Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Side 9
MADANÍ ásamt konunum sínum fjórum. DÚFNAKOFI og geit Madaní-fjölskyldunnar. Malí-búa, borða sömu fæðu, sofa á mottum, o.s.frv. brosir hann og lætur okkur vita að „Malí-búar sofa nú til dags á litlum dýnum!“ Læknirinn kemur loks. Hann ákveður rann- sóknir á hægðum og á blóði, þó að Maríne beri hvorki merki þess að vera með blóðkreppusótt né malaríu. Eg þekki vel einkennin, ég fékk hvort tveggja í ferð minni um Benín! Hann skrifar á lyfseðil, sem er aðeins átt- undi hluti venjulegs blaðs, skorið með reglu- striku, segist vera tengdur Bretaníu-skagan- um, eins og Maríne, því að hann hafí lært til læknis þar. Hann segir okkur að hika ekki við að koma aftur daginn eftir, á laugardegi, ef rannsóknin leiði í ljós að eitthvað alvarlegt sé að. Hann keyrir okkur út úr herbúðunum. Við erum alveg orðlausar yfír slíkri hjálp- semi og góðvilja. Fjölskylduþorpið er hulið myrkri. Madaní situr á mottunni sinni, afínn á sinni, allh aðrir annað hvort á gólfinu eða á járnstólum. Allir eru frá sér numdir yfir litla svart-hvíta sjón- varpinu sem gengur fyrir bílarafgeymi. Á föstudagskvöldum er þátturinn „toppstjörnur" (það er tilbreyting frá leikjum knattspyi-nu- móts Afriku og frönskum þáttum sem fæstir skilja bofs í), sem samanstendur af tónlistar- myndböndum og útdrætti úr tónleikum stór- •stjarna Malí. Þeirra helstar eru Salíf Keita eða Umú Sangare, sem við Maríne þekkjum vel, því að þau búa eða hafa búið i Frakklandi og eru mjög fræg þar lika. Síðan kemur vinsælda- listinn „Topp 15“; þar má sjá hlið við hlið rapp- hópa og fyrirferðarmiklar dömur í litsterkum búbú-skikitjum. Þær eru langvinsælastar! í Malí er rík hefð fyrir að semja tónlist og mjög mikið hlustað á tónlist, en flestir íbúar eru mjög fastheldnir á hefðbundið form. Sú tónlist er sannkallað eyrnakonfekt og dunar hvar sem maður er staddur, úti á götu, í rútum, eða inn- anhúss. Sunnudagur, 22. febrúar, Sevare, Malf: Fjarlægir og dularfullir flakkarar Við erum árrisular, ætlum að taka myndir af öllum meðlimum fjölskyldunnar áður en þeir fara á markaðinn, til að senda þeim í þakkar- skyni. Konurnar fara í sín bestu föt; ef ein þeirra setur upp slæðu eða skartgrip, þurfa hinar að bæta um betur. Hlátrasköll. Við kveðjumst, skiptumst á heimilisföngum: Þeirra er „Madaní Traore, varahlutakaupmað- ur á markaðnum, Sevare, Malí.“ Vonandi kemst þetta til skila! Börnin fylgja okkur að vegamótunum. Somadúgú. Smábær við aðalveginn, þar sem við eigum að skipta um blæjubíl til að fara til Bankass. Hér kynnumst við Umú og dóttur hennar, sem bíða h'ka eftir sama áætlunarbíl, við skiljum farangurinn eftir í vörslu hennar. Á markaðinum hittum við fjölda stórkost- legra Púlló-kvenna, þær eru klæddar í appel- sínugulan, rauðan, gulan og skærgrænan fatn- að, þaktar hálsfestum og ai'mböndum úr litlum perlum og tölum. Þær eru með hörundsflúr í andliti, göt allt í kringum eyrun, oft með hring í nefi. Karlarnir eru ekki síðri, í bláum búbú- skikkjum, og með þessa síðu vefjarhetti, sem þeir vefja