Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 17
FRÁ Feneyjum.
VATNALILJUR, enn.
súrrealismi. Margir vina hans í hópi lista-
manna kvöddu þennan heim: Camille Pissar-
ro (1903), Paul Cézanne (1906), Edgar Degas
og Auguste Rodin (1917) og Auguste Renoir
(1919).
Á dögum fyrri heimsstyrjaldar var Monet
um kyrrt í Giverny. Hann sýndi samstöðu
með þjóð sinni með því að leggja af mörkum
grænmeti til særðra hermanna á spítala í
grenndinni og gaf mörg málverk eftir sig til
safna og opinberrá stofnana, m.a. Musée de
l’Orangerie í París.
Sjónin fór að bregðast Monet 1912. Hann
fékk vagl í auga og gekkst undir uppskurð.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika dró ekki úr sköp-
unarkrafti hans.
Monet lést 5. desember 1926 og var jarðað-
ur í Giverny við hlið seinni konu sinnar. Út-
fórin fór fram án mikillar viðhafnar en blöðin
skrifuðu mikið um málarann. Mánuði eftir
dauða hans gekkst Museum of Fine Arts í
Boston fyrir stórri minningarsýningu og
segja forráðamenn safnsins að það hafl verið
fyrsta mikilvæga minningarsýningin sem
haldin var um Monet og eru að vonum stoltir
yfir.
Það var því í Boston sem Monetaðdáunin
bandaríska byrjaði í alvöru.
Skreytilist og innri sýn
Þegar gengið er um sali og rýnt í Monet
er ýmislegt sem leitar á hugann. Það sem er
áberandi er að Monet málar oft sama útsýn-
ið, sama landslag, sömu hlutina og með lík-
um hætti þó með tilbrigðum sé. Þetta gildir
til dæmis um Lundúnamyndirnar fjöl-
mörgu, Feneyjamyndirnar og ekki síst
garðinn og vatnaliljurnar. Birtan var leiðar-
ljós hans.
Monet fékk áhuga á japanskri list og er
það ekki síst ljóst af vinnubrögðum hans við
gerð vatnaliljumyndanna. Hann nálgast
stundum skreytilist og ef eitthvað má fínna
að honum er það hve skrautgjarn hann get-
ur verið. Eftir því sem leið á ævina urðu
vatnaliljumyndirnar stærri og formið óhlut-
bundnara eins og hann væri að nálgast af-
straktlist í síendurteknum speglunum sín-
um. Expressjónismi gerir vart við sig í
myndum af grátandi trjám svo að ljóst má
vera að margt var að brjótast um í hinum
aldna málara. Fulltrúar afstrakt-ex-
pressjónismans, eins og Jackson Pollock,
Barnett Newman og Mark Rothko, hylltu
meistarann.
Það er mjög athyglisvert og skemmtilegt
að dvelja við þessar myndir því að kunnáttu-
samleg upphenging málverkanna gerir það
að verkum að áhorfandinn á auðvelt með að
hverfa inn í heim þeirra. Þótt myndirnar séu
margar er ekki um ofhlæði að ræða. Höfuð-
markmiðið er að gera síðari tímabilum málar-
ans skil.
Líkja má sýningunnni við kvikmynd sem
áhorfandinn hverfur með glöðu geði inn í.
Eða kannski er það fyrst og fremst garður
málaranas í Giverny (sem undirritaður hefur
ekki litið enn) en margir tala um sem óvenju-
lega reynslu. Minna má á að súrrealistarnir
sóttu ýmislegt til Monet og þá fyrst og
fremst garðsins.
Undir lok tuttugustu aldar er Monet klass-
ískur, orðinn það fyrir löngu, og þrátt fyrir
skreytihneigðina er eitthvað í myndum hans
sem er í anda sviptinga og óveðra okkar tíma.
Þar má nefna hvernig japanska brúin sem
hann málaði varð smám saman óreglulegri í
formi svo erfítt er að þekkja hana aftur og
hvernig sólskinsmynd af Waterloobrú í
London er í senn hugljúf og ógnvænleg.
Þetta og margt fleira má finna hjá Claude
Monet.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
YOLANTA Skura.
AUÐN,
ÍSOG
Franska útgáfan Opus 11
gefur út á næstunni geisladisk
með upptökum Sverris Guð-
jónssonar á útsetningum hans
á íslenskum þjóðlögum. ÁRNI
AAATTHÍASSON hitti að máli
eiganda útgáfunnar sem
sagðist eiga þá ósk heitasta
að komast til íslands.
FRANSKA útgáfan Opus 111 hyggst gefa
út geisladisk með upptökum Sverris
Guðjónssonar á íslenskum þjóðlögum
sem hann hefur útsett og fært í miðalda-
búning. Undirleikur á lögunum er einfaldur,
lúta, gamba, flauta og einfalt slagverk, en
sum laganna eru án undirleiks og nokkur
gregórsk söngverk er að finna á disknum.
Sverrir setti saman verkið með ákveðinni
dramatískri framvindu frá fæðingu til dauða,
stýrði upptökum og kom síðan á framfæri hjá
útgáfunni frönsku.
