Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Page 20
hefí minnst á, að það meyji virða þessa huxun og viðleitni mína að reina að skrifa daglega viðbuði sem gerst hafa í lýfí mínu og mart sem skéð hefur kríngum mig, sem mér og fleyrum samtíðar mönnum mínum mundu vera gleymdir. Jeg efast um þó margir hafí skrifað dagbækur að þær séu öllu leingri að ára tölu en þessi bók mín verður. Nú fyrir stuttu spurði einn mentamaður mig, af hvaða ástæðu birjaðir þú að skrifa þessa dagbók fyrst. - Jeg gat ekki svarað því öðruvísi en því að jeg hefði birjað á því, án þess að hafa sérstaka áhvörðun með því. Og mig - hefði alltaf langað til að skrifa eitthvað um viðburði og það sem merkast kémur ft-am í daglegu lýfí svo það gleimdist ekki. Jeg hefí oft huxað mikið um það hvað á að géra við þessar bækur mínar þegar jeg er fallinn frá. Á að brenna þær eða láta þær koma fyrir al- menningssjónir, svo að öllum géfíst kostur á að lesa þær sem vilja. Jeg á 7 börn á lýfi sem jeg veit að vildu eignast þær, en það er ekki hægt að skifta þeim á milli þeirra því þær verða allar að fylgjast að á einum stað. Og svo getur orðið ágreiníngur um það hver á að njóta þeirra. Svo géta þær farið á flækíng hjá afkomendum mínum og að lokum glatast, og til þess gét jeg ekki huxað, þó þær séu ekki merkilegar, því jeg er búinn að eiða svo mörg- um tómstundum mínum til að skrifa þær til þess að þær verði að eingu. Jeg hefí lox komist að þeirri niður stöðu að best mundu þær geimdar í Landsbóka safninu. Og géri því þá ráðstöfun að þær fari þangað þegar jeg er dá- inn. Nú þegar líður að þeim deyji að jeg verð að yfirgéfa þessar dagbækur mínar í skrifborðs skápnum mínum, því nú er ævidagur minn orðinn langur og kvöldskuggar dauðans fær- ast bráðum yfir mig og penninn lagður niður. * Jeg legg hér fyrir almenning helstu atriði ævi minnar um einka mál - mín, um liðna tíma sem geimast hér og margar minningar um gleði og sorg, strit og störf á lýfs leið minni. Jeg læt þessi fáu og smáu formálaorð fylgja þessum dagbókum mínum. Höfundurinn." Ólikar dagbeekur - Unglingspiltur og eldri kona Pað lætur ekki mikið yfír sér, upphafíð á dagbókum Sveins Þórarinssonar (1821-1869) frá Kílastöðum í Kelduhverfi og ekki er margt sem gefur til kynna að um sé að ræða 15 ára pilt. Færslurnar gætu verið skráðar af bónda, ■ hvenær sem er á 19. öldinni, hvar sem er á landinu. En Sveinn færðist fljótlega í aukana við dagbókarskrifin, daglegar færslur lengjast smám saman og ýmislegt má þar lesa um hagi hans, aldarfar og árferði. Það fór líka svo að sína síðustu dagbókarfærslu skrifaði Sveinn aðeins viku fyrir andlát sitt, þann 10. júlí 1869 og hafði þá haldið dagbók samfellt í 33 ár, ná- lega alla sína ævi. Hér má sjá brot úr dagbók Sveins sem hefst á stuttu æviágripi. Þess má geta að Sveinn var faðir Jóns Sveinssonar, Nonna. ,Árið 1821 þá foreldrar mínir Þorarinn Þor- arinsson og Björg Sveins dottir bjuggu í Kíla- koti í Kelduhverfí innann Þíngeyjar síslu er eg þar fæddur þann 17 da marts og þar eptir þann 20. s.m. skírður af presti og síðann pró- fasti síra Byrni Halldórssyni á Garði í sömu Y sveit og síslu og síðann í Kílakoti uppalinn til þess tíma er eg nú byrja að skrifa. Kílakoti 31. decembr 1835 S. Thorarinnsson Janúaríus 1836 1. Sunnann vindur, frost og heiðríkt. Nóg sauð- jörð. Arni Gottskálksson á fjöllum var um nótt- ina. 2. Sunnann gola og regn. 3. Norðaustann froststormur. Það var messað. Jón Kristjánsson var um nóttina. 