Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 4
 BRENNUOLDIN II // OKYRLEIKI OG PLAGA AF VONDUM AN DA" Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. PÍSLARSAGA síra Jóns Magnússonar lýsir af fjálgleik miklum djöfullegum ásóknum Kirkjubólsfólksins á Skutulsfjarðarklerkinn og heimilisfólk hans og eru hugarflugi höfundar lítil takmörk sett. __________EFTIR_________ ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR í þessari grein og tveimur næstu, verður fjallað um þá embættismenn þjóðar- innar sem tíðast eru nefndir í tengslum við galdramálin, ýmist fyrir þá sök að hafa kynt undir ofsóknirnar, eða vegna hins að þeir hafi látið sér fátt um finnast. Galdraofsóknirn- AR sem gengu yfir land- ið á sautjándu öld, þegar galdramenn voru saksóttir og margir hverjir dæmdir til þess að brennast á báli, voru ekki einangrað fyrir- bæri. Þær spruttu upp sem angi af atburð- arás sem nefnd hefur verið „Galdrafárið í Evrópu" og hafði verið að þróast um tveggja alda skeið annarsstaðar í álfunni. Um það leyti sem ofsóknimar höfðu náð hámarki í nágrannalöndum okkar og voru teknar að hjaðna, bæði þar og annarsstaðar, hófust Is- lendingar handa við að saksækja galdrafólk og taka það af lífi. Var beitt sama dugnaði við refsingar í galdramálum sem öðrum óbótamálum hér á landi á sautjándu öld. Hæst risu ofsóknimar þó á Vestfjörðum þar sem saman fóm kraftar tveggja áhrifamanna um það leyti, prófastsins Páls Bjömssonar í Selárdal sem þótti landsins merkasti guðfræðingur, og Þorleifs Kortssonar sýslu- manns sem síðar varð annar tveggja lög- manna landsins (að norðan og vestan). Fyrir tilstilli þessara tveggja manna var alið á galdraótta og ofstæki sem á fáa sína líka, þó langt sé leitað. I þessari grein og tveimur næstu, verður fjallað um þá embættismenn þjóðarinnar sem tíðast era nefndir í tengslum við galdra- málin, ýmist fyrir þá sök að hafa kynt undir ofsóknimar, eða vegna hins að þeir hafi látið sér fátt um finnast. Til að byrja með beinist athyglin að atburðum sem áttu sér stað vest- ur á fjörðum, á síðari hluta 17du aldar. Um það leyti (1654-1680) lék djöfullinn lausum hala þar um slóðir, einkum í námunda við klerka og sýslumenn í Barðastrandar- og Isafjarðarsýslum. Til dæmis varð mikill galdra- og djöfulgangur með nokkram hléum á Ströndum, á árunum 1652-80, nánar til- tekið í Trékyllisvík. Svæsnastar urðu ásóknir djöfulsins á áranum 1652-54, og greinir Bail- árannáll svo frá að haustið 1652: ... kom ókyrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík, með því móti, að opt á einum degi og mest í kirkjunni, þá prédikað var, vissu menn ei betur, en hann hlypi ofan í kverkar á fólki, svo það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en þá það létti af, fann það á sér ekkert mein; fengu það þær kvennpersónur, sem óspilltar píkur vora. (Annálar III, 210) Ósköp þessi héldu áfram næstu misserin og kvað mest að þeim í sjálfri kirkjunni eins og fram kemur í Fitjaannál þar sem segir að messa hafi naumlega verið framin fyrir hljóðum kvenna „mási, froðufalli og ofboði, svo opt vora úr kirkjunni útbomar 4, 5, 10, 12 og fleiri, á einum helgum degi, hvað skelfilegt var, en miklu skelfilegra á slíkt að horfa og nálægur vera“ (Annálar II, 174). Urðu málalyktir þær að sýslumaðurinn, Þor- leifur Kortsson, lét brenna þrjá menn og varð frægur af. „Var bil á harmkvælum fólksins fram að jólum, síðan kom plágan á það aptur og öllu meiri en fyr og er enn 1655“ segir í Ballarárannál (Annálar III, 212). „Þumlungur" faer kvef Það voru þó ekki aðeins veraldleg yfirvöld, heldur einnig klerkar umdæmisins sem stóðu í ströngu um þessar mundir. Sóknar- presturinn á Eyri í Skutulsfirði, síra Jón