Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 16
t ÞAÐ er Bhajan (Sanskrit: sálma- söngur) í Puttaparthi í S-Ind- landi og fólk syngur, hlustar á eða hugsanir streyma um hug- ann. Eg er loks komin til Bhagawan Sri Sathya Sai Baba. Nafnið sem er virt og dáð um all- an heim og ég hafði sífellt verið að mæta á ferðum um heiminn hafði nú form- gerst fyrir augum mér. En hver er hann í raun? Smám saman lyftist hulan og ég fór að skilja að það liggur ekkert á yfirborðinu hjá Bhagawan. Við verðum að kafa eftir því. Verðmæti liggja aldrei á glámbekk. Sjálfur segir hann: „Um leið og þú tekur eitt skref til mín, tek ég hundrað skref til þín.“ Og þetta átti ég eftir að upplifa - upplifa ævintýri - upplifa 1001 nótt. Nafn þessa mikla meistara heyrist nú æ oftar hér á Islandi eins og annars staðar í heiminum því sífellt bætast fleiri í hóp þeirra mörgu milljóna manna sem koma ár hvert til Bhagawan frá öllum löndum heims. Nafnið þýðir Meistari og Hin Sanna Móðir og Faðir. Hann er hin sanna móðir sem umvefur og vemdar þegar þörf er á og hinn sanni faðir sem agar, kennir og vísar réttan veg. Og hann er Meistari í að leiða fólk áfram á veraldlegri og andlegri þroskabraut með útgeislun sinni einni saman. Milljónir og aftur milljónir manna úr öllum þrepum þjóðfélagsins koma til Bhagawan Baba, ríkir og fátækir, úr öllum trúarflokkum heims og af hvaða litarhætti sem er. Baba er fyrir alla því hann boðar enga sérstaka trú heldur aðeins það að hver og einn biðji til síns Guðs og elski og hjálpi náunganum. Þarna sitja því hlið við hlið og í bróðemi bæði hindúar og múslimar frá Indlandi eða mót- mælendur og kaþólskir frá Irlandi. Og allt er þetta vegna hins mikla kærleika sem streymir til okkar frá honum. Hann kennir okkur að þekkja sig og af því lærum við að þekkja okk- ur sjálf. Kennir okkur að horfa á smáatriðin í lífinu því þau skipta mestu máli og skapa næsta augnablik. Þessi litli staður hjá Baba er sem alheims- flugstöð þar sem allur heimurinn mætist í hnotskurn. Fólk er stöðugt að koma og fara. Kemur til að fá blessun hans og kærleika, ráð og leiðsögn í andlegum eða veraldlegum mál- um, huggun í sorg, lina þjáningar, ótta, kvíða eða til að sjá hver hann er. Eða að það kemur til að sjá hann gera kraftaverk sem era „boðskort hans“ til okkar eins og hann kallar það. Og allir fá sitt. Sérhver fær nákvæmlega það sem hann þarf hvort sem það sem gefið er birtist þeim strax eða nokkram mánuðum síð- ar, jafnvel árum. Enginn kemur til Baba án þess að hljóta blessun hans og kærleika sem fylgir þeim út lífið. En Baba gefur ekki síður þeim sem aldrei komast til hans öðravísi en í hugsun og einnig þeim sem vita ekki einu sinni að hann er til. En þeir kalla til Guðs síns og Baba sem heyr- ir til allra svarar öllum, hvar sem þeir era og hvenær sem er, því vitund hans er alls staðar og alls staðar í senn. Það gerist því ekkert í heiminum án hans vitundar. Og hann veit alit um okkur öll og oft og tíðum betur en við sjálf eins og hann hefur svo ótal oft sýnt og sannað og minnir okkur iðulega á eitthvað sem við höfum sjálf gleymt. Þó að Bhagawan standi fyrir framan okkur sem erum hjá honum í Indlandi þá bregður hann sér oft á því sama augnabliki bæjarleið; aðstoðar í neyð, er við dánarbeð eða hjálpar í veikindum. Það er yndislegt að heyra fólk á Islandi, fullorðið eða ungt fólk og táningar, sem aldrei hefur komið til