Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Page 9
FRÁ FEDRAVELPI TH JAFNINGJARÉTTAR IV
STEINALDARMENNSKA
Mynd: Andrés
Matthías Jochumsson skáld og prestur tal við
séra Ama Helgason og spurði hann áhts um
þetta deiluefni. „Veiðist grásleppan hjá ykkur
yfir á Nesinu núna“, svaraði séra Ami. Kekkj-
óttur bræðingur
Nítjánda öldin var mikill „byltinga- og
breytingatími", að mati Þorvalds Thoroddsens,
„ljómandi og glæsileg hið ytra“, en líkt og segir
í vísunni: og gleði öll hefir oftast göll / og eitur í
sínum hala , skuggahliðamar voru „gífurlega
svartar“. Þorvaldur skilgreinir þessar skugga-
hliðar af mikilli andagift í Eimreiðinni 1910 þar
sem meðal annars er ráðist gegn vélhyggju í
vísindum, natúrah'skum skáldskap og niður-
gangsritum Brandesarsinna. Skáldskapurinn
átti að rökræða „vafaspursmál mannlífsins",
ritaði Þorvaldur, en „ allir, sem eitthvað þekkja
til slíkra hluta, vita að skáldin mjög sjaldan em
til þess fær, vantar vanalega bæði þekkingu,
staðfestu og stillingu til þess“. Enda fór sem
búast mátti við, að mati Þorvalds, menn dróg-
ust inn í skuggaveröld trúleysis og siðspilling-
ar undir forystu Brandesar sem þótti einstak-
lega leikinn í því að snuðra uppi og berja
bumbu fyrir tjaldi manna er líklegir voru til
heimsfrægðar, þ.á m. Nietzsche sem var „auð-
sjáanlega mestan hluta æfi sinnar stórgeggjað-
ur“, skrifar Þorvaldur, heimspeki hans „hreint
bull og hégómi, sprottinn upp af sjúkum heila“,
„kekkjóttur bræðingur af sundurleitum hugs-
unum; al(l)t sett fram með gegndarlausum gor-
geir og sjálfsáliti“.
Nietzsche þessi hefur haft djúptæk áhrif fyrir
gagnrýni sína á rætur vestrænnar hugsunar,
þótt ekki gengi hann af vestrænni frumspeki
dauðri, eins og sumir halda, enda var hann líkt
og Þorvaldur Thoroddsen undir áhrifum hugs-
unarhefða sem gegnsýra rökfræði tungumáls-
ins, formgerðir þess og miðlun, hefða sem eru
svo djúptækar og umlykjandi að fullkomin upp-
reisn gegn þeim jafngilti þögn eða hyldýpi
sturlunar. Hann var hvað sem því líður fyrir-
rennari heimspekilegrar sundurgerðar enda má
líta á hana sem samræðu við Nietzsche um und-
irstöður og útmörk máls, reynslu og hugsunar.
Nietzsche fékkst í verkum sínum við mæri
eða takmörk sem örðugt er að lýsa nema með
myndum og þverstæðum. Heimspekingar eru
ginningarfífl skynsemishyggju sem slegið hefur
þagnarmúr um eigin uppruna, sagði hann, sem
hefur frá tímum Platons breitt yfir upptök sín í
myndrænu líkingamáli og kæft með því sköp-
unarmagn heimspekilegrar hugsunar. „Sann-
indi eru tálsýnir sem við höfum gleymt að eru
tálsýnir, útjaskaðar og máttlausar myndhverf-
ingar“, sagði hann, öll heimspeki hvílir á skrið-
sandi sögulegs tungumáls þótt reynt sé að dylja
það með ýmsum hætti. Þessi kenning hlaut að
jaðra við brjálsemi í augum manna sem trúðu
einlæglega á þróun og þroska, eðli mannlegrar
skynsemi og ótruflað samband máls og veru-
leika. Þeim var vorkunn þótt Nietzsche væri
hvorki fyrstur né síðastur til að halda fram
myndhverfu eðli tungumálsins því samskonar
hugmyndir settu mark sitt á þýska rómantík
auk þess sem þær hafa mótað umi-æðu um
grundvöll fræða og vísinda á þessari öld. Menn
hafa spurt sig líkt og Nietzsche hvort hugtaka-
málið sé í raun og veru listrænn grímudans,
hvort hvötin til að skapa myndhverfingar sé ein
af frumþörfum manneskjunnar.
