Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 10
REGNSKOGAFOLKIÐ ____________EFTIR_________ SÓLVEIGU KR. EINARSDÓTTUR Cairns er vinsæll ferða- mannastaður á norðaustur- horni Astralíu. Þar er risin menninqarmiðstöð Tjapukai eða reqnskóqafólksins, sem eru Astralíufrumbyqgjar. Hefur tekist að endurlífqa deyjandi tunqumál þeirra oq sjálfir annast þeir að lanqmestu leyti rekstur stöðvarinnar sem hefur breytt viðhorfi fólks til menninqar frumbyqqianna. ÞETTA hófst allt saman þegar hjón með tvö börn ákváðu að setjast að í Ástralíu. í Sydney keyptu þau sér notaðan sjúkrabfl, hlóðu í hann föggum sínum og héldu norður á bóginn. Hún - dansari frá Kanada, hann - leikhússtjóri frá Bandaríkjunum. Þau komu til lítils þorps, Kuranda, í regnskóginum. Innan skamms voru þau farin að skipuleggja leikhús í þessu litla samfélagi. Don og Judy Freeman höfðu reynsluna. Þau höfðu starfað víða um heim, m.a. í Indlandi. Þegar þau tóku höndum saman við didger- idoo hljóðfæraleikarann, David Hudson og konu hans Cindy, sköpuðust áætlanir um að þróa sýningar svo ferðamenn gætu kynnst sér- stæðri menningu frumbyggjanna. Það sem hófst í litlum kjallara í Kuranda með Don, Judy, David og Cindy ásamt sex dönsurum hefur þróast upp í glæsilega menn- ingarmiðstöð í Cairns með inni- og útileikhús- um, útisýningarsvæðum, görðum og fieiru. Talið er að frumbyggjar Astralíu hafi mælt á yfir 200 tungur sem í dag eru að mestu leyti glataðar - m.a. vegna þess að ekki var um rit- mál að ræða en einnig vegna þess að hvíti mað: urinn ætlaðist til þess að menn töluðu ensku. I dag tala aðeins um 17 ættbálkar í norðurhluta Ástralíu sitt eigið mál. Fyrir áratug voru aðeins tveh' Tjapukai frumbyggjar sem gátu talað móðurmál ætt- bálks síns. Tilraunir til þess að endurvekja tunguna hófust árið 1987. Síðan þá hefur tung- an lifnað við og er eina dæmið, sem vitað er um, að tungumál sem var að deyja út hafi lifnað við í Ástralíu. í menningarmiðstöðinni er nú sungið á þessu máli og leikarar mæla á Tjapukai máli sem síðan er túlkað á sjö tungumál í tækjum þeim sem eru við hvert sæti í leiksölunum tveimur. Nútímatækni er notuð til hins ýtrasta svo áhorfendur fái sem allra mest út úr sýning- unum. Bannað að mæla á siH móðurmál Hvemig mátti það gerast að Tjapukai fólkinu varð svo vel ágengt í að endurvekja tungu sína? Tungu sem því hafði verið stranglega bannað að mæla á af hvítri yfirstétt, auk þess sem sam- band milli kynslóðanna hafði rofnað er börnum Tjapukai fólksins var rænt frá foreldrunum (eins og öðrum frumbyggjabörnum) og komið fyrir á trúboðsstöðum. Þá var skipt um nöfn á bömunum. Þau fengu ekki að heita frumbyggj- anöfnum sínum heldur voru þeim gefin ný ensk nöfn. Menning, sjálfsímynd og tungumál Tjapukai var álitið einskis virði. Hópi frumbyggja sem var einlægur og brennandi í andanum af áhuga, tókst með sér- stakri áætlun að vekja áhuga þjóðfélags þeirra á málinu. Æfður tungumálakennari og mann- fræðingur, Michael Quinn og Roy Banning, annar þeirra sem enn gat talað Tjapukai málið, hófu samvinnu við þá sem enn kunnu hrafl í málinu og nokkra listamenn. Þeir stjórnuðu málakennslu og bjuggu til kennslugögn. Gam- ELDURINN: I lífsbaráttu frumbyggjanna hefur það verið grundvallarþekking að kunna að kveikja eld og þeirri þekkingu er miðlað frá kynslóð til kynslóðar. ■ ■ FRUMBYGGJABARN: