Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Side 5
séð frá því hvort þær kostuðu hundraðinu meira eða minna. Jarðir sem tilheyrðu Guð- mundi ríka Arasyni voru eftirsóttar og gáfu vel af sér. Aðeins þrjár af 178 jörðum hans voru í eyði 1446. Fyrst plágan mikla dugar ekki til að út- skýra auðsöfnun hans, er nærtækt að minnast þess sem Engilsaxar hafa stundum á orði; it takes money to make money - og Guðmundur var múraður. Kom kaupskip af Englandi I samtímaheimild greinir frá enskum fiski- mönnum austan við Dyrhólaey árið 1412 og „var róið til þeirra...“ Sama ár urðu fimm enskir skipverjar viðskiia við félaga sína „og gengu á land austur við Horn úr báti, og létust vildu kaupa sér mat...“ Arið eftir segir í sömu heimild: „Kom kaupskip af Englandi til ís- lands; hét sá Ríkarður, er fyrir því var, og hafði Noregskonungsbréf til þess að sigla í hans ríki með sinn kaupskap frjálslega. ... keyptu margir varning að honum niðri við Sundin..." Þetta er með íyrstu áreiðanlegu heimildun- um um siglingar Englendinga hingað til lands og frásögnin gefur til kynna að hér séu ný- mæli á ferð. Jafnframt má af þessu ráða að verslun er mönnum ofarlega í huga. Nýmælin frá 1412 eru síðan orðin daglegt brauð um sjö árum síðar. Á skírdag 13. apríl 1419 kom „svo hörð hríð með snjó, að víða í kringum landið hafði brotið ensk skip, eigi færri en hálfm- þriðji tugur; fórust menn allir, en góssið og skipsflökin keyrði upp hvervetna..." Ekki seg- ir frá þvi hve mörg ensk skip hafi verið við landið á þessum tíma, aðeins tiltekið hve mörg af þeim voru talin hafa farist. Af þeim fjölda má þó ráða að um stórútgerð Englendinga á Islandi er að ræða. Fleira rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Strax árið 1415 gerir Eiríkur frá Pommem út sendinefnd að hitta mág sinn á Englandi, Hinrik konung V. Erindið var að skýra frá daglegum ránum og yfirtroðslu Eng- lendinga - aðallega fiskimanna - við þegna Noregsríkis á íslandi. Hinrik V. var að vísu vant við látinn þegar sendinefndin kom á stað- inn, en hertoginn af Bedford tók á móti henni og lofaði að takmarka siglingar þessar, um- fram það sem hafi tíðkast samkvæmt fornri venju - sem ekki mun hafa verið mjög fom. Akvæðinu er hnýtt aftan við þannig að Eng- lendingum yrði hægara að brjóta eigið bann, hvað þeir og gerðu. Sendiförin til Englands var aðeins forsmekkurinn að löngu stríði - yf- irleitt köldu - um yfirráð á Islandi milli enskra og dansk-norskra. Það stríð átti eftir að skapa Guðmundi ríka Arasyni örlög. Hvað sem því líður er víst, að hér við land vom enskar versl- unarduggur og fískiduggur nánast árið um kring. Englendingar komu sér upp bækistöðv- um í landi um 1420, m.a. á Rifi á Snæfellsnesi, Flatey á Breiðafirði og víðar um landið sunnan og vestanvert. Þaðan ráku þeir útgerð sína og margvísleg viðskipti við landsmenn. Auk þessa sigldu hingað ensk kaupför eitthvað fram eftir öldinni. Um fjölda enskra skipa er erfitt að fullyrða, en hann hefur verið áætlaður um 100 árlega. Nokkur munur er á þeim skipum sem um ræðir. Kaupfórin vom þeiiTa stærst og sigldu eingöngu með verslunarvöru, líkt og nafnið gefur til kynna. Fiskiduggur sem sigldu á Islandsmið bám flestar sennilega um 60 tonn og stunduðu nær eingöngu fiskveiðar. Svokaliaðar verslunarduggur vom af svipaðri stærð og fiskiduggurnar og mynduðu, þegar frá leið og menn lærðu að fiska og versla í senn, meginflota þeirra skipa sem sigldu út hingað frá Englandi. Verslun Englendinga og Islendinga hefur verið fjörleg. Englendingar fluttu hingað fjölbreyttan farm í skiptum fyrir það sem íslendingar höfðu að bjóða. