Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Þorkell FRA uppsetningu sýningarinnar í Gerðarsafni. F.v. Páll Stefánsson, Halldór Gunnlaugsson, Haraldur Jónasson, Hilmar Þór Guðmundsson, Jóhann A. Kristjánsson og Brynjar Gauti Sveinsson. UOSMYNDIR ARSINS I SÖLUM GERÐARSAFNS BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAG íslands og Ljósmyndarafélag íslands opna tvær ljósmyndasýningar í sölum Gerðarsafns í Kópavogi í dag, Iaugardag kl. 16. Mynd- imar voru valdar af sérstakri dómnefnd og sýnir á sjötta tug Ijósmyndara yfír 200 myndir. Arlega er haldin sýning á blaðaljós- myndum en þetta er í fyrsta skipti sem þessi félög standa saman að sýningu. 90 myndir eru frá Ljósmyndarafélaginu og um 140 frá Blaðaljósmyndarfélaginu. Hjá báðum félögunum verða veittar við- urkenningar fyrir athyglisverðustu myndir ársins og sýning blaðaljósmynd- ara er árlegur liður í samkeppni um bestu fréttamyndir liðins árs og era þar veitt verðlaun í fjóram meginflokkum: FÉLAG íslendinga á Bretlandseyjum er öfl- ugur félagsskapur með mörg hundruð meðlimi. Starfsemin skiptist að mestu leyti milli Lundúna og Humberside (Grimsby og Hull) og helstu samkomur félagsins tengjast líflegu skemmtanahaldi í kringum 1. des., þorrablót og 17. júní. Núna er starfandi lista- og menningar- nefnd sem stefnir að því að víkka sjóndeild- arhring Lundúnabúa og heldur í því tilefni lista- og menningardag í hinum virta lista- háskóla Royal College of Art. Sunnudaginn 31. janúar stendur nefndin að fjölbreyttri sýningu á verkum íslenskra listamanna sem eru ýmist starfandi eða við nám í London. Guðbjörg Hjartardóttir Leaman sýnir hefðbundin olíumálverk, Guðrún Nielsen myndhöggvari sýnir líkan af fýrirhugaðri höggmynd á Greenham Common, Jón Trausti Bjamason setur upp uppstillingu sérhannaða fyrir rýmið (installation), Ólöf Bjömsdóttir verður með gjöming og Erla besta fréttamynd ársins, íþróttamynd ársins, portretmynd ársms og besta myndin í opnum flokki. I þeim flokki er að auki veittar fímm aukaviðurkenning- ar þetta árið, þ.e.a.s. fyrir þjóðlegustu myndina, fyndnustu myndin, svölustu myndina, myndröð ársins og sérstaka viðurkenningu dómnefndar. I tengslum við sýninguna heldur Ljós- myndarafélag fslands fagstefnu helgina 6. og 7. febrúar í Salnum í Kópavogi. Þar verða sýndar nýjungar í ljósmynda- tækjum og tveir þekktir ljósmyndarar, Anton Corbijn og Mark Sellinger, halda fyrirlestur um verk sín. Gerðarsafn er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12-18. Sýningin stendur til sunnudagsins 14. febrúar. Kieman sýnir gömul auglýsingaspjöld frá fimmta og sjötta áratugnum. Þessi auglýs- ingaspjöld voru trúlegast teiknuð af Jóni Kristinssyni bónda í Lambey í Fljótshlíð og voru notuð í sjálfflettandi bók sem var kölluð Rafskinna og var útí Skemmuglugganum, búðarglugga í Reykjavík á ámnum 1933 til 1968. Einnig verður sýnd kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar Benjamín Dúfa sem er byggð á sögu Friðriks Erlingssonar og að lokum mun Páll Stefánsson ljósmyndari halda tölu um og sýna landslagsmyndir sínar frá Islandi, þar munu verða margar nýjar myndir sem verða í nýrri bók eftir hann sem fyrirhugað er að komi út nú í vor. Islensk menning mun því fá tímabæra og alhliða kynningu í London. í Lista- og menn- ingamefnd Islendingafélagsins eru þær Erla Kieman, Guðrún Nielsen og Þórann Láras- dóttir og segjast þær einnig ætla að bjóða Lundúnabúum uppá íslenskar veitingar á borð við kaffi og kleinur. TRISTAN Gríbbin fer með hlutverk Guðríðar á ensku. FERÐIR GUÐRÍÐAR TIL GRÆN- LANDS LEIKSÝNING Brynju Benediktsdóttur um ferðir Guðríðar Þorbjamardóttur og ferðir hennar á elleftu öld er boðið til Grænlands í næstu viku. Leikið verður í Menningarsetrinu Kaduaq í Nuuk, en að boðinu standa Landa- fundanefnd Leifur Eiríksson, Kaduaq-húsið auk fleiri aðila. Leiksýningar Ferðir Guðríðar era fluttar á þremur tungumálum, íslenska útgáfan er