Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Síða 2
ÓLAFUR ELÍASSON
SÝNIR í MOMA
New York. Morgunbiaðið.
ÍSLENSKI myndlistarmaðurinn Ólafur Elí-
asson er á meðal þeirra fjögurra ungu mynd-
listarmanna sem valdir voru til þátttöku í ár-
legri ljósmyndasamsýningu The Museum of
Modem Art, MoMA, í New York. Sýningin
var opnuð í gær, föstudag, og stendur til 12.
janúar á næsta ári. Verk Ólafs á sýningunni
er röð ljósmynda af ísjökum sem listamaður-
inn vann hér á landi á síðasta ári.
Ljósmyndadeild safnsins hefur efnt til sýn-
ingar sem þessarar á hverju hausti undanfar-
in fjórtán ár í því augnamiði að vekja athygli á
mildlvægi ljósmyndamiðilsins í samtíma-
myndlist. Þeir listamenn sem eiga verk á sýn-
ingunni, auk Ólafs, eru Jeanne Dunning og
Rachel Harrison frá Bandaríkjunum og
breska myndlistarkonan Sam Taylor-Wood
sem nýverið var tilnefnd til hinna virtu Turn-
er-verðlauna í heimalandi sínu.
Listamennimir hafa allir áunnið sér nafn
fyrir verk sem unnin em í öðmm miðlum en
ljósmyndun, s.s. myndbandsverk, innsetning-
ar og skúlptúr. Að þeir skuli jafnframt kjósa
að nýta sér Ijósmyndina í listsköpun sinni
segja aðstandendur sýningarinnar að lýsi vel
löngun yngri kynslóðar listamanna til að
spyma gegn staðlaðri ímyndagerð samtímans.
HLUTI af verki Ólafs Elíassonar á sýningunni, sem er röð Ijósmynda af ísjökum sem listamaðurinn vann hér á landi á síðasta ári.
FINNSKUR KOR
FRUMFLYTUR
ÍSLENSKT KÓRVERK
FINNSKI kammerkórinn Dominante er
væntanlegur í söngfor til Islands dagana
18.-22. október. Dominante er blandaður
kammerkór, skipaður rúmlega 60 nem-
endum við Tækniskólann í Helsinki og
þekktur fyrir áhugaverða söngskrá sína,
segir í fréttatilkynningu.
Kórinn syngur við guðsþjónustu í
Langholtskirkju á morgun, sunnudag, og
tónleikar verða í Skálholti annað kvöld kl.
21. Miðvikudaginn 21. október verður
kórinn með óvænta uppákomu í sund-
lauginni í Laugardal. A fímmtudag verð-
ur kórinn með tónleika í Langholtskirkju
kl. 20.30.
Dominante fmmflytur íslenskt kór-
verk, Iubilate, eftir Misti Þorkelsdóttur,
sem hún samdi sérstaklega fyrir kórinn
vegna íslandsfararinnar. Á söngskránni
eru tvær af móttettum Bachs. Kam-
merkórinn syngur einnig kórverk eftir
Jean Sibelius, Toivo Kuula og Einojuhani
Rautavaarra.
Kórinn hefur m.a. starfað með Finnsku
óperunni, Finnsku útvarpshljómsveitinni,
Fflharmoníuhljómsveit Helsinki og Lahti
sinfóníunni.
Innan kórsins eru starfandi kvartettar
og kvintettar sem hafa unnið til verð-
Seppo Murto Mist Þorkelsdóttir
launa í alþjóðlegum keppnum.
Stjómandinn Seppo Murto er þekktur
organleikari og stjómandi í Finnlandi.
Hann hefur verið organisti í Dómkirkj-
unni í Helsinki síðan 1985 og kennir org-
elleik í Síbelíusarakademíunni. Hann hef-
ur víða komið fram í Finnlandi og einnig
utanlands og leikið inn á allmargar
hljómplötur.
Ennfremur segir í fréttatilkynningu að
kammerkór hinna „fjölkunnugu“ úr
Tækniskólanum hiki ekki við að sýna á
sér aðrar hliðar en kórhefðm býður og
það muni hann einnig gera á Islandi.
KJARTAN
GUÐJÓNSSON
SÝNIR í GALLERÍI
FOLD
KJARTAN Guðjónsson opnar sýningu á
„gvassmyndum" í baksal Gallerís Foldar við
Rauðarárstíg, í dag, laugardag, kl. 15.
Kjartan Guðjónsson er fæddur árið 1921.
Hann stundaði myndlistamám við Art
Institute of Chicago. Hann er einn úr upphaf-
lega Septemberhópnum svokallaða, sem sýndi
iýrst saman 1947 í Listamannaskálanum. Sú
sýning vakti mjög mikla athygli og hafði víð-
tæk áhrif á myndlist hér á landi og um langt
árabil, segir í fréttatilkynningu.
Kjartan kenndi við Myndlista- og handíða-
skóla Islands í meira en aldarfjórðung. Hann
hefur haldið margar einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga, hérlendis og erlend-
is. Þá hefur hann löngum unnið við hönnun og
myndskreytingar, myndskreytt bækur og rit
og teiknað frímerki.
Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 1. nóvember.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Asmundar Sveinssonar.
Fálkahúsið, Hafnarstræti 1
Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta.
Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
Gallerí Borg
Þorsteinn Helgason. Til 25. okt.
Gallerí Fold, Kringlan
Guðbjörg Káradóttir.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Kjartan Guðjónsson. Til 1. nóv.
Gallerí Horn
Eva Sigurðardóttir. Til 21. okt.