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur líkir ensku versl- unarduggunum við fljótandi krambúðir. „A þeim... ægir saman timbri, matvælum, tjöra, tvinna og nálum og alls konar öðmm þarfind- um.... Englendingar virðast einmg hafa fram- leitt sérstaka gerð af klæði íyrir Islandsmark- að, ... pannus Yselondis... . Skipin leggja yfir- leitt úr höfn í Englandi með varning sinn í febrúar til apríl og koma aftur hlaðin skreið og öðmm íslenzkum afurðum..." Englendingar hófu að sigla hingað til lands af ýmsum ástæðum. I því sambandi hefur ver- ið bent á trega siglingu Norðmanna, aflabrest á enskum heimamiðum o.fl. Það sem líklega skiptir mestu máli er þó bylting í siglinga- tækni sem varð um 1400 og gerði úthafssigl- ingar mögulegar. Þar með komst Island á kortið ef svo má segja, með auðug fiskimið og markað sem fáir höfðu rænu á að sinna. Það ýtti síðan enn undir að Englend- ingar fóm um svipað leyti halloka fyrir Hansamönnum og markaður fyrir enskar vömr í Noregi lok- aðist. Mitt í uppgangi enskrar verslunar og fisk- veiða við Island rekur bóndinn á Reykhólum stórbúskap á höfuðbólum sínum við sunnan- verða Vestfirði, sem öll liggja að sjó. Utifyrir em gjöfulustu fiskimið landsins og allt krökkt af enskum duggum. Hvað skyldi svo þessi bú- skapur hafa gefið af sér? Hafði Guðmundur ríki Arason eitthvað að bjóða þeim Englend- ingum sem hér fiskuðu og sigldu krambúðum upp að ströndum landsins? Amór Sigurjóns- son hefur farið ofan í saumana á búskapnum. Hann telur heimilisfólk á stærstu þremur bú- unum, Reykhólum, Saurbæ og Núpi, hafa ver- ið milli 40 og 50 manns, en milli 20 og 30 á hin- um. Þá er allt talið - líka nokkur göngulýður - og fráleitt að nefna hærri tölur. Síðan áætlar Arnór afurðir bústofnsins mjög varlega, „þeg- ar þess er gætt, hve jarðir og lönd Guðmundar vora auðug af matföngum öðrum en búfjáraf- urðum, fiski, fugli, sel og sölvum." Niðurstað- an er í stuttu máli sú að afurðir af búum og leigujörðum Guðmundar vora um tvöfalt meiri „en hann þurfti handa því fólki, er hann hafði á framfæri sínu...“ Þau um það bil tvöhundruð manns sem vom viðloðandi bú Guðmundar hefur auðvitað líka vanhagað um sitt hvað sem Englendingar höfðu að bjóða, að maður tali ekki um landseta hans, aðra höfðingja, annan lýð. Hér voru ótvíræð skilyrði fyrir viðskipti milli Islendinga og Englendinga - og mikill uppgangur. Til marks um það má hafa að skreið í utanlandsviðskiptum er talin hafa hækkað gríðarlega á þeim áram sem Guð- mundur er upp á sitt besta. Hugsanlegt er að viðskipti þessi hafi gefið af sér ævintýralegan gróða þegar þess er gætt að „innanlands hefur haldizt fornt lag í viðskiptum, þrátt fyrir verð- breytingar í utanlandsviðskiptum." Það þýðir að Guðmundur gæti hafa heimt og keypt skreið á innanlandsverði - rígbundnu fornri venju - og selt Englendingum við verði sem skapaðist við nýtilkomin utanlandsviðskipti. Sama gæti átt við um aðrar afurðir sem Guð- mundur hafði á boðstólum. Þvi er ekki haldið fram hér að Guðmundur hafi haft viðskiptavit á nútímavísu, en þegar ólíkir menningarheim- ar mætast er nýjunga von þar sem fáar reglur eru til að varða samskipti manna. Hið háa skreiðarverð í utanlandsversluninni var hugs- anlega nýjung af því tagi. Eins má vera að landsmenn hafi verið hikandi í fyrstu að eiga viðskipti við Englendinga og