Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Síða 8
• • FERHYRNINGAR, HALASTJORN- UR OG GRUNNMASKÍNUR TVEGGJA ALDA ARTIÐ STEFÁNS BJÖRNSSONAR EFTIR EINAR H. GUDMUNDSSON Introductio in tetragonometriam frá 1780 er höfuðrit Stefáns og jafnframt fyrsta prentaða bókin um „æðri stærðfræði" eftir Islending. Stefán Björnsson hlaut gull- verðlaun Hafnarháskóla í stærðfræði 1793 og verður það að teljast mikið afrek af manni á áttræðisaldri. FYRIR réttum tvö hundruð árum, hinn 15. október 1798, lést í Kaup- mannahöfn Stefán Björnsson reiknimeistari nær áttræður að aldri. Hann var góður stærðfræð- ingur, vel að sér í eðlisfræði og stjörnufræði, áhugasamur um fom fræði og á efri árum afkastamikill höfundur fræði- og fræðslurita. Stefán var tví- mælalaust sá maður íslenskur sem lærðastur var í stærðfræðilegum lærdómslistum á átj- ándu öld. Prátt fyrir góðar gáfur átti hann samt erfitt uppdráttar og mun þar hafa skipt mestu að hann var með afbrigðum óþjáll og einrænn í skapi. Hafði það veruleg áhrif á líf hans ojg varð meðal annars til þess að hann yf- irgaf Island rúmlega þrítugur og settist að í Kaupmannahöfn. Hann virðist þó ávallt hafa haldið einhverju sambandi við landa sína og greinar hans í ritum Lærdómslistafélagsins bera vott um einlægan áhuga á því að upp- fræða þá í anda upplýsingarinnar. Stefán Björnsson fæddist á Ystugrund í Skagafirði hinn 15. janúar 1721 (eða 1720), sonur hjónanna Björns Skúlasonar prests í Flugumýrarþingum og Halldóru Stefánsdótt- ur lögréttumanns Rafnssonar. Eftir glæstan námsferil í Hólaskóla stundaði hann nám í guðfræði við Hafnarháskóla og lauk þaðan cand. theol.-prófi á mettíma árið 1747. Eftir að heim var komið var hann um skeið djákni á Munkaþverá en tók svo við starfi rektors á Hólum þegar Gunnar Pálsson, bróðir Bjarna landlæknis, lét af störfum árið 1753. Ári síðar kom til alvarlegs missættis milli Stefáns og Jóns Magnússonar stiftprófasts, bróður Skúla fógeta, og var skaplyndi Stefáns að hluta kennt um „þvíat hann var styrdlyndr ok óþydr“ eins og segir í Arbókum Espólíns. Afleiðingin af þessum skærum varð sú að Stef- án hraktist vegabréfslaus til útlanda og hálf- fertugur að aldri hóf hann nýtt líf í Kaup- mannahöfn, settist að nýju á skólabekk og lagði stund á stærðfræðilegar lærdómslistir við Hafnarháskóla. Stefán lauk prófi (baccalaureus philo- sophiæ) árið 1757 og nokkrum árum síðar var hann orðinn reiknimeistari (Kalkulator) hjá landmælingadeild danska Vísindafélagsins. Þar mun hann hafa starfað í rúma tvo áratugi undir yfirstjórn Thomasar Bugges (1740- 1815) prófessors í stjömufræði. Bugge hafði umsjón með hinni miklu þríhyrningamælingu á Danaveldi, er hófst fyrir alvöru vorið 1763 og stóð fram á næstu öld. Ekki er vitað með vissu hvert hlutverk Stefáns var í því starfi, en væntanlega hefur hann unnið að útreikningum við gerð Sjálandskortsins sem venjulega er kennt við Bugge. Eftir að Stefán lét af störf- um hjá Vísindafélaginu vann hann fyrir sér við þýðingar á íslenskum fornritum á latínu