Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Síða 16
GUNNAR DAL NÝJAR HÆKUR Hvað gamall er sá Sem ekki þarfnast ástar Hlýju góðs vinar Getur þú hlaupið I burtu frá því sem býr I hjarta þínu Þessijörð okkar Er þungaður geimfari Komin skammt á leið Ein óveðursnótt Eldingin klýfur himininn Og þú hæsta tréð Astríða karlmanns Og framavonin eina Að sparka tuðru Vertu ekki steinn Sem veltur án ábyrgðar A veikan gróður Sáðmaðurinn gengur I grárri morgunskímu Um svarta sanda Foringinn okkar Hann vísar okkur veginn En veit ekki hvert Hvert förum við Spurningin er undarieg Við erum ferðin Örninn sem flýgur Skilur aldrei eftir sig Nein spor á himnum Egsit ífriði Læt heiminn koma til mín Geri ekki neitt I okkar vötnum Allar bröndur stórlaxar Hólar mikil fjöll Þessi alheimur Er eitt af fiðrildum guðs Hann kemur og fer Aska englanna Ajörð ástvinu minnar Fallandi laufblöð Eftir harmleikinn Heldur líf okkar áfram Stærra en áður Dýpsta hugsunin Er dýpsta tilfínningin Dýpsti vilji þinn Lag sem þú syngur Er meira en tónarnir Meira en þögnin Ogjafnvel dauðinn Gefur lífínu nýja vídd Eins og þögn orði Förum nýja leið Þar sem tal okkar hljóðnar í söng stjarnannu Eg horfí á þig Sé Ijósið fínn blessun guðs Yfír barni hans A fákum vindsins Er flogið milli sólna í djúpa eilífð. Höfundurinn er rithöfundur og heimspekingur. MANNSLÍKAMINN ER ENDALAUS UPPSPRETTA INNBLÁSTURS ÞAÐ er óhætt að fullyrða að Jirí Kylián er einn þekktasti, virt- asti og eftirsóttasti danshöfund- ur heims. í raun er ótrúlegt að hann skuh koma hingað til lands, með jafn stuttum fyrir- vara og raun ber vitni, en ekki er hlaupið að því að fá aðgang að verkum jafn eftirsóttra danshöfunda og hann er. Einhverra hluta vegna ljáði hann samt sem áður Islenska dansflokknum verk eftir sig með stuttum fyrirvara.. „Dansflokkar sem fá að dansa verkin mín verða að hafa ákveðna eiginleika og vera í ákveðnum gæðaflokki. Þegar ég kom hingað til Islands í fyrra sá ég að íslenski dans- flokkurinn var fær um að takast á við verkið mitt „Stool Game“. Hitt er svo annað mál að ég og aðstoðarmenn mínir verðum að hafa tíma til að kenna verkin. Þeir fara á staðina og setja ballettana mína upp þegar að því kemur, en eins og stendur verða dansflokkar sem vilja dansa verkin mín að bíða til ársins 2001 af því að aðstoðarmenn mínir eru full- bókaðir þangað til.“ Það er semsagt ekki hlaupið að því að eiga samstarf við jafn upp- tekinn danshöfund og Kylián er. Uppgötvadur af Cranko Kylián er Tékki, fæddur í Prag árið 1947. Hann stundaði nám í klassískum ballett, austur-evrópskum þjóðdönsum og nútíma- ballett, aðallega Graham tækni. Arið 1967 fékk hann styrk til að stunda nám við Royal Ballet School í London þar sem hann komst í kynni við nokkra helstu danshöfunda sam- tímans. Þar á meðal var John Cranko, list- rænn stjómandi Stuttgart Ballet sem er þekktur fyrir að hafa uppgötvað marga af þekktustu danshöfundum þessarar kynslóð- ar. Þar má einna helst nefna John Neumeier, William Forsythe, Gray Veredon og Jirí Kylián. Cranko bauð Kylián samning við flokkinn í Stuttgart og dansaði hann þar í nokkur ár. Þar hóf hann jafnframt að semja verk, enda fékk hann mikinn stuðning og hvatningu frá Cranko. Um upphaf ferils síns sem danshöfundur hefur Kylián eftirfarandi að segja: „Það er fyndið að hugsa til þess hvernig maður verður danshöfundur. Eg held að allir danshöfundar hafí byrjað sem dansarar, og það er mín skoðun að oft verði þeir danshöf- undar sem ekki eru mjög góðir dansarar. I mínu tilfelli var það þannig að ég áttaði mig á því að ég átti auðveldara með að túlka hug- myndir mínar og tilfinningar með líkömum annarra en með mínum eigin. Og það var eingöngu vegna þess að aðrir voru mun betri dansarar en ég. Þannig varð ég danshöfund- ur.