4. Sunnann frostgola. 5. Hæg norðann hríð. Þorgrímur bóndi í Siðri- tungu var um nóttina. 6. Sama veður. 7. Kjurt og moludrífa. 8. Sunnann renningur. 9. Norðann hríð. Jón Gottskálksson á Fjöllum var um nóttina. 10. Norðann Isíngarveður. Ekki messað. 11. Kjurt og gott veður, nokkur snjór. 12. Sunnann frostgola. 13. Norðann hríð og mikill snjór. 14. Norðann hríð. 15. Kjurt og gott veður. 16. Norðann hríð. 17. Kjurt og gott veður. Var messað. Þorsteinn Pétursson í Garði var um nóttina. 18. Sunnann frostgola. Hestar teknir á gjöf. 19. Kjurt og mugga. 20. Kjurt og hríðarlaust." Því miður eru sárafáar dagbækur kvenna - varðveittar í handritadeild Landsbókasafns. Ein þeirra er rituð af Sigurborgu Halldórs- dóttur sem kennd er við Stuðla í Reyðarfirði. Sigurborg fæddist á Geitafelli í Suður-Þingeyj- arsýslu 6. apríl 1856 en giftist Bóasi Bóassyni frá Stuðlum og bjó þar frá 1899 til 1915 er EIGINHANDARRIT Gunnlaugs Briem að „Stafrófskveri í Landmælingalistinni." Mjög lítið myndefni er varðveitt í handritadeild Landsbókasafns og fengur væri að þvi ef þangað bærust teikningar eða uppdrættir á Degi dagbókarinnar. FORSÍÐA dagbókar Sveins Þórarinssonar sem hann hóf að rita 15 ára gamall. Þess má geta að Sveinn var faðir Jóns Sveinssonar, Nonna. ÁSTARBRÉF Níelsar Jónssonar frá Gjögri til Guðrúnar Bjarnadóttur frá síðasta áratug 19. aldar. Sjaldgæft er að gögn í handritadeild séu skreytt líkt og hjá Níelsi. Bóas lést. Þau eignuðust 11 böm og tvö þeirra bjuggu á Stuðlum eftir 1915 og hefur Sigur- borg líklega dvalið hjá þeim til æviloka, en hún lést í háiri elli 1949 og hélt dagbók fram á síð- ustu ár. ,1. júlí 1923. Esjan kom og fór, ekkert brjef fæ eg enn. 3. Hildur mín kom og fór heim án þess að fá Sigríði Einars. 5. Kristrún kom að skoða bóluna. 6. Fór eg úti Holt og keifti fýrir 7 krónur í [...] og pappír og umslög. 9. Ljetum við taka af okkur mindir í skólanum. Sigurður Guttorms fjekk 5 kr. 10. Kom brjef frá Guðrúnu Brunb. Fólkið fór að Stuðlum með Helgu litlu Guðmunds. 12. Keifti eg fyrir 6 krónur pappír og sælgæti firir Sigrúnu. 13. Gunnar lét taka mindir af öllum börnunum og Jónas líka lét minda sig og börnin og var ég á báðum. Hermann Davíðsson kom. Eg tók út uppá 26 krónur, hjá Pétri Bóass. Eg skrifa Ólafiu og sendi með Gunnari mínum. 15. Fórum við með báða dreingina suður á Hrúteiri og um kvöldið kom Kristrun og bað mig að vera á Borgargerði um nóttina. Börnin komu kl. 16.00. [...]Nú er kominn 26 ágúst 1923. Eg hef farið á Eskifjörð 15 þ.m. Marta KJausen fjekk vetlinga tvíbandaða og frú Möller aðra. MM tíndi krítinni minni í fljótið. 