Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Qupperneq 10
BYGGJA, BYGGJA
LEIKSTJORNARFERILL
EINARS PÁLSSONAR
EFTIR HÁVAR SIGURJÓNSSON
Ekki er á allra vitorði að rithöfundurinn og fræðimaður-
inn Einar Pálsson var leikari að mennt og starfaði sem
leikari og le íikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleik-
h úsinu á sjötta áratugnum. Hann varð formaður Leikfé-
lags Reyl cjavíkur þegar félagið stóð á tímamótum en
hvarf frá leiklistinni eftir hálfan annan áratug og snéri sér
að öðrum störfum og hugðarefnum.
EKKI verður um það deilt að þáttur
Einars Pálssonar í sögu Leikfélags
Revkjavíkur hafí verið áhrifaríkur.
Einar gekk í félagið á tímamótum í
sögu þess; hann var einn fjórtán
nýrra félaga sem teknir voru inn á
sögufrægum aðalfundi 28. ágúst
1950 þar sem tekist var á um tillögu
þess efnis að leggja leikfélagið niður. Astæðan
var að sjálfsögðu opnun Þjóðleikhússins í apríl
sama ár og sumum þótti sem með því væri hlut-
verki Leikfélags Reykjavíkur í raun lokið. Meiri-
hluti félagsmanna leikfélagsins var ekki á sama
máli og aðalfundurinn felldi tillöguna. Strax á
eftir voru hinii’ fjórtán nýju félagar teknir inn í
félagið.
Formaður Leikfélags Reykjavíkur
Einar Pálsson var ekki lengi óbreyttur félags-
maður því á framhaldsaðalfundi mánuði síðar
var hann kjörinn formaður Leikfélagsins. Um
ástæður þess að svo ungur maður (25 ára) var
valinn til formennsku hefur margt verið bolla-
lagt en ljóst er að það var fyrir atbeina gamal-
reyndra leikfélagsmanna, þeirra Þorsteins 0.
Stephensen, Brynjólfs Jóhannessonar og Lárus-
ar Sigurbjörnssonar, að leitað var í hóp unga
fólksins eftir formanni á þessum tímamótum.
Einar er jafnframt yngsti formaður LR frá upp-
hafi. Ekki fórst honum þó formennskan verr úr
hendi en svo, að hann var endurkjörinn í tvígang
en gaf ekki kost á sér þegar kom að formanns-
kjöri haustið 1953.
Óhætt er að segja að Einar hafi orðið formað-
ur Leikfélags Reykjavíkur á einum mesta vendi-
punkti í sögu þess og stýrði því fyrstu skrefin
inn í nýja tíma, enda urðu fyrstu árin eftir 1950
eins konar eldskírn félagsins um hvort það ætti
sér tilverurétt við hlið hins nýja Þjóðleikhúss.
I nóvember 1950 fylgdi hinn nýkjömi formað-
ur fyrstu leiksýningu leikársins úr hlaði með
þessum orðum í leikskrá. „Ástæðan fyrir því að
Leikfélag Reykjavíkur var ekki lagt niður, þeg-
ar Þjóðleikhúsið hóf sýningar, reyndist aðallega
tvíþætt. I fyrsta lagi sú, að séð varð frá upphafi,
að Þjóðleikhúsið mundi ekki geta tekið við öllum
þeim leikkröftum, sem Reykjavík kynni upp á að
bjóða á komandi árum, og svo hin, að það var álit
vitrustu manna, að verulegur þroski í leiklist á
íslandi væri undir því kominn, að fleiri leiksvið
en leiksvið Þjóðleikhússins yrðu starfrækt í
Reykjavík svo að samanburður mætti fást, og
þannig séð fyrir því að ekki yrði slegið af þeim
kröfum sem listræn túlkun útheimtir
Tvö leiksvið i Reykjavik
Þorsteinn Ö. Stephensen tók í sama streng og
nýi formaðurinn í sömu leikskrá undir fyrirsögn-
inni Nýr áfangi. „Þegar rætt var um framtíð
Leikfélagsins kom hik á suma, eftir að félagið
hafði orðið að sjá á bak svo mörgum góðum
starfskröftum. [Réðust til Þjóðleikhússins.
Innsk. HS.] Hinir voru þó fleiri, sem frá upphafi
voru þeirrar skoðunar, að félagið hefði enn hlut-
verk að vinna. Fjölgun fólks í Reykjavík og ná-
grenni hennar var orðin svo mikil að full ástæða
var til að ætla að tvö leikhús gætu starfað. Að-
sókn almennings að leikhúsi fór sívaxandi og
hlaut að aukast enn til muna við tilkomu Þjóð-
leikhússins. Lítið leikhús með öðru vali viðfangs-
efna var brýn nauðsyn við hlið hins stóra. í stétt
leikara hafði mikil fjölgun orðið á síðari árum.
