Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Qupperneq 13
STARFSMENN Brydesverslunar í Vík. Fremri röð frá vinstri: Bogi Ólafsson, Gunnar Ólafsson og Guðmundur Þorbjarnarson. Aftari röð frá vinstri: Eyjólfur Guðmundsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Friðrik Þorsteinsson og Ólafur Arinbjarnarson. - Byggðasafnið í Skógum. W| 1 mwsm VIÐ BÚÐARBORÐIÐ í Brydesverslun í Vík árið 1910. Talið frá vinstri: Einar Erlendsson, síðar starfsmaður Kaupfélags Skaftfellinga um áratugabil, Þorsteinn Þorsteinsson og Gísli Jóns- son verslunarstjóri. - Byggðasafnið í Skógum. EFRI MYNDIN: Brydesverslun vorið 1997, áður en endurgerð hússins hófst. Miðjukvisturinn og minni kvistar í vesturenda voru byggðir eftir 1915. Neðri myndin: Brydesverslun sumarið 1998 efir að endurgerð hússins var hafin. Húsið hefur tekið á sig fyrri mynd. - Ljósm. Arinbjörn Vilhjálmsson. ingjastöðu. Vestmanneyingar lifðu enn í stöð- ugum ótta við endurkomu hundtyrkja og var þessari herfylkingu komið á fót þeim til varn- ar. Svo virðist sem þeir Bryde-feðgar hafi gefið sig nokkuð að Islendingum enda hafa þeir eflaust viljað vera nokkru nær um við- skiptavini sína og auðlindauppsprettu. I Kaupmannahöfn gaf Pétur sig að Islending- um sem þá voru staddir þar úti en það kemur glöggt fram í bréfi því sem hann skrifar Magnúsi Eiríkssyni „frater“ þar sem hann biður Magnús að tilkynna öllum íslenskum vinum sínum lát föður hans, Niels Nicholaj Bryde. Var það Pétur sem leiddi Eirík frá Brúnum frá skipshlið við Tollbúðina sumarið 1876 og neytti Eiríkur sinnar fyrstu máltíðar í garði Bryde. Hefur hinn veraldarvani gróss- eri kunnað að njóta samvista við hinn unga og óreynda bóndason úr Fljótshlíðinni sem síðar meir átti eftir að ferðast um heiminn og boða fagnaðarerindi mormóna en ólíkir hafa þeir verið. I harðindunum 1882 og 1883 var gjafakorni safnað í Danmörku og víðar til handa svelt- andi íslendingum og átti Pétur Bryde sæti í söfnunarnefndinni. Vestmannaeyingum gaf hann fyrsta orgelið í Landakirkju, hann út- vegaði Árna Diðrikssyni fyrsta háfinn til lundaveiða og lánaði Vestmanneyingum fé til vélbátakaupa. Umsvif Bryde voru orðin það mikil að Vestmanneyingar gátu notið góðs af verslunararði Bryde-feðga. Jóhann Gunnar Ólafsson segir svo um Pétur Bryde að hann hafi verið traustur maður og vandaður í við- skiptum, enda hefur það öðru fremur lagt grunninn að hans miklu velgengni í verslun og viðskiptum. Sonur Péturs, Herluf, tekur við verslunar- rekstri föður síns formlega 2. mars 1905 en þá hafði hann unnið við verslun í þó nokkurn tíma. Er hann sá eini af Bi'yde-kaupmönnum sem kom til Víkur svo vitað sé enda hefur Pétur Bryde efiaust ætlað syni sínum það hlutverk að fylgjast með verslunarrekstrin- um í Vík. Gunnar Ólafsson, sem kom til starfa hjá Brydesverslun haustið 1896, segir í endurminningum sínum að í verslunarhúsinu hafi verið sérstök Bi'ydestofa „ætluð Herluf Bryde, þegar hann kom til Víkur, eða þá full- trúa firmans". Eru til fleiri munnmæli um komu-Herlufs til Víkur enda virðist sem hann hafi haft gaman af því að kynna sér verslun- armennina, að sögn Eyjólfs Guðmundssonar, rithöfundar og fræðimanns á Hvoli, en hann starfaði um skeið við Brydesverslun í Vík. Svo virðist sem fyrstu tveir ættliðirnir hafi verið útsjónarsamir í öflun fjár en þriðja ætt- liðnum hafi látið betur að eyða en afla. Helga, dóttir Péturs Bryde, setti sinn svip á mannlíf- ið í Reykjavík á árunum 1893-1900 en þá var hún gift Jóni Vídalín, verslunarfélaga Louis Zöllners, gripakaupmanns í Newcastle. Þótti hún vefja þingmönnum um fingur sér í veisl- um sem haldnar voru í híbýlum hennar í Vinaminni en það hús stendur enn við Mjóstræti í Grjótaþorpi. í alþingisrímum er henni tileinkaður heill ljóðabálkur þar sem á