Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Blaðsíða 13
FRA FEÐRAVELDI TIL JAFNINGJARETTAR II FJÖLSKYLDAN EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Engin ástæða er til að lasta það þótt konur finni sér leið frá fjötrum kynlífsins sem bundið hefur Dær alla tíð. En hitt er verra að einföldun fjölskyldumync arinnar hef- ur firrt börn náttúrlegum þroskaskilyrðum. Fyrir kom þá líka það, að Heiðarbúar urðu uppvísir að djarfsækni við hreindýralögin. Voru þeir þó manna bezt settir til að geta „blótað á laun“ við lögin, án þess að uppvíst yrði. Gísli Jónsson Winnipeg: Haugaeldar. ... Faðir okkar átti haglabyssu, framhlaðna, sem hann fékk að erfðum frá föður sírium. Með henni aflaði hann oft matar í búið. \.. Hann skaut rjúpur á vetrum og endur og aðra vatnafugla síðsumars. ... Hann hafði byssuna með sér vestur og skaut akurhænur og héra úti í byggð eftir áttræðisaldur. Bls. 304 (um nágranna). Hann var líka fyr- irtaks tófu- og hreindýraskytta. Fóru þeir, faðir minn og hann á hreindýraveiðar inn á öræfi oftar en einu sinni. Björn Jóhannesson: Frá Valdastöðum til Veturhúsa. Björn býr ungur maður með fjölskyldu í Veturhúsum 1917-21. Minningar hans eiga ekki við það tímabil sem um er fjallað. Hóg- værð höfundar og glöggt auga gefa ýmsar vís- bendingar þegar að er gáð. Dæmi um góða veiði. Heldur var útgerðin léleg, aðeins netræfill og hrífusköft. Lögðum við netið yfir ána, þar sem við sáum silungana, og rákum þá svo í með sköftunum. Þegar við hættum, höfð- um við fengið 40 silunga. Hefi ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð svo marga stóra sil- unga í einni hrúgu. Við vigtuðum pokana, er heim kom, og reyndust þeir vera hestburður, eða 200 pund. Marína Sigurgeirsdóttir. Byggðin á Fljóts- heiði. Árbók Þing. 1986. Á þeim bæjum þar sem stutt var að fara á ísilögð heiðavötnin voru dorgferðirnar eitt af daglegum störfum á heimilinu. Að lokum þetta sem er annarrar gerðar en vert til umhugsunar. H.V. Bls. 200. Einn vet- ur skaut ég 6 dýr, og var það mesta veiði mín á einu ári. Fór ég aldrei í launkofa með það þótt ég næði dýri, og var ég því öfundaður, bæði af þeim, sem sjálfir reyndu við dýrin, en náðu engu, og eins af þeim sem ekki reyndu. Læt þessar tilvitnanir nægja, þær benda sýnist mér á eitt! Það varð til á þessu tímabil örlítið breytt gildismat. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekk- urinn. Það er hægt að hugsa sér lífsviðurvær- ið keðju, það er að vísu meir en matur. Miðað við hefðbundna búskaparhætti vantaði nokk- uð upp á traustleika keðjunnar, ef menn vildu ljúka þessum 365 dögum í árinu. Þetta gátu margir, með nýjum vinnubrögðum. Hversu stóran þátt hreindýrin áttu í þessu veit ég ekki, lítið hugsað um það. Það blasir við, að veiðar á þeim hafa oft bjargað, á stöku stað mjög miklu. Aðalatriðið er: ef hreindýr hefðu aldrei komið til landsins hefðu þessar heiða- byggðir ekki orðið tH. Lokaorð í þessa kannski nokkuð tilviljunarkenndu samantekt vantar einn þátt sem vera átti með. Það er hvenær einstök býli byggðust, og fóru síðan í eyði. Ég fæ ekki betur séð en afar sérkennileg mynd komi þá fram. Þetta er lengra mál en svo, að hér geti verið með. Les- endur yrðu varla margir. A meistaraprófsrit tveggja sagnfræðinga skal bent. í línuritum, kortum og máli er þar hægt að flakka um Þingeyjarsýslu í efni sem þetta varðar. Björn Teitsson. Eignarhald og ábúð á jörð- um í Suður-Þingeyjarsýslu 1703-1930. Eiríkur Þormóðsson. Byggð í Þistilfirði. Saga X 1972. Mínar hugleiðingar standa utan við það sem þessir sagnfræðingar fást þarna við. I þeim er hins vegar gi'unnvinna, sem áhuga- maðurinn getur notað á ýmsa vegu. Það er vart kurteisi að vitna í rit, þar sem höfundar eru með aðrar smíðar, maður veit ekki hvað hefði komið á eftir ef þeir hefðu haldið áfram. í mínu tilfelli er þetta þó freistandi. B.T. Finnst athyglisvert, að býlin voru undir lokin flest reist austast, en í upphafi vestast. E.