Flóltinn undan Nietzsche
Þekkingarsaga tuttugustu aldar hefur ein-
kennst af flótta undan Nietzsche: þögn, mælgi
og útilokun. Menn hafa komið sér hjá því að
taka eindregna afstöðu til hugmynda hans, með-
al annars með yfirborðskenndu málskrúði um
orðlist og brjálsemi, spámenn og skáldspekinga.
Margir hafa haldið fast við hefðbundin viðhorf
um að textar bæru stöðuga merkingu sem hægt
væri að kryfja líkt og hlut, að formgerðir byggju
í textum, óháð lestri og túlkun; gengið var út frá
samsvörun hugar, merkingar og aðferðar, enda
dreymdi marga um altæk líkön og skýringar.
Draumsýnir af slíkum toga tilheyra núna liðinni
tíð enda hafa hugsuðir á borð við Jacques
Derrida og Michel Foucault fylgt leiðarvísum
Nietzsches undir sólstöfum nýrra aldarloka,
undir ramakveini sanntrúaðra rökgreiningar-
heimspekinga sem telja að sér vegið með réttu.
Þeir vita sem er að staða þeirra á vegum „sann-
leikans" er í veði en kunna ekki að bregðast við
nema með hneykslun og spaugilegum hroka, því
líkt og um seinustu aldamót er fleiprað um
„óskiljanlegt þvaður", „vitleysu“, „sýndar-
mennsku" og „geggjun“.
Þorvaldur Thoroddsen þurfti ekki að velta
fyrir sér vandkvæðum af þessu tagi því nefnd-
ur Nietzsche var að dómi hans kvalinn af með-
vitund um eigin eymd, „hálfblindur og hálf-
brjálaður, nokkurskonar Job, andlegum og lík-
amlegum kaunum sleginn", en um leið haldinn
sterkri lífslöngun og hvötum, enda hefðu
galdrabrennuklerkar sautjándu aldar þegið að
brenna'hann; því „þá voru einmitt margir slíkir
ruglaðir vesalingar bren(n)dir, þó minni væri
sakir“, ritaði Þorvaldur.
Attatíu og átta árum síðar er enn skrafað í
fullri alvöru um skáldfíflamál og heilaköst
brjálæðingsins Nietzsches.
Höfundurinn er dósent við Háskóla Islands.
EFTiR
ÞORSTEIN ANTONSSON
Raunveruleikinn er þessi að
venjulegur íslenskur karlmaður
er þroskaheftur á tilfinninga-
sviðinu frá því hann varð kyn-
þroska, jafnvel allt frá fæð-
ingu. Við skilnað er hann að
sama skapi illa undir það bú-
inn að tilfinningar hans séu
gerðar að skotspæni
allra hlutaðeigandi.
SÚ VAR tíð að mikilvægust sam-
skipti manna í milli voru hjú-
skapur og vinátta. Ekki lengur.
Gildi hjúskapar fyrir þroska
barna sem fullorðinna er nú
annað en áður var eftir úthtinu
að dæma. Samskipti manna hafa
einfaldast; þroskinn, ef einhver
er, hefur orðið félagslegri. Hann er fremur
skólamál en einkamál.