Ef allir áttu að hafa hlutverk að vinna voru tvö
leiksvið óhjákvæmileg nauðsyn.“ Til fróðleiks
má geta þess að nú tæpum fimmtíu árum síðar
eru tólf atvinnuleiksvið á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu.
Asamt Einari voru kjörnir í stjórn Haukur
Óskarsson og Vilhelm Norðfjörð og nutu þeir að
sjálfsögðu dyggrar leiðsagnar þremenninganna
sem áður voru nefndir. Varaformaður var kosinn
Brynjólfur Jóhannesson og Þorsteinn Ö. Steph-
ensen og Lárus Sigurbjömsson í leikritavals-
nefnd. I ævisögu sinni Karlar eins og ég segir
Brynjólfur svo frá: „Svo stóð á að enginn okkar
eldri mannanna treystist til að taka við for-
mennsku í félaginu; við Þorsteinn Ö. Stephensen
vorum viðbundnir önnur störf okkar, en Lárus
Sigurbjörnsson var nú starfsmaður Þjóðleik-
hússins um sinn. A aðálfundinum vorum við þrír
nefndir til þess að gera tillögu um stjórnarkjör
og bar okkur saman um að maklegt væri að fá
ungt fólk til að taka við forustu í félaginu. Varð
það úr að Einar Pálsson var kosinn formaður á
framhaklsaðalfundi félagsins um haustið, hinn
efnilegasti leikari, nýkominn heim frá námi í
Bretlandi en stjómarmenn með honum voru
þeir Haukur Óskarsson og Vilhelm Norðfjörð.
Við hinir eldri vorum þó jafnan í ráðum með
stjórnarmönnum, og sátum við Þorsteinn Steph-
ensen í leikritavalsnefnd með nýju stjórninni."
Nútimaópera ó íslensku
Einar Pálsson var fæddur 10. nóvember 1925,
sonur hjónanna Páls Isólfssonar tónskálds og
Kristínar Norðmann. Einar lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945, prófi í
forspjallsvísindum frá Háskóla íslands 1946 en
hélt að því búnu til Lundúna og stundaði leiklist-
amám við hinn virta skóla RADA, Royal
Academy of Dramatic Art, og útskrifaðist þaðan
með góðum vitnisburði vorið 1948. Síðar lauk
Einar BA-prófum í ensku og dönsku frá HI
(1957). Þegar heim kom hóf Einar strax störf að
leiklist og vakti fljótt athygli sem leikari en
greinilegt er að áhugi hans hefur fremur beinst
að leikstjóm þegar frá leið.
Einar hóf fljótt að leika með Leikfélagi
Reykjavíkur að námi loknu en feril sinn sem
leikstjóri hóf hann ekki fyrir alvöru fyrr en
haustið 1952. Einar leikstýrði 7 leiksýningum
hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá haustinu 1952 til
vors 1955, aðallega gamanleikjum en frumraun
hans hjá LR sem leikstjóra var uppsetning á óp-
erunni Miðlinum eftir Gian-Carlo Menotti. Ein-
ar hafði þá þegar vakið athygli fyrir leikstjóm
sýninga á eigin vegum, m.a. Spanskfluguna, sem
sýnd var í Gúttó. Auk þeirra sýninga sem hér
verður getið mun Einar hafa stýrt nokkrum
fjölda leiksýninga með leikfélögum á lands-
byggðinni á þessu tímabili, m.a. Leikfélagi
Hveragerðis og Leikfélagi Akureyrar.
Sýningin á Miðlinum var greinilegt merki um
listræna dirfsku Einars en Miðillinn var glænýtt
verk, nútímaópera eftir höfund sem lítt var
þekktur hérlendis, enda varð aðsókn dræm þó
sýningin vekti engu að síður mikið umtal og at-
hygli. Einari þótti og hafa tekist vel við sviðsetn-
inguna. lrAð auki var hún fyrsta óperan sem flutt
var á íslensku og án aðstoðar leikstjóra og
söngvara frá útlöndum." (LR-Aldarsaga 235)
Samhliða sýningunni á Miðlinum var fmmsýnd-
ur nýr íslenskur ballett, Ólafur Liljurós, eftir
Sigríði Armann við tónlist eftir Jómnni Viðar.
Verður . þessi sýning á Miðlinum og Ólafi
Liljurós að teljast einn framsæknasti menning-
EINAR ásamt Ingu Þórðardóttur í Einkalífi eftir Noel Coward í Þjóðleikhúsinu 1953.
arviðburðurinn í Reykjavík á þessum tíma, þar
sem ekki höfðu áður sést á íslensku leiksviði nú-
tímaópera sungin á íslensku eða frumsaminn ís-
lenskur ballett.
Tvö lcassastykki
Næst á eftir Miðlinum setti Einar á svið tvo
gamanleiki sem fleyttu Leikfélaginu fjárhags-
lega fram hjá stærstu skerjunum á fyrstu árum
þess í samkeppninni við Þjóðleikhúsið. Fyrri
gamanleikurinn var Góðir eiginmenn sofa heima
eftir Walter Ellis sem frumsýndur var snemma
árs 1953 með Alfreð Andrésson í aðalhlutverki.