allt í ki-ingum höfuð, það sést aðeins í augu og dásamleg þros. Púlló-menn sjást mjög víða í Sahel (þ.e. fyrir sunnan Sahara), frá Senegal til Níger. Upphaf- lega voru þeir hirðingjar en eru nú oft kyrr- setumenn sem gæta hjarða annarra þjóð- flokka. Kýr hafa höfuðþýðingu fyrir þá vegna kjötsins og mjólkurinnar. Þeir hika ekki við að láta þær ganga fyrir eigin þörfum eða fjöl- skyldunnar. Þeir eru fjarlægir og dularfullir, ólíkir öðr- um þjóðflokkum í útliti: með Ijósa húð, fínlega drætti, langt andlit. Þeir skreyta sig með húð- flúri en ekki andlitsör. Karlmenn líkjast stelk- um, þar sem þeir standa á öðrum fæti og gæta hjarða sinna. En hinir þjóðflokkarnir fyrirlíta þá fyrh að vera öðruvísi, á sama hátt og heim- urinn allur lítur niður á þjóðflokka á faralds- fæti. Vegurinn er vondur og ferðin öll svo hræði- leg, að ég finn mig knúna til að renna upp verndararmbandinu mínu. Til alhar hamingju er maður hægra megin við mig, sem tekur all- an hug minn. Hann er klæddur í skikkju úr þykku efni, stuttar og víðar buxur, smáhatt, rauðan; þetta er fyrsti Dogon-maðurinn sem ég sé. Tignarlegur höfuðburður, mjög dökkt hörund, fínlegir andlitsdrættir, margir töfra- griph um háls, þetta er veiðimaður. Við nálgumst heimaland hans. Mónudagur, 23. febrúar, Bankass, Malí Við sitjum í okkai' bestu klæðum á mottu, við hlið tónlistarmanna sem spila á hol grasker og pinulitlar fiðlur sem kallast „njarka“. Við horfum á fluglétta dansara í víðum, léttum föt- um, á tánum, ryk, hringsnúningar. Samkund- an myndar hring í kringum dansai’ana, kastar slæðum til þeirra, sem þeim finnst besth; þeir vefja þeim utan um sig. Við erum komnar með hjartslátt frammi fyrh fegurðinni og töfrunum í dönsum Púlló-fólks og tónlist þess, og líka vegna þess, að við gerum okkur ljóst, að kurt- eisi og vhðing gagnvart gestgjöfum okkar ki'efst þess að við dönsum einnig ... Brúðhjónin dansa ekki. Þau eiga að eyða sjö sólarhringum ein í brúðarkofa sínum. Hann getur fai'ið út og rætt við vini sína á þröskuld- inum, höfuðið falið í síðum, hvítum efnisbút. Hún á að vera kyrr inni allan tímann, undir nokkurs konar mýflugnaneti, öll hvítklædd. Hún er 16 ára. Allt í einu verður samkundan furðu lostin. Gerardó, Argentínumaðurinn, og Lúcas, Ital- inn, sem við hittum í kvöld í búðunum, ganga í dansinn. Undrun og hlátrar: Þeh eru góðir! Við Maríne horfumst í augu og tökumst í hendur til að auka okkur kjark: Hér komum við! Þriðjudagur, 24. febrúar, Bankass, Malf: Engin samskipti ún ágóðavonar Tólf kílómetrar til Tellý, undir klettabeltinu í Bandiagaru. Fætm' okkur dingla í takt við skref nautsins, sem ber okkur þangað. Sólsetrið gefur stepp- unni rauðbrúnan og gullinn lit, ótal skugga- myndir af baobab-trjám, tamarindu-trjám og hrossum bera við sjóndeildarhring. Maríne spilai' á flautu, Gerardó og Lúcas ræða saman á blöndu af ítölsku og spænsku. Við buðum þeim að koma með til að skipta á milli okkar kostnaði við að fá leiðsögumann, og auðvitað vegna þess að okkur líkar vel við þá. Þeh lentu fyrh mánuði í Lóme í Tógó, fóru upp alla