Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 20
HUGLEIKUR FRUMSÝNIR NÓBELSDRAUMA í MÖGULEIKHÚSINU í KVÖLD .„HURÐARLAUS HELVÍTIS FARSI" Leikfélagið Hugleikur frumsýnir leikritið Nóbels- drauma í Möguleikhúsinu við Hlemm í kvöld kl. 20.30. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR hitti höfundinn, leikstjór- ann og einn tónlistar- mannanna að móli oq flrennslaðist fyrir unf~ vandræðaskáldið Hallfreð Högnason og lífið í leikhúsi Rósants Rósinkranzsonar. LEIKRITIÐ gerist á haustdögum og í byrjun vetrar 1999 í atvinnuleik- húsi hér í bæ, sem á í fjárhagslegum og listrænum erfiðleikum. Það hefur ráðið til sín nýjan mann til að drífa leikhúsið upp úr lægðinni. Hann hefur að vísu eiginlega aldrei í leik- hús komið en hann er viðskipta- fræðingur með gráðu í gæðastjórnun. Hann hefur áður rekið ferðaskrifstofu og þess vegna er það sætanýtingin sem skiptir meg- inmáli," segir höfundur leikritsins, Ami Hjartarson. „Til þess að laga þetta með sætanýtinguna ákveður hann að ráða til leikhússins stjömur og frægt fólk, þ.e.a.s. leikstjórann Fjólu Fíf- ilsdóttur, sem hefur verið að gera það gott í London og París, og þekktasta rithöfund landsins, ástmög þjóðarinnar, sem er að vísu óþolandi persóna. Hann er búinn að fá bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs og það er orðrómur um að hann hafi verið nefndur á nafn í nóbelsnefndinni. Með aðstoð þessa fólks ætlar leikhússtjórinn að gera kassa- stykki, sem rífi leikhúsið upp úr lægðinni og geri það vinsælt á ný. Hann borgar rit- höfundinum þrjár milljónir fyrir handritið strax í upphafi og svo er farið af stað. Þá kemur að vísu í ljós að hann er ekki búinn að skrifa handritið en ætlar að gera það í •4 leiksmiðju og með spuna - það era nútíma- vinnubrögð. En fljótlega á æfingatímabilinu sjá menn að það er einhvem veginn farið að halla undan fæti hjá rithöfundinum, þó að það hafi verið búið að þurrka hann upp fyrir nokkram áram og hann hættur í dópinu, þá er hann orðinn svo undarlegur til augnanna og eitthvað ruglaður. Það kemur ekkert frá honum og það er helst að byggja á spunan- um sem verður til hjá leikhúsfólkinu. Þetta er svona í stórum dráttum línan fram að hléi,“ segir höfundurinn og þagnar snarlega. „Þá breytist þetta í svarta kómedíu,“ segir leikstjórinn, Sigrún Valbergsdóttir, leyndar- dómsfull á svip, og að þeim orðum sögðum er ekki hægt að toga meira upp úr þeim um framvindu verksins. ^ Undurfagur ásfarsöngur breytist i galsafenginn cancan Þetta er fimmtánda starfsár Hugleiks, sem hefur um langt skeið sett nýtt íslenskt leikrit á svið árlega. Sigrún orðar það þannig að Hugleikur sé kominn fram yfir fermingu. AUs taka tuttugu leikarar þátt í sýningunni að þessu sinni, auk þess sem fjögurra manna hljómsveit, Dínamít, er á sviðinu allan tí- mann. Hljómsveitarstjóri, trommuleikari og útsetjari er Þorgeir Tryggvason. Hann hef- ur, ásamt öðrum í hljómsveitinni, fært lögin í hljómsveitarbúning og gert raddsetningar íyrir söngvarana. Hljómsveitina skipa auk ^ Þorgeii-s þau Fríða B. Andersen, Bergþór v Hauksson og Þormóður Dagsson. Auk þess að vera höfundur leikritsins hefur Árni Hjartarson