Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS ~ MENNEVG US I IIt 8. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Á gömlum kortum frá Kanada sést örnefnið Sagney og á 16. öld sögðu indianar land- kömiuðinum Cartier frá Sagney, landi hvítra manna, sem gengu í ofnum fötum og bjuggu í bæjum. Um þetta dularfulla land í Vesturheimi skrifar Urafn E. Jónsson. Listasöfnin Um stöðu safnanna í aldarlok skrifar Hann- es Sigurðsson listfræðingur. Þau standa nú frammi fyrir breyttum heimi á nýrri öid og verksvið helstu listasafnanna er orðið dálít ið óljóst, segir höfundurinn. Listasafn Islands er byrjað að teygja sig inn í strauma og stefnur líðandi stundar og Kjarvalsstaðir sýna gjarnan það sem er á döilnni hjá gras- rótinni án þess að raunverulegt endurmat eigi sér stað. Hvernig eiga söfn að varðveita það sem mest hefur einkennt nútímalist að undanförnu: Innsetningar, fjölfeldi, gjörn- inga, vídeóverk og önnur hverful fyrirbæri? Tælandi land Annar hluti minnispunkta frá Taflandi eftir Gísla Sigurðsson birtist hér og segir þar frá kraðaki austrænna og vestrænna áhrifa á ferðamannastað suður við Taflandsflóa, en einnig frá fljótamarkaði í nánd við Bangkok, heimsókn á taflenzkt heimili og hrífandi um- hverfi við Kwai-fljótið á vestanverðu land- inu. Huldumaður að austan er yfirskrift greinar sem norski blaðamaðurinn Tone Myklebost ritar. Eftir um það bil 50 ára aðskilnað og átta ára vandræði hafa þýsku PEN-samtökin loksins sameinast. Nýr forseti hefur verið kjörinn og á að brúa bilið milli austurs og vesturs. Þetta er huldumaðurinn að austan, rithöf- undurinn Christoph Ilein. Bhagawan Sri Sathya Sai Baba hefur aðsetur sitt í ind- verska þorpinu Puttaparthi. Þangað leita milljónir manna úr öllum þrepum þjóðfé- lagsins, ríkir og fátækir, úr öllum trúar- flokkum heims og af hvaða litarhætti sem er. Og þarna hefur Edda Björgvinsdóttir myndlistarmaður dvalist lungann úr fimm árum. r OLAF H. HAUGE KVÖLD í ✓ NOVEMBER BERGSTEINN BIRGISSON ÞÝDDI Það húmar um loftin. Að fer kvöldsins kal. Ég klýf minn við og lít um garðinn, sé hvar epli hanga efst ígömlu tré, eitthvað helst nú blíðan. Samt ég skal tak’ upp kálið, trjánum plant’ í mó, eftíminn leyfir plægja út við brún, staíl’ í köst. Nei, - haustið hrímgar tún. Hlíðin fölnar upp af nýjum snjó og ég veit ég mun ei klára mitt. Mæddur af jörð ég bjarga eplunum inn, þá erþó eitt að baki klárt ogkvitt. í vestri máninn heyjar himin sinn, í hægðum sínum klárar staríið sitt, ljósbaggi hvelfdur fyrir myrkheim minr'. Olov H. Hauge var skóld, bóndi og garðyrkjumaður í Ulvik í Harðangursfirði í Noregi. Ljóð hans hafa verið þýdd ó nokkra tugi tungumólo, þar ó meðal rússnesku og japönsku. Hann er talinn til norskra höfuðskólda eftir stríð. Þýðandinn stundar nóm f norrænum fræðum í Ósló. FORSÍÐUMYNDINA tók Snorri Snorrason á Þingvöllum. RABB ARVISS HVALVEIÐI- TILLAGA ENN líður á veturinn og enn er lögð fram á Alþingi þingsálykt- unartillaga um að hefja skuli hvalveiðar; 1 í hvelli, ekkert kjaftæði. Þjóðin vill það, segja flutningsmennirnir, hinar vís- indalegu staðreyndir um stöðu hvalastofnanna tala sínu máli, þetta er spurning um „rétt og skyldu full- valda þjóðar" eins og það er orðað í greinar- gerð með þingsályktunartillögunni. Einfalt mál, ekki satt? Nei, ekki alveg svona einfalt. Að sumu leyti hafa flutningsmennirnir rangt fyrir sér. Það, sem þeir hafa rétt fyrir sér um, skiptir litlu máli. Sumt, sem skiptir afar miklu máli fjrrir ákvörðun á borð við þessa, hafa þeir hins vegar alveg gleymt að ræða. Hvalveiðitillagan er þess vegna alveg dæmi- gerð fyrir tillöguflutning skammsýnna stjórnmálamanna, sem ætla að ná sér í ódýr atkvæði. Eg vil taka það fram strax að þessi grein er ekki skrifuð af samúð með hvölunum. Þeir eru feitir og frekir, útbelgdir af nytja- stofnum á borð við þorsk og loðnu, sem þeir éta í harðri samkeppni við mannfólkið. Það er búið að sýna fram á með vísindalegum rökum að þeir eru ekki í útrýmingarhættu og yrðu það ekki heldur þótt fáeinir tugir eða hundruð yrðu veidd á ári hverju. Um þessar staðreyndir er ég sammála flutningsmönnum hvalveiðitillögunnar og sannfærður um að þeir hafa rétt fyrir sér hvað þennan þátt málsins varðar. Ég er líka sammála þeim um að meirihluti Islendinga vill áreiðanlega hefja hvalveiðar á nýjan leik - það sýna skilmerkilegustu skoðanakann- anir. Vandamálið er bara að þótt við höfum