Búr- kína Fasó og eru nú komnh til Dogon-lands. Síðan ætla þeir til Bamakó og Senegal, og svo Austur-Afríku, Indlands. Þeh kynntust fyrh 14 árum á Amazón-svæðinu í Brasilíu. I myrkrinu glampar á elda nokkra Púlló- búða. Dökkur, tilkomumikill skuggi bjargsins nálgast. Miðvikudagur, 25. febrúar, Tellý, Malí Dogon-land. Um leið og ég vakna flýti ég mér upp trjá- drumbinn sem notaður er fyrir stiga, og klifra upp á þakið á kofanum. Yfh litla þorpið úr bankó og hálmi er töfrandi útsýni: Geitur á beit á við og dreif, við brunninn di-ekka hjarðh í gæslu Púlló-barna. Kvennahópar mylja hirsi í reglubundnum og róandi takti, maður í skugga baóbab-trés vefur efnislengjur fyrh skikkjur, sem konurnai' lita indigóbláar. Hærra uppi á berginu sé ég gamla Dogon- þorpið, kofa og korngeymslur úr lehbrúnum bankó eins og þeim sé þjappað saman, sem og örlítil heimili Telem-kynflokksins, höggvin inn í bergið. Sá ættbálkur er nú dvergþjóð; Dogon- menn hafa flæmt þá smám saman í burtu. Þeh settust að hérna til að verja sig gegn árásum annarra þjóðflokka og dýra, sem þá lifðu í skóginum undh bjai'ginu. Þeh veiddu dýr og tíndu ber. Því er haldið fram að þeh hafí neyðst til að fara efth að Dógon-menn felldu skóginn til að rækta jörðina og hafa dýr á beit. Dogon-land. Einstök heimsköpunartrú, stórkostleg út- skurðarlist, sérstæð byggingarlist: Hér er paradís þjóðháttafræðinga síðan fyrsti leiðang- ur Marcel Griaule kom hingað kringum 1930. Hve margai’ blaðsíður hafa verið skrifaðar um Dogon-menn? Hve margar fræðslumyndh ver- ið gerðar? I dag eru áreiðanlega flehi helgigrímur, útskornh hlerar og lásar frá Dogon-landi í frönskum söfnum en í gjörvöllu Malí. Dogon-land er mesti ferðamannastaður Ma- lí, fyrh austan Níger-fljót. Hér er stríður straumur loftkældra jeppa; hvergi er hægt að vera í friði fyrh börnum sem ráðast á ferðafólk og biðja um gjafh, selja eitthvert drasl, eða reyna að hrifsa til sín hinar dýrmætu plast- flöskur, sem allir túristar eru með í höndunum. I öllum þorpum þarf að borga komutoll, ekki er hægt að taka upp myndavél án þess að vera beðinn um peninga, gömlu karlamh koma haltrandi og heimta koluhnetumai' sem ferða- mönnum er sagt að hafa meðferðis í nákvæm- lega þeim tilgangi. Dogon-land: Þar sem mann- leg samskipti án vonai' um ágóða eru ekki til lengur. Efth þriggja daga drauma og martraðh, skilur leiðh okkar og Gerardó og Lúcas, sem halda áfram leið sinni um Dogon-land. Við kveðjum leiðsögumannahópinn, börnin sem tóku mig í fyi'stu kennslustundina í Púlló-mál- inu. Við fórum aftur til Bankass fótgangandi. Átta dögum síðar komum við til Parísar: Kuldi, kvef, grámóska, skjalatöskur, neðan- jarðai-lesth, áhugalaus andlit, streita - en líka ánægjan yfir að framkalla myndh og senda þær til fyrhsætanna í Afríku, skemmta Malí- fólki í borginni með að heilsa þeim á þeirra máli, þekkja nýja menningu, dreyma dagdrauma. Höfundurinn er íslenzk stúlka af frönsku faðerni og hefur hún verið leiðsögumaður fyrir franska ferða- menn á íslandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.