fyrir danska sagnfræðinginn P.F. Suhm (1728-98) og einnig var hann um skeið styrkþegi sjóðs Arna Magnússonar. Það var á þessum árum sem hann samdi flest rit sín. Ritverk og gullverðlaun Eins og áður sagði verður Stefán að teljast fremsti stærðfræðingur og eðlisfræðingur ís- lendinga á átjándu öld. I hinni þunnskipuðu fylkingu íslenskra stærðfræðinga, stjörnu- fræðinga og eðlisfræðinga fyrri alda hefur hann nokkra sérstöðu vegna þess hversu mik- ið liggur eftir hann í rituðu máli. Hann er höf- undur fjögurra prentaðra háskólafyi-irlestra á latínu um heimspeki og stjörnufræði (frá ár- unum 1757-60) auk prentaðrar bókar á latínu um stærðfræðilega eiginleika ferhyrninga. ■Q. D. BV. - DISSERTATIO Dc EFFECTU COMETA- RUM DESCENDENTIUM-TN SYSTEMA NOSTRUM PLANETARIUM, Cujus PARTICULA.M I. Placido -AiJfentieritium examint Submittit STEPHANUS BIORNONIUS ... Island. DEFENDENTIS Spartam ornante PRÆSTAfíTJSSIMO -ítqvc 'DOCTISSíMO CHRISTIANÖ DITLÉVIO LUNN. Die - Februar. HAVNIÆ, 1758. Typís Viduæ Glaíingíi, per .Nicol. MðUer. ÚR Ferhyrningafræðinni. FORSIÐAN á grein Stefáns um halastjörnur. NOKKRAR „grunnmaskínur", teikningar eftir Stefán sem sýna athuganir í aflfræði. Verk þetta, Introductio in tetragonometriam, frá 1780 er höfuðrit Stefáns og jafnframt fyrsta prentaða bókin um „æðri stærðfræði" eftir ísienskan höfund. Sama ár sá hann einnig um fyrstu fræðilegu útgáfuna á Rímbeglu, hinni fornu ritgerð um tímatal og stjarnvísi, og ritaði formála og ítarlegar skýringar. Þá kom Hervararsaga og Heiðreks út árið 1785 í lat- neskri þýðingu Stefáns. A árunum 1782-90 birtust í ritum Lærdómslistafélagsins sex greinar eftir hann um aflfræði og hagnýtingu hennar. Greinarnar voru augljóslega ætlaðar íslenskum bændum til gagns og fróðleiks, en ekki er ljóst hvort Stefán hafði þar erindi sem erfiði. Þessar greinar eru hinar fyrstu sem skrifaðar voru á íslensku um aflfræði og þær voru jafnframt fyrsta tilraun íslendings til að fjalla skipulega um hluta eðlisfræðinnar á móðurmálinu. Að auki skrifaði Stefán langar greinar fyrir landa sína í sama rit um alþýð- legar veðurspár (1788) og frumatriði landmæl- inga (1794). Loks skal þess getið að Stefán tók tvisvar (1793 og 1795) þátt í samkeppni danska Vísindafélagsins um eðlisfræðileg efni og lagði hann fram langar rit- gerðir á latínu af því tilefni, en án þess að vinna til verðlauna. Arið 1793 hlaut Stefán hins vegar gullverðlaun Hafnarhá- skóla í stærðfræði. Má það telj- ast mikið afrek af manni á átt- ræðisaldri, því að verðlaunasam- keppnin var einkum hugsuð fyr- ir unga og spræka stærðfræð- istúdenta. Þetta var í annað sinn sem keppnin var haldin og varð Stefán fyrstur íslendinga til að hljóta þessi verðlaun. Arið áður hafði hann einnig tekið þátt í keppninni, en þótt hann hlyti viðurkenningu í það skiptið varð hann að lúta í lægra haldi íyrir C.F. Degen (1766-1825), sem síðar varð einn íremsti stærð- fræðingur Dana. Til fróðleiks má og geta þess að aðeins þrír aðrir Islendingar hafa hlotið gullverðlaun