En hvað sem þeirri samfélagsþróun líður er
uppeldisþroski barns óhjákvæmilega tilfinn-
ingamál foreldranna. Barn verður að einstak-
lingi fyrir hóglega togstreitu milli foreldra
þess. Líklega er það versta við að alast upp
hjá einstæðri móður, sem allt vald hefur yfir
barni sínu, þetta að hún skynjar ekki einstak-
linginn í afkvæminu fyrr en seint og um síðir
og kannski aldrei. Astin er sjálfselska hennar
enn frekar en væri hún í jafnvægi við föður--
ins. I fjölskyldumynstri þeirrar einstæðu
kemur í stað ófyrirsjáanlegs föður, sem
stöðugt verður að reikna með, kerfi sem sú
einstæða treystir á og reynir að lempa til sér í
hag. Sú forsjá er tilfinningalaus; hún hefur
ekkert uppeldisgildi fyrir böm sem eiga að
verða að mönnum.
Gott tilfinningasamband dóttur og fráskil-
ins föður er líklega oftast einangrað samband;
það takmarkast við þau tvö. Sama gildir um
einstæðar mæðgur. Telpunni verður auk þess
tamt að álíta að aðrar tilfinningar en til móð-
urinnar hafi endingu dægurlagsins og lítið
gildi umfram það. Og þá karlamál sem önnur
tilfinningamál.
Fyrir syni einstæðra mæðra er enn erfið-
ara að komast til sjálfra sín en dætumar því
móðir á besta skeiði skynjar karlkynið óhjá-
kvæmilega alltaf með erótískum hætti sem
svo stýrir vitundarþroska sonarins. Þroska-
kostir fyrir hann eru þvi varla nema tveir, sá
að manndómur hans á fullorðinsárum snúist
um kynþarfir einar. Eða pilti lærist fyrir van-
þroska að beita sér af þeim mun meiri einsýni
á framastigum kerfisins. Taka alveg á sig
mynd þessa gerviföður sem kerfið hefur
reynst honum.
Þegar að mannlega þættinum kemur verður
sonur þeirrar einstæðu mömmustrákur
hversu gott sem er í skiptum hans og fóðurins.
Dótturinni lærist helst um karlmenn að
þeir séu einnota eins og verjur.
Riddarar Skilnaðarreglunnar
Það er í fleiru en uppeldismálum sem karl-
inn bíður ósigur við skilnað. Þar leggst allt á
eitt. Islenskum karlmanni lærist frá fyrstu tíð
að vantreysta tilfinningum sínum og annarra,
en leggja í staðinn mest upp úr hörku og rétt-
lætissjónarmiðum. Gegn skilnaðaráföllunum
beitir hann hvoru tveggja ótæpilega og gerir
þar með illt verra.
Við skilnað taka tengsl karlmanns við maka
og afkvæmi róttækum breytingum og sameig-
inlegir vinir fylgja líklega fremur konunni.
Hinir ópersónulegri félagsþættir eru einnig
fremur á bandi konunnar. Hefðirnar sigra
eins og oftast þegar staða mála tekur að ger-
ast í meira lagi vafasöm. Fremur en að ætla
að um ranglætismál sé að ræða á báða bóga,
að hætti fráskilinna karla, víkur siðvenjan
jafnræðinu til hliðar og krefur karlinn um
þögula hörku og sjálfstjórn gegn mótlætinu.
Ekki um réttlæti heldur einsemd valdhafans
að fornum sið; þess manns sem gengur þegj-
andi fram fyrir skjöldu þegar lýðurinn glúpn-
ar. Harka og réttlætiskröfur þess nýfráskilda
magnast að sama skapi sem allt leggst á eitt
um að hann bjargi sér með þeim hætti sem ís-
lenskri karlmannsímynd sæmir. Og lendir því
upp á kannt við samfélag sitt ofan í útlegðina
frá fjölskyldunni.
