Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Síða 9
RYMBEGLA Jbe RUD-IMENTUM COMPUTI ECCLESIASTICI et ANNALIS VETERUM ISLANDORUM, m qvo etiam connnenrar 'Chronologica, Gcographica, Aíhronomica, Geomccrica, Thcologica, nonnulla cx -hiftoria oniverfili & nararaii rariora. Ex Mamifcriptis Legati Ama - Mágnœaiii Vtrpmm Uriaa, LtSiomm vtritutn, Sorít im uattritm tmmfmiflnm, Uiiet vtettm RjrmtegU frejriariat, «S* rtrum m partem Bijhrieitm uuxir STEPHANtJS BIÖRNONIS IJI. Additx func • x) TalhyrJújgus ejusdem naris illuflratus, 2) Oddi Aílronorni íomnia, 3) JoA. Arna íc 4) Fvrai Jukannai Horoiogia. H A V N I Æ Tfpi* A v a. F ■ «.b. S r ■ 1 x 1 1 1 7 8 0; TITILBLAÐ Rímbeglu. ingen og sænski stærðfræðingurinn og stjömufræðingurinn Anders J. Lexell (1740- 84) í Pétursborg. Framlag Stefáns stenst fylli- lega samanburð við sambærileg verk annarra norrænna stærðfræðinga á þessum tíma. Ahrif bókarinnar urðu þó ekki mikil, enda voru önnur stærðfræðileg viðfangsefni ofar á baugi meðal fremstu stærðfræðinga samtím- ans. Grunnmaslcinur Eins og þegar hefur komið fram eru greinar Stefáns um aflfræði sex að tölu. Fjórar fyrstu þeirra, Um þær einfóldustu grunnmaskínur, eru í rauninni ein grein í fjórum hlutum. Þar er fjallað í nokkrum smáatriðum um einfóld tæki og tól (grunnmaskínur) og notkun þeirra. Stefán tekur fyrir vogarstangir, skáplön, hjól, trissur, fleyga og skrúfur og í leiðinni fjallar hann um krafta og kraftvægi og reiknar sýni- dæmi. Síðar komu tvær greinar til viðbótar, Um skálavigt og Um reiðslur og pundara. All- ar ritsmíðamar era tæknilegar og virðist Stef- án hafa gert sér fulla grein fyrir því að þær gætu verið erfiðar aflestrar. f formála að fyrstu greininni segir hann til dæmis: „En verda kann, at bædi leikum og lærdum á Is- landi þyki hún eigi allaudskilin ... Því mundi bezt, at menn fyrst kynni ser þessar Geó- metrísku, Algebraísku og Trígónómetrisku Grann-reglur ... verdr þá allt vel skilit." Ljóst er af þessu að Stefán hefur gert talsvert mikl- ar kröfur til lesenda sinna og ekki er víst að margir íslenskir bændur hafi haft fullt gagn af útskýringum hans. Flest bendir og til þess að greinarnar hafi fljótlega fallið í gleymsku og dá. Við lestur þeirra má hins vegar sjá að Stef- án hefur lagt mikinn metnað í verkið og efnið er vel og skipulega fram sett og fallega mynd- skreytt. Hver veit nema greinamar hafi síðar vakið athygli unglingsins Bjöms Gunnlaugs- sonar og orðið honum hvatning tíl að leggja fyrir sig stærðfræðileg vísindi. Loknorð Stefán Bjömsson var ókvæntur og bam- laus. Síðustu árin bjó hann á Valkendorfs- garði í Kaupmannahöfn og hlaut að lokum hinstu hvíld í Þrenningarkirkjugarði. í Dansk biografisk leksikon hefur hinn þekkti danski stærðfræðingur Poul Heegaard þessi orð um Stefán og verk hans: „Bjömsson var iðinn vís- indamaður og bera verk hans með sér þróun- ina á hans dögum, þegar frumspekileg og stjömuspekileg viðhorf viku fyrir hreinum raunsæisviðhorfum.“ Þó að Stefán hafi búið erlendis mestan hluta ævinnar bera greinar hans í ritum Lærdóms- listafélagsins og áhugi hans á fomum íslensk- um fræðum glöggt vitni um jákvæðan hug til lands og þjóðar. Hann var forveri Bjöms Gunnlaugssonar og skrifaði fyrstur manna á íslensku um grandvallaratriði aflfræði. Hann er jafnframt fyrsti Islendingurinn sem skrifar bók um „æðri stærðfræði" á alþjóðlegu vís- indamáli síns tíma og fær hana gefna út á prenti. Það eitt er umtalsvert afrek og ætti að nægja til að tryggja honum verðugan sess í vísindasögu íslendinga. Greinarstúfur þessi er byggður á mun