17. ágúst kom eg heim af Eskifirði, þá voru þær Lára og Valla að batna og komu heim 18 s.m. Valla fór út eft- ir og gangandi út í Breiðuv. Elsku Valdór kom um leið og Pétur minn fra R.v. Það voru stór vonbrigði fyrir Valdór að missa alt það 5 ára starf sitt og annara. Enn einn er sá sem ræður öllum mannanna athöfnum og á hans náð verð- um við að vona og treista. Eingin vill eða getur hjálpað nema hann, hjá eingum fæst hugsvölun í baráttu lífsins nema þeim eina algóða almátt- uga himneska föður okkar allra. Honum sé lof og vegsemd sungin af manna börnum.“ Glataðir snillingar - Merkismenn og miklar bækur Sighvatur Grímsson Borgfirðingur er einn þekktasti alþýðufræðimaður 19. aldar. Hann var fæddur árið 1840 á bænum Nýjabæ á Skipaskaga. Hann var enn ungur að árum er faðir hans lést en foreldrar hans höfðu skilið nokki-um árum eftir fæðingu hans. Sighvatur og móðir hans voru á hrakhólum öll bernskuár hans og máttu þola mikla neyð lengst af. Móðir Sighvats kenndi honum að lesa, en skrift lærði hann af sjálfum sér. Skólaganga hans var eng- in ef undirbúningurinn fyrir feminguna er frá talinn, sjálfur lagði Sighvatur sig eftir öllu íes- efni sem hann náði í. Eftir lát móður sinnar var Sighvatur í vinnumennsku hér og þar og komst meðal annars í kynni við hinn mikla fræðaþul Gísla Konráðsson en sjálfur hóf hann skriftir af kappi þegar hann var ungur að árum. Eftir hann liggur óhemju magn skrifaðra heimilda og þekktastar eru „Prestaæfir" hans, sem er umfjöllun um alla presta sem starfað hafa á ís- landi frá upphafi og ættir þeirra og uppruni. „Prestaæfirnar" eru óhemjumiklar af vöxtum, um 15.000 blaðsíður. Sighvatur var afar sér- stæður maður. Hann var bláfátækur alla sína ævi en ótrúlega afkastamikill fræðimaður. Heldur þótti hann óheflaður í framkomu, stór- tækur til kvenna, umtalsljótur og undirförull ef því var að skipta. En hann þótti laginn alþýðu- læknir, skáld gott og afrendur að afli. Bréfa- skriftir hans ná til allra helstu andans manna á nítjándu öld og taka tO afar margbreytilegra efna. Dagbók Sighvats er mikil að vöxtum; átta þykk bindi sem eru samtals 5556 blaðsíður og hún spannar hvorki meira né minna en 67 ár. Hann hóf dagbókarskrifin í upphafi árs 1863 og hélt þeim áfram til ársins 1930. Lækningar Sighvats tóku gjarnan mikinn tíma frá daglegu amstri hans. í lok hvers árs gaf hann yfirlit yf- ir þau sjúkdómstilfelli sem hann hafði sinnt og árið 1880 sagði hann svo frá: ,[...] oft í lækn- ingaferðum, og hálfan mánuð var ég í Mosdal [í Önundarfirði] og læknaði þar Guðmund Jó- hannesson sem Þorvaldr læknir var frágeng- inn og taldi með öllu ólæknandi. Það var ákaf- leg meinsemd innan í hálsinum og upp í höfuð- ið og út í vinstra augað.“ En þeir voru margir aðrir fræðimennirnir sem voru á sveimi um Vestfirðina á síðari hluta nítjándu aldar. Einn þeirra sem var í góðu vin- fengi við Sighvat Grímsson var maður að nafni Magnús Hj. Magnússon en hann gerði Halldór Kiljan Laxness ódauðlegan í sögu sinni Heims- ljósi, þar sem hann var fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi. Magnús hélt dagbók frá árinu 1893 til dauðadags, en hann andaðist að- eins fertugur að aldri árið 1916. Dagbók Magn- úsar er um fimm þúsund blaðsíður og er þá ekki meðtalið annað efni