samið alla tónlistina í sýning- unni. „Það vandaverk hvílir á herðum Þor- geirs að gera þessa músík mína að frambæri- legu efni fyrir hljómsveit,“ segir Ámi. „Ég er eiginlega að þýða mann með kassagítar yfir í fjögmra manna hljómsveit og kór,“ segir Þorgeir. Árni segir að oft uppgötvist að lagið eigi heima í búningi sem tónskáldið hafi ekki órað fyrir. „Og sem tónskáldið kærir sig jafnvel ekkert um,“ bætir Þorgeir við og vís- ar þar sérstaklega til undurfagurs ástar- söngs sem í meðföram hljómsveitarinnar breyttist í galsafenginn cancan. Auk þess að leika og syngja lög Arna sér hljómsveitin svo um öll áhrifshljóð í sýningunni. Söguþrseðir renna saman í helstu hlutverkum eru eftirtaldir: Arnar Hrólfsson leikur leikhússtjórann Rósant Rósinkranzson, Jóhann Davíð Snorrason leikur rithöfundinn Hallfreð Högnason, Berglind Steinsdóttir er í hlutverki Fjólu Fifilsdóttur leikstjóra og Sesselja Trausta- dóttir leikur Sölku Völkudóttur matráðs- konu. í hlutverkum leikaranna era Þórann Guðmundsdóttir, sem leikur Gyðu Goðadótt- ur, Jóhann Hauksson leikur Geir Granason, Einar Þór Einarsson er í hlutverki Hrafns Svanssonar, Ylfa Mist Helgadóttir leikur Lóu Spóadóttur og Unnar Geir Unnarsson Bjart Svansson. Með hlutverk sjónvarpskon- unnar Sjónu Sen fer Sigríður Lára Sigur- jónsdóttir. Að leikmyndinni stendur heill hópur manna; Árni Baldvinsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Hanna Kr. Hallgrímsdóttir, Jón Orn Bergsson og Þorgerður Hanna Hannesdóttir. Búningana hafa hannað þær Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Hildur Þórðardóttir og lýsing er í höndum V. Kára Heiðdal. Þó að þau Árni, Sigrún og Þorgeir fáist ekki til að segja meira um framvindu leiksins en þegar er sagt eru þau beðin um að segja aðeins meira um samskipti persónanna á sviðinu. Sigrún leikstjóri verður fyrir svör- um: „Leikritið endurspeglar það sem er að gerast á milli fólksins í leikhúsinu og að sjálfsögðu verður síðan til leikrit í leikritinu. Smám saman renna þessir söguþræðir svolítið saman. Og eins og alltaf er þar sem miklir listamenn eru að störfum, þá verður erfitt að hemja tilfinningarnar og þær fara út um víðan völL Fólk er til dæmis ekki alltaf alveg klárt á því hvern það elskar, hvort það elskar hann eða hvern það elskar mest og þetta getur raglað fólk dálítið í ríminu. Eig- inlega má segja að það „blæði“ á milli þess- ara tvenns konar veruleika," segir hún. „Þama eru ungir leikarar sem eru að hefja störf og eldri leikarar sem era orðnir viður- kenndar prímadonnur og fastir í sessi og það er komin hefð á það í leikhúsinu hver leikur hvers konar hlutverk, hverjum er gefinn séns og hver fær aldrei séns. Svo skiptir ekki minnstu máli athygli fjölmiðla, athyglissýkin gagnvart fjölmiðlunum er gengdarlaus. Eins og gefur að skilja era það jú fjölmiðlamir sem gera fólk að stjörnum - bara svo þú vitir það,“ segir Sigrún við blaðamanninn. „Þar blæðir nú greinilega á milli okkar og þeirra,“ laumar Árni að. „Þegar atvinnuleikhúsið reynir að vera Hugleikur" Það reynist ekki með öllu auðvelt að skil- greina hverskonar leikrit Nóbelsdraumar sé. Meðal þess sem ber á góma er