ítarlegri ritgerð um Stefán Bjömsson og verk hans: Einar H. Guðmundsson, Stefán Björnsson reiknimeistari, Fréttabréf íslenzka stærðfræðafélagsins, 1. tbl., 7. árg., júlí 1995, bls. 8-27. Að beiðni höfundar tók Eyjólfur Kolbeins menntaskólakennari nýlega að sér að þýða þrjá af fjórum fýrirlestrum Stefáns á ís- lensku og er lýsingin á efni þeirra byggð á þýðing- um hans. Em Eyjólfi færðar sérstakar þakkir fyrir hjálpina. Höfundur er prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla íslands. SIÐFRÆÐI OG MÁLFRÆÐI EFTIR STEFÁN SNÆVARR Ekki er hægt að neyða menn til að unna lýðræði, gagnrýninni hugsun, íslensku þjóðerni eða menningar- legri fjölbreytni. En vilji mýtugengið ekki hafna þessum verðmætum ber því að breyta um skoðun á málvernd kjósi það að vera samkvæmt sjálfu sér. TíMARIT Máls og menningar birti nýlega stórgóða smásögu eftir El- ías Mar sem ber heitið „Sú gamla vitjar doktors". í sögunni hæðist Elías að þeim straumlínuformuðu fræðimönnum sem telja hnignun íslenskrar tungu „eðlilega þróun“. Ég kalla fræðinga þessa „mýtu- gengið" því þeir nota jafnan orðið „mýta“ í stað „goðsaga“ en síðamefnda orðið er greini- lega ekki nógu fínt fyrir þá. Eðlileg þróun? „Heggur sá er hlífa skyldi", manni hefði þótt eðlilegt að hámenntað fólk slægi skjald- borg um íslenskuna á þeim úlfatímum sem við lifum. En til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að gagnrýna skoðanir mýtu-manna. Þeir telja að breytingar á tungumálum séu handan góðs og ills og jafnvel að saga tungu- mála lúti ákveðnum lögmálum. Málfræði þeirra einfaldist hægt og sígandi, því era til- hneigingar til einfaldana í íslensku málkerfi eins eðlilegar og hneigð hluta til að falla fyrir tilverknað þjmgdaraflsins. En mýtu-gengið skilur ekki að vart er hægt að tala um sérstök söguleg lögmál. Karl Popper gagnrýndi hug- myndina um slík lögmál af mikilli hind og benti á að aðeins ferli sem endurtakast sí og æ lúta sérstökum lögmálum en sögulegir við- burðir em einstakir. Vissulega má skýra slíka atburði með tilvísun til ýmissa lögmála en engin sérstök söguleg þróunarlögmál em tíl. Sagan er hnoða sem fylgir engri átt. Við get- um gengið úr skugga um að til sé almennt lögmál sem kveði á um að vatn sjóði við 100 gráður selsíus því endurtaka má tiíraunir sem sýna að svo sé. Það getum við ekki gert hvað söguna varðar og því er út í hött að tala um „eðlilega þróun“ tungumála. Ekki bætir úr skák fyrir mýtumönnum að mál em manna- setningar og þeim má breyta. Við getum m.ö.o. ákveðið að breyta tungumálinu en við getum ekki numið þyngdarlögmálið úr gildi. Hér ber að hafa í huga að leggja má mat á mannasetningar, þær era siðtengdar. Við get- um talið það hafa verið rétt eða rangt af ís- lenskum yfirvöldum að útrýma flámælinu en við getum ekki tekið siðferðilega afstöðu til þyngdaraflsins. Gagnrýnendur gætu sagt út- rýmingarherferðina óþolandi afskipti af einkahögum manna, verjendur geta kallað hana „þjóðþrifaverk“. í raun réttri fer fram siðferðileg umræða um málfræði. Á árunum upp úr 1968 var al- gengt að telja hugmyndir um rétt mál tilraun- ir yfirstétta til að gera sitt mál að hinu eina sanna máli. Þannig tók sextíuáttakynslóðin siðferðilega afstöðu til tungumálsins, enda sé það i lagi. Staðreyndin er sú að mýtumenn em ákaflega móralskir hvað málið varðar, tal þeirra um „eðlilega þróun“ er varla annað en réttlæting á róttækum breytingum íslensk- unnar. Deilan um málvemdina er því siðferði- leg þegar öllu er á botninn hvolft. Tjáning og tækl Mýtumenn segja hróðugir að málið sé tján- ingartæki. Svo lengi sem