Magnússon „þumlungur" varð um skeið und- irtroðinn og á sálu kraminn af ásóknum djö- fulsins sem hann taldi sendan sér af þeim Kirkjubólsfeðgum, Jóni og Jóni Jónssyni, veturinn 1655. Eftir að hann fékk því fram- gengt, fyrir tilstilli valdsmannsins Þorleifs Kortssonar, að koma þeim feðgum á bálið vorið 1656, reyndi hann að uppræta Þuríði, dóttur eldra Jóns og systur þess yngra á sama hátt, án árangurs. Varð klerki svo mik- ið um ósigur sinn í því máli að hann setti saman ítarlegt vamai-skjal sem nefnt hefur verið Píslarsaga síra Jóns Magnússonar. Rit þetta lýsir af fjálgleik miklum djöfullegum ásóknum Kirkjubólsfólksins á Skutulsfjarð- arklerkinn og heimilisfólk hans umræddan vetur, og era hugarflugi höfundar lítil tak- mörk sett. Lýsingar Jóns þumlungs á vanlíðan sinni og túlkun hans á atburðum umhverfis hann hafa löngum þótt bera vitni um geðsýki á háu stigi. Krampaflog með mási og froðufalli, sem komu yfir síra Jón og heimilisfólk hans, eru einkenni sem einatt hafa verið sett í samband við sefasýkisfaraldur (hysteríu), og koma við sögu galdramála hér á íslandi sem annarsstaðar í Evrópu. Hér er þó vert að nefna, að greinarhöfundur hefur í öðra riti (TMM 1992:4, 32-37) leitt að því rök, að það sem raunveralega amaði að á Eyrar-heimil- inu þennan örlagaríka vetur hafi verið skæð kvefpest eða inflúensa með þeim líkamlegu einkennum sem við má búast af slíkri sótt; eymaverk, brjóstþyngslum, hitaskjálfta og almennri vanlíðan, sem Jón þumlungur lýsir nákvæmlega í riti sínu. Þegar klerkur lýsir því hvemig djöfullinn leggst yfír hann „í hundslíki“ svo hann getur sig hvergi hreyft, er í raun verið að lýsa máttleysistilfinningu sem fer saman við verki í hálsi og brjóstholi, en „djöfullinn" læsir einmitt klónum í háls síra Jóns. Hann greinir einnig frá því þegar djöfullinn hvæsir í eyra hans með „viður- styggilegu hljóði - og innan í eyranu með óg- urlegri og andstyggilegri skelfingu, eftir því eg vel vissi, að það var hinn argi djöfull" (Píslars., 61). Þessi lýsing minnir óneitanlega á einkenni eyrnabólgu sem er algengur fylgi- kvilli hálsbólgu en hvort tveggja kemur oft í kjölfar inflúensusýkingar. Granur um að smitandi inflúensa eða kvefpest hafi gengið í Skutulsfirði haustið 1655, og orðið upphafið að málaferlunum gegn Kirkjubólsfeðgum, styrkist við það hvemig heimilisfólkið á Eyri og gestkomendur þar taka að kvarta undan „fiðringi, dofa, hita og kulda - brana um bijóstið, -. nístingskulda, sumir um slög yfir höfuðið, sumir fyrir brjóstið, sumir um böggul eða bita í kverkum sem færði sig stundum ofan að brjóstinu" (Píslars. 59). Þá kemur fram að „sumar persónur vora slegn- ar í ómegin, sumar því nær. Hér að auki: á nætumar hræðilegar fælur, og að rúmin titruðu og hristust“ (Píslars. 59-60). Vert er að taka fram að ásóknir þessar, sem álitnar eru galdrar þeirra Kirkjubólsfeðga, eiga sér stað í upphafi aðventu, þ.e. á þeim tíma árs þegar veðrabrigði eru tíðust. Þarf vart að minna á, að sýkladrepandi lyf voru ekki kom- in til sögunnar á dögum síra Jóns Magnús- sonar, og því líklegt að svæsin kvefsýking hafi átt geiða leið að fólki í vetrarbyijun, ekki síst í köldum húsum. Þegar líður á vet- urinn - vanlíðanina sömuleiðis - verður hins- vegar erfitt að gera greinarmun á líkamlegu og andlegu ástandi prestsins, enda verður ekki annað séð en hann hafi sjálfur tapað þeim áttum. Sálsýki síra Jóns - eða öllu held- ur það að merkirigarheimur hans er þarna orðinn gegnsósa af galdrótta - nær um síðir yfirhöndinni. Þannig verða líkamleg veikindi til þess að ýta undir andlegar hremmingar 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 30. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.