Baba lýsa því hvernig hann er með þeim. Hvemig hann hefur komið til þeirra á einn eða annan hátt; hjálpar þeim - eða birtist, eða býr til Vibhuti (sanskrit: heilaga ösku) heima hjá þeim sem svar við bæn um hjálp, hughreystingu, lækningu eða annað. Kona ein hér á landi með afar slæmt brjósklos heyrði um hann og nokkru seinna fór að koma Vibhuti í lyfjaskápnum handa henni til að taka inn. Að búa til Vibhuti er eitt af „kraftaverk- um“ Baba. Þetta er daglegur viðburður og við fyllumst ævinlega mikilli lotningu og heimurinn í hnotskurn I indverska þorpinu Puttaparthi hefur Bhagawan Sri Sathyg Sai Baba aðsetur sitt. Þangað leita milljónir manna úr öllum þrepum þjóðfélagsins, ríkir og fátækir, úr öllum trúarflokkum heims og af hvaða litarhætti sem er. Og þarna hefur EDDA BJÖRGVINSDOTTIR dvalist Ljósmyndir/Edda Björgvinsdóttir HÚSIÐ sem Baba býr í ásamt fyrirlestra- og hátíðarsal fyrir 50-70 þús. manns. fögnuði að fá að sjá þegar hann framkvæmir þau. En við vitum líka og skiijum að það er ekkert til sem heitir kraftaverk. Þetta er allt saman eðlilegur hluti af lífinu sjálfu; spurn- ingin um að þekkja náttúrulögmálin og kunna að fara með þau. Vibhuti, askan, er tákn um hið Eilífa, hið óumbreytanlega, þeg- ar efni er orðið að ösku verður því ekki um- breytt í neitt annað. Baba býr til Vibhuti með því að hreyfa útrétta höndina í nokkra hringi og lófi snýr niður og það streymir síð- an úr hendi hans. Þannig hefur hann fyllt heilu kerin með Vibhuti. En það streymir ekki eingöngu úr hendi hans heldur einnig af myndum af honum sem iðulega eru í órafjar- lægð frá honum. Oft þarf heldur ekki mynd að vera á staðnum til að það myndist. Það bara myndast. Eða að Amrit, sem er sýróps- kenndur vökvi, streymir frá myndunum, eða Kumkum, rautt duft sem indverjar nota við bænahald ásamt Vibhuti. Öllu þessu fylgir mikil blessun og máttur. Mér lék forvitni á að sjá þegar Vibhuti myndast þar sem ekkert hefur verið áður. Fékk ég þá ósk uppfyllta eitt sinn þegar ég var í húsi langt frá Bhagawan. Stofan var öll eitt musteri og myndir af honum og ýmsar helgimyndir þöktu veggina og rann Vibhuti, Amrit og annað frá þeim. A þessu augnabliki kom ný mynd af Bhagawan inn í húsið, gjöf send frá London. Það var tekið utan af henni og henni stillt upp. Ekki liðu nema nokkrar mínútur þar til Vibhuti tók að myndast okkur öllum til mikillar undranar og hrifningar. Það birtist eins og þegar frostrósir myndast á rúðu, nú horfði ég á Vibhuti-rósir verða til á myndinni. Bhagawan Sri Sathya Sai Baba er fæddur 23. nóvember 1926 í Puttaparthi, litlu þorpi í S-Indlandi skammt norðan við Bangalore og er getið um fæðingu hans í ævagömlum ind- verskum ritum. Strax frá fæðingu vakti hann athygli fyrir hvað hann gat gert og hvernig hann framkvæmdi það. Skólalærdómur, hljóð- færaleikur, sama á hvaða hljóðfæri hann lék, söngur, dans, allt gat hann og allt var svo vel gert. Hann samdi leikrit, sem fjölluðu öll um indversku guðina, (en Indverjar tilbiðja ýmsa guði sem standa fyrir mismunandi eiginleika í heiminum og í mönnunum, og styrkja þannig þessa eðlisþætti í sjálfum sér). Fékk hann svo hin börnin í þorpinu til að leika leikritin með sér. Einnig fékk hann þau til að ganga með sér kringum þorpið á hverjum degi og syngja Bhajan (sálmasöngva) til dýrðar guðunum. Er hann var í leik með hinum börnunum þá gaf hann þeim iðulega epli, banana, appelsínur, gráfíkjur, brjóstsykur