leik- in af Ragnhildi Rúriksdóttur, sænsku útgáf- una leikur Bára Lyngdal Magnúsdóttir en Tristan Gribbin þá ensku. Leikhópurinn fór víða á sl. ári, sýndi í Færeyjum, Svíþjóð, á írlandi og í Kanada auk íslands. Grænlendingar völdu ensku útgáfu leiksýningarinanr, þar sem þeir ætla einnig að sýna hana nemendum framhaldsskólanna sem þátt í enskukennslu og sögu. Tvær sýn- ingar verða svo fyrir almenning í Nuuk. I Grænlandsförina fara, auk Brynju og Tristan, Margrét Örnólfsdóttir, höfundur hljóðmyndar og tónlistar og Jóhann Bjarni Pálmason, ljósahönnuður. I tilefni fararinnar verður aukasýning með Tristan Gribbin á morgun, sunnudag, kl. 20, í Skemmtihúsinu, vinnustofum leikara á Laufásvegi 22. Miðasala er í Iðnó. ÍSLENSKUR LISTADAGUR í LONDON ÍSLENSK LIST í ROYAL COLLEGE OF ART London. Morgunblaðið. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Asmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Samsýning 15 listamanna. Til 31. jan. Gallerí Horn Sveinbjörn Halldórsson. Til 10. febr. Gallerí Bflar & list Gunnar Þjóðbjörn Jónsson. Mokkakaffi Haraldur Karlsson. Til 5. febr. Gallerí Stöðlakot Guðmundur Oddur Magnússon. Til 14. febr. Gallerí Sævars Karls Gabríela Friðriksdóttir. Til 19. febr. Ljós- myndasýning Lavazza. Til 1. febr. Gerðarsafn Ljósmyndasýning: Blaðaljósmyndara og Ljósmyndarafélag Islands. Til 14. febr. Menningarmiðstöð Gerðuberg Alan James. Til 31. jan. Hallgrímskirkj a Þorbjörg Höskuldsdóttir. Til 18. febr. Hafnarborg Kaffe Fasett. Til 8. febr. Ingólfsstræti 8 Asgerður Búadóttir. Til 14. febr. Kjarvalsstaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Vestur- salur: Britt Smelvær. Miðrými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Gryfja: Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Til 14. febr. Arinstofa: Ný aðfóng. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Fjórir framherjar. Til 18. apríl. Norræna húsið Samískar listakonur. í anddyri: ljósmynda- sýning: Til 14. febr. Nýlistasafnið Norðurleið - Suðurleið. Til 31. jan. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reykjavíkur Tjarnarsalur: Ljósmyndasýning. TÓNLIST Laugardagur Hásalir: Petrea Óskardóttir, flautuleikari, Martinn E. Frewer, fiðluleikari og Þórhild- ur Jónsdóttir selióleikari. Kl. 16. Sunnudagur Bústaðakirkja: Kammertónleikar. Tríó Reykjavíkur og Sigurbjörn Bemharðsson. Kl. 20.30. Hallgrímskirkja: Schola cantorum. Kl. 17. Þriðjudagur Salurínn, Kópavogi: Þorsteinn Gauti Sig- urðsson. Kl. 20.30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Sinfóníuhljómsveit Is- lands, Mótettukór Hallgrímskirkju. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Brúðuheimili, sun. 31. jan. Fim. 4. febr. Tveir tvöfaldir, lau. 30. jan. Fös. 6. febr. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 31. jan. Solveig, sun. 7. febr. Abel Snorko býr einn, lau. 30., fös. 5. febr. Maður í mislitum sokkum, lau. 30. jan. Fim. 4., fös. 5. febr. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 30., sun. 31. jan. Sex í sveit, lau. 30. jan. Fim. 4. febr. Horft frá brúnni, sun. 31. jan. Búa saga, sun. 31. jan. Leiklestur sígildra Ijóðleika: Hippólítus, mið. 3. febr. Islenska Óperan Ávaxtakarfan, sun. 31. jan. HeHisbúinn, lau. 30. jan. Fim. 4., fös. 5. febr. Hinn fullkomni jafningi, sun. 31. jan. Fös. 5. febr. Loftkastalinn Mýs og menn, sun. 31. jan. Iðnó Frú Klein, sun. 31. jan. Rommí, fim. 4., fös. 5. febr. Tjarnarbíó Leikhúsið 10 fingur: Ketilssaga Flatnefs, frums. sun. 31. jan. Möguleikhúsið v. Hlemm Hafrún, sun. 31. jan. Snuðra og Tuðra, sun. 31. jan. Hugleikur: Nóbelsdraumur, frums. lau. 30. jan. Sun. 31. jan. Fös. 5. febr. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Ferðir Guðríðar, (ensk útgáfa), sun. 31. jan. Leikfélag Kópavogs Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði, lau. 30. jan. Leikfélag Akureyrar Pétur Gautur, lau. 30 jan. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.