Opus 111 er með virtustu útgáfum á sígildri
tónlist um þessar mundir, er meðal annars
margverðlaunuð fyrir útgáfu sína á bai'-
rokktónlist, svo dæmi séu tekin. Plöturnar eru
orðnar á annað hundrað og undanfai'in ár hef-
ur útgáfunni stöðugt aukist ásmegin. Eigandi
fyrirtækisins er pólsk kona, Yolanta Skura,
sem var á sínum tíma með efnilegustu píanó-
leikurum og vann meðal annars til verðlauna
fyrir frammistöðu sína í tónlistarskóla Varsjár.
Sextán ára gömul slasaðist hún á hendi og
sneri sér að námi í upptökustjórn. Á áttunda
áratugnum fluttist hún til Frakklands og starf-
aði þar hjá Erato útgáfunni þar sem hún stýrði
upptökum á yfír 300 plötum.
Yolanta segii’ svo frá að henni hafí þótt súrt í
brotið hve stórfyrirtæki voru treg til að gefa
ungum listamönnum færi á að spreyta sig og fá
þá til að flytja verk eftir óþekkta höfunda, eða
eins og hún lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu á
síðasta ári: „Það er engin ástæða til að taka
það upp sem allir aðrir hafa gert bara til að
taka upp; ef þú hefur ekkert nýtt að segja eða
fram að færa er betra að láta það vera.“
Bara ástseða til að
gefa út frábærar plötur
Aðal Opus 111 gefur verið að gefa út tónlist
sem ekki hefur áður heyrst eða þá þekktai-i
verk í nýjum búningi eða með nýjum áherslum
í samræmi við nýjustu rannsóknir eða breyttan
skilning. „Það er ekki ástæða til að gefa út
plötur til þess eins að gefa út, það er bara
ástæða til að gefa út frábærar plötur. Eg hef
engan áhuga á að gefa út verk ef það er eins
gott eða eins slæmt og það sem aðrir hafa gert,
það verður að vera eitthvað sem eykur skilning
okkar á verkinu og sem er því þess virði að það
sé gefið út; það er ekki til neitt sem heitir end-
anleg útgáfa á tónverki, skilningur okkar er
VATN,
ELDUR
EPÍf APH
iti r d I r v a i 1 c: e t. a n d
A .
S v i n u, i k C. v ájónsison
( ot'lltl u t t h O R..
alltaf að breytast í takt við breytt þjóðfélag og
breyttan heim.“
Liður í breyttum áherslum segir Yolanta
Skura það að gefa út væntanlegan geisladisk
með verkum Sverris Guðjónssonar sem áður er
getið. Hún segir svo frá að Sverrir hafi komið
að máli við sig á síðasta ári og þá skilið eftir
snældu með upptökum. „Ég verð að viðurkenna
að ég setti snælduna til hliðar, enda berast mér
svo margar kassettur að ég kemst ekki yfir að
hlusta á allt strax. Tveim vikum síðar rakst ég á
kassettuna og hlustaði á hana og varð svo hrifm
af tónlistinni, flutningnum og lagavalinu að ég
fór strax í símann og hringdi í Sverri og heimt-
aði að hann kæmi til Parísar strax. Það már~
segja að hann hafi varla verið stiginn út úr flug-
vélinni þegar ég var búin að fá hann til að skrifa
undh samning um úgáfuna," segir Yolanta og
ljómar af tilhugsuninni.
Jólagjöf til íslendinga
Platan verður gefin út á íslandi í lok mánað-
arins, „sem jólagjöf til íslendinga," segir
Yolanta og hlær við, en ytra kemur hún út í
febrúar.
„Ég kann svo vel að meta fagmennsku
Sverris og hversu hann leggur sig fram um
verkið; þetta er eins og lífsverk hans; meira
segja þegar hann skrifai' mér bref út af ein-
hverju varðandi útgáfuna leftrar af því ein-
beitnin og einlægnin. Hann er ævinlega að
leita að fullkomnuninni og lætur sig allt varða;
lagaval, niðurröðun, flutningm', hljómur, um-
slag, textabæklingur, allt skiptir máli,“ segii'
Yolanta, en allt sem viðkemur plötunni er eftir
Sverris höfði, allt frá frumhugmynd að hönnun
umbúða.
Yolanta segir að útgáfan falli vel að því sem
Opus 111 er að gefa ut um þessar mundir.
„Listamenn þeh sem við erum með á okkar
snærum líta mjög til þjóðlegra hefða, ekki síst
til að skilja betur hvaða hlutverki tónlistin
gegndi á sínum tíma. Það má segja að hringur-
inn sé að lokast að vissu leyti; við byggjum alla
okkar vinnu á vísindalegum rannsóknum og
fræðimennsku, en reynum á sama tíma að
gleyma því ekki til hvers tónlistin var samin, að
gleyma því ekki að hún var samin til að
skemmta fólki eða uppfræða."
Yolanta segist aldrei hafa komið til íslands,
en hún sjái landið sterkt fyrir sér þegar hún
hlusti á upptökurnai' hans Sverris, auðnina,
vatn, ís og eld. „Ég verð að komast til íslands
sem allra fyrst,“ segh hún með áherslu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998 17'