Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 7
Kort af Nýja-Frakklandi frá 1550. Sagney er sýnt með smáum stöfum til hægri þar sem greinilega má sjá kastala. OCHttAG* Franskt kort frá 1543. Efst til vinstri er nafnið „Le Sagney“. Myndskreytingar eru á hvolfi miðað við texta. Sankti Lárensflói og ferðaleiðir j. Cartiers 21/- L'Anse aux Meadows lónsmessu-... r. untn < wc 'ctn .. Stadacona (Québec) +' Hochelaga (Montrea!) Y, 50 km miðri Sagney, en þeir höfðu tekið sér nátt- stað þar á leið sinni til Gaspéskaga í stríðs- leiðangri gegn þeim.“s Cartier spyr Donnacona nánar um þessa dularfullu Sagney og skráir hjá sér eftir far- andi lýsingu: til að komast til fyrrneí’nchir Sagneyjar er best, og öruggast, að fara eftir nefndu fljóti, rétt fyrir ofan Hochelaga eftir á sem fellur frá fyrrnefndri Sagney og rennur út í fljótið sem við sáum, og ferðalagið tekur einn mánuð. Og okkur hefur verið sagt að á þess- um stað sé fólkið klætt ofnum fötum eins og við og að þar sé margt bæja og þjóða, og gott fólk og að það eigi mikið af gulli og rauðum kopar. Og okkur hefur verið sagt að allt þetta land frá fyrstu ánni og alveg til Hochelaga og Sagneyjar sé eyland umkringt fljótum -“e Cartier hefur vetrardvöl skammt frá Sta- dacona en skyrbjúgur hrjáir menn hans og margir deyja en indíánarnir kenna þeim að gera c-vítamínríkt seyði sem bjargar þeim. Þegar líður á veturinn hverfur Donnacona og kemur aftur tveim mánuðum seinna með fjölmennt lið. Cartier býst við árás og undir- býr vamir. Honum tekst með klækjum að ná Donnacona á sitt vald og tekur hann með sér til Frakklands þegar vorar. Þegar hér var komið sögu hafði Cartier ekki fundið neina vísbendingu um að til væri nokkur norðvesturleið yfir til Asíu en í stað- inn hafði athygli hans beinst að frásögnum Donnacona og sona hans af þessu dularfulia landi, Sagney. Hann tíundar ekki nákvæm- lega þessar frásagnir heldur skráir í bækur sínar stutta endursögn af því sem Donnacona hafði sagt honum. Cartier ætlar að láta „villimanninn" segja konungi Frakk- lands í eigin persónu frá þessum „dásemdum heimsins“ sem hann hafði enn ekki fengið að sjá með eigin augum: En þar sem hann (Cai-tier talar enn um sjálfan sig í 3ðju persónu) var einnig ákveð- inn í að taka nefndan Donnacona með sér til Frakklands, til að láta hann telja upp og segja konunginum frá því sem hann hafði séð í þessum vestlægu löndum af dásemdum heimsins, af þvíað hann hefur fullvissað okk- ur um að hafa komið til landsins Sagney þar sem gnótt er gulls, rúbína og annars rfki- dæmis, og þar eru hvítir menn, eins og í Frakklandi, sem klæðast ullarfötum. Þar að auki sagðist hann hafa séð önnur lönd þar sem fólkið borðar ekki neitt og hefur engan afturenda og meltir ekki neitt en pissar að- eins hreinu vatni um liminn. Þar að auki seg- ist hann hafa komið í land Pikenía, og í önn- ur lönd þar sem fólkið er einfætt og 'aðrar furður sem langt væri að telja. Þessi höfðingi er gamall maður og var stöðugt á ferðum víða um lönd, ýmist eftir fljótum, ám eða á landi, þar af þekking hans.“7 Þriðja ferð Cartiers 1541 Þessi ferð dróst á langinn því Frakkland átti í stríði en að lokum ákveður konungur að fylgja málunum eftir, leggja undir sig lönd í N-Ameríku og í því skyni þurfti mannskap til landnáms. Cartier fær það sem til þarf: fimm skip, sem illa gekk að fullmanna því ekki reyndust nógu margir fúsir til að yfír- gefa heimili sín og gerast landnámsmenn. Hann neyddist til að fá menn lausa úr fang- elsisvist og taka með sér. Hann var þegar kominn með leyfísbréf frá konungi sem sýnir að frásagnir Donnacona höfðu komist til skila við hirðina: „- Og meðal annarra höfum vér sent þangað okkar kæra og elskaða Jacques Cartier sem hefur uppgötvað hið mikla flæmi landanna Kanada og Hochelga -/- nefndur Cai-tier flutti oss nokkra af þessum villimönnum, sem vér höfum