þeir því orðið að liðka fyrir með því að bjóða gott verð fyrir skreiðina, vissir um að geta selt hana á enn betra verði heima. Guðmundur ríki Arason hafði allt til að bera sem gerir hann líklegan til að hafa átt mikil og ábatasöm viðskipti við Englendinga. Hann var réttur maður á réttum stað, á réttum tíma. Framanaf. Pólilisk veðrabrigði Viðskipti Guðmundar fóru fram í sérstöku pólitísku loftslagi, ef svo má að orði komast. Áður var sagt frá því er Eiríkur frá Pommern gerði út menn til Englands árið 1415, að hitta mág sinn Hinrik V. og fá hann til að setja hömlur á siglingar Englendinga. Englending- ar bragðst ekki illa við þeirri málaleitan og bönnuðu siglingar til íslands um eins árs skeið. Sumpart gæti það hafa verið vegna þess að Eiríkur átti Filippu, systur Hinriks. Það sem væntanlega skipti meira máli er að Eng- lendingar stóðu höllum fæti í stríði við Frakka á meginlandinu og máttu illa við reiði Eiríks frá Pommern í ofanálag. Siglingarnar til fs- lands skiptu Englendinga þó svo miklu máli að þeir töldu sig ekki heldur mega við því að fara eftir samkomulaginu - né þeim bönnum sem sett voru af beggja hálfu í kjölfarið. Milli 1425 og 1434 stóðu ríkin í linnulitlum deilum um landið, en vegna erfiðrar stöðu Englendinga átti dansk-norska stjórnin auðvelt með að knýja þá til samninga. Hins vegar gekk erfið- legar að framfylgja þeim. Dansk-norska ríkið kom framkvæmdavaldi sínu Ola við á íslandi og Englendingar vora í raun stöðugt að efla áhrif sín hér, þrátt fyrir alla samninga. Þeir notfærðu sér valdatóm sem var á íslandi upp- úr fyrsta fjórðungi aldarinnar fram um 1450, en það stafaði af ófriði sem Eiríkur frá Pommern átti í við Holtseta og Hansamenn. Sá ófriður hélt honum uppteknum með þeim afleiðingum að samband íslands við dansk- norsku stjórnsýsluna rofnaði. Þetta var ekkert séríslenskt fyrirbrigði; miðstjómarvald veikt- ist um allt ríkið á þessum áram með tilheyr- andi upplausn og óstjórn. - Það stóð hins veg- ar allt til bóta. Árið 1442 var Kristófer af Bajern orðinn konungur Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Hann hófst þegar handa við að gefa út réttar- bætur til að lægja ókyrrðina og stjórnleysið í ríkjum sínum. Árangurinn var ekki mikill í fyrstu, en þróunin var ótvírætt í átt til óskor- aðs valds konungs. Á ís- landi má segja að merki- legum áfanga á þeirri braut hafi lokið með Lönguréttarbót um 1450. Með henni áréttar kon- ungur vald sitt í landinu og ráðleggur höfðingjum með tilburði til sjálf- stæðra valda að rifa segl- in, vilji þeir ekki hafa verra af. Nokkru áður hafði konungur náð taki á Englendingum sem stundum er nefnt Eyrar- sundslásinn. Það þýddi að hann gat ráðið siglingum Englendinga um Eyrar- sund og átti eftir það hægara með að ná hald- bærum sanmingum við þá um Islandssiglingar. Mörgum íslenskum höfð- ingjum vora siglingar Englendinga mjög að skapi. Sérstaklega mun stórættuðum og auðugum útvegsbændum hafa þótt vænt um umsvif þeirra - mönnum eins og Guð- mundi ríka. Þegar að því kom að konungsvaldið snéri vörn í sókn og herti tök sín á ný, þá hlutu valdamiklir vinir Eng- lendinga á Islandi að verða því ofarlega í huga. Konungi hefur e.t.v. líka orðið hugsað til þess hvaða höfðingjar gætu helst orðið að liði uppá Islandi. - Pólitísk veður vora að skipast í lofti. Norræn samvinna - dönsk pólitik og íslensk mafía Veturinn 1444-1445 er Einar Þorleifsson staddur á fundi konungs í Danmörku. Ekki er vitað með vissu hvað þar fór