gamansaman hátt er lýst viðureign hennar við stjórnvöld vegna ráðagerða sinna um hall- arbyggingu á Ai'narhóli. Sótti hin auðuga kaupmannsdóttir mál þetta af mikilli festu og naut þar stuðnings Guðlaugs sýslumanns og þingmanns Skaftfellinga. Þótti landið frúnni frítt; fógur skýin rauf þá sólin, skein að vanda bjart og blítt á „Batterí" og Arnarhólinn. Reisa vildi’hún háa höll hólnum á með skrautið glæsta; af gulli skyldi’hún glóa öll, gleðin þá var fengin æsta. Island vildi hún unnið fá, Arnarhól og vígið sterka; best með mildi og blíðu þá baugasólin hugðistverka. Frúin þá á þingið gekk, þingmenn fann að máli snjalla; Brögðum gráum beitt hún fékk, Bráðum vann hún flesta’ að kalla. Af þessum heimildum að dæma hefur hinn þriðji ættliður Bi-yde lifað í vellystingum og áhyggjuleysi og kom það einkum og sér í lagi niður á verslunarrekstrinum. Pétur Bryde andaðist 13. apríl 1910 og var þá reksturinn í Eyjum að þrotum kominn. Herluf rak Garðs- verslun ásamt móður sinni til 1914 en þá var hún lýst gjaldþrota og verslunarrekstri hætt í Vestmannaeyjum og sömuleiðis í Vík. Lauk þar með 70 ára verslunarsögu Bryde-ættar- innar í Vestmannaeyjum. Frú Thomsen og Jónas Hallgrímsson Skemmtilegt er frá því að segja að Christi- ana Dorothea Knudsen kaupmannsdóttir og eiginkona Thomsens, eiganda Godthaabs- verslunar í Vestmannaeyjum, hafi átt fleiri en einn aðdáanda og vonbiðil enda lá honum mjög á að insigla hjónaband þeirra skötuhjúa. Sagan segir að skæðasti keppinautur hans um hylli Kristjönu hafí verið skrifarinn hjá Ulstr- up landfógeta, skáldið Jónas Hallgrímsson. Er talið að hann hafi ort eftirfarandi vísu til Kristjönu að henni giftri: „Ég verð að bera á báru það besta sem mér er veitt, og seinast sofna ég frá því, og svo fær enginn neitt. Og það er þér að kenna, sem þrái ég alla stund; þú áttir ekki að eiga þennan úlfgráa hund.“ Hér er úlfgrái hundurinn að öllum líkindum Thomsen kaupmaður og syrgir skáldið heit- mey sína og hefur eflaust talið að þar færi góður biti í hundskjaft. Heimildir: Kjartan Ólafsson: Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga, fyrra bindi. Prentstofa G. Benediktssonar, Reykjavík 1987. Arinbjörn Vilhjálmsson, arkitekt FHÍ. Sveinn Pálsson, verkfræðingur og formaður Menningarfélags um Brydebúð. Höfundurinn er nemi í bókmenntum við H.í. SMÁUÓÐ HELGI SÆMUNDSSON ÞÝDDI J.P. JACOBSEN Ljós yfir landið Ljós yfíi' landið! Það viljum við öll. JENS ÁGÚST SCHADE Kaupmanna- hafnarævi Ég hef spurt að sporvagn 14 hefji akstur árla morguns, ég hef ekki séð það sjálfur. Eg hef farið of seint á fætur alla mína ævi. HANS BÖRLI Akrópólis Ég hef séð Akrópólis því ég hef aldrei komið þangað. CHR. MATRAS Vífið Við áttum ár saman, við áttum ævi saman. Og gott var að vera manneskja. J.P. Jacobsen og Jens Ágúst Schade eru dönsk skóld, hans Börli er norskt skóld og Christian Matras er færeyskt skóld. Þýðand- inn er skóld í Reykjavík og fyrrverandi rit- stjóri Alþýðublaðsins. GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG TRÚBA- DORINN Er ég leit í augu þín einn dag um skamma hríð var sem t/minn hætti að tifa um stund með tár á hvarmi Ég man þá dul sem dagur rynni nýr og sál mín var eitt með þér og söng þínum Þú horfðir yfír hópinn sem safnast hafði um kring Þú horfðiryfír hópinn sem safnast hafði í hring Og leist í augu mín svo lengi að lifnaði - ást til þín Ég lifði eilífð þá eða aðeins augnablik sem ennþá býr í sálu og hjartarótum mínum Og ég veit þó fínnumst aldrei meir á vegi okkar lífs þá man ég þig Ég veit þó fínnumst aldrei á vegi okkar lífs Þá man ég ætíð þig og þetta augnablik Þú leist í augu mín svo lengi að lifnaði - ást til þín Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 23. JANÚAR 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.