Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Qupperneq 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS - MENNEVG HSTIR 23. TÖLUBLAÐ - 7.3.ÁRGANGUR EFNI Birni BreiSvík- ingakappa er lýst í Eyrbyggju og því að hann átti í útistöðum við Snorra goða, hraktist af landi brott og sigldi vestur um haf. Segir sagan hann hafa orðið höfðingja í ijölmennu ríki í Vesturálfu. Samtímamaður hans í Mexíkó hét Qu- etzalcoatl og varð með tím- anum hálfguð, sem búist var við að kæmi aftur. Hann var ljós yfirlit- um og kominn úr austrinu. Þórunn Valdimarsdóttir sagn- fræðingur veltir fyrir sér ýmsum áleitnum spurningum um Quetzalcoatl og Björn Breiðvíkingakappa. Guðmundur ríki á Reykhólum var einn af auðugustu mönn- um Islandssögunnar, kannski sá allra auð- ugasti, fæddur til auðs og styrkti stöðu sína með ríku kvonfangi. Hann virðist hafa haft gott viðskiptavit og efndi til við- skipta við Englendinga, sem þá voru á skútum sínum við ísland. Á þessu græddi hann ómælt og var svo komið 1446 að hann átti 6 höfuðból og 36 aðrar jarðir. Þá var kippt undan honum fótunum með því að mágur hans, Einar Þorleifsson hirð- stjóri, tók upp 19 ára gamalt mál, „norð- urreið“ Guðmundar. Var Guðmundur dæmdur útlægur og rýmdur út af eignum sínum sem féllu undir konung og erfingja. Um uppgang og fall Guðmundar ríka skrifar Hjörtur Hjartarson. Stefán Bj örnsson varð fyrstur íslendinga til að leggja stund á æðri stærðfræði og minnist Einar H. Guðmundsson stjarneðlisfræðingur þess í grein um hann, að tvær aldir eru nú liðnar frá því hann fæddist. Þessi flestum gleymdi stærðfræðingur hlaut gullverð- laun Hafnarháskóla í stærðfræði 1793, þá á áttræðisaldri. Einar Pálsson er landsmönnum vel kunnur sem fræði- maður og höfundur ritraðarinnar Rætur íslenskrar menningar, þar sem hann setti fram nýstárlegar kenningar byggð- ar á miðaldafræð- um. Hitt vita kannski færri nú orðið að Einar var leikari að mennt og starfaði bæði sem leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur þegar félagið stóð á tíma- mótum um 1950. Um leikara- og leik- stjórnarferil Einars skrifar Hávar Sigur- jónsson. Bókastefnan í Frankfurt, sú fimmtugasta í röðinni, leið án stórviðburða segir Jóhann Hjálmars- son. Reyndar kom fyrsti portúgalski Nó- belsverðlaunahafinn í bókmenntum til stefnunnar um það leyti sem hann fékk til- kynningu um veitinguna og varð af því nokkurt tilstand. En þótt stefnan sjálf hafi verið með rólegasta móti draga menn gildi hennar ekki í efa. I Lesbók nú birtist fyrri grein Jóhanns eftir bókastefnuna og í þeirri síðari mun hann fjalla hann sér- staklega um þýðingar íslenzkra bóka á er- lendum málum. Forsíðumyndin: Forsíðumyndina tók Skarphéðinn Haraldsson af Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara órið 1967 við verk sitt Faðmlag (1949). Verkið stendur við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar en er í eigu Lista- safns íslands. A bls. 6 og 7 er sagt fró tveimur sýningum ó verkum Sigurjóns og ritverkinu Sigurjón Ólafs- son - Ævi og list. HANNES SIGFÚSSON ÍSIAND ÚR FJARLÆGÐ ísland bak við éljadrögin í útnorðii Þaðan sem lægðimar koma Aldrei í heiðskíru veðri þegar augun teygja sjóndeildarhringinn til ystu miða hillingalaust Einungis þungur dynurínn á húsþökunum frá voldugum blásturshljóðfærum og slagverkum regnsins knýjandi