Hafnarháskóla í stærðfræði, en það eru stærðfræðingarnir Björn Gunnlaugs- son (1818 og 1820), Ólafur Dan Daníelsson (1901) og Sigurður Helgason (1951). Fyrirlestrar Stefáns Á fyrstu árunum eftir að Stefán lauk prófi í seinna skiptið hélt hann fjóra stutta íyrirlestra á latínu (svokallaðar dispútatíur) á Elers-garði og komu þeir jafnframt út á prenti. Tveir þeirra eru um heimspekileg álitamál: De essentia consecutiva (Um afleitt eðli), sem út kom 1757, og Dissertatio spectans ad physicam coelestem (Um eðli himintungla) frá árinu 1760. í hinum síðari færir Stefán meðal annars rök fyrir vitsmunalífi á öðrum hnöttum og styðst þar mjög við hugmyndir Leibniz og félaga um hinn besta og fullkomnasta heim allra hugsanlegra heima. Hinir fyrirlestrarnir tveir fjalla um efni úr stjörnufræði. I De effectu cometarum (Um verkan halastjarna) frá 1758 ræðir Stefán um þyngdaráhrif halastjarna á sólina og aðra hnetti sólkerfisins, hugsanleg sjávarfallahrif af völdum halastjarna og önnur skyld efni. Ljóst er á textanum að Stefán var allvel að sér á þessu sviði og vitnar hann meðal annars í kaflann um halastjörnur í Principíum Newtons. Góð almenn þekking Stefáns á eðlis- fræði og stjörnufræði þessa tímabils kemur einnig í ljós í De usu astronomiae in medicina (Um gagnsemi stjömufræði í læknislist) frá 1759. I undirtitli er tekið fram að hér sé um inngang að ræða, en ekki er til þess vitað að Stefán hafi fylgt efninu eftir með öðrum fyrir- lestrum. Inngangurinn fjallar alls ekki um stjörnuspeki eins og aðaltitill gæti gefið til kynna, heldur er meginefni hans einföld um- ræða um það hvernig sólarljós fellur á jörðina og aðra hnetti sólkerfisins. Einnig er rætt um varmaáhrif sólarinnar á jörðina og hugsanleg segulhrif í sólkerfinu. Báðir fjalla stjörnu- fræðifyrirlestrar Stefáns um kunnugleg fyrir- bæri og engin nýmæli er þar að finna. Hins vegar bera þeir höfundi sínum og þekkingu hans ágætt vitni. Ferhyrningafreeöin í bók Stefáns frá 1780, Introductio in tetra- gonometriam (Inngangi að ferhyrningafræði), eru lögð di-ög að svokallaðri ferhyrningafræði, en það er stærðfræðileg umfjöllun um rúm- fræðilega og hornafræðilega eiginleika fer- hyrninga á svipaðan hátt og þríhyrningafræði fjallar um venjulega þríhyrninga. Bókin virð- ist, að minnsta kosti að hluta, vera afrakstur margra ára vinnu Stefáns við útreikninga tengda kortagerð danska Vísindafélagsins. Hún hefur því að geyma niðurstöður úr sjálf- stæðum rannsóknum höfundar. Bókin er mik- ið verk, rúmlega 450 síður í áttungsbroti með teikningum, og ber dugnaði höfundar glöggt vitni. Hún er tileinkuð upphafsmanni ferhyi-n- ingafræðinnar, hinum þekkta stærðfræðingi og stjörnufræðingi Johann Heinrich Lambert (1728-77). Almennir eiginleikar marghyrninga voru talsvert til umræðu á þessum tíma meðal kortagerðarmanna, og í hópi þeirra sem glímdu við svipaðar þrautir og Stefán voru þýski stjörnufræðingurinn og kortagerðar- maðurinn Johann T. Mayer (1723-62) í Gött- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.