fram, nema hvað fljótlega upp úr því er hann orðinn hirðstjóri norðan lands og vestan. Er Einar kemur af fundi konungs ríður hann til Reykhóla að máli við Guðmund Arason mág sinn. Með honum í fór er bróðir hans, Björn Þorleifsson, sem síð- ar fékk viðurnefnið hinn ríki. Ekki er vitað hvað þeim mágum fór á milli, en Reykhólareið Þorleifssona var að öllum líkindum undirbún- ingur þingsins sem Einar kallaði saman 9. maí árið eftir að Sveinstöðum - þar sem kveðinn var upp úrskurðurinn sem rakinn er í upphafi þessarar greinar. Með þeim úrskurði var gengið milli bols og höfuðs þeim sem fór fremstur í flokki í verslun við Englendinga, ríkasta og fyrirferðarmesta höfðingja lands- ins. - Konungsvaldið var skrefi nær því að festa sig í sessi á íslandi. Tæplega hefur Guðmundur verið blásak- laus. Á Sveinsstöðum er hann borinn þungum sökum um ofríki í svokallaðri Norðurreið, er hann var hirðstjóri norðan lands og vestan og sótti Húnvetninga heim. Nýi annáll staðfestir ásakanirnar, en þar segir við árið 1427 frá „Norðurreið Guðmundar Arasonar til Hún- vetninga. Þótti mörgum þungt að verða fyrir henni af þeirra manna framferði, er með bóndanum riðu.“ Ekki er ástæða til að draga ásakanirnar sérstaklega í efa. Guðmundur var ríkur og fyrirferðamikill höfðingi í landi þar sem ríkti skálmöld og miðstjórnarvald ákaf- lega veikt. En þótt fallist sé á að Guðmundur hafi sýnt af sér ofríki, er tvennt sem gerir ör- lög hans tortryggileg. Fyrra atriðið varðar þinghaldið á Sveinsstöðum, hið síðara eftir- málin og framgang þeirra bræðra, Einars og Bjarnar. Einar Þorleifsson dæmir ekki samkvæmt réttarvenjum; hann kveður ekki menn til dóms, heldur rýmir Guðmund - að honum fjar- stöddum - út af peningum sínum með því sem TÍZKAN í Evrópu á dögum Guðmundar ríka á 15. öld. Aðalsmað- urinn á teikningunni skreytir sig með fjöðrum í hatti og hefur tvo fálka á armi. Óvíst er hvort Guðmundur hefur samið sig að slík- um siðum, en fullvíst má telja að hann og kona hans hafi verið klædd að hætti efnaðra Evrópubúa. mætti kalla konungsúrskurði. Þá er málið sem tekið er upp gegn Guðmundi, Norðurreiðin, 19 ára gamalt. Það hlýtur að teljast afar ein- kennilegt að taka upp svo gamalt mál. Ekki síst í ljósi þess, að samkvæmt úrskurðinum hefur hvergi verið minnst á þær jarðir sem Guðmundur á að hafa haldið með engum rétti, svo sem síðari vitnisburðir gefa til kynna. Það sakarefni mátti þó vera hirðstjóranum nær- tækara en Norðurreiðin. Yfirbragð þingsins ber merki þess að Einar Þorleifsson hafi kon- ung að baki sér og gangi erinda hans. Sakar- efnið er ekki bara grafið upp, heldur vandlega valið. Samkvæmt venju féllu upptækar eignir í umsjá hirðstjóra. Það þýddi að Einar Þorleifs- son hirti sjálfur af eignum Guðmundar allar tekjur, en mun ekki hafa þurft að greiða af þeim gjöld. Þetta gekk svo þar til 1452, að Einar varð úti. Þá tók Björn bróðir hans við umsjá Guðmundareigna með sömu kjörum, allt þar til hann keypti hlut konungs í þeim 1462, þá orðinn hirðstjóri yfir öllu íslandi. Upp úr því hófust heiftarlegar deilur um erfðir eignanna; mikil saga sem teygði sig ríflega út öldina. Arnór Sigurjónsson hefur gert henni góð skil, og úr henni má velja nokkrar svip- myndir sem gætu varpað skímu á örlög Guð- mundar Arasonar, þ.e. hvað þeir höfðu í huga er hann átti í höggi við og hvers konar réttlæti þeir skenktu honum. Björn Þorleifsson hélt fóðurarfi Ólafar Ara- dóttur, systur Guðmundar ríka, sennilega á þeim forsendum