Islendingar geti tjáð sig hver við annan skipti litlu þótt þeir séu með þágufallssýki. En einfóldun málfræðinn- ar hjá nokkrum hluta þjóðarinnar helst í hendur við minnkandi orðaforða og þar af leiðandi minni hæfni til tjáskipta. Skólastjóri úti á landi segir að margir unglingar skilji ekki bókmenntaverk, þeir hafi hreint ekki nógu mikla kunnáttu í máli til þess. Orsökin er að sjálfsögu lestrarfælni aulakynslóðarinn- ar og sú staðreynd að enska glymur í eyrum hennar sýknt og heilagt. I Noregi er talað um minnkandi málhæfni ungs fólks sem rakin er til bókarfælni. Norskur starfsbróðir minn segir að stúdentar lesi ekkert lengur og kunni því ekki móðurmál sitt. Norskur stúdent spurði mig nýlega hvað orðið „ateisti“ þýddi. Ljóst má þykja að tjáskiptahæfni hans er ekki mikil. Minnkandi tjáskiptahæfhi getur haft alvar- legar afleiðingar fyrir lýðræðið í landinu. Sá sem á erfitt með að tjá sig getur ekki gagn- rýnt valdhafa með góðu móti. Þess utan er þessi vanþróun tengd almennri forheimskun, aukinni fáfræði sjónvarpssjúklinga. Almennt er talið að lágmarksmenntun og þekking sé nauðsynleg forsenda lýðræðis. Fáfrótt fólk lætur gjaman blekkjast af lýðskmmumm sem vilja lýðræði og lýðfrelsi feig. Af ofan- sögðu má því draga þá ályktun að hver sá sem telur lýðræði og frelsi einhvers virði hlýtur að styðja málvemd. Mýtugengið talar jafiian eins og málvemd á íslandi hafi gegnt því eina hlutverki að halda tungunni hreinni og varðveita málfræðikerfið. En málrækt er líka hugrækt, tilraun til að efla rökvísi manna. Til dæmis skar Gísli Jóns- son upp herör gegn orðskrípinu „valkostur" og benti á að það væri klifun (tátólógía) því eigi maður kost á einhverju þá getur maður valið. Málvemdarsinnar hafa líka barist gegn „Bibbumálinu" sem einkennist af órökréttri beitingu líkinga og myndhverfinga (meta- fóra). Nægir að nefna herferðina gegn fáráns- líkingunni „eins og þjófur úr heiðskíru lofti“. Þannig em myndvísi og rökvísi málsins ná- tengd, fegurð þess og máttur þess til að leiða okkur á brautir sannleikans. Ég held líka að „málfræðistagl" geti verið hugrækt af betri gerðinni. Sá sem kynnir sér greinarmun framsöguháttar og viðtengingarháttar eykur skilning sinn á greinarmuni tilgátna og beinna staðhæfinga. Böm skilja ekki þennan mun enda er skilningur á þessum skilum forsenda skynsamlegrar hugsunar. Skynsamleg hugs- un er svo aftur forsenda gagnrýni og án gagn- rýni er lýðræði og frelsi hætta búin. Nýyrðasmíð getur líka verið frjálsu samfé- lagi í hag. Hafi menn á valdi sínu gegnsæ, auðskiljanleg nýyrði í stað ógegnsærra er- lendra orða má ætla að hæfni þeirra til að sjá í gegnum þokukennt tal skrifráðunga og menningarvita aukist. Og séu menn myndvís- ir, kunni að beita fijóum og sláandi myndlík- ingum, eiga þeir auðveldar með að tala vald- níðinga í kútinn. Mál og félagsleg merking Nú segir mýtugengið kannski að ekki ógni þágufallssýki lýðræðinu. Þeir gætu beðið mig um að hyggja að eftirfarandi dæmisögu. Ári málsins kemur til mín og segir: „Þú átt tvo kosti og hvorugan góðan. Annað tveggja mun íslensk málfræði einfaldast til mikilla muna en varðveita auðugan orðaforða og mikinn tjáningarmátt; ella mun málfræðin haldast en tjáningarmátturinn minnka. Hvom kostinn velurðu?