ýlfrandi flautur og hvínandi fíðlur að efsta kvinti Ragnarökkm-sins megnar að reisa þig úr lægingu þinni með lýsandi skyrtubrjóst jökla og skýin flaksandi yfír hvirflinum Þú mikli Wagnertúlkandi! Þú mildi faðirþegar ég kem heim Hannes Sigfússon, 1922-1997, var einn af atómskóldunum og kvaddi sér hljóðs með Dymbilvöku 1949 sem þótti nokkurt tímamótaverk. Hannes bjó í Noregi fró 1963 til 1988, en síðast ó Akranesi. LAND A VOGARSKÁLUM RABB ✓ IALDARLOK er sú spuming áleitin hvernig þjóðin eigi að nýta sér nátt- úruauðæfi í óbyggðum; auðæfi sem þjóðin hefur til þessa haft þoku- kenndar hugmyndir um. En nú er spurt af þunga og þess verður varla langt að bíða að stefna til framtíðar verði mörkuð; landkostirnir eru svo að segja á vogarskálum. Eigum við að virkja allt það vatnsafl sem rannsóknii- benda til að geti verið fýsilegur kostur, eða eigum við að vernda þessi ósnortnu víðerni? Við vitum að þau eru nú þegar mikils metin og að fjöldi ferðamanna og náttúruunnenda, hér og erlendis, telur að það jafngildi óbæt- anlegu tjóni að skerða þessi víðerni með því að reisa þar margs konar mannvirki, leggja vegi og línur. Það er einnig hugsanlegt, þótt ekki verði fullyrt neitt þar um, að ein'hvern- tíma á næstu öld gefi ósnortin víðerni af sér umtalsverðar tekjur og að ferðaþjónusta muni sjá fleira fólki fyrir atvinnu en eitt eða fleiri álver. Með glæsilegum ljósmyndum Ragnars Axelssonar og gi-einaskrifum Rögnu Söru Jónsdóttur í Morgunblaðinu og þáttagerð Ómars Ragnarssonar í Sjónvarpinu hefur verið brugðið ljósi á vatnsföll og land norð- austan Vatnajökuls, sem taka mun breyt- ingum ef virkjunaráform verða að veru- leika. Þetta landsvæði þekkja fæstir lands- menn nema af afspurn og myndum, en við sem lærðum landafræðina í gamla daga höf- um þó alla tíð síðan verið með það á hreinu hvar Jökulsá í Fljótsdal, Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum koma undan Vatnajökli og hvert þessar ár renna. Það hef ég hins vegar sannreynt meðal barna og unglinga núna, sem hlíft hefur verið við gamaldags og úreltum utanbókarlærdómi, að alltof mörg þeirra hafa alls enga vitneskju um þessar ár; vita varla að þær séu til, en það er önnur saga. Ég vona að myndirnar í Morgunblaðinu og þættir Ómars hafi vakið forvitni þeirra sem landið erfa; sízt af öllu er nægilegt að einungis miðaldra fólk og elzta kynslóðin þekki Eyjabakka, Dimmugljúfur, Kringils- áiTana og Amardal. Ef til vill spyr nú einhver: Hvað er svona stórkostlegt við þessi ósnortnu víðerni? Er þetta ekki aðallega sandur? Seiseijú, mikil ósköp, sandur og grjót. En það er fleira ef vel er að gáð. Víðsýni; sumstaðai- ótrúlegt víðsýni yfir óendanleg flæmi sanda þar sem ár dreifa sér, útsýni yfir hraun og grjóturð- ir, rofabörð, afréttai’ver og flár, mosavaxna ása sem rísa Og enda í dyngjum eða fjöllum og jökulbunga á bak við allt saman eins og „grand finale“. Þá er ekki allt talið því stundum er fegurðin mest í því smágerða; í því sem liggur við fætur manns. Ekki hrópai- það á athygli, öðru nær. Samt finnst mér enginn manngerður skrautgarður eða rósabeð jafnast á við það sem sjá má í hverju sæmilega grónu hrauni á fögrum haustdegi. Ekki er heldur með neinu mann- gerðu hægt að keppa við þá töfra sem nátt- úran tilreiðir þegar setið er á bakka Tjarnái- í Hvítárnesi undir kvöld, við tóftina í