Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 15
MEÐAL snillinga enskrar málaralistar var William Hogarth, 1697-1764, sem jafnframt var gæddur sérstæðum húmor. Kemur afar vel fram í þessari frábærlega vel máluðu mynd, sem jafnfram er óviðjafnleg sjálfsafhjúpun. Olía á léreft 45,1x42,5 sm, u.þ.b. 1757. til af kóngafólki og háaðlinum, og málaðar með ol- íulitum á panel, sem eru eins konar þilplötur í lík- ingu við masonit, hafa varðveist frábærlega vel. Segir okkur að hér hafí menn ekki síður en Róm- verjar kunnað til verka. Én hér er ekki ætlunin að rekja sjálfa söguna og sumt af ofanskráðu hefur áður komið fram í skrif- um mínum, en tapar ekki gildi sínu til glöggvunar í landi þar sem almenn þekking á eðli portrettlistar er af skornum skammti, og margur álítur jafn- framt að olía á léreft sé það sem gildi, öll önnur efni óæðri. Sagði frá safninu í grein fyiir réttum tveim ánim er ég uppgötvaði það fyrst, en þá var ein álm- an lokuð vegna viðgerða. En nú vora allar deildir safnsins galopnar og auðvelt að mynda sér heildar- sýn yfir aldirnar, mun þó í bígerð að stækka það til muna í náinni framtíð. Því til áréttingar er upp- dráttur á vegg í kjallara, er sýnir fyrirhugaðar framkvæmdir og söfnun í gangi. Englendingum er þannig ljós þýðing þess að fólk geti á þennan sér- staka hátt minnst við aldirnar og söguna. Til Lund- úna hafa Danir vísast í og með sótt hugmyndina að mannamyndasafninu í Frederiksborg í Hilleröd, sem ég hafði áður minnst á og hyggst gera enn betri skil í náinni framtíð. A báðum stöðunum er það sagan sjálf sem höf- uðmáli skiptir, að lesa í ásjónur afreksmanna, síð- ur stílar og stefnur. Eðliiega er þó að leitast við að fínna það sem sker sig úr á hverjum tíma og gefur sannverðugsta mynd af viðkomandi, útliti og út- geislan, helst eftir atvinnumálara af hárri gráðu. Þannig er naumast hægt að koma auga á skilirí sem hægt er að gefa slaka einkunn í sjálfu sér, en vitaskuld eru myndirnar æði misjafnar að gerð og gæðum, hafa það þó flestar sameiginlegt að eiga erindi inn á söfn af þessari gerð. Framan af aldri höfðuðu fæstar portrettmyndir til mín og margar þóttu mér beinlínis hrútleiðin- legar, að auk fölsk myndlist. Undantekningar voru einungis þær sem voru af hárri gráðu svo og hinar sígildu í listasögunni, sem maður leit nú ekki á sem venjulegar portrettmyndir, heldur hrein og bein málverk, peinture pure. En takist manni að losa sig við fordóma úr samtíð, skólum og uppeldi opnast manni nýr og stór heimur, gjöfull og víð- feðmur. En hvaða augum sem hver og einn lítur þessa tegund myndlistar, má það vera alveg klárt, að mannamyndasafnið í London hreyfir duglega við hugarfluginu og stendur heldur betur undir nafni. Heimsstyi’jaldirnar verða ekki útundan, og þannig eru afreksmenn þeirra beggja upp á vegg, þ.e. þeirra er leiddu heri sína til sigurs. Er snöggtum annar handleggur að sjá allt þetta mik- ilsmetna fólk á málverki en Ijósmynd, sem undir- strikar sérstöðu handgerðra hluta. Að heimsókn lokinni vill mannlífið og manngrúan á Trafalgar- torgi ósjálfrátt koma fyrir í nýju og allt öðru ljósi, tíminn hefur öðlast nýjar víddir, jafnvel svo að maður verður hvumsa. Neðsta hæðin sem spannar nútímann er eðli- lega langsamlega fjölþættust hvað stílbrögð snertir, og hún er sýnu áhugaverðust fyrir þá sem vilja kynna sér andlitsmyndagerð frá mörgum hliðum, því hér eru engin ein vinnubrögð öðrum rétthærri. Veigurinn er, að vinnubrögðin og út- færslan séu é einhvern hátt í samhljómi við eðli portrettlistarinnar, grunneigindi hennar. Loks skal þess getið, að 697 verk voru send inn á verðlaunasýningu yngri kynslóðarinnar, sem er hin fjórða í röðinni, 62 þeirra voru valin úr er þóttu koma til greina til viðurkenninga og verð- launa, og öll til sýnis. DOROTHY Mary Hodgkin, 1910-94, var ein af hinum stóru konum aldarinnar. Einn mikil- vægasti efnafræðingur eftirstríðsáranna, er skilgreindi m.a. byggingu pensillíns, fékk nóbelsverðlaunin 1964 fyrir verk sitt um Vitamin B 12, og fór þá að rannsaka insúlínið. Mál- Iverkið er eftir Maggi Hambling, 1985, olía á léreft 93,2x76 sm. SVONA leit hann þá út, hið mikla skáld, John Keats, sem varð aðeins 26 ára, dó 1821. Myndin er máluð af vini hans málaranum Joseph Severn, sem er helst frægur fyrir að skáldið dó í örmum hans. Áhrifin sem eftir sátu voru svo sterk að málarinn ákvað að kalla fram endurminningu af því er hann heimsótti skáldið morguh nokkurn, en Keats hafði þá nýlokið við „Óðinn til næturgalans" og var þegar orðinn veikur. Olía á léreft 56,5x41,9 sm. 1821-23. iDANNA CATHERINE Parr var sjötta og síðasta eigin- kona Hinriks VIII og lifði hann. Giftist aftur með hraði, en lést af barnsförum ári seinna. Málverkið sem er málað á panel u.þ.b. 1545, eins konar þilplötu, skylda masoniti, er eftir óþekktan listamann áhangenda Hans Hol- beins yngri,1474-1543. Holbein var síðastur hinna miklu gömlu þýsku síðgotnesku mál- ara er aðhylltust sérstök stíleinkenni í blóra við endurreisnina. Kom til London 1532, sett- ist þar að og varð hirðmálari Hinriks VIII 1536. DAME Irish Murdoch, f. 1919, máluð af Tom Philips 1984-86. Olía á léreft, 91x71,1 sm. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 I 5'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.