnrýna viðtakið er gjarnan ýtt til hliðar eða þeir jafnvel úthrópaðir „gei-vi- vísindamenn", víðsýnið er ekki meira en svo. En slík þröngsýni borgar sig, segir Ku- hn. Venjuvísindamenn eyða ekki tíma sín- um í að ræða grundvöll fræða sinna og geta því beint orku sinni að því að fínpússa líkön sín. Slíkt nostur hjálpar þeim líka til að finna hvíta bletti í púsluspilinu, sjá ná- kvæmlega hvar skórinn kreppir og búa þannig í haginn fyrir nýjar vísindabylting- ar. Svo má ekki gleyma því að „þolinmæði þrautir allar vinnur“. Yfii'leitt sýnir það sig að athuganir sem virðast leiða í ljós galla viðtaksins eru sjálfai' gagni'ýnisverðar. Lengi vel virtust hreyfingar mánans stríða gegn kenningum Newtons. Samkvæmt for- múlum Poppers hefðu vísindamenn átt að telja hana afsannaða. En fiestir þeirra vildu halda í kenninguna vegna þess að hún virt- ist svo spennandi. Þolgæði þeirra bar ávöxt, eitthvert gáfnaljósið fann villu í útreikning- unum á braut tunglsins, viðtakið virtist í lagi. Viðtökin leysa hvert annað af hólmi í sögu vísindanna, hvert með sínar sérstöku aðferðir, sérstaka hugtakaforða, sérstaka gildismat, sérstöku stofnanir. Vísindin eru hnoður sem fylgja engri átt, engin gefm skýring er á því hvers vegna sum viðtök líða undir lok og önnur koma í staðinn. Kuhn vitnar með velþóknun í þau ummæli eðlis- fræðingsins Max Plancks að vísindalegar kenningar verði ekki afsannaðar, fylgjend- ur þeirra deyi bara. En að jafnaði hnignar viðtökum vegna þess að frávik (anomaliur) frá staðli viðtaksins hlaðast upp hraðar en vísindamönnum tekst að leysa þau með við- teknum aðferðum. Er viðtökin deyja hefst skeið byltingamsinda þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Spilin eru stokkuð upp og á endanum sameinast vísindamenn- irnir um nýtt viðtak og nýtt skeið venjuvís- inda hefst. Lokaorð Vísindaheimspekin er sjálf straumhörð elfur þar sem fleira sekkui' en flýtur. Kenn- ing Kuhns hefur flotið giska vel þó ekki sé hún gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Höfundurinn er doktor í heimspeki og kennir við hóskólann í Bergen. f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.