Eyvind- arkofaveri með Amarfell og Hofsjökul í bak- sýn, eða í Herðubreiðarlindum. Ótal aðra áhrifamikla staði mætti nefna. Um virkjanir og fórnir þeirra vegna verð- ur að vera bærileg sátt og ekki mun það fá góð eftirmæli sem búið er að ákveða með eins konar hrossakaupum: Virkjunarfröm- uðir semja um að fá að sökkva Éyjabökkum gegn því að hluta Þjórsárvera verði þyrmt. Það hlýtur að vera krafa landsmanna að rækilega séu kynnth' virkjunarkostir og rannsóknir sem á að ráðast í. Hefur það verið gert? Ef svo er. þá hefur það ekki ver- ið að gagni. Hver væri vitneskja lands- manna um fyrirhuguð virkjunarsvæði ef helztu fjölmiðlarnir, Morgunblaðið og Sjón- varpið, hefðu ekki á eigin spýtur staðið að myndarlegri kynningu? Það skal viðurkennt að náttúruverndar- fólk fer stundum offari og veikir með því málstað sinn. Eitt af því sem einn étur eftir öðruni er það að uppistöðulón séu ljót. Ailt í einu eiga stöðuvötn að vera ljót. Vissulega sé ég eftir hverjum skika af Þjórsárverum og Eyjabökkum finnst mér að megi alls ekki sökkva. Með Kárahnjúkavirkjun færi hluti Ki-ingisárrana, sem kannski væri hægt að sætta sig við, en síður hitt hve stóran hluta sú virkjun klípur af hinu ósnortna við- erni. Að öðru leyti er ekki hægt annað en fallast á og viðurkenna að landslagsfegúrð hefur sumstaðar aukist til muna þar sem vatn hefur orðið til, eða verið stækkað. Ég nefni til dæmis Auðkúluheiði, sem er bein- línis orðin falleg eftir að uppistöðulón Blönduvirkjunar varð til, og miklu er feg- urra um að litast þegar ekinn er vegarslóð- inn að Hagavatni eftir að stíflað var við Sandvatn og vatnið stækkað um tvo þriðju- hluta. Nú birtast þar ótal eyjar og rimar þar sem áður voru sandöldur og jökulleir. Fyrh- skömmu var ég þar á ferð með Ferðafélagi Islands á einum fegursta degi haustsins; kyrrðin svo alger að hægt hefði verið að ganga um með logandi kerti og Hlöðufell notaði tækifærið og stóð á höfði innanum hólmana í vatninu. Þegar komið vai' upp á Brekknaíjöllin til að sjá framskrið Eystri-Hagafellsjökuls, sem verulega kveður að, var sama lognið þar og Hagavatn varð ein allsherjar spegilmynd skriðjökulsins. Hann var þó harla rólegur þessa stundina, en alveg fallinn fram af stalli sem þar er í hlíðinni og kominn langleiðina að vatninu. I skarði austan við Stóru-Jarlhettu mátti sjá gróft sprungusvæði sem virtist vera á leiðinni fram af hengiflugi. Það gæti orðið tignarlegt sjónarspil ef það gerist. Helgi Björnsson jöklafræðingur var inntur eftir orsökum þeSsa framskriðs i Morgunblaðinu. Birtist kort með og fannst mér leitt að sjá, að Stóra-Jarlhetta, sem svo hefur verið nefnd frá ómunatíð, var kölluð Tröllhetta samkvæmt fyrirmælum jöklafræðingsins og kortateiknari blaðsins varð að beygja sig þótt hann .vissi betur. Sá mæti maður Jón heitinn Eyþórsson virðist ekki hafa þekkt nafnið á fjallinu og sló fram þessu Tröll- hettuheiti, sem háskólamenn virðast hafa kokgleypt, en heimamenn þekkja ekkert fjall með því nafni. Kannski er það aukaat- riði, en mér er sem ég heyri undirtektirnar ef mér eða einherjum öðrum þætti Esja ekki nógu tignarlegt nafn og við færum að nefna hana Tröllesju. Reynum að umgangast forn örnefni með virðingu. Jöklafræðingar og aðrir vísinda- menn ættu að huga að því ekki síður en aðrir. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.