Þ. Hjá honum vekur það athygli hve byggðin dregst ört saman. Sannarlega mei'kilegt hvort tveggja. Að mínu áliti er byggðaþróunin í Vopnafirði og nágrenni enn eftirtektarverðari. Heimildir margar en oft ekki samhljóða. Þegar harðnaði á dalnum, var flutt neðar, að mig minnir. Þeir höfðu annan hátt á fyrir austan, þeir fluttu hæn-a til fjalla. Heimildir m.a. H.S. bls. 227 og víðar (annað orðalag þó). Heimilda um heiðabyggðina leitaði ég með hléum fyrir mörgum árum. Þetta fór síðan að týna tölunni aftur, bæði í minni og pappírum. Það voru tveir kostir, henda öllu, eða skýra frá hugmyndunum á einhvern hátt. Þær voru settar saman í mars 1996. Sumum mun finn- ast, að nokkuð sé farið „út og suður“. Það er líka rétt, en vegna þess að ég fæ ekki séð, að mikið sé um aigjörlega afmörkuð fyrirbrigði í tilverunni, ekkert vex upp af engu. Höfundur er á eftirlaunum og býr í Kópavogi. KONUR hafa hafnað hefðbundnu hlutverki sínu. Þær giftu á nú- tímavísu hafa af þeirri ástæðu takmai-kað samband sitt við mann sinn við 1) fyrirvinnuhlut- verk hans og 2) við hann sem tæki til líkamlegrar fullnægju. Uppeldis- og leiðsagnargildi heimilisföður frá fyrri tíð verður frá sjónar- miði nútímakonu að verkefni þjóðfélagsins. Engin ástæða er til að lasta það þótt konur finni sér leið frá fjötrum kynlífsins sem bund- ið hefur þær alla tíð. En hitt er verra að ein- földun fjölskyldumyndarinnar hefur firrt börn náttúrlegum þroskaskilyrðum. Þau upp- eldisskilyrði sem þjóðfélagið leggur þeim til í staðinn gera þau vissulega hæf til að þjóna þessu sama þjóðfélagi en ekki til að rækta það mannlega upplag, sem fjölskyldan að hefð- bundnum skilningi lagði áherslu á. Og er þá átt við margræði tilfinninga og hjartans mála fremur en fræðilega skynsemi á þjóðfélags- vísu, reglur og kei-fi. Nútímaþjóðfélag er þjónustulipurt við fólk sem hefur fyi'h'sjáan- legar þarfir en aldrei öðru vísi en á stofnana- bundinn hátt. Að finna til sín Sú vernd sem hefðbundin fjölskylda veitir er ekki bara efnahagsleg heldur þar umfram menningarleg. í stað þeiri-a menningar- tengsla eru komið rökbundin þjóðfélagstengsl sem stuðla eiga að þrifnaði einstaklingsins. Samstaða móður- og föðurforeldra um stuðn- ing við fjölskyldur afkvæma sinna, hefur einnig rofnað. Því næst var sambandi föður og afkvæmis spillt. Mestrar virðingar frá þjóðfé- lagslegu sjónarmiði nýtur nú fjölskyldusniðið einstæð móðir með eitt eða fleiri afkvæmi á framfæri sínu. Kona sem firrt hefur barnsföð- ur sinn annarri merkingu en þeirri sem teng- ist meðlagsgreiðslum. En komið sér upp sér- þjálfuðum fóstrum í hans stað af hvoru kyn- inu sem er. Það er upplag karlsins að beina börnum sínum fram á veg og ryðja þá burt fyrirstöð- um á þeirri leið, marka fyrir hugarsjónum barna sinna hvað er veruleiki og hvað ekki. En konunnar aftur á móti að reyna að halda í horfi og gildir um framkomu hennar við börn sín sem annað. Hvort tveggja er náttúraþörf og því hætt við að hún bælist og afmyndist ef hún ekki fær notið sín. Margir karlar sem misst hafa forræði yfir börnum sínum, hafa af þessu tilefni misst áhuga á börnunum; þeim einfaldlega hverfur öll tilfinning til þeirra og verða sumir skelkað- ir vegna þess, taka upp allskonar afkáraskap til að fela ónáttúruna, sem þeir trúa að sé, fyr- ir sjálfum sér og öðrum. Fyrst þeir geta ekki haft áhrif á framtíð barnanna og samskiptin teljast bara leikur án stefnumiðs sem lifi dag- inn, getur sá harðgerði a.m.k. orðið gagnvart barni sínu eins og maður sem misst hefur kynlöngun til konu sinnar. Hið síðara finna konur fljótlega á sér og skilja með sínum hætti. En getuleysi feðra til að sýna börnum sínum ástúð skilja þær ekki heldur ætla þörf karla fyrir samskipti við börn sín samskonar og þörf þeirra sjálfra fyrir börn; þ.e.a.s. leik undir opinberri stjórn (núorðið sér skólinn um uppeldið og ríldð um meðlagið). Og þykir sem faðirinn sé kaldlynt ómenni fyrst hann ekki getur valdalaus umgengist böm sín svo mynd sé á. Hvað sem haft er á orði verður sú einstæða barni sínu eða