látið hlusta á og fræðast í vorri heilögu trú. Þannig höfum vér ákveðið, með tilliti til góðra tilhneiginga þeirra, að senda aftur fyrrnefndan Cartier til landa Kanada og Hochelaga, og alla leið til landsins Sagney, ef hann getur komist þangað með fjölda skipa og manna sem hafa kunnáttu á öllum sviðum handverks, til þess að komast lengra inn í þessi lönd, ræða við þjóðirnar sem búa þar og gista hjá þeim (ef nauðsyn þykir) til að ná nefndum markmið- um vorum -“ Frans I, 17. október 1540:8 Donnaeona lést áður en honum auðnaðist að snúa aftur til heimalandsins og höfðinginn sem hafði tekið við í Stadacona tók andláts- fregninni ekki illa. Cartier nemur land upp með fíjótinu íýrir ofan Stadacona og nú hef- ur hann meiri mannskap til að reisa virki, vinna jörðina og sá í grænmeti. Cartier nefnir Sagney e.t.v. um 20 - 30 sinnum í skrifum sínum og fyrstu kynni hans af mynni Sagneyjarár ásamt lýsingum indíánanna urðu líklega til þess að hann álít- ur að ekki sé hægt fyrir hann að komast þá leiðina til Sagneyjar enda segir hann oft óbeint í sambandi við aðra hluti t.d. „- sigl- ing er mjög hættuleg í Sagneyjará-“, eða „- Sagneyjará er mjög varasöm til sigl- inga-“ eða þá að hann hefur eftir indíánun- um eins og hann sé að velta málinu fyrir sér: „- Sagneyjará leiðh• til fyrrnefndrar Sagn- eyjar sem er mánaðar ferð í vest-norðvestur og eftir átta eða níu daga grynnkar hún þannig að aðeins er hægt að komast áfram á skipsbátum -“. Hann er á höttunum eftir Sagney og nú gerir hann alvarlega tilraun til að komast þangað samkvæmt leiðsögninni sem Donnacona hafði gefíð honum í annarri ferð- inni með því að fara upp Sankti Lárensfljót og komast yfír flúðir og fossa hjá Hochelaga en þetta mistekst eftir ærið erfiði. Ætlun konungs var að slá eign sinni á lönd og hærra settur maður, Roberval, var út- nefndur forsvarsmaður ferðarinnar, átti e.t.v. að verða landstjóri, en komst ekki af stað með skip sín fyrr en mörgum mánuðum á eftir Cartier.9 Þegar Cartier snéri aftur til búða sinna eftir misheppnaða leit að Sagney upp eftir Sankti Lárensfljóti, þá höfðu menn hans fundið gull og demanta, - héldu þeir, í bergi skammt frá Stadacona og nú hressist Carti- er af því að hann veit ekki að hann er að falla í sömu gömlu gryfjuna og allir þeir sem á undan honum höfðu látið blekkjast af glitr- andi málmkristöllum, glópagulli. „Þessar gullflögur eru að þykkt á við nögl á manni -“. Þeir tóku nokkur tonn af þessu grjóti og bergkristöllum með sér til Frakklands en þar var hlegið að honum og við hirðina komst orðtak í tísku: „falskt eins og kanadískir demantar". Cartier fór ekki fleiri ferðir. Hann sneri heim til St. Malo. Þai- vai- hann virtur borgari og lifði til 1557. Indíánar f N-Ameríku um árið 1OOO og aftur á 16. öld Þegar Leifur heppni og félagar fóru í hin- ar sögufrægu landkönnunarferðir til N-Am- eríku og gerðu tilraunir til að nema þar land um árið 1000 þá voru fyrir í þessari stóru álfu margar gerðir af samfélögum indíána sem höfðu lagað sig að ólíkum staðháttum. Milljónir manna bjuggu í allri N-Ameríku og þéttasta byggðin var í suður- og vesturhlut- um álfunnar. Þeir höfðu upphaflega komið frá Asíu fyrir 20 - 30 þúsund árum. Hérna lítum við stuttaralega og með nokkurri ein- földun á þá íbúa álfunnar sem bjuggu á svæðunum sem talið er að landkönnuðir og landnámsmenn okkar kæmu á, þ.e. norðaust- ursvæði N-Ameríku og suður með ströndinni til núverandi New York. A nyrstu slóðum N-Ameríku bjuggu inúít- ar (eskimóar). Þeir eru ekki indíánar en á þeim tíma bjuggu þeir einnig á nyrstu svæð- um Grænlands og líklega höfðu íslenskir landnemar á Grænlandi hitt þá í Norðursetu. Byggðir inúíta náðu allt suðm’ á Labrador (sjá kort). Þar fyrir sunnan bjuggu Al- gonkinnar10 sem flökkuðu um landið, lifðu af ýmiskonar veiðum, söfnuðu mjög mikið villirísi, þar sem það var að fá („sjálfsána hveitinu"). Austan við Sankti Lárensfljót og Appalachíufjöll vora þeir kallaðir „fjalla- indíánar" vegna lifnaðarhátta sinna, og skiptust einnig í marga ættbálka sem hétu mörgum nöfnum og bjuggu á allri austur- ströndinni suður fyrir Hudsoná sem fellur til sjávar í New York. Um þetta sama leyti (ár 1000) vora aðrir indíánar, írókesar nað leggja undir sig ný lönd norður eftir Sankti Lárensdal, þar sem Algonkinnar voru fyrir, og komnir langleið- ina í áttina að mynni Sankti Lárensfljóts. Þeir bjuggu í þorpum girtum skíðgörðum, stunduðu eins konar sambland af framstæðri akuryrkju og veiðimennsku og áttu oft í erj- um og deilum við frændur sína í næstu þorp- um. Híbýlin voru langhús þar sem nokkrar fjölskyldur bjuggu saman, enda kölluðu þeir sjálfa sig „langhúsafólkið“. Einhvers konar mæðra- eða jafnræðisveldi virðist hafa verið hjá þeim. Konur Irókesa ræktuðu „systurn- ar þrjár“: maís, baunir og grasker í kringl- óttum beðum í þorpunum þannig að hver jurt studdi aðra en karlmennirnir stunduðu veiðar, reyndar oft með konunum, og rækt- uðu sjálfír tóbak sem þeir báru í pungum um háls sér. Tóbakið vai' notað við ýmsar at- hafnir (sbr. hina frægu friðarpípu) og til lækninga. Karlamir sáu um hernað og samn- inga við aðra þjóðflokka. Þegar Cartier kom til Stadacona á 16. öld voru írókesar búnir að nema lönd út allan Sankti Lárensdal og voru farnir að nýta sér veiðar í hafinu þar fyrir utan. Þeim hafði tek- ist að jafna deilur sínar og myndað samband „hinna fímm þjóða“ á svæði sem náði frá Sankti Lárensflóa til Mikluvatna, þetta sam- band kölluðu þeir sjálfír „Miklafrið". Það sem Cartier kallaði konungsríki (Kanada og Hochelaga) voru í raun þorparíki en þau voru samsett af tveimur eða fleiri þorpum, með 500 til 1500 íbúum hvert, og sameigin- legar ákvarðanir voru teknar á fjölmennum ráðstefnum í stærsta þorpinu þannig að þetta vora ekki ríki í evrópskum skilningi. Friðinum var haldið við með minningarat- höfnum, sérstökum verslunarathöfnum og skiptum á gjöfum. Þegar nauðsynjar, eins og t.d. eldivið, þraut í næsta nágrenni var þorp- ið flutt til annars staðar, þetta gerðist á 10 til 50 ára fresti. Allar þessar indíánaþjóðir voru í reynd á steinaldarstigi þó þær hefðu vald á mikilli tækni og þekkingu á landinu og gæðum þess. Þær voru ekki farnar að nýta sér járn í verk- færi og vopn, þær kunnu að ríða net til fisk- veiða en stunduðu ekki vefnað þannig að þær gengu í skinnfótum af ýmsu tagi. Af þessum ástæðum varð þeim mjög starsýnt á verk- færi og vopn Evrópumannanna, en einnig á fötin sem þeir gengu í og vildu ólmir komast yfir þessi gæði eins og t.d. er lýst svo greini- lega í Eii'íkssögu. Irókesar vora betur skipulagðir en Al- gonkinnar og þó þeir tækju í fyrstu vel á móti Cartier þá vora þeir fljótir að átta sig á því að Evrópumennirnir ásældust landið. Þeir fóra að veita þeim andstöðu og svo mikla að land- nám Cartiers og Robervals mistókst. Rúm- lega 60 ár liðu þar til Samuel de Champlain stofnaði franska nýlendu í Québec 1608. Hann tók með sér jesúíta sem fóra umsvifalaust að kenna indíánunum rétta siði og sanna trú. Sagney Ef hægt er að draga einhverjar ályktanir af þessum munnmælum indíánanna um Sagney þá er í fyi-sta lagi greinilegt að indíánarnir eru vissir í sinni sök og þeir lýsa mönnunum: hvítir eins og Frakkar, ganga í ofnum fötum, búa í bæjum. Cartier trúir þeim og álítur þessar sagnir vera um vel skipulagða hvíta menn sem hefðu tekið sér land, en gætu ekki hafa átt við um fiskimenn á Nýfundnalandsmiðum, sem hann þekkti vel, né alla þá evrópsku samtímamenn hans sem leituðu á vit ævintýranna þegar fréttirn- ar bárast af löndunum í vestri. Þetta er miklu eldri sögn og ber með sér einhverja fullvissu um að hvítir menn hafi sést eða sest að í Sankti Lárensflóa eða þar um kring LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.