Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 4
STAÐA SAFNANNA VIÐ UPPHAF NÝRRAR ALDAR LISTASAFN íslands. „Hvernig á Listasafn íslands eða Kjarvalsstaðir t.d. að fara að því að varðveita þá tegund myndiistar sem mest hefur ein- kennt nútímalistina undanfarna þrjá áratugi; innsetningar, fjölfeldi, fjörninga, vídeóverk og önnur hverful fyrirbæri?" EFTIR HANNES SIGURÐSSON Söfnin standa mörg frammi fyrir þeim mögu- leika að missa sambandið bæði við kerfið og al- menning, sem er vitaskuld ekki sami hluturinn. Sumir kynnu jgfnvel að ganga svo langt að segja að ekki aðeins hámenningin sé komin á safn, heldur sjálf söfnin. EGAR FÍS, Félag íslenskra safnamanna, efndi nýlega til umræðna um stöðu og horfur í íslenskum söfnum stóðst ég ekki að blanda mér örlítið í mál- ið þrátt fyrir að hafa aldrei unn- ið á safni. Ég tel mig meira að segja vera haldinn tiltölulega vægri söfnunaráráttu, svona miðað við það sem gerist og gengur í okkar síðmóderníska neyslusamfélagi. Hins vegar treysti ég mér til að fullyrða að ég hafi verið mun duglegri við að sækja listasöfn en hinn svokallaði meðal Jón sem því miður virðist kæra sig kollóttan um þá starfsemi sem þar fer fram. Enda þótt ég hafi aldrei starfað á safni er málið mér nefnilega dálítið skylt. Undanfar- inn áratug, eða síðan ég lauk námi í listfræði frá Bandaríkjunum, hef ég staðið að marg- víslegum myndlistarsýningum sem telja orð- ið hátt á annað hundrað - aðallega á Mokka en einnig í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, þar sem ég starfaði um tíma sem menningarfulltrúi, auk þess sem ég rak eigin sýningarsal um tæplega tveggja ára skeið. Til að byrja með voru þessar sýningar í hefð- bundnari kantinum, ýmist einkasýningar eða samsýningar, en fljótlega tók ég að brydda upp á flóknari og jafnframt umdeildari þemasýningum, sem þróuðust smám saman í stærri verkefni eða „project“ með tilheyr- andi útgáfustarfsemi. Umfang sýninganna gerði það að verkum að eini staðurinn sem ég hafði frjálsar hendur með, Mokka, hrökk ekki til og því hef ég stundum orðið að leita eftir samstarfi við listasöfn eins Kjarvals- staði, Nýlistasafnið og Listasafnið á Akur- eyri. Að gefnu tilefni vil ég ítreka að það var ég sem leitaði til þessara listasafna en ekki öfugt. Að ég best veit hafa listasöfnin hér á landi örsjaldan sóst eftir samstarfi við utan- aðkomandi aðila ef frá eru taldir nokkrir er- lendir sýningarstjórar og einstök skrif í sýn- ingarskrár. Hvað rannsóknarstörf listasafnanna áhrær- ir - en ég mun aðallega halda mig við þau þótt eflaust megi heimfæra ýmislegt af því upp á önnur söfn - ristir fræðimennskan fremur grunnt. Textamir eru vanalega meira í ætt við þokkalega opnu í Lesbók Morgunblaðsins en raunverulega úttekt og skera sig oft furðu- lítið frá skrifunum í Ijósrituðum einblöðung- um galleríanna. Ef listasöfnin eiga ekki að sinna fræðilegum rannsóknum, hver á að gera það þá - sérstaklega í ljósi þess að engin eig- inleg listasaga er kennd við Háskóla Islands? Er það ekki í verkahring safnanna að miðla þekkingu og áhuga út í samfélagið, að vera tengiliðir milli fræðasamfélagsins og almenn- ings? Þegar öllu er á botninn hvolft eru það jú skattborgaramir margumtöluðu sem borga brúsann og því eðlilegt að komið sé til móts við þeirra væntingar. Með öðrum orðum, sé aðsókn almennings á söfnin dræm er ekki nema eðlilegt að álykta að þessar væntingar hafi ekki verið uppfylltar sem skyldi. Og þar af leiðandi ætti tilverarétti safna sem ekki