rétt fyrir okkur um þetta tvennt, skiptir það engu. I fyrsta lagi er það ekki almenningsálitið á íslandi, sem skiptir mestu máli um það hvort við eigum að hefja hvalveiðar á ný eða ekki, heldur almenningsálitið í ná- gi-annalöndum okkar; löndunum sem kaupa útflutningsvörur okkar. Almenningsálitið í þessum löndum er einfaldlega hluti af markaðsumhverfinu og þjóð, sem lifir á því að selja afurðir sínar - hvort sem það er fiskur eða ferðaþjónusta - á alþjóðlegum mörkuðum, hefur ekki efni á að líta fram- hjá því. I öðru lagi er það ekki svo einfalt að áður- nefndar staðreyndir um stöðu hvalastofn- anna tali sínu máli. Þær gera það kannski gagnvart okkur íslendingum, en ekki gagn- vart almenningi í öðrum ríkjum. Hluti af vandanum er sá að fólk þekkir ekki þessar staðreyndir - enginn hefur haldið þeim að því. Jafnframt stjórnast afstaða fólks til hvalanna miklu fremur af tilflnningum en af staðreyndum. Hvalirnir öðluðust snemma ákveðna sérstöðu í umræðum um umhverf- ismál, bæði í Vestur-Evrópu og í Bandaríkj- unum. Þeir urðu að eins konar tákni fyrir hrellda náttúru, sem átti undir högg að sækja vegna mengunar, óstjórnar og rányrkju. Þeir hafa hlotið sess í hugmynda- heimi nágrannaþjóða okkar sem slíkir og við hljótum að þurfa að sýna ákveðinn skilning á því. Það er síðan í bezta falli misskilningur hjá stuðningsmönnum hvalveiða að þessa skoð- un, þ.e. að það sé rangt að drepa hvali, hafi bara síðhærðir, úlpuklæddir vitleysingar sem eru meðlimir í öfgafullum umhverfis- verndarsamtökum. Þetta er skoðun venju- legs fólks í Þýzkalandi, Bretlandi, Banda- ríkjunum og víðar þar sem Islendingar eiga mikið undir almenningsálitinu. Það þýðir ekkert að hunza þetta fólk; það verður að koma á einhvers konar viti bornum samræð- um við það; útskýra staðreyndirnar fyrir því og setja þær fram í því ljósi að þær höfði til tilfínninga þess. Slíkt kostar meiriháttar markaðs- og kynningarátak, sem er ekki ódýrt. Það kann þó vel að vera peninganna virði en átakið ætti þá kannski ekki bara að ganga út á hvali og hvalveiðar, heldur út á ímynd íslands og íslendinga í umhverfis- málum almennt. Atak af þessu tagi þarf líka að koma á undan ákvörðuninni um hvalveiðar, þótt flutningsmenn hvalveiðitillögunnar nefni það ekki einu orði í greinargerðinni sinni. Það þarf að vega og meta kostina í þessu máli mjög vandlega, ekki stökkva til og byrja að skjóta hvali án þess að hafa gert nokkuð til að útskýra fyrir nágrannaþjóð- um okkar, sem eru kaupendur afurða okk- ar og stuðningsmenn okkar í ýmsum póli- tískum málum, hvers vegna við byrjuðum á því. Svo er auðvitað ekki þar með sagt að kynningarátak beri neinn árangur, vegna þess hvað hvalveiðimálið er allt tilfinninga- hlaðið. Við hér uppi á íslandi vitum að kýr eru ekki heilagar, en ég efa að það bæri mikinn árangur að ráða auglýsingastofu (og þó þær væru tvær) til að útskýra það fyrir Indverjum í ljósi óhrekjanlegra staðreynda um kýr. En loks fáein orð um það hvar hvalveiðit- illögufólkið hefur alveg innilega rangt fyrir sér - og þetta sýnir í raun bezt hversu mál- efnagrundvöllur þess er veikur. Það er þeg- ar það fer innblásið af þjóðrembingi og ætt- jarðarást að tala um að hvalveiðarnar séu „réttur og skylda fullvalda þjóðar“ og að „íhlutunarsemi erlendra ríkja og samtaka," sem miði að því að koma í veg fyrir að sá réttur sé nýttur, sé því „afskipti af innanrík- ismálum" eins og segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni. Málflutningur af þessu tagi gerir mann enn og aftur innilega þakklátan forsjóninni fyrir að hafa í fyrsta lagi afvopnað Islend- inga tiltölulega snemma í sögu þeirra og í öðru lagi komið þeim fyrir á eyju langt, langt í burtu frá öðrum þjóðum. Þær eru nefnilega óteljandi ákvarðanirnar um allan heim - sumar teljast til gi'immdarverka, aðrar til óstjórnar, sumar bara til heimsku- para - sem hafa verið réttlættar með ná- kvæmlega þessum rökstuðningi; að útlend- ingar skilji ekki hvernig í málinu liggi og í krafti „fullveldis“ fari menn bara samt sínu fram, þótt allur heimurinn sé á móti því. Kjarni málsins er sá að ef við treystum okkur ekki til að sannfæra umheiminn um ágæti málstaðar okkar eigum við að láta vera að halda honum á lofti. Þingmennirnir okkar, sem gengur sjálfsagt gott eitt til, ættu að hugsa fyrst, undirbúa síðan, sann- færa svo, framkvæma síðast. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.