Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 12
HVERSVEGNA VARÐ HEIÐABYGGÐIN TIL? - 3. HLUTI BYGGÐIN ÓHUGSANDI ÁN HREINDÝRANNA EFTIR BRAGA MELAX Samkvæmt öllum lögmálum um mannlegt eðli, hlýtur Dað að hafa tekið samfélög Dessa landshluta all- no ckurn tíma að leyfa byggð á heiðum uppi. Það var nýlunda. Menn þekktu sveitaþyngsli og sauðaþjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Ljósmyndin Bragi Melax TÓFTIR Heiðarsels. Vatnið heitir Pollur, smé haft skilur það frá Ánavatni. Brekkan niður að vatninu er grösug og eftir manninum að dæma sem þarna er með veiðistöng, er líklega veiðivon í vatninu. ÚTSÝNI frá Hneflaseli. Það er með ólíkindum að hægt skyldi vera að afla heyja þarna, en Hneflasel er í 610 m hæð yfir sjó. SAGNFRÆÐINGARNIR Aðalgeir Krist- jánsson og Gísli Ág. Gunnlaugsson eiga langa ritgerð í Sögu 1990, Félags- og hagþróun á Is- landi á fyrri hluta 19. aldar. Niðurstöður þeirra rúmast að sjálfsögðu ekki í nokkrum línum, en heimildimar sem þeir taka úr sókn- arlýsingunum frá um 1840, hljóta að vekja spumingar hjá mörgum. „Þegar haldið er vestur um land rangsælis úr Þingeyjarsýslu kemur í ljós að nýbýla- myndun var hverfandi í vesturhluta Norður- amtsins. — Þegar til Vestfjarða kemur verða nýbýlin talin á fíngrum annarrar handar. Svipað verður uppi á teningnum í Snæfells- nessýslu. — I Gullbringusýslu er líkt ástand og á Snæfellsnesi. Þegar til Ámessýslu kem- ur fer nýbýlastofnunar að gæta meira. í Krísuvíkur- og Selvogssóknum voru stofnuð fímm nýbýli á árunum 1825-30. I nokkrum öðrum sóknum urðu þau eitt til tvö og flest stofnsett um sama leyti. “ (Saga 1990, bls. 19- 20). Þegar sóknarlýsingamar úr Ámessýslu eru skoðaðar nánar kemur nokkuð sérstök mynd fram. Nýbýlin í „öðrum sóknurn" voru í sókn- um næst Reykjanesskaganum. Hvers vegna upp af Krísuvík, Selvogi og næst hálendinu að austan? Er það möguleiki að það fátæka fólk sem nýbýlin sat hafi náð endum saman með því að ná sér í hreindýr stöku sinnum? I lýs- ingu Amarbælis-, Hjalla- og Reykjasókna frá árinu 1840 segir: „Hreindýraveiðar eru lítið ræktar." Mitt álit hefur frekar verið það, að telja stofninn á þessu miður frjósama innikró- aða svæði oftalinn í bókum, hann hafi aldrei náð að vaxa að marki, ca. 2-300 dýr þegar best lét. Eyðibýli Þetta hugtak í heimildum fyrri alda er ekki allt sem sýnist, virðist mér. Orðið segir að þama hafi búið fólk, en sjaldnast hvenær og hvað lengi. Svona saga geymdist vel, eitthvað ljúft við hana, líkt og að finna beinahrúgu í uppblásnu moldarbarði, þótt fyrrverandi eig- andi sé alls óþekktur. Með öðmm orðum, stundum gömul skýring, sem ekki hafði við neitt að styðjast nema ógreinilegar rústir, sem upphaflega vora eins líklega til annars en heilsárs búsetu. Eins til tveggja ára tilraun til búsetu við vonlausar aðstæður, varð með tím- anum að 500 ára gamalli sögu. Þegar hin mikla fólksfjölgun og nýbýla- myndun á norð-austur homi landsins er skoð- uð, þarf að bera hana saman við eitthvað ann- að. Það var gert hér ofar með tilvitnunum úr ritgerð A.K. og GÁG. Hér er ein þessara sýslna skoðuð nánar. Húnavatnssýsla, ein ef ekki gagnauðugasta sýsla landsins á tímum sjálfsþurftarbúskap- ar. I