Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Side 14
MÁLVERKIÐ af þeirri nafnkenndu Emmu (Hart) Hamilton er talið höfuð- verk George Romney, 1765-1815, á sviði portrettlistar. Máluð u.þ.b. 1785 , olla á léreft 62,2x54,6 sm. ÞAÐ munu áhrif frá hollenskum og þýskum málurum sem voru leiðandi í upphafi enskrar mannamyndagerðar og merkilegt hve margt frábærra mynda eru eftir óþekkta listamenn. Bera í sér þýsk og flæmsk stíleinkenni, en jafnframt klmið að enskum séreinkennum. Míníatúran af þeim margfræga Thomas Cromwell er eignuð Holbein, í öllu falli var enginn málari til í London er réð yfir viðlíka fágaðri og vandað-ari tækni á þessum tíma. Máluð LAFÐI Ottolina Morrell, 1873-1938, hallarfrú Garsington Manor í nágrenni Oxford, var grimmur sósíalisti, vinur og ástkona listamanna og rithöfunda, þar á meðal hins snjalla málara Augustus John, 1879-1961. Hann byrjaði á málverki af henni 1918, sýndi það fyrst 1920 og olli þá miklum titringi, en lafðinni líkaði það og hengdi upp á vegg í heimili sínu í London. Meðal þeirra sem hin holdgnáa Ottolína átti vingott við var enginn annar en hei- spekingurinn Bertrand Russell, gott ef hún var ekki gift honum í nokkur ár. á bókfell 1532-3. Við þá hlið Þjóðlistasafnsins við Trafalgartorg í Lundúnum, sem snýr að St. Martins svæði, er Þjóðlistasafn mannamynda til húsa, T he National Portrait Gallery. Þar eru á þrem hæðum varðveittar myndir af ásjónum mikilmenna enskrar sögu frá síðari hluta miðalda til nútímans. Jafnframt er á jarðhæð árleg sýning mannamynda eftir yngri l cynslóð listamanna sem verðlaunaðar hafa verið í sérstakri sarr ikeppni. BRAGI ÁSGEIRSSON kom í annað sinn á staðinn og bregður hér upp mynd af einstöku safni. EIN af mörgum merkilegum Ijós- myndum á safn- inu, og er af nokkrum jöfrum enskrar Ijóðlistar á öldinni. Frá vinstri; Stephen Spender, 1909- 1973. W.H. Au- den, 1907-1973, Ted Hughes, f. 1930, T.S. Eliot, 1888-1965 og Louis MacNeice, 1907-1963. Tekin af Mark Gersom 1960. THE National Portrait Gallery, þetta yfirmáta merkilega safn, skyldi enginn með áhuga á enskri sögu láta fram hjá sér fara, ei heldur neinn sem áhuga hefur á mannamyndum í sinni fjölþætt- ustu mynd. Allt safnið er svo lær- dómur um sögu og eðli manna- myndagerðar í gegnum aldirnar, því hér hafa Englendingar staðið framarlega í heiminum. Jafnframt geta fáar þjóðir státað af jafn yfir- gripsmiklu og vel skipulögðu safni ásjóna af- reksmanna sinna í bókmenntum, listum, vís- indum og stjómvisku, auk annarra stórmenna og ríkjandi kóngafólks og háaðals. Alþjóðlegt heiti mannamynda er „portrett" sem dregið er af latneska orðinu, protrahere, sem þýðir að draga fram, og fyrrum einnig, konterfei, úr latínu, contrafacera, líkja eftir. Lýsing ákveðinnar persónu með því að eftir- gera hana í mynd, draga fram ytra útlit henn- ar, persónueinkenni og innri útgeislan. Ekki farið eftir neinni ákveðinni formúlu né algildri reglu heldur réð hér frá upphafi aldarfar, staðbundnar aðstæður, trúarbrögð og stíl- brigði hvers tíma. Það hefur líka gengið eftir, að mannamyndagerð hefur tekið á sig hinar ólíkustu myndir eftir því hvar hún hefur borið niður. í upphafi var um almyndir að ræða, en seinna komu til myndir af efri hluta líkamans og jafnvel einungis andliti. Gríska manna- myndagerð í algjörleika sínum má rekja aftur til sjöttu aldar fyrir Krists burð, kemur eink- um fram í höggmyndalist, og frá fjórðu öld eru nafngreindir ýmsir framúrskarandi málarar auk mismunandi tæknibragða. Fram kemur í rituðum heimildum Pliniusar að málarinn Apollodoros hafi í skuggamyndum sínum náð umtalsverðri samsvörun við raunveruleikann. Fyrstu eiginlegu raunsæismyndirnar á nú- tímavísu sem fundist hafa koma hins vegar SIR Joshua Reynolds, 1723-1792, var ekki einungis fyrsti rektor konunglegu listaka- demíunnar í London, heldur einnig einn al- besti portrettmálari Englendinga fyrr og síð- ar. Sjálfsmyndin sem hann málaði 1756 hefði allt eins getað verið máluð 150 árum seinna. Olía á léreft. fram á múmíum frá 1.-4. öld. Fundust í Fay- um-auðninni í Egyptalandi, og var um að ræða eitt frábærasta afrek Rómverja í myndlist, og hefur naumast verið yfirgengið af seinni tím- um. Eru margar myndanna svo ljóslifandi og vel varðveittar að þær sýnast frekar sem mál- aðar fyrir 200 en 2000 árum, að auk í sérflokki um djúpa lifun og listræna útfærslu. Það er einnig eftirtektarvert, hve elstu myndirnar á safninu í London, sem eru mikið 4 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 12. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.