leikrit með söngvum, leikrit með óperettuívafi, svört kómedía og farsi. „Ég vil nú halda því fram að þetta sé ekki farsi vegna þess að það vant- ar hurðimar,“ mótmælir höfundurinn. „Þetta er hurðarlaus farsi,“ leggur leikstjór- inn til. Tónlistarmaðurinn Þorgeir hefur aft- ur á móti fundið lausnina: „Þetta er hurðar- laus helvítis farsi,“ segir hann og virðist nokkuð ánægður með hina nýju skilgrein- ingu. En leikstjórinn er ekki hættur: „Þetta er ekki bara hurðarlaus helvítis farsi, þetta er nefnilega líka hugleikskur farsi. Og það þýðir að maður leyfir sér ýmislegt í sýning- um Hugleiks, sem myndi hvergi nokkurs staðar annars staðar vera leyfilegt. Það besta við þessa skilgreiningu er að það getur enginn sett nákvæmlega fingur á hvað það er sem er hugleikskt. En við Hugleikarar höfum þó tekið eftir því á þessum fimmtán áram sem félagið heftir verið til að það eru margir sem hafa reynt að tileinka sér það hugleikskasegir Sigrún. „Þetta er leikrit um hvað gerist þegar atvinnuleikhúsið reyn- ir að vera Hugleikur," bætir Þorgeir við. GOÐSAGNAKENND MYNDAVÉL „LOMO-myndavélin rússneska er orðin goðsögn og tískufyrirbrigði í hinum hátæknivædda heimi okkar,“ segir Guð- mundur Oddur Magnússon, sem opnar sýningu í Stöðlakoti á laugardaginn kl. 15. „Annars veg- ar sýni ég mynd- ir af húsum á Akureyri og hins vegar portrett- myndir af ís- lenskum lista- mönnum og flestar myndanna eru teknar á LOMO-myndavélina en síðan eftirunnar í tölvu og og bleksprautuprentaðar. Einnig sýni ég veggspjöld og fleira. LOMO-myndavélin var framleidd í Pét- ursborg á Sovéttímanum en síðan var framleiðslan lögð niður. Myndavélin er sett saman í höndum úr 417 pörtum og þykir svo slæm að hún er nánast léleg. Henni fylgir ágætt skrúfjárn til viðgerða ef partarnir skyldu losna. Það voru tveir ungir í menn í Vínarborg sem hófu aftur framleiðslu LOMO-vélarinnar og nú er hún orðin algjört tískufyrirbrigði, margar helstu stjörnurnar í ljósmyndaheiminum eiga svona vél, og um hana hefur verið stofnað sérstakt félag og opnuð vefsíða. Mér þykir dálítið gaman að þessu og hef verið útnefndur LOMO-sendiherra á ís- landi af framleiðandanum," segir Guð- mundur Oddur. Hann segist hafa gaman af að blanda saman svo frumstæðri tækni og beita svo hátæknilegum aðferðum við að vinna myndirnar. „Ég beiti svokallaðri „Photomapping“-aðferð, kortlegg mynd- irnar í tölvu og prenta þær svo út í bleksprautuprentara.“ Guðmundur Oddur var nemandi í nýlistadeild Magnúsai- Pálssonar við MHÍ 1977-79 en dvaldi síðar um fimm ára skeið í Vancouver í Kanada þar sem hann lærði ljósmyndun og grafíska hönnun við Emily Carr Institute of Art & Design þar í borg. Hann var einn af stofnendum Rauða húss- ins á Akureyri og rak um tíma vinnustofu í Listagilinu á Akureyri. Síðastliðin sjö ár Guðmundur Oddur fengist við kennslu ásamt ýmsu öðru og er núna deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla íslands í Reykjavík. Sýning Guðmundar Odds í Stöðlakoti stendur til 14. febrúar og verður opin dag- lega frá 14- 8. Guðmundur Oddur Magn- ússon með hina eftirsóttu LOMO-myndavél. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.