“ I ljósi þess sem ég sagði í upphafi máls míns ætti ég að velja fyrri kostinn en þá er málsvörn mín til lítils því ég vildi verja málkerfið eins og það kemur fyrir af skepn- unni. Mér til happs vill svo til að íslenskt mál er annað og meira en tæki til tjáningar. Til að skilja þá staðhæfingu verðum við að leita í smiðju til Michaels Walzers sem er einn fræg- asti andskoti frjálshyggjunnar vestanhafs. Eins og fleiri hugsuðir á vomm dögum telur Walzer að málræn merking sé með nauðsyn félagsleg. Walzer bætir því við að slíkt hið sama gildi um öll fyrirbæri í mannheimum, þau hafi félagslega merkingu eða þýðingu. Fyrir Vesturlandabúa merkir „heilbrigðis- þjónusta" „þjónusta sem ber að veita sjúkum og nauðstöddum án tillits til greiðslugetu". Brauð er ekki bara eitthvað sem nærast má á, fyrir kaþólikka getur það verið blóð og líkami Krists. Brauðið er ekkert í sjálfu sér, tilveru- háttur þess er háður félagslegum merkingar- heimum. Kannski er til fólk sem telur brauðát svo syndsamlegt að það myndi heldur deyja en að éta brauð. Trúargildi brauðsins er þessu fólki mikilvægara en næringar- gildi þess, brauð hefur aðra félagslega merkingu fyrir það en okkur. Walzer segir að fyrirbæri í mannheimum séu það sem þau era í krafti sinnar félagslegu þýðingar og samfélög era aðeins til sem kerfi af fé- lagslegum merkingarheild- um. Kaþólskt samfélag er bara til í krafti þess að brauð hafi ákveðið tákn- gildi, að litið sé á páfann sem æðsta mann kirkjunn- ar o.s.frv. Ég ætla ekki að leggja dóm á boðskap Walzers sem ég hef reyndar einfald- að mjög eins og kenningar Poppers. En hafi kenning Walzers við rök að styðjast má telja að íslenskt mál- kerfi hafi sérstaka félags- lega merkingu sem sé ein af burðarstoðum íslenskrar menningar. Málið er sál okkar samfélags. Vandséð er hvemig íslensk menning geti haldið sérleik sínum ef við látum allt reka á reiðan- um hvað málkerfið varðar. Til era önnur samfélög þar sem málið hefur ekki þessa þýðingu, t.d. hið króatíska sem er bundið kaþ- ólskunni. Króatar gætu tekið að tala svahílí án þess að hætta að vera Króatar. Svo er mönnum að sjálfsögðu frjálst að gefa þjóðemi sitt upp á bátinn eins og Bjarni geimfari gerði forðum. Ennfremur er ekki hægt að banna mönnum að berjast fyrir afnámi íslensks eða króatísks þjóðemis. Áltént er mörlandi, sem telur ekkert sjálfsagðara en að gefa málrækt upp á bátinn en vill halda áfram að vera ís- lendingur, ósamkvæmur sjálfum sér. Þá vaknar spumingin hvers vegna íslendingar eigi að varðveita sérstöðu sína. Af hverju skyldum við ekki öll verða heimsborgarar og hætta að berja á hvert öðm í nafni þjóðemis? Því er til að svara að „ættbálkamennska“ virðist djúprætt í mannskepnunni og því ef til vill illskást að reyna að beina henni i geðfelld- an farveg. Auk þess hlýtur hver sá, sem ann fjölbreyttu mannlífi, að telja æskilegt að þús- und blóm blómgist, til sé fjöldi menningar- heima sem geti lært af hver öðram og lifað í sátt og samlyndi. Hverfi íslensk menning dregur úr þessari fjölbreytni. Lokaorð Af ofansögðu má sjá að deilan um málrækt- ina er siðferðileg. Ekki er hægt að neyða menn til að unna lýðræði, gagnrýnni hugsun, íslensku þjóðemi eða menningarlegri fjöl- breytni. En vilji mýtugengið ekki hafna þess- um verðmætum ber því að breyta um skoðun á málvemd kjósi það að vera samkvæmt sjálfu sér. Aukinheldur er allt tal um eðlilega þróun mála skraf við skýin. Málið hefur það sér til ágætis að vera óeðlilegt, sköpunarverk manna sem skapar þeim heima. Málið er heimur mannsins, heimili íslend- ingsins. Höfundurinn er doktor í heimspeki og kennari við háskólann í Björgvin í Noregi. Á ÁRUNUM upp úr 1968 var algengt að telja hugmyndir um rétt mál tilraunir yfirstétta til að gera sitt mál að hinu eina sanna máli. Þannig tók sextíuogáttakynslóðin siðferðilega afstöðu til tungumálsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.