“ Alllaf að semja erfiðasta verkið Arið 1973 var Kylián gestadanshöfundur hjá Nederlands Dans Teater sem þá var stjómað af Hans van Manen. Það var upp- hafið að langvinnu sambandi þeirra á milli og árið 1975 tók Kylián við listrænni stjórn flokksins ásamt Hans Knill. „Eitt af fyrstu verkunum sem ég samdi fyrir NDT, fyrir tuttugu og fimm árum, var einmitt „Stool Game“ sem íslenski dansflokkurinn setur upp núna,“ segir Kylián, brosir hugsandi á svip og heldur áfram. „Þegar ég er að semja finnst mér ég alltaf vera að semja erfiðasta verk sem ég hef nokkurn tíma samið. Hjá sumum danshöf- undum er því kannski þveröfugt farið. Þeim finnst þeir alltaf vera að semja besta verk sem þeir hafa nokkurn tíma samið. En við danshöfundar erum allir svo vitlausir, af því að við hendum alltaf gömlu verkunum okkar, en að mínu mati er beinlínis rangt að gera það. Auðvitað erum við alltaf að læra og bæta okkur en það þýðir ekki að við megum henda eldri verkum. Þegar ég horfi núna á „Stool Game“, sem ég samdi fyrir tuttugu og fimm árum, sé ég mörg mistök. Eg sé ýmis- legt sem ég myndi ekki leysa nú eins og ég Morgunblaðið/Jim Smart JIRÍ Kylián Jirí Kylián er danshöfundur og listrænn stjórnandi Nederlands Dans Teater, dansflokksins sem heimsótti Listahátíð í Reykjavík í vor. Kylián var staddur hér á landi í tilefni frumsýningar Islenska dansflokksins á verki hans „Stool Game" í Borgarleikhúsinu í júní, en sýningin verður tekin aftur upp í október nk. RAGNA SARA JONSDOTTIR spjallaði við Kylián um nútíma- dansinn, hugmyndalegan innblástur, viðhorf til áhorf- enda og margt, margt fleira. gerði þá því nú er ég mun reyndari og fróð- ari. En verkin eru samt alltaf vitnisburður um samtímann og mér finnst mjög mikil- vægt að sjá það.“ Fserði elstu kynslóð dlansara nýtl Iff Frá 1978 hefur Kylián verið ábyrgur fyrir listrænni stefnu NDT. Nokkrum áram síðar stóð hann fyrir því að stofnaður yrði annar danshópur innan Nederlands Dans Teater. Hópurinn var einfaldlega kallaður NDT II og var ætlaður ungum dönsuram. „Eg áttaði mig á því að ungir dansarar áttu mjög erfitt með að komast inn í dans- flokka. NDT er til dæmis dansflokkur fyrir sólóista og það er mjög erfitt að koma út úr dansskóla og eiga skyndilega að geta dansað sem sólóisti. Þess vegna stofnaði ég NDT II, til að brúa bilið á milli þess að vera nemandi og atvinnudansari, sem er að mínu mati mjög stórt. NDT II gefur ungum dönsuram tækifæri til að prófa sig áfram og mótast sem dansarar," segir Kylián og segist vera ánægður með tengsl hópanna tveggja sín á milli, en 90% af dönsurum aðaldansflokksins hófu feril sinn með NDT II. Árið 1991 stofnaði Kylián svo þriðja hóp- inn, sem var ætlaður fyrir dansara sem vora komnir yfir fertugt og bjuggu yfir mikilli reynslu. í þeim hópi eru nú íimm dansarar en við hann mun eflaust bætast á næstu ár- um. Stofnun hópsins markaði að mörgu leyti tímamót í sögu dansins. í fyrsta sinn var far- ið að líta á dansara yfir fertugu sem boðlega áhorfendum, reynsla þeirra var nýtt til hins ýtrasta og hefur flokkurinn átt miklum vin- sældum að fagna um allan heim. Sumir segja 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR i 2. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.