að þær væra í púkki með óráðstöfuðum eignum Guðmundar og því ekki tímabært að afhenda þær. Ólöf sá aldrei þann arf, heldur féll hann í hlut erfingja Bjarnar. Eignum sem Björn hafði áður safnað vitnis- burðum um að Guðmundur hefði haldið ólög- lega, ráðstafaði hann að vild sinni. Þá virðist sem eignir Guðmundar hafi verið vantaldar þegar Björn kaupir hlut konungs í þeim. Þetta kom fram eftir lát Bjarnar, og kostaði konu hans og fjölskyldu mikið makk og afar ósann- færandi vitnaleiðslur. Solveig var arfborin dóttir Guðmundar, eina barn hans á lífi sem samkvæmt lögum gat átt kröfu til arfs eftir hann og þar með ógnað Þor- leifssonum. Vegna þess að Einar og Björn ætl- uðu sér arf eftir systur sína, konu Guðmundar, dæmdu þeir af systurdóttur sinni foreldraarf hennar á þeim forsendum að hún væri svokall- að sektarbarn. Hún var fædd þremur árum eftir Norðurreið, þ.e. eftir að Guðmundur ger- ir sig sekan. Þar með ætti hún ekki rétt til arfs. I dómi þessum þóttust þeir styðjast við konunglega réttarbót. Það var ekki fyrr en 1501 að í ljós kom að þeir bræður höfðu ekkert fyrir sér í þessu, enga réttarbót. Einar og Þorleifur hafa ekki staðið einir uppi gegn systurdóttur sinni, en þó virðist sem Birni sé ekíd rótt hennar vegna. Þegar hann kaupir konungshlut í Guðmundareignum 9. júlí 1462 fær hann í kaupbæti bréf frá Krisjáni I, sem virðist að nokkra leyti stílað á Solveigu. Þar segir m.a.: „Því forbjóðum við öllum, hverjir helst vera kunnu eður era og sérlega forskrifaðs Guðmundar Arasonar arfa og öll- um öðram, að bívara sig með fyrir skrifað gós eður hans erfingjum nokkuð hindur þar upp að gjöra, í nokkurn máta undir vora konung- lega hefnd og reiði.“ (Stafsetning höf.) Hér virðist þurfa að kveða óvenju fast að orði þannig að Solveigu - og öllum öðram - megi verða ljóst að Björn eigi það sem hann kaupir af konungi. Fleira mætti nefna sem gefur til kynna að Guðmundur ætti við ofríkismenn að eiga, þótt ekki verði það allt rakið hér. Til er mynd af Birni Þorleifssyni. Það er nokkurs konar sjálfsmynd, sem birtist í bréfi hans til Brands lögmanns norðan lands og vestan. Tilefnið varðar enn eignir Guðmundar Arasonar; Birni finnst lögmaður aðgerðalítill þegar Loftur Ormsson sest upp á höfuðbóli Bjarnar, Núpi. Áður hafði Solveig Guðmundsdóttir falið Lofti frænda sínum umsjá foðurarfs síns í von um að heimta hann þannig úr hendi Bjarnar. Með- al annars þess vegna vora væringar með þeim frændum. Látum það liggja milli hluta; hér er það tónn bréfsins sem vekur áhuga: (Stafsetn- ing og leturbreyting höf.) Minn góðan vin, Brand bónda lögmann, yð- ur heilsar ég Björn Þorleifsson kærlega með guð og vor frú. Kunngeri ég yður: Mér er sagt að Loftur frændi sé kominn undir Núp og vilji sitja þar sinn búskap, sem það má vel vera. En þó líst þetta mörgum skjót aðferð og þér mun- ið þó næst geta ef þér viljið svo sem þér vitið. En eigi þarf Loftur að hafa svodan atburði, því eigi má vita hvar óvænum gefur happ, þar ég á hlut að. Er mér hermt svo frá þeim að þeir segi svo, þeir viti fyrir víst að þér munið ekki gera mér stóran rétt.... En vita ég, að þér vilj- ið betra yður til réttinda við minn herra kóng- inn og mig... svo ef vér megum vel fá rétt á því sem okkur er misboðið, þá vil ég í engan máta af fella yður yðvarri skuld eða þjónustulaun. En fái ég hér engan rétt, þá skal leita þangað sem guð vill... Hér talar maður sem veit af konungsvaldi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.