uppfylla þau skilyrði að vera alvarlega ógnað. Én svo er náttúrlega ekki, að minnsta kosti í bili. Atvinnurekandi sem ekki hittir í neyt- endamarkið með vöra sinni er umsvifalaust dæmdur úr leik og lýstur gjaldþrota. Um stofnanirnar gegnir öðra máli. Þær era hluti af kerfinu sem ekki breytist svo glatt nema til komi hallarbylting. Sú var raunin um rúss- neska skósólaframleiðendur undir járnhæl kommúnismans sem vora búnir að yfirfylla allar birgðaskemmur af skósólum löngu eftir að hætt hafði verið að búa til sjálfa skóna sem sólarnir áttu að fara undir. Nú era hins vegar ýmiss teikn á lofti um að íslenskir ráðamenn hafi áttað sig á að leikreglumar hafa breyst. Söfnin standa mörg frammi fyrir þeim mögu- leika að missa sambandið bæði við kerfið og almenning, sem er vitaskuld ekki sami hlutur- inn. Sumir kynnu jafnvel að ganga svo langt að segja að ekki aðeins hámenningin sé komin á safn, heldur sjálf söfnin. Listasafn íslands hf. Eins og ég gat um áðan virðist oft aðeins stigsmunur fremur en eðlis á sýningum safn- anna og framlagi sjálfstæðra aðila, sem hafa minna olnbogarými og úr litlu fé að spila. En ef starfsemi safnanna einkennist stundum af fræðilegri meðalmennsku, metnaðarleysi og doða er varla við þau ein að sakast. Það væri vægast sagt ósanngjamt að ætlast til að ís- lensk söfn standi undir jafnöflugri starfsemi og þau erlendu. Engu að síður bera sumir veraleikafirrtir gagnrýnendur gjarnan inn- lent sýningahald saman við hringleikahús er- lendu „block-busterana“, eins og það kallast, þar sem heilu heimsálfúmar eru kynntar á einu bretti í því skyni laða að sér fyrirtæki og almenning. Kostnaður við slíkar sýningar - Picasso eða Pollock eins og þeir leggja sig, gersemar Afríku í tíu aldir - hleypur á hund- ruðum milljóna króna. Við Metropolitan-safnið í New York starfa fleiri hundrað manns. Á Listasafni íslands eru starfsmenn tuttugu, þar af tólf í fullu starfi; innkaupanefndin hefur aðeins úr að spila um tólf milljónum á ári fyrir alla mynd- listina í landinu, gamla og nýja, og litla pen- inga afgangs til að setja saman sýningar, kynna þær og gefa út veglegar sýningar- skrár eftir að launin hafa verið greidd. Miðað við hve takmörkuðum fjármunum er veitt til Listasafnsins mætti álykta að það skipaði ekki sérlega þýðingarmikinn sess í huga hins háa Alþingis. Er það kannski að reyna að hrista Listasafnið af sér eins og hvern annan ómaga? Við afgreiðslu fjárlaga fyrir rekstr- arárið 1997 var safninu uppálagt að afla ná- lægt tuttugu milljóna króna í sértekjur án þess að með fylgdi hvaðan þeir peningar ættu að koma, en sú fjárhæð var milduð nið- ur í 13,2 milljónir þegar andmæli bárust. Átti safnið að hækka aðgangseyri frá 300 kr. upp í 3.000 kr.? Vera má að þetta gæti gengið upp ef almenningur væri nánast til í að greiða hvað sem er til að fá að berja sýningar á borð við „íslenska konkretlist" augum. Því er hins vegar ekki til að dreifa og hafa held- ur slælegar undirtektir fjölmiðla valdið for- ráðamönnum safnsins nokkrum heilabrotum. Þrátt fyrir að safnið sé bundið í þungan klafa laga og reglugerða hefur það í raun ekki nema um eina leið að velja til að sýna eitt- hvað annað en það sem til er í fórum safnsins og halda útgáfustarfseminni gangandi - og það er að leita á náðir hins illræmda mark- aðslögmáls. Fyrir skömmu ráku ýmsir upp stór augu þegar Listasafn íslands auglýsti eftir mark- aðsstjóra í Morgunblaðinu og heyrst hefur að forstöðumaðurinn sitji fundi með ímyndar- hönnuðum og