þessari víðlendu sýslu era talin 6 nýbýli. Við nánari skoðun varla nema 4, í hæsta lagi 5, oftalin á bls. 61. Annað „nýbýlið" tilheyrði „Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna" fyrr á öldum og jafnan byggt. (Varaskjól fyrir ekkju eða embættismann, ef betri kostur var ekki fyrir hendi. Þetta er að vísu eftir munn- legri geymd, en líklegt vegna margra ör- uggra dæma um svipaða umhyggju.) Eyði- býli era um allt héraðið, skilningur prest- anna misjafn á hugtakinu. Sumir fylgja munnmælunum eins og gert er gjaman í Jarðabók Á.M. og P.V. frá 1705, þegar aðrir era nokkuð rökréttir og hugsa líkt og sá sem ég tel hafa oftalið nýbýlin, en þannig er hans svar: „Eyðijarðir eru ekki teljandi utan máske hjáleigukot, sem ekki hafa byggð ver- ið ímanna minni." Þegar þessi smábúskapur er skoðaður á þessum slóðum, og eldri heimildir notaðar um staðsetninu býla, þá blasir aðeins eitt við. Hann var í flestöllum tilfellum vonlaus, þótt um grasgefnar, snjóléttar lágsveitir væri að ræða, en ekki heiðalönd í nokkur hundrað metra hæð. Þetta kom ekki til vegna landsins eða veðurfars, heldur eignaréttar og hefða til lands og ýmiss konar hlunninda. Heiðamar byggðust vegna þess, að hlekkur í menning- unni brast. Það var ekki lengur sjálfgefið að silungur skyldi sjálfdauður í stöðuvatni ef „eigandi" vatnsins þurfti sjálfur ekki á honum að halda. Húnvetningar sluppu við menning- arbyltinguna, en Austanmenn náðu aldrei að þróa hana sér til fullra hagsbóta. Heiðabýlin Ný vandamál og viðhorf urðu til með fjölg- un hreindýranna. Ibúamir nýttu fjallagrösin, hreindýrin líka. Kvartanir mjög áberandi m.a. í Jarðatali J. Johnsen frá 1847, era þó ljk inn- skot fátíð þar (bókin fjallar um annað). Á dög- um mikillar útbeitar hafa hreindýrin í harð- indum þótt þrengja að sumum. Væntanlega hefur ekki verið gert minna úr þessu en efni stóðu til. Ástæðan hefur líka verið önnur. Yfirvöld sýndu hyggindi í reglum þeim sem settar vora til vemdar þessum nýbúum. Eðli- lega fór sú freisting með tímanum vaxandi, að hafa af þeim einhver not. Bágindi vora ótrúlega mikil sums staðar í Þingeyjarsýslu í byrjun aldarinnar. Amtmað- ur hafði af þeim talsverð afskipti. Hvað hann hefur hugsað má að nokkra ráða af skrifum hans, en annað var óskráð. Á Húsavík var Norðmaður af dönskum, þýskum og norskum ættum, Nikulás Buch, hann var m.a. yfirmaður brennisteinsverksins 1783-91, umsjón með því hafði Stefán Þórar- insson amtmaður í áratugi. (Saga Húsavíkur oil. heimildir) Þetta er nefnt hér vegna þess að kunningsskapur þessara tveggja manna hefur án vafa haft einhver áhrif á hreindýra- málin. Þingeyingar „gleymdu" fljótlega uppruna Nikulásar Buch, skíðakennsla hans gleymdist þó ekki, svo og minning um hraustmenni mik- ið, sem barði Dani til óbóta og skaut draug. Norðmenn og fleiri þjóðir hafa frætt ættfræð- ingana í vestri um uppruna mannsins. Líklegast er að Nikulás hafi komið með hreindýrin sem flutt vora til Hafnarfjarðar, allavegana gaf faðir hans, danskur stjómarer- indreki með meira, þessi dýr. Hvað sem því öllu líður, þá hefur maðurinn verið vel kunn- ugur hreindýram, og eftir öðra í fari hans, sennilega veiðimaður mikill. Nikulás varð ekki gamall, þó