börnum fyrirmynd um slíkan skilning á föðurnum og jafnvel karl- kyninu því barn lærir af verkum foreldris síns fremur en orðum. Að öllu saman teknu leiðir af einstæðinu vaxandi skilningsleysi á upplagi karlmanna sem ekki sist kemur niður á piltum. Á fullorð- insárum verður nú æ algengara að karlmenn skilji sjálfa sig eins og konur skilja þá, en bæti engu við frá sjálfum sér. Karlmannsímynd þeirra er frá konum fengin. Þeir verða getu- lausir til umgengni við aðra karlmenn en á vinnustað samkvæmt kröfum starfs og að- stæðna, afmarkað og ópersónulega, en þess utan við leik og ærsl að hætti stráka. Karlmennskuímyndin eins og hún er nú skilin er tilhald fyrir kvenfólki eins og mamma vildi. Hún er ekki byggð á skilningi kai'lmanns á sjálfum sér eins og hann er í raun og sannleika. Hún er ekkert annað en fjötrun manns við rekkjuna þótt hann haldi annað. Sú einstæða Það er jafnóæskilegt að fjölskyldumynstrið einstæð móðir verði að helsta markmiði í lífi fjölskyldu eins og hið hefðbundnara kjarna- fjölskyldunnar. I bakgi-unni verður í báðum tilvikum að vera menning sem ekki er orðin að einum hillumetra af Laxness eða svo. Ein- hver skilyrði verða að vera fyrir ástríki milli allra sem að barni standa,. Margþætt menn- ing getur ein haldið slíkum skilyrðum við þótt komi til skilnaðar. En ást sem stendur undir nafni er nægjusöm, friðsamleg og södd og því ekki söluhvetjandi á markaði. Henni er því vikið til hliðar. Undir þessu nafni, ást, ganga ástríður einar í markaðsþjóðfélagi og stund- um þó tilfinningar, einkum ef þær eru ekki líklegar til að verða langlífar. Varanlegri sam- bönd njóta sín ekki og eru beinlínis rofin fyrir siðvenjur sem tekið hafa sér sæti í þeirra stað. íslenska mæðraveldið var allt annarskonar en kvennaráð nú; því fylgdi kvöð um viðhald siðvenja sem töldust í hættu íyrir náttúrlegri ófriðsemd karlkynsins. Núorðið trúir enginn á slíkt lengur, hvorki ófriðamáttúru karla né á það hlutverk kvenna sérstaklega að viðhalda hefðum. Sjálf samfélagsgerðin er orðin nógu máttug, að flestra áliti, til að halda aftur af körlum, og stofnanir teljast hæfar til að halda siðvenjum að mönnum hvort sem þeir tileinka sér þær í einkalífinu eða ekki. Ómennska En fjölskylda er ekki tilgangurinn í lífinu. Það að gera fjölskyldu að aðalmarkmiði lífs síns er amerískur siður manns sem ekki vill fullorðnast og ekki sinna öðrum verðmætum en efnahagslegum. Hvað skipti meira máli fyrr á tíð fyrir ís- lenskan föður en afkvæmi hans og kona? Hvaða gildi í lífi hans voru ekki bundin því markmiðýað gera veg fjölskyldu sinnar sem mestan? Ýmis, s.s. heiður ættar hans sjálfs. Land. Þjóð. Það þykir sjálfsagt að kveðja karlmenn að heiman frá konu og börnum í stríð enda fjölskyldan háð þjóðerninu en ekki það henni. Fjölskyldan fær ekki staðist nema sem hluti þjóðernis, þjóðfélags, menningar. Gildi hennar eru undirsett ýmis önnur og hefðbundið hlutverk karlmanns að verja þau gildi jafnvel þótt sé á kostnað fjölskyldu sinn- ar. Áður var markmið konu að gera börn að mönnum. Halda við griðareit menningar á hverju sem valt. Sjálfselskan skiptir nútíma- konur mestu máli en hvorki maki né börn hvað þá önnur gildi. Svipað um karlmenn. Ég efa að íslenskir karlmenn hafi fyrr en þeir núlifandi virt sjálfa sig fyrir það eitt að aðrir virtu þá, - og koma oftast að tómum kofanum hjá kvenfólkinu af nefndri ástæðu. í einhvers- konar fálmkenndu úiTæðaleysi sem ekki nær lengra en til GSM-símans leggja kynbræður mínir núorðið flestir metnað sinn allan í að byggja hús utan um dót úr verslunum borgar- innar í von um viðurkenningu samborgaranna fyrir lífsstílinn, - og uppskera kalt bros kon- unnar. Fjárins er aflað með einleik á glans- mynd næsta manns! Réttlætingin á þessu mannlífi er hagvísind- anna einna, og hagfræðin er ómennskt, alls- endis óviðunandi úrræði við úreltri þjóðmenn- ingu. Höiundurinn er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. OKTÓBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.