öðra auglýsingafólki. Og árang- urinn lætur ekki á sér standa; nú er í höfn tólf milljóna króna samningur við Landssímann hf. sem ætlar meðal annars að auglýsa safnið hressilega upp og leiða það fyrstu ski'efin í átt til einkavæðingar. Þess verður því kannski ekki langt að bíða að hf. verði skeytt aftan við nafnið, enda hyggst safnið leggja ríkari áherslu á það í framtíðinni að selja öðram söfnum á landsbyggðinni sýningar sínar. í sjálfu sér er ekkert nema gott eitt um það að segja að hinn opinberi myndlistarheimur skuli vera kominn með aðra löppina úr forsjá ríkisvaldsins. Sjálfur hef ég margoft hlotið ákúrur fyrir að niðurlægja menninguna með því að minnast á styrktaraðila, fyrir að fara vafasamar leiðir í kynningu og markaðssetn- ingu á listviðburðum. List og auglýsingar, markaður og menning eru líkt og himnaríki og helvíti að mati þessara manna, sem á sama tíma kvarta hástöfum undan skilningsleysi viðskiptalífsins og yfirvalda. 4% menning Þótt ótrúlegt megi virðast er ég fyrsti og eini sjálfstætt starfandi sýningarstjórinn á íslandi, eða það sem á ensku heitir „independent curator". Samtökin Associ- ation of Independent Curators voru stofnuð í Bandaríkjunum fyrir tæpum tuttugu árum og áhrif þessa fólks í myndlistarlífi annars staðar á Vesturlöndum hafa stöðugt farið vaxandi. Jafnframt því að fara óhefðbundnar leiðir í verkefna- og staðarvali hafa þessir einstaklingar átt í mjög nánum samskiptum við söfnin á undanförnum áratug, þar sem þeir sjá um innihaldið, ef svo má segja, og hluta fjármögnunarinnar, en safnið leggur fram aðstöðu og starfskrafta. íslenska menningarsamsteypan Art.is, sem var stofn- uð fyrir aðeins rúmu ári, er um margt ný- stárlegt fyrirbæri. Of langt mál væri að fara út í þá hugmyndafræði sem býr að baki Art.is ehf., en að vissu leyti má segja að það sé tilraun til að tengja fræðilegt umfang safnanna saman við snerpu og sveigjanleika einkaframtaksins í síbreytilegu umhverfi nú- tímans. Hina öpinberu bækistöð Art.is er að finna í sýndarveruleika alnetsins og yfii'- bygging fyrirtækisins er því næst engin - þessi hlið á Art.is hefur þó ekki fengið að vaxa og dafna eins og vonir stóðu til vegna skorts á stuðningi sem er nákvæmlega eng- inn. Ef safnafólki þykir erfitt að halda uppi metnaðarfullu sýningahaldi, hvernig væri þá hljóðið í mönnum ef þeir hefðu ekkert þak yfir starfsemi sína, engar fastar launa- greiðslur og gætu yfirhöfuð ekki reitt sig á neitt nema sífelldar hafnanir? Hvernig litist safnafólki á það hlutskipti að horfa á tillögur, sem tekið hefur marga mánuði að útfæra, verða að engu hvað eftir annað - að geta að- eins átt von á örlitlum sporslum við og við? Hví allt þetta tal um peninga? Mér sýnist, og ég byggi þessa skoðun á víðtækri reynslu, að öll stofnanakerfi séu rekin á um 96% þörf fyrir að hafa öruggt og helst vel launað starf. Þetta á ekkert frekar við um ísland en önnur lönd, stofnanir frekar en hinn frjálsa markað. Málið snýst einfaldlega um mannlegt eðli. Myndlistarsýning snýst t.d. ekki nema í kringum 4% um listina sjálfa og 96% um fé- lagsleg samskipti, þar á meðal sölu, kynningu, væntingar, orðstír og athygli, en það er einmitt hún sem flestir virðast á höttunum eftir í dag. Hitt er svo annað, að þessi 4% geta verið 96% list. En hvers eiga söfnin að gjalda, hvað er athugavert við það þótt borgar- og ríkisreknar menningarstofnanir séu farnar að afla sér styrkja og auglýsingatekna frá at- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.