Sýningin sló sölumet og gekk fyrir fullu húsi til
vors. Ari síðar sviðsetti Einar Frænku Charleys
og hefur uppfærslan fengið á sig blæ goðsögunn-
ar í tímans rás; aðalleikarinn Arni Tryggvason
varð landsfrægur fyrir hlutverk sitt og „Frænk-
an“, þetta elsta kassastykki Leikfélagsins, fór
framúr sjálfri sér og var leikin 85 sinnum, sem
var sýningarmet hjá Leikfélaginu.
„Einar var mjög sjarmerandi og honum fylgdi
mikill kraftur,“ segir Steindór Hjörleifsson sem
var samferða Einari inn í Leikfélagið á hinum
sögufræga aðalfundi haustið 1950 og þeir voru
samstarfsmenn næstu árin. Ásamt Einari var
Gunnar R. Hansen aðalleikstjóri félagsins á
sjötta áratugnum og sviðsetti hann flestar sýn-
ingar á vegum þess. Þuríður Pálsdóttir söng-
kona, systir Einars, segir að þeir hafi verið mikl-
ir vinir Þorsteinn Ö. Stephensen, Gunnar R.
Hansen og Einar. „Til marks um það er sú stað-
reynd að Einar skýrði son sinn Þorstein Gunnar
í höfuðið á þessum tveimur vinum sínum,“ segir
Þuríður. Samstarf þeirra Einars og Gunnars að
málefnum Leikfélagsins var mjög náið og gott. í
formannstíð Einars var starfræktur leiklistar-
skóli á vegum Leikfélagsins og voru þeir aðal-
kennarar Einar og Gunnar R. Hansen. Þarna
stunduðu nám ýmsir sem áttu síðar eftir að láta
að sér kveða á sviði leiklistar og annarra list-
greina. Þessi skóli varð undanfari og að nokkru
fyrirmynd að Leiklistarskóla Leikfélags Reykja-
víkur sem tók til starfa 1959 og starfaði til vors
1969.
„Þeir voru mjög ólíkir leikstjórar Einar Páls-
son og Gunnar Hansen,“ segir Steindór Hjör-
leifsson. „Einar var snöggur upp á lagið, með til-
svör á reiðum höndum en Gunnar var rólegheit-
in uppmáluð á hverju sem gekk. Það var gaman
að vinna með Einari, bæði sem leikara og leik-
stjóra. Einu sinni vorum við á leikferð á Akur-
eyri með Volpone (1949) og Einar var að lesa
umsögn í blaði um sýninguna. Þar komst gagn-
rýnandinn svo að orði að Einar væri efnilegur
leikari. „Hversu lengi á maður eiginlega að vera
efnilegur," hrópaði Einar en Volpone var fyrsta
sýningin sem hann tók þátt í með Leikfélaginu."
Snjall leikstjóri
„Einar var einn allra besti leikstjóri sem ég
hef unnið með við óperuuppfærslu,“ segir Þuríð-
ur Pálsdóttir en hún söng annað hlutverkið af
tveimur í Miðlinum. „Hann var mjög næmur og
flinkur og afskaplega vel skipulagður í öllum
vinnubrögðum." Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, sem lék á sjötta áratugnum
bæði í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélaginu var í
hópi leikenda í Tehúsi ágústmánans sem Einar
leikstýrði í Þjóðleikhúsinu. Hann minnist æfing-
anna með hlýjum hug. „Einar skapaði alltaf
mjög afslappað og þægilegt andrúmsloft á æf-
ingum og kringum sýningar sínar. Ég lék í
tveimur sýningum sem hann leikstýrði hjá Leik-
félaginu, Góðir eiginmenn sofa heima og
Kvennamál kölska. Hann var mjög skemmtileg-
ur og hugmyndaríkur leikstjóri og var sérstak-
lega tillitssamur við okkur sem vorum að byrja
og höfðum litla reynslu."
Byggio# byggja, bang!
„Ég kunni afskaplega vel við Einar og hefði
gjarnan viljað hafa hann lengur í leikhúsinu,“
segir Róbert Arnfinnsson sem starfaði með
Einari í Þjóðleikhúsinu. Róbert lék á móti hon-
um í Einkalífi og Konu ofaukið og lék í sýning-
unum Haust og Húmar hægt að kveldi sem
Einar leikstýrði. „Ég held að Einar hefði getað
lagt miklu meira til málanna í leikhúsinu ef
hann hefði ekki snúið sér að öðru, sérstaklega
var eftirsjá að honum sem leikstjóra, en honum
virtist falla leikstjórnin betur en að leika. Einar
var svolítið líkur pabba sínum að því leyti að
það fór aldrei á milli mála hver hann var en
þetta var honum fullkomlega eðlilegt og alveg
laust við dramb. Hann gat verið svolítið ör
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998