Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1999, Blaðsíða 15
DÁTAR HEIMSVELD- ISINS í DJÚPUM SKIT EFTIR TÓMAS HOLTON Höfundurinn var liðsmaður á flaggskipi tundurskeyta- flota Bandaríkjanna á Kyrrahafi 1955 og segir frá skoplegri uppákomu þegar mannskapurinn fékk land- gönguleyfi á Taívan. KAOSHUNG er á suðurströnd Taívan. Það var 1955 og nánast þeir einu í heiminum sem vissu hvar Kaoshung var á hnettinum voru þeir sem þar bjuggu. Skipið mitt, bandaríska flota- skipið Hamilton County (LST g02), skreið inn á það sem aðeins gat í spaugi kallast höfn. Hún var rétt nógu stór til að rúma eitt lítið skip, skipið okkar. Við bundum landfestar nærri malarvegi einum og renndum í land þykkum viðarplanka sem varð að duga okkur sem landgangur. Handan vegarins var hinn öflugi her Taívan við æfingar. Menn fóru þar yfir og undir óyfir- stíganlegar hindranir til undirbúnings stríði við Kína sem enn hefur ekki séð dagsins ljós. Siglingin hafði verið erfið frá heimahöfn okkar, Sasebo á eyjunni Kyushu í Japan. Öll sigling er erfið á skipi sem þessu sem þekkt er undir stöfunum LST en gárungamir nefna „hægfara skotmark“. Þetta eru sennilega óstöðugustu skip sem smíðuð hafa verið og eru einu skipin sem ég hef heyrt um sem velta og taka dýfur í slipp. Aðeins þeir sem starfað hafa á slíku skipi geta ímyndað sér hvemig þar er um borð í stormi og stórsjó úti á Kyrrahafinu. Ekki var óalgengt að á þeim mældust veltur upp á 50% eða meira. Eftir slíkt ferðalag til Suður-Taívan vai' ekki að undra þótt áhöfnin væri þreytt, úrill og mikið þyrst eftir allt sem hún hafði mátt þola marga svefnlausa daga og nætur. Þegar menn höfðu farið í sturtu, rakað sig og klæðst drifhvítum hitabeltisbúningi vom hundrað manns úr áhöfninni reiðubúin í land- gönguleyfið, sem merkir það sama í huga sjó- manna um allan heim, nefnilega að þeir fái að stíga á þurrt land. En í huga margra merkir það líka að finna vel birgðan bar. Fyrir ýmsa þýðir það líka að finna lystisemdir holdsins. Frí merkir þann fjölda klukkustunda sem hver sjóliði hefur til að ljúka hverju því sem hann er að gera sér til ánægju áður en hann verður að skila sér aftur um borð. Hann verður að vera þar á réttum tíma eða kalla ella yfir sig reiði guðs sem annars er þekktur sem kafteinninn. Frá blístru bátsmannins bárust 'ljúfir tónar sem boðuðu upphaf landgönguleyfisins hjá þeim sem frívaktina áttu. Frá 75 manns bárust hróp og köll þar sem þeir hlupu eftir handriðs- lausum landganginum og kvöddu um sinn bandaríska fánann. Það var sjón að sjá. Á veg- inum við enda landgangsins stóðu tvær gaml- ar, bandarískar, ryðgaðar rútur sem augljós- lega höfðu séð sinn fífil miklu fegri. Þessi hóstandi, reykspúandi farartæki áttu að aka mönnum mínum til þess sem allir vonuðu að væri borg. Fyrirmæli höfðu verið gefin um að rútumar ækju á milli á heila tímanum til klukkan eitt um nóttina en þá átti undantekn- ingalaust hver einasta sál að hafa skiiað sér aftur um borð. Ég var 21 árs og skipið, foringjasveitin (við vorum flaggskip tundurskeytaflotans á Kyrra- hafi) og örlög allrar áhafnarinnar voru í mínum höndum. Ég var það sem kallað var stýrimað- ur. Það yrði skylda mín þar til annar foringi tæki við að ákvörðun yfirmanns míns og ekki fyrr. Með öðrum orðum, hvað sem gerðist og færi vel var eðlilegt. Hvað sem gerðist á minni vakt og færi illa væri mín sök. Sérhver stýrimaður sögunnar þekkir reglurnar, án til- lits til tegundar skipsins. Skipið er á hans ábyrgð jafnt á sjó sem í höfn þar til hann hefur verið leystur af hólmi. Bandaríski flotinn er ekkert öðruvísi en íslenski togaraflotinn hvað snertir skyldur stýrimannsins. Það var skrítið að sjá engan koma með níu- og tíurútunum. Allir foringjarnir komu aftur með ellefu- og tólfrútunum en hins vegar eng- inn hinna óbreyttu. Aðeins var ein ferð eftir og allir urðu að skila sér með rútunum eða lenda í alvarlegu klandri ella. Loksins komu tvær síð- ustu rútur næturinnar í sjónmál. Inniljósin voru kveikt og ég sá hvar hnefar voru á lofti. í því að fyrri rútan kom fyrir hornið flaug út úr henni hvítur skrokkur og hafnaði inni í runn- um. Maðurinn hentist á fætur og hljóp síðan eins og fætur toguðu í áttina til skipsins hróp- andi: „Hjálpið mér!