eða annað það sem þau báðu um þegar þau urðu svöng. Og allt þetta tók hann af einu og sama trénu sem í dag nefnist „Wishfulfillingtree", þ.e. „Tréð sem uppfyllir óskir“. Það vakti auðvitað undrun foreldranna að börnin komu södd heim eftir langa útivera. Allt sem hann gerði vakti undrun og aðdá- un annars vegar og hins vegar ótta og hélt fólk hann jafnvel haldinn illum öndum sem reynt var að særa út með hroðalegum aðgerð- um. En ekkert hafði áhrif á Baba og hann hélt áfram starfi því sem hann var kominn til að gera; að hjálpa mannfólkinu í heiminum. Ovenjuleiki hans spurðist út og fólk fór að koma alls staðar að af Indlandi til að vera í návist hans og hlusta á hann. Þegar hann var á 14. árinu tilkynnti hann foreldrum sínum að hann tilheyrði þeim ekki lengur sem sonur þeirra því nú væri hann fyr- ir allt mannkynið og að fylgjendur biðu hans. Flutti hann svo út undir tré eitt í þorpinu þar sem hann bjó um sig með fylgjendum sínum. Þeir byggðu síðan musteri og dvalarstað fyrir hann og þá sjálfa til helgihalds og til skjóls fyrir sól og regni. Þetta varð upphafíð að Sat- hya Sai Baba Ashram (andlegur dvalarstaður, helgur staður), sem í dag nefnist Prasanthi Nilayam (staður innri friðar). Síðan þá hefur þessu verki stöðugt verið haldið áfram eftir því sem fólksfjöldinn hefur aukist. Fjölmörg hús era þama nú, blokkir með herbergjum og snyrtingu og allt einfalt. Einnig indversk mötuneyti og eitt vestrænt og verslanir með allt á boðstólum. Fullkomin aðstaða er því fyrir alla sem koma og allir fá inni í einn mánuð í senn og kostnaður nær enginn. Ashramið er eins og lítið þorp í þorp- inu sjálfu. í Puttaparthi hafa verið byggð hót- el, veitingahús og verslanir, þar sem verðlagið er mun hærra en í Ashraminu og reynt er að græða sem mest á aðkomumanninum sem að sjálfsögðu reynir á móti að prútta sem mest hann má. Þarna er líka mikill ágangur betlara og þrýnt fyrir þeim nýkomnu að gefa ekki peninga heldur mat. Oft er hins vegar erfitt að greina hinn raunverulega þurftarmann frá leikaranum. Um 20-30 þús. manns eru að staðaldri og flestir af þeim era þarna til að sjá um rekstur alls sem myndast hefur í kringum Baba til að taka á móti aðkomumanninum og auðvelda honum lífið á meðan hann dvelst. Aðrir koma fyrir einn dag eða hluta úr degi, 10 daga, 1-6 mánuði, allt eftir lengd landvistarleyfisins (vísa). Það að sjá Bhagawan og lifa í nálægð hans, heyra orð hans og kenningar og reyna að fara eftir þeim, finna þennan djúpa alltumlykjandi kærleika hans og umhyggju veldur því að við erum um leið í stöðugri umbreytingu, and- legri sem líkamlegri. Það vaknar í okkur ný, dýpri og auðugri varurð, nýr og dýpri skiln- ingur á lífi okkar og tilvera í heild. Þetta gild- ir líka um þá sem koma til Bhagawan aðeins í hugsun - hann til þeirra; mynda þetta sam- band með því að tala við hann eins og góðan vin, hafa hann með sér í öllu sem þeir gera, hvar og hvenær sem er. Og alltaf heyrir Bhagawan og svarar um leið - öllum. Við finn- um styrk hans með okkur og í okkur þegar á reynir í sorg eða þraut og við finnum hann einnig með okkur í gleðinni. Hann er óþreyt- andi við að leiða okkur og styðja og fá okkur til að hlæja, láta sérhvert okkar stöðugt vita af sér við hlið okkar eins og hann hafi ekkert annað að gera í lífinu en að hugsa „bara um mig“. : 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.