Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 10
MINNISPUNKTAR FRA TAILANDI 2 SUÐUR VIÐ FLÓA OG VESTUR VIÐ KWAI-FUÓT EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON 6 VIÐ erum suður við Taflands- flóa, í suðausturhomi lands- ins. Þaðan eru varla meira en 250 km austur til Kambódíu og um 1.000 km til Víetnam. Uppgangur síðustu 30 ára á ströndinni við flóann hófst raunar í hinu illræmda Ví- etnamstríði. Kandarískir hermenn, úrvinda úr hinum vonlausa frumskógahemaði, fóra í leyf- um sínum á kyrrláta strönd í Taflandi þar sem heitir Pattaya. Þar var þá aðeins friðsælt físki- mannaþorp en umhverfðist í einhvers konar Klondyke með nýfengnum stríðsgróða. Bærinn ber þess öll merki að menn hafi ekki mikið sökkt sér niður í skipulagsvinnu. Pattaya er óttalegur bastarður hvað snertir útlit og stíl. Húsin era byggð að vestrænum eða alþjóðlegum hætti, nema þau sem era allsherj- ar hrærigrautur og eftir þrjá áratugi hefur ekki verið hægt að leggja gangstéttir til fulls á einni aðalgötunni sem nefnd er á ensku Second Street. Nú rekur maður sig á það hvernig er að vera ólæs, því skilti era eðlilega á taflenzku og með taílenzku letri, sem er út af fyrir sig fal- legt, en flestum Vesturlandabúum jafn óskilj- anlegt og það kínverska. Framhliðin - eða forsetahliðin eins og hún var einu sinni nefnd - er Strandgatan meðfram baðströndinni. Þar er á heitum siðkvöldum hægt að efna til göngutúra undir pálmatrjám og sjá ljósin frá urmul báta og skipa speglast í haffietinum og tunglið liggja á bakinu. Allt er það mjög rómantískt. Engin heilsteypt húsaröð er meðfram þessari aðalgötu, en hótelin skera sig úr fyrir stærðina; ekki hefur þó verið reynt að gæða þau neins konar austrænum einkenn- um, þau era nákvæmlega jafn séreinkennalaus og óteljandi önnur hótel, til að mynda á Spáni. Hótel Montien þar sem íslendingar frá fleiri en einni ferðaskrifstofu búa, er stórt á alla vegu; það 5 stjömu úrvalshótel með frábæm þjónustu og einhverju öfgafyllsta framboði í morgunverðinum sem skrifarinn hefur fundið á ferðum sínum. Tvennt annað fannst mér at- hyglisvert þar. Annars vegrr stúlkumar í þjón- ustunni og stjórnun á reiðhjólum; þær era höfðinu hærri en konur era almennt í Taílandi og virðast vera sérstaklega valdar eftir útliti. Um þokka þeirra og kurteisi þarf ekki að spyrja. Ef gesturinn sem biður um þjónustu situr í lágu sæti, krjúpa þær á kné um leið og þær koma að borðinu. Annað sem mér þótti eftirtektarvert og sýnir að hér er ekki búizt við því að hann hvessi á vestan, var að útvegg vantar með öllu á hluta jarðhæðar hótelsins. Þar er hvorki gler né ann- að, en matsalurinn nær bara sísona út úr hótel- inu eftir þörfum. Stór og krónumikil tré í garð- inum mynda þægilega forsælu, en glæsilega að- stöðu til að öðlast sólbrúnku við sundlaugarnar notaði skrifarinn ekki. Engin fótspor skildi ég heldur eftir á baðströndinni, og spyr þá ugg- laust einhver: Hvað í veröldinni var þessi mað- ur að gera þama? Von er að spurt sé. í auglýsingum ferðaskrif- stofanna er aðeins gert ráð fyrir einu hugsan- legu áhugamáli: Að maður vilji bara liggja í sól- baði eða skvampa í vatni. Gott ef einhver nýtur þess, en ég nenni því ekki og kem jafn hvítur heim og við því er ekkert að gera. Hótelið atarna og stórt svæði í kring er verndað umhverfi þar sem verðir standa í hliðum og hleypa gestunum inn. I næstu göt- um hefur umhverfíð og mannlífið allt annan brag. 7 Ólíkt Ensku ströndinni á Kanaríeyjum þar sem svo að segja allir eru aðkomumenn í fríi, er Pattaya venjuleg taílenzk borg þar sem fólk býr og bardúsar við sitt. Þar era á ferðinni ótrúlega mörg smáeldhús og farandeldhús; skápar á hjólum og kannski sólhlíf yfír eða vatnskassi úr gleri og í honum krabbar og annað ætilegt sem sett er beint á pönnuna. LÍF OG FJÖR og margt í boði og prúttað í ákafa á fljótamarkaði suðvestur af Bangkok. Sjálfur markaðurinn er undir þakinu til vinstri en matvöruframboðið er mest á „aðalgötunni", skurði þar sem vatni úr Miklafljóti er veitt. Um allar trissur er verið að selja eitthvað matarkyns. Vestrænir ferðamenn era þó varaðir við því að kaupa þesskonar mat, sem gæti kostað magaveiki það sem eftir lifði ferð- arinnar. Það er líka varað við því að borða ávexti sem ekki er hægt að skræla og aldrei hef ég séð Önnur eins ókjör af einhverjum ger- samlega ókunnum ávöxtum til viðbótar við melónur, ananas og banana og annað gamal- kunnugt. í þessari ofgnótt ávaxta sá ég samt hvorki epli né venjulegar appelsínur. Breiðar gangstéttar á Central Street eru þaktar ávöxtum og tjaldað yfír. Kjötmarkaðurinn þar er líka æði fjölbreyttur, en lyktin þannig að ekki er þægilegt að dvelja þar lengi. Aftur á móti þykir konum fýsilegt að fara höndum um óendanlega silkistranga í vefnaðar- vörabúðum og oft er klæðskeri á staðnum sem býður þjónustu sína. Verðið freistar margra, en allur gangur er á því hvort fólki líkar fatnaður- inn þegar til iengdar lætur. Indverjar virðast hafa lagt þennan bransa undir sig og þeir eru fljótir að sauma föt. Einn þeirra, Rabin að nafni, hefur átt veruleg við- skipti við landann og talar hrafl í íslenzku. Það gerir aðstoðarmaður hans einnig og hann er ekkert að heilsa upp á taílenzku með hneig- ingu og hendur á brjósti, heldur skálmar hann út þegar hann kennir fslendinga utan við gluggann og heilsar með handabandi. Mér fannst eftirtektarvert þegar ég var þar með hópi íslenzkra viðskiptavina, að þar var annar hópur og nákvæmlega jafn hvítur yfirlitum. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.