Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 11
PATTAYA - fjörug götumynd en æði mörgu virðist tjaldað til einnar nætur og rafmagnskaplarnir bara sisona fyrir ofan húsin. Neðri myndin: Pallbflar með bekkjum, eða „battbílar" eins og þeir eru stundun nefndir, eru vinsælasta samgöngutækið á Pattaya. jy&'M ÍP W ■ f iK m ‘ Mí FLJÓTANDI gististaður á Kwai-fljótinu, kvöld- og morgunmatur snæddur undir stráþakinu. Það voru Rússar og vinur okkar, aðstoðar- maðurinn, fræddi okkur á því að þeir ættu gras af seðlum. Rússarnir eru komnir; það sést m.a. á því að við eina aðalgötuna er risastórt skilti með rúss- neskri áletrun; þar er komið rússneskt veit- ingahús. 8 Jú, það er margt húsið, veitingahús, vertshús og barir. Barir einir sér. Bara barir. Byggðir utanum dálítið gólf og þak yfir. Þegar rökkvar sjást þeir langar leiðir vegna bleikra ljósa og segir það nokkuð um starfsemina. Þetta eru Réttirnar, sem Islendingar nefna svo í gamni en gamanið í þessum réttum gæti hugsanlega dregið dilk á eftir sér. Þarna er vændið fyrir opnum tjöldum enda þótt svo eigi að heita að það sé bannað með lögum. Þeim lögum er ekki framfylgt. Innan við barborðin, inni í réttinni er jafnan hópur vændiskvenna. Líklega eru þær aðeins gjald- gengar á meðan þær eru ungar; að minnsta kosti sjást engar miðaldra og þær eru ekki heldur í hefðbundnum „veiðigalla“ vestrænna starfssystra sinna, engin stríðsmálning held- ur, og hvorki virtust þær útlifaðar né ógeðs- legar. Vændi í Taílandi er fyrirbæri út af fyrir sig og það er ekki litið sömu augum og á Vestur- löndum; þykir víst ekki eins mikil niðurlæging og hneisa. Samkvæmt upplýsingum úr nýútkominni bók um Taíland er tala vændiskvenna ein- hvers staðar frá 300 þúsund upp í 2 milljónir. Hluti þeirra er raunar „á vertíð" í Japan. Svo rótgróin er þessi þjónusta að sá smábær er ekki til í landinu að þar sé ekki eitt eða fleiri vændishús. Áður var fátækt kennt um, en með batnandi efnahag hefur hið gagnstæða komið í ljós, vændið hefur farið vaxandi. Það hefur orðið tálbeita fyrir sérstaka tegund ferða- manna, einkum frá Þýzkalandi og Japan, sem fara gagngert í kynlífsferðir til Taílands og þar geta öfuguggar og perrar fundið hvað sem þá lystir. Flestar vændiskonurnar eru frá hinum van- þróuðu norðurhéruðum landsins og þeir sem reka staðina fara beinlínis á mannaveiðar þangað á vorin. í apríl hafa unglingar lokið 6 ára áfanga í námi; þá eru tímamót og dólgarn- ir fara þá og bjóða bandaríska dollara fyrir stelpurnar, eða hygla foreldrunum með raf- magnsgræjum. Oft heitir það svo að verið sé að útvega stúlkunum vinnu í verksmiðju, en reyndin verður önnur. Sumum er beinlínis rænt og þær lenda í kynlífsþrældómi bak við luktar dyr. Tvennum sögum fer af því hvort verulegur hluti þessara kvenna sé HlV-smitaður, en í áð- ÚTSKURÐUR á húsgögnum byggist á fornri hefð og nú er þetta útflutningsgrein. TAÍLENZK húsmóðir bregður exi á kókospálma og býður gestunum að gæða sér á kókosmjólk. urnefndri bók er talið að 1 milljón kvenna, karla og barna í Taflandi sé smituð af eyðni. 9 Taílenzk íbúðarhús eru frá fornu fari úr timbri sem nóg er af. Dæmigert hús, a.m.k. í nánd við ár og á flóðasvæðum, stendur á staur- um. Ég átti þess kost að líta inn hjá fjölskyldu sem gerir sér mat úr því að sýna ferðamönnum híbýli sín. Húsið stendur við einn skurðinn einhvers staðar suðvestur af Bangkok. Um útsýni er ekki að ræða; allt er á kafi í skógi. Hin hefð- bundna samgönguæð er kvísl eða skurður úr Miklafljóti, sem liggur við húsvegginn, en að þessu húsi var þó einnig fært á bíl? Þarna var sykurgerð sem heimilisiðnaður og það er sér- kennilegasti og bragðbezti sykur sem ég hef smakkað. Önnur afurð, þar sem sykurinn nýt- ist, mallaði í kerum: Heimabrugg. Ekki var sopinn landinn þó í ausuna væri kominn, en húsfreyjan hjó með exi af kókospálma og við- staddir fengu að smakka hvítan vökvann, kókosmjólkina. Sjálfu íbúðarhúsinu hefur verið lyft, það stendur á staurum eins og algengt er; Þar var stór skáli eða íveruherbergi, en án glugga og alveg rokkið þar inni. Fyrir utan sjónvarpstæki var nánast ekkert innanstokks, enda þarf engin sófasett hér. Fólkið sest í sínar lótusstellingar á gólfið, hvort sem það hvflir sig eða horfir á sjónvarpið. Á háttatíma eru dýnur dregnar fram og settar á gólfið; svefnstaðurinn er þar, nema hvað hjónin hafa herbergi sem þiljað er af með einföldum rauðviðarborðum. Breið gólf- borðin voru úr tekki og séð er fyrir loftun með því að dágóðar rifur eru hafðar milli gólfborð- anna. Inn af skálanum var og eldhús en allt inn- anstokks í því var harla framandlegt. 10 Hér eru vatnavegir. Skurðir í ýmsar áttir, vatnið í þeim gi’uggugt og maður sér ekki hversu djúpir þeir eru. Samgöngutækið er langur og mjór bátur með skýli yfir, en kraft- mikill utanborðsmótor knýr hann áfram. Víðast hvar eru lágreist floúðarhús úr timbri á bökkun- um, stundum snyrtileg með pottablómum á verönd, en flest er eins og tjaldað sé til einnar nætur og forgengileikanum merkt. Smám saman breikkar þessi vatnaleið og það er bátur við bát unz numið er staðar við Fljóta- markaðinn. Þar er líf í tuskunum, basar- stemmning, sumt á floti annað á þun-u landi. Sölumennskan er að vonum fyrirferðamikil, sumpart úr smábátum þaðan sem boðinn er varningur og ávextir. I öðrum smábátum eru konur að elda mat. Sjálfur mai’kaðurinn er á upphækkuðu svæði undir skuggsælu þaki, handíðir og þjóðlegur varningur í bland við þá LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.