Raunveruleikinn er þessi að venjulegur ís-
lenskur karlmaður er þroskaheftur á tilfinn-
ingasviðinu frá því hann varð kynþroska; jafn-
vel allt frá fæðingu. Við skilnað er hann að
sama skapi illa undir það búinn að tilfinningar
hans séu gerðar að skotspæni allra hlutaðeig-
andi, makans, sýslufulltrúa, félagsmálastofn-
unar, nýs- sambýlismanns konunnar ef ein-
hver er. Þá grípur hann til þeirrar lexíu sem
hann kann besta, bítur á jaxlinn.
Sá nýfráskildi leggur allt upp úr hörku og
réttlætiskröfum. Makinn fyrrverandi hefur á
hinn bóginn á hvorugu áhuga heldur trúir ein-
faldlega á óskipta sök karlsins sem að áliti
hennar sveikst um að veita henni það öryggi
sem hann í upphafi lofaði. Þetta öryggi verður
við skilnaðinn að enn brýnni þörf og hún
reynir að verða sér úti um það með öllum ráð-
um og brögðum. Meðal ættmenna, í sjálf-
styrkingarhópum, hjá félagsmálafulltrúum og
umsjónarmönnum meðlagsgreiðslna. Örygg-
isþörfm beinist á hinn bóginn gegn þeim
manni sem mestri óvissu veldur, fyrrverandi
eiginmanni. Viðbúið að viðmót konunnar verði
að niðurrifsstarfsemi, og jafnvel hatri þótt
einhvern tíma hafi verið ást og unaður.
Maðurinn, sem fékk á sig gloríu þess
elskaða við stofnun hjúskaparins, verður lík-
lega við skilnaðinn ómannlegur frá sjónarmiði
konu og kerfis. í óvissunni, sem fylgir skilnað-
inum, er eitt víst: makinn fyrrverandi hefur
ekki reynst hlutverki sínu vaxinn. Konan hef-
ur orðið að leita út fyrir hjónabandið eftir ör-
yggi. Það liggur því næst fyrir henni að gera
makann að persónugerving allra óvissumála
sinna. Jafnvel brjóta hann niður með vald-
stuðlum sjálfs samfélagsins; brígsla honum
um karlrembu. Meira að segja eru dæmi þess
að konur ljúgi kynferðislegri misbeitingu á
maka sinn fyrrverandi til að gera hann óvirk-
an til frambúðar gagnvart sér og afkvæmi
þeirra.
Öll vitum við að sigur karls er innsiglaður
með kylfu en ekki kossi í dag eins og alltaf áð-
ur. Fráskildri konu blöskrar því réttlætiskröf-
ur manns síns fyrrverandi sem í hjónabandi
hennar batt hana við sig með kynlífi, ást, ör-
yggisþörf beggja, sem og bamanna, en ekki
réttlæti. Af alkunnu raunsæi kvenna byggir
fráskilin kona málflutning sinn í forræðisdeilu
á háttum steinaldarmanna. Öðru máli gegnir
um fráskilda karlmenn sem margir hverjir
munda lensu skilnaðarreglunnar af gamal-
dags riddaramennsku, þótt glatað hafi bæði
brynju og hesti. Þennan síðkomna siðferðis-
þrótt lamar sú fráskilda með eitri sem aðeins
þau tvö vita hvemig er byrlað.
Margfeldisóhrif
Fjölskyldumynd stjórnsýslunnar er úrelt.
Hún nýtur hvergi stuðnings nema á skrifstof-
um sýslufulltrúa þar sem réttað er í skilnað-
armálum. Þótt rýrnandi gildi hjúskaparins
blasi við í nútímaþjóðfélaginu, fóður- og móð-
urhlutverk hafi tekið stakkaskiptum og konur
séu jafngildi karla á vinnumarkaðinum, þá
byggjast úrskurðir í forræðismálum ævinlega
á þeirri frumforsendu að móðir og afkvæmi
séu eitt fram á sjálfræðisaldur bamsins.