vora liðin 15 ár frá fyrstu veiðileyfum þegar hann lést. Þá væntanlega búinn að fræða nágranna og fleiri um reynslu sína frá gamla landinu. Samkvæmt öllum lögmálum um mannlegt eðli, hlýtur það að hafa tekið samfélög þessa landshluta allnokkum tíma að leyfa byggð á heiðum uppi. Það var nýlunda. Menn þekktu sveitaþyngsli og sauðaþjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Lög um landnám, nær hálfrar aldar gömul, höfðu til þessa við fáum eða engum hreyft. Þegar hreindýrahjarðir fóra að reika um heiðamar, keppa við manninn um nytjar þar, hefur orðið til ný hugmynd. Búandinn í heiðinni gérði jafnvel öðram gagn með því að bægja þessum vágesti frá, því ekki að lofa honum að veiða líka, jafiivel hjálpa íbúum niðri í sveitinni við þá iðju. Víðast þar sem heiðabyggð varð nokkuð langlíf, var önnur auðlegð skammt undan, fisldsæl veiðivötn, einnig mikið fuglalíf, sem drjúga björg gat gefið í búið. Hefð er alltaf lífseig, menning án sterkrar hefðar er jafnvel eins og stjómlaus bátur í rúmsjó. Hefðin er líka mesti vandræðageml- ingur, og banamein fleiri en ætla mætti. Hvar er meðalvegurinn? Þessar liðnu kynslóðir bratu hefðir, ekki aðeins þeir sem fluttu fram á heiðar, heldur sveitasamfélögin, með samþykki eða þögn. „Bjartur í Sumarhúsum" vék frá um stund. Það sem átt er við, fólk fann afkomumögu- leika með annarri samsetningu en þeirri sem frumbýlingar vora vanir að ganga út frá. Á flestum heiðabýlunum var bústofn minni en hugsanlegt var að lifa á niðri í lágsveitum. Þetta kann að líta heldur undarlega út, en er það ekki, þegar þau svæði á heiðunum sem menn kusu helst era skoðuð, þau era ekki val- inn vegna meiri bústærðar. Munurinn fólgst í eftirfarandi: I lágsveitum var varla um hlunn- indi að ræða, þau' tilheyrðu öðram. Það var ef til vill hægt að fá land, sem gaf ámóta heyfeng og þann sem meðal-heiðabóndinn lét sér nægja, og bithaga. Reynsla úr öllum sýslum landsins sýndi að þetta dæmi gekk yfirleitt ekki upp. Heiðamar buðu upp á annað, með dugnaði og útsjónarsemi var hægt að ná endum sam- an. Með því að stunda annars konar búskap. Kvikfjárræktin var undirstaðan, en langt frá því að nægja víðast hvar. Með veiðum náðust endai- saman. Fyrst og fremst var það sil- ungsveiðin, þar sem búskapur hélst sam- felldastur í mörg ár, fuglaveiðar vora víðast allmikið stundaðar, margar öraggar heimildir um það. Þá var það hreindýraveiðin, vafalítið nokkuð misjafnlega mikil, eftir staðsetningu býla og einstaklingum. Eftir að hreindýrun- um fór að fækka veralega hefur ekki verið hyggilegt að halda mjög á lofti tölu veiddra dýra. Úr heimildum: Halldór Stefánsson: Jök- uldalsheiðin og byggðin þar. Bls. 176-7. Ýms- ar búnytjar voru í Heiðinni ríkulegri en í lágsveitum víðast, svo sem silungsveiði nóg og oft uppgiip. ... Rjúpnaveiði var mikil og nær- tæk á haustum og nokkrar fuglanytjar aðrar á sumrum, er sundfuglaskari (álftir, endur gæsir) mikill hafði bækistöðvar sínar á heiða- vötnunum og við þau, m.a. mátti fá allmikinn og gómtaman búfeng, er álftir og gæsir voru í sárum. ... Fyrir kom og það, að Heiðarbúar áttu kost villibráðar þar sem voru hreindýr.... 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.