sem eftir hann hefur varðveist. Magnús átti ávallt á brattann að sækja í samfélaginu og lenti strax í barnæsku í ótrúlegum hremmingum. Fátæktin varð hans fylgikona eins og Sighvats og segja má að Magnús hafi þó verið í verri stöðu en Sighvatur þar sem hann átti sér aldrei neitt griðland. Magnús var smáður og hrakinn hvar sem hann kom en hélt uppi vörnum íýrir sjálfan sig í dagbók sinni. Þetta stormasama lífshlaup nýtti Halldór Kiljan Laxness sér til hins ýtrasta eins og frægt er og studdist allnákvæmlega við ævi- feril Magnúsar. Hér er ekki tækifæri til að rekja sögu Magn- úsar að neinu marki en rétt til gamans verður vitnað til dagbókar hans þar sem Magnús segir frá frekar ómerkilegum atburði þar sem við sögu kemur nafn manns sem átti eftir að tengj- ast hans eigin nafni! Tilvitnunin er úr dagbók Magnúsar frá nóvember 1904: „Kafaldsbreyta á norðvestan. Aðfaranótt laugardagsins var innbrotsþjófnaður framinn i Bolungarvík, stolið 120 kr. úr skrifpúlti í verzl- unarbúð Péturs kaupmanns Oddssonar. Grun- semd féll á Ólaf Kárason, ungan mann uppal- inn í Súgandafirði, og var hún byggð á því sem hér segir: Ólafur Kárason var að spila um kvöldið upp á peninga og tapaði miklu, en er hann hafði spilað alllengi kvaðst hann ætla út til að sækja sér peninga, og kom hann eigi inn aptur um nóttina og vissi enginn hvar hann hafði dvalið. Enn um morguninn hafði hann bundið um hendina, og sást að hún (hendin) var skorin, eptir rúðugler? Það sást og að þjóf- urinn hafði verið á íslenzkum skóm, á þann hátt var Ólafur Kárason líka skóaður." Hinn óslitni þráður menningarinnar Islensk alþýðumenning og kjarni hennar birtist óvíða jafn skýrt og í dagbókum almenn- ings frá fyrri tímum. Dagbók, af hvaða toga sem er, gefur okkur kost á að skyggnast inn í hugarheim einstaklingsins og kynnast því hvernig hann hugsaði um samhengi lífs síns. Stærð dagbókarinnar eða umíáng skiptir ekki öllu máli; hvert hár gerir skugga, var einu sinni sagt og við það má bæta að hver lýsing og hver ævi vai'par ljósi á atburði og sögu sem okkur væri annars hulin. Þar eru dagbækur úr okkar eigin samtíð engar undantekningar, né dag- bækur sem eru frá börnum komnar. Allt slíkt efni getur hjálpað vísindamönnum ft-amtíðar- innar að glíma við eðli og innihald íslenskrar alþýðumenningar á 18., 19. og 20. öld. Áf þessu sökum er allir sem hafa dagbækur eða aðrar persónulegar heimildir undir hönd- um hvattir til að færa þær Landsbókasafni í Þjóðabókhlöðu. Jafnframt hvetjum við alla sem penna valda að halda dagbók fimmtudaginn 15. október nk. og senda Þjóðminjasafni afrakst- urinn. Með því móti leggjum við hvert og eitt okkar fram mikilvægt brot í þann samtíma- spegil sem verið er að búa til fyrir okkur sjálf og eftirkomendur okkar. Höfundarnir eru sagnfræðingar. Sighvatur Grímsson Borgfírðingur. „Æfiágrip Guð- mundar „læknis" Guðmundssonar norðlenzka." Blanda 3, bls 121-166. Lbs 4994 4to. Æviágríp Magnúsar Kristjánssonar, skráð af honum sjálfum. Armann Halldórsson (ritstj), Sveitir og Jarðir í Múla- þingi 111, bls 168-169. '20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.