Við löggildingu skilnaðar, við skrifborðið í
Skógarhlíð, telst faðirinn framfærsluaðilinn;
og hann er dæmdur í nafni konunnar fyrir að
hafa ekki veitt henni og bömum þeirra það
öi-yggi sem hún krafði hann um. Tilfinningar
móður til barns síns einar eru taldar heilagt
vé og nánast alltaf skildar sama skilningi og
trúarsetning á prestastefnu hvernig sem
gengið hefur í veraleikanum milli móður og
barns. Þótt karlinn hafi tekið á móti barni
sínu í heiminn og sinnt þörfum þessi frá
fyrstu dögum af ástúð og ósérplægni, hitað
pelann, skeint það og snýtt, hjúkrað og leið-
beint til orðs og æðis við fóðurhné sem móður
telst hann ævinlega sami fanturinn sem
mundar réttlætisvöndinn yfir barni sínu. Þess
utan á hann að veiða úti á mörkinni meðal
karla jafnvígra honum sjálfum.
Barn fylgir móður. Karlinn á allt undir vilja
hennar í því sambandi. Og móðirin úrskurðar
hann óhæfan, við skilnað, til að veita bömun-
um vernd. Líklega er helsta orsök skilnaðar
hjóna á síðustu árum togstreita, sem hvoragt
á upptökin að, milli fornra viðhorfa til hjú-
skapar og nýrri krafna beggja um lífsfyllingu
í anda tímans sem við lifum. Mótsagnimar
verða til þess að annað hvort eða bæði gugna
á sambandinu. Það hlýtur að vera að sama
skapi vitlaust að meta þá niðurstöðu í ljósi
goðsagnar um líttskilgreinda framfjölskyldu
sem enginn hefur áhuga á lengur þótt svo
kunni að hafa verið þegar amma var ung. Öll
vitum við samt að amma var óánægð í hjú-
skapnum þótt hún þegði. -
Lágmarkskrafa til hjóna ætti að vera að
bæði hafi siðferðisþrótt til að taka ekki út á
bömunum óánægju sína þótt jólasveinar efna-
hagslífsins færi þeim ekki allt sem þau setja á
óskalistann í hjúskapnum.
Samskipti kynjanna era allt önnur nú en
þegar amma var ung. Kynin leita inn á hefð-
bundin sérsvið hvors annars. Konur sækjast
eftir virðingu og völdum ekki síður en karlar.
Uppeldishlutverk og jafnvel forræði færist úr
höndum beggja foreldra, móður jafnt sem
föður, yfir á æ fyrirferðarmeira skyldunám,
sérfræðinga, tæknifóstrar, reglugerðir og lög
sem lúta að bamavemd og nýjum þroskakost-
um barna og unglinga.
Engu að síður fjalla tilfinningakaldir full-
trúar kerfisins um einkalíf hjóna við skilnaða
á grundvelli þjóðarfortíðar sem þessi sömu
hjón hafa hafnað bæði frá fyrstu dögum hjú-
skaparins. Þótt ekki sé í orði þá í verki.
Gremja sem kviknar fyrir viðmót fulltrú-
ans, yfirlæti, drumbshátt og umfram allt hlut-
drægni fær seinna útrás í heiftúðugri tog-
streitu við makann fyrrverandi um bömin
enda er öll áhersla lögð á fjármál við samn-
ingsgerðina hjá sýslufulltrúa. Einstaklings-
upplag manns hlýtur að koma fram með ein-
hverju móti.
Margfeldisáhrif frá úreltum forsendum
hjúskapar- jafnt sem skilnaðarmála verða til
þess að fráskilin kona, sem í hjúskap sínum
og skiptum við karl sinn var tiltölulega mein-
laus, ver með kjafti og ldóm barn sitt fyrir ást
föður sem við svo búið glatar líklega sam-
bandi jafnt við börnin sem sjálfan sig.
Höfundurinn er rithöfundur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998 9