Gallerí Sævars Karls
Haraldar Jónssonar. Til 28. okt.
Gerðuberg: Sjónþing Kristins G. Harðarsonar. Til
24. okt
Hafnarborg
Teije Risbergs. Ætingar í aðal- og Sverrissal. Til
27. okt.
Yfirlitssýning á verkum Siguijóns Ólafssonar.
Hallgrímskirkja
Benedikt Gunnarsson.
Ingólfsstræti 8
Elmgreen & Dragset. „Powerless structures“.
Kjarvalsstaðir
-30 / 60+, samsýning tveggja kynslóða. Til 25. okt
Listasafn ASÍ
Gryfjan: Ólöf Erla Bjarndóttir. Ásmundarsalur:
Inga Þórey Jóhannsdóttii'. Til 25. okt.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla daga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Ólöf Einars-
dóttir. Amælissýning Myndlistarskóla Kópavogs.
Til 25. okt
Listasafn íslands
íslensk abstraktiist 1950-60. Til 25. okt.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
Yfirlitssýning á verkum Siguijóns Ólafssonar.
Listaskálinn i Hveragerði: Erotíka: Bragi Ás-
geirsson, Einar Hákonarson, Eva Benjamínsdótt-
ir, Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Bjömsdóttir,
Haukur Dór, Ragnhildur Stefánsdóttir og Stefán
Boulter.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Fríða Jónsdóttir sýnir ljósmyndir. Til 25. okt.
Mokkakaffi, Skólavörðustíg
Rannveig Anna Jónsdóttir og Þorvaldur Halldór
Gunnarsson. Til 29. okt,
Norræna húsið, Hringbraut
Erla B. Axelsdóttir. Anddyri: Myndskreytingar
Kaarina Kaila, við barnabókina Læmingjaár á
Lágheiði, eftir Jukka Parkkinen. Til 18. okt,
Nýlistasafnið
Bjarti og svarti salur: Eygló Harðardóttir. Súm-
salun Ásta Ólafsdóttir. Forsalur og gryfja: Þórdís
Alda Sigurðardóttir. Til 18. okt,
Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74
Sumarsýning á verkum Ásgríms.
Stofnun Árna Magnússonar, Ámag. v. Suðurgötu
Handritasýning. Þriðj., mið., fun. 14-16. Til 14. maí.
SPRON, iwyódd
Harpa Bjömsdóttir sýnir til 24. okt.
TÓNLIST
Laugardagur
Hafnarborg: Musica Antiqua. Kl. 20.30.
Vidalinskirkja, Garðabæ: Ljóðatónleikar. Rann-
veig Fríða Bragadóttir, mezzosópran og Gerrit
Schuil, píanó. Kl. 17.
Ráðhús Reykjavíkur: Hátíðartónleikar í tilefni
aldarafmælis Suzukis. Kl. 14.
íslenska óperan: Nemendaópera Söngskólans í
Rvík. Töfrilautan. Kl. 17.
Sunnudagur
Norræna húsið: Kammertónleikar. Mezzó-sópran-
söngkonan Bettina Smith. Kl. 17.
íslenska óperan: Nemendaópera Söngskólans í
Rvík. Töfraflautan. Kl. 17.
Skálholt: Finnski kammerkórinn Dominante. Kl. 21.
Þriðjudagur
Iðnó: Musica Antiqua. Kl. 20.30.
Miðvikudagur
Hafnarborg: Guðrún Ingimarsdóttir, sópran,
Steinunn Biraa Ragnarsdóttir, píanó og Áshildur
Haraldsdóttir, flauta. Kl. 20.30.
Fimmtudagur
Langholtskirkja: Finnski kammerkórinn Domin-
ante. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Maður í mislitum sokkum, sun. 18., fim. 22. okt.
Solveig, fim. 22. okt. Bróðir minn ljónshjarta, sun.
18. okt. Óskastjaraan, lau. 17., fös. 23. okt. Gaman-
sami harmleikurinn, lau. 17., fös. 23. okt.
Borgarleikhúsið
Mávahlátur, frums. fös. 23. okt. Grease, lau. 17. okt.
Sex í sveit, lau. 17. Ofanljós, sun. 18., fös. 28. okt.
íslenski dansflokkurinn
Night, Jorma Uotinen; Stoolgame, Kiri Kylián; La
cabina 26, Jochen Ulrich, sun. 18., fim. 22. okt.
Iðnó
Dimmalimm, sun. 18. okt. Þjónn í súpunni, fös. 23.
okt. Rommí, lau. 17., fim. 22. okt. Brecht kabarett,
frums. sun. 18. okt.
íslenska óperan
Ávaxtakarfan, sun. 18. okt Hellisbúinn lau. 17.,
sun. 18., fim. 22. okt
Loftkastalinn
Bugsy Malone, sun. 18. okt.
Hafnarfjarðarleikhúsið
Við feðgamir, lau. 17., fös. 23. okt. Síðasti bærinn í
dalnum, sun. 18., lau. 17. okt.
Sjónlcikur, Tjarnarbíó
Svartklædda konan, lau. 17., sun. 18. okt.
Kaffiieikhúsið
Barbar og úlfar, lau. 17., fim. 22. okt.
Skemmtihúsið, Laufásvegi 22
Ferðir Guðríðar, lau. 17., föst. 23. okt.
Möguleikhúsið við Hiemm
Snuðra og tuðra, lau. 17. okt. Einar Áskell, sun. 18.
okt.
Lcikfdlag Akureyrar
Rummungur ræningi, lau. 17., sun. 18. okt.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998