“ „Madman ætlar að drepa mig eða eitthvað þaðan af verra,“ öskraði náungi að nafni Fulton. Ég trúði honum eins og allir aðrir sem þekktu Madman (það var hans rétta nafn), Blackfoot-indíána sem ég man enn að hafði heimilisfangið c/o Homer Pennywise Drugstore, Crazy Horse í Montana. Ég á enn ljósmynd af okkur saman, ásamt hin- um ólánssama Fulton og öðrum í hinni dásam- legu áhöfn skipsins. Hvílíkur dásemdarfloti aðallega táninga undir stjóm liðlega tvítugra ungmenna eins og mín. Gamli maðurinn, eins og sldpstjórar eru jafnan kallaðir, var aldurs- forsetinn um borð, 35 ára. Þegar rútumar komu að landganginum hættu skyndilega rysk- ingarnar. Dauðaþögn lagðist yfir allt. Ég var mjög heppinn þessa nótt því með mér á vaktinni voru tveir af stærstu og sterk- ustu mönnum skipsins. Þeir hétu Novak og Evans og ég reyndist þurfa mikið á þeim að halda. Þegar enginn kom út úr rútunurn fórum við að kanna málið. Ég hef aldrei á ævinni séð annað eins at. Hvai’vetna var blóð og æla. Allir mennimir voru útúrdrukknir. Margir voru „dauðir" eða því sem næst. Áfengi heima- manna, hvert sem það var, hafði lagt þá alla með tölu. En þá var ekki nærri öll sagan sögð. Eitthvað annað lá í loftinu og það lyktaði mjög illa. Brún leðja þakti alla mennina. Hún leit út eins og saur. Hún lyktaði eins og saur. Hún var saur. Hún var mannasaur. Áður en lengra er haldið er rétt að ég skýri hina mjög svo skiljanlegu uppsprettu alls þessa saurs. Taívan var á þessum tímum ekkert frábrugðið öðrum stöðum í Austurlöndum fjær, að meðtöldu Japan. Á hverju heimili var öllum saur safnað sem til féll. Saur var mjög verðmætur áburður á grænmeti og aðra upp- skeru á nálægum býlum. I Austurlöndum fjær lagði hver sinn saur af mörkum. Það var aðeins eðlilegt. í flestum Asíulöndum kom „hunangs- fötumaðurinn" í heimsókn hvem morgun. Hann bar tvö risastór keröld á rá yfir axlimar og safnaði í þau öllum kúknum frá deginum áð- ur. Hver hafði sinn hátt á en í Kaoshungit var þetta mjög einfalt. Allt heimilisfólkið hjálpaði hunangsfötumanninum með því að flytja allan sinn saur út á veg við hlið saurs nágrannanna. Af því leiddi að með svona 25 metra millibili lá haugur af saur og öðrum úrgangi sem um dimma nótt leit út eins og hver annar moldar- haugur. Enginn skal segja mér að Kínverjar hafi ekki gott skopskyn. Fyrst bmgga þeir 90% sterkt áfengi sem hefði borið jafnvel Paul Bunyon ofurliði og vísa síðan ráðvilltum Band- aríkjamönnum á sauriþakinn, myrkan veg aft- ur til skips. Þeir Kínverjar sem við sögu komu hlógu líka mikið að þessu. Það sem gerðist var þetta. Síðustu rúturnar stönsuðu á óupplýstum vegum Kaoshung klukkan eitt um nóttina og grunlausir gleðimennimir stigu út í það sem virtist vera hnéhár moldarhaugur. Dauða- drukknir mennimir sukku hver af öðrum upp að hné í saur þegar þeir stigu út úr rútunni. Sumir misstu meðvitund og féllu á andlitið of- an í eðjuna. Rafvirkinn okkar, Thomas að nafni, var einn þeirra sem lyfta varð upp úr gumsinu. Þetta var það sem við okkur Evans og Novak blasti þessa febrúarnótt 1955, tvær rútur fullar af mönnum illa til reika og sumum í nær algjöm öngviti. Þeir áttu þrennt sameig- inlegt: Þeir voru allir dauðadrakknir, þeir vora allir ataðir saur og að þeim öllum hlógu tveir kínverskir rútubílstjórar krampakenndum hlátri. Við urðum að ákveða hvað gera skyldi við alla þessa saurugu