Andlit þess endurspeglar von um framtíðina ásamt djúpri virðingu fyrir siðvenjum hins liðna. LÍFSBARÁTTAN: Innan um vatnaliljurnar er fuglalíf og þar er því veiðistaður. Til þess að veiða vatnafugl notar frumbygginn búmerangið. alt fólk tók að rifja upp orð og unga fólkið fylltist áhuga. Tungumálið tók að blómstra ásamt menn- ingarstarfsemi danshóps Tjapukai sem tók höndum saman við áhugamannahópinn. I sameiningu hefur þessum aðilum tekist að vekja sterka sjálfsvirðingu og stolt á menningu og tungu Tjapukai ættbálksins. í dag er tungumál og menningardagskrá Tjapukai kynnt í öllum bekkjum þriggja ríkisskóla. Álit manna á Tjapukai frumbyggjunum í sam- félaginu hefur vaxið mikið og árekstrum milli frumbyggja og annarra þegna hefur fækkað til muna. Regnskógar og kóralrif Cairns er afar vinsæll og aðlaðandi ferða- mannastaður í hitabelti norðaustur Ástralíu. Ekki er það borgin sjálf sem heillar mest heldur regnskógar, fámennar hvítar strendur, kóral- rifið mikla (The Great Barrier Reef) og síðast en ekki síst Tjapukai regnskógafólkið. Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég kom til menningarsetursins sem margoft hefur hlotið ferðamálaverðlaun jafnt Drottningar- lands sem Ástralíu allrar. Leik- og danssýning- in komst m.a.s. í Metorðabók Guinness árið ‘96 en sýningar urðu 7.000 frá 12. maí ‘87 til maí ‘96 í Kuranda þorpinu sem liggur í hæðunum fyrir ofan Caims. Áhorfendur urðu 1,2 milljónir. Árið 1996 var svo flutt í hin nýju húsakynni í útjaðri Cairns við rætur regnskógarins. Margir spáðu að fyrirtækið færi á hausinn og allt myndi fara úrskeiðis á nokkrum vikum. Reyndin hefur orðið þveröfug. Þetta níu milljón dollara (ástralíudollarar) fyrirtæki hefur fleiri frumbyggja í þjónustu sinni en nokkurt annað einkafyrirtæki í Ástralíu. Af 80 starfsmönnum era 85% frumbyggjar. Stoltið sem lýsti úr aug- um og hreyfingum þessa fallega fólks sem vann á staðnum var nánast áþreifanlegt. - Tjapukai og Yirrgandyji ættbálkurinn eiga saman 51% hlutafjárins en ýmsir aðilar 49%. Full samráð voru höfð við eldra Tjapukai- fólkið og hefur það samþykkt allar dagskrár - „...og eldra fólkið er afar vandfýsið og smámunasamt,“ segir Judy Freeman. Þess vegna má treysta því að allt sem boðið er upp á er ósvikið. Of langt mál yrði að lýsa Töfrasvæðinu milli leiksalanna þar sem heillandi listaverk prýða veggi og safngripir frá steinöld eru geymdir. Töfrasvæðið er ekki eingöngu sýningarsalur með nútíma og forn listaverk heldur einnig móttökusalur íýrir fjölda gesta. Of langt mál yrði einnig að koma inn á svið- setningar, leik- og danssýningarnar. En sem dæmi um þá vandvirkni og alúð sem lögð hefur verið í alla hluti mætti geta þess að stéttin fyrir framan innganginn er lögð handgerðum keram- ikflísum sem eru eins og púsluspil í laginu. Hver flís er lítil eðla sem faðmar þá næstu að sér. Á sama hátt skreyta skjaldbökur hluta af Boomerang-veitingasalnum (sem tekur eitt hundrað til þrjú hundruð og fimmtíu gesti) en réttir þar eru metnir á fimm stjörnur. Virðið alla menn... Þegar bardagamaður dansar verður hann eitt með móður jörð og dýrunum. Þannig sýnir hann djúpa virðingu fyi-ir menningu sinni. Eftir að karldansaramir hafa dansað kengúrudansinn, slöngudansinn, sýnt okkur hvernig þeir kveikja _1 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.