menn. Ekki gátu þeir farið þannig til vistarvera sinna. Novak og Evans bragðu því á eftirfarandi ráð. Þeir skrúfuðu frá sturtu í afmengunarklefa á fram- dekkinu sem nota átti ef til eiturefnahemaðar kæmi. Þeir sem skárst voru á sig komnir vora studdir þangað og leyft að baða sig í öllum fót- um. Því næst vora þeir látnir afklæðast og fara GREINARHÖFUNDURINN fyrir miðju í fremstu röð ásamt nokkrum af félögunum sem gengu á landi í Taívan. síðan undir sturtuna aftur en var að því búnu fylgt til káetna sinna, hvort sem þeir vissu hvar þeir voru eða ekki. A þá sem hvergi máttu sig hræra notuðum við lítinn krana, festum á hann stórt vörunet og sveifluðum því út á veginn. Þar var sofandi mönnunum staflað í netið og því síðan lyft upp á aðra vöralestarlúguna. Þaðan vora mennirnir bomir undir sturtuna og síðan í rúmið. Klukkan þrjú um nóttina var allt dottið í dúnalogn og sjóliðarnir 75 lágu hreinir í rúmum sínum eins og nýfallin mjöll. Þeir voru með timburmenn í viku á eftir og hafa öragg- lega aldrei gleymt þessari nótt í Kaoshung, þótt þeir að vísu muni fæstir nokkuð eftir henni. Mér hefur oft orðið hugsað til þess sem ég varð þama vitni að. Ég sá bæði leikrit og kvik- mynd sem Henry Fonda lék í og sýndi svipaða uppákomu þótt með mun þekkilegri hætti væri. Verkið hét Herra Roberts og þótti mjög fyndið. Ég held að þessi reynsla mín af Madm- an og öðram úr áhöfn Bunnys, kafteininum auðvitað og foringja að nafni Prascieski (íra að sjálfsögðu), slái við öllum sjóferðasögum sem ég hef heyrt sem ekki era skáldskapur. Ekki hafði ég hugmynd um það þá að fáein- um árum eftir þessa atburði í Austurlöndum Qær hæfi ég það sem reyndist verða lunginn af ævi minni á annarri eyju. ísland er nánast eins langt frá Taívan og mögulegt er án þess að vera á annarri plánetu. Eg bý nú á íslandi en þessir atburðir nætur Mykjuhauganna miklu á Taívan era mér jafnferskir í minni og daginn sem þeir gerðust. Á Islandi er fjöldi gamalla sjómanna eins og ég. Allir sjómenn eiga eitt sameiginlegt án til- lits til hvaðan þeir koma. Við höfum allir gam- an af að skiptast á sjóferðasögum. Þetta er aðeins lítið íramlag til þeirrar söguhefðar. Sag- an gerðist á Taívan en ég skrifaði hana á Is- landi nærri hálfri öld síðar. Höfundurinn býr á fslandi en var yfidautínant í bandaríska sjóhemum á yngri árum sínum. JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR ÁSTIN Ástin þetta eilífa fyrirbæri þegar við getum elskað gegnum allt lífið þá erum við orðin fullnuma í lífinu og við verðum að elska okkur sjálf til að geta elskað aðra hvernig sem við erum hvað sem við gerum Ástin þetta eina fyrirbæri sem einhverju máli skiptir ílífínu ÞÚ Þú sendir mér augnaráð því þú elskar mig og hatar vilt tortíma mér á fórnaraltarí þínu því þú hatar vilt gleypa mig heila til að slökkva eldinn því þú elskar en þú gleymir að þú elskaðir enga aðra og hefur aðeins nært í þér hatríð og ég brosi sigurviss til þín NÆTUR- GESTUR Ég rumska við nóttina. Blær hennar kastar til gardínu gerír innrás um byrgðan glugga í vetfangi breytist allt úr þungum vetri ég þekki náttblæinn þennan og lyktina hans ég opna betur og býð honum undir sængina það er lykt af vori og ég sofna í nóttinni KRISTJÁN ÁRNASON KVÆÐIÐ Það kviknaði lítið kvæði, ég krotaði það á blað. En blærínn blaðinu feykti, bar það á hulinn stað. Eg hengdi það upp á himin, hátt yfír manna byggð. En festina felldi niður hin flugbeitta mánasigð. Ég sönglaði yfír öldur minn ástríðuþrungna brag. En ofviðríð æsti brímið, með ymjandi tröllaslag. Ég meitlaði það í múrínn, nú mundi ég sofa rótt. En múgurínn kom ogmuldi múrínn sundur í nótt. Höfundurinn hefur verið bóndi á Skálá í Sléttuhlíð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 30. JANÚAR 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.