Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 13
UÓÐRÝNI STEFÁN HILMARSSON ELTU MIG UPPI Næturkulið krafsar í mig, keyrir allt í kaf. Langur skuggi engu líkur læðist út á haf. Hvergi banginn keyri ég og kætist yfir því, sem ég á vændum síðar, sem égstefnií. Mikið var égfeginn því að lifa þessa nótt. Furðulegt þó hvernig fannst mér tíminn líða fljótt. Mikið var að vökvar mínir vættu þessa sál. 0 o o! Eigðu við mig erindi á ný. Eltu mig uppi í nótt. Morgunbirtan bíturímig, býðurgóðan dag. Lítil fluga fyrh' utan flautar lítið lag. Tólf mínútur yfír og ég undra mig á því sem égfínn við síðu mína, sem mig heldur í. Ekki líta undan, ekki beygja afleið, ekki tapa slóðinni. Já, ekki týna mér, ekkitýna mérínótt. A Islenskir dægurlagatextar eru afar sundurlausir að gerð og efni, svo ekki sé meira sagt. Að sumra mati hafa þeir þótt ná hæstu hæðum í sögulegum og líkamlegum yrkingum meistara Megasar og samfélagsádeilum Bubba. Það má til sanns vegar færa að í textum þeirra megi finna vitsmunalegri sýn á heiminn en gengur og gerist í slíkum kveðskap. Það má jafnvel halda því fram að þessir tveir höfundar hafi verið fyrstir til að ljá íslenskum dægurlagatextum tilgang, annan en að fylla upp í laglínu og skemmta. I textum þeirra er stundum rýnt í mannlega tilveru á ystu nöf: „I dögun hvarf hún innum aðrar dyr, / mig óraði ekki fyrir því sem skeði. / En fyrr en varði - fyrirgefíði / mér feimnina - hún gjörðist veik á geði,“ söng Megas í Paradísarfuglinum. Og stundum verður samfélagsrýnin beinskeytt, eins og í Isbjarnarblús Bubba: „Við vélina hefur hún staðið síðan í gær. / Blóðugir fingur, illa lyktandi tær. / Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær. // Á skrifstofunni arðræninginn situr og hlær, / því línuritið sýnir að afköstin eru meiri í dag en í gær. / Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.“ I textum Megasar hafa menn ennfremur fundið töluvert nýstárlega málnotkun, jafnvel nýsköpun. Gott og vel. Megas og Bubbi eru ágætir en þeir eru hins vegar ekki dæmigerðir fyrir íslenska dægurlagagerð. Þar er mun athyglisverðara að skoða verk Stefáns Hilmarssonar, sem óhætt er að kalla meistara hins dæmigerða. En hvað er dæmigert í íslenskum dægurlagatextum? Einfölduð rómantísk heimsmynd. Já, vissulega. Yfirgengileg melódramatísk tilfinningavella. Jú, mikil ósköp. Samhengisleysi. Já, tvímælalaust. Merkingarleysi eða merkingarflótti. Jú, það er sennilega megineinkenni ásamt fátæklegri og oft á tíðum vondri ef ekki beinlínis rangi-i málnotkun. En hver er að velta þessu fyrir sér? Ef textarnir virka, falla að laginu, eru þeir góðir, eins og dæmin sanna: „Þig vil ég fá til að vera mér hjá. / Vertu nú vænn og segðu já, / því betra er að sjást / en kveijast og þjást / af einskonar ást.“ Einskonar ást - það er einmitt eitt af aðalumfjöllunarefnum Stefáns, ást sem ekki er öll þar sem hún er séð. ekki alveg klár og alls ekki auðfundin. Þannig er oft talsverð óvissa í textum Stefáns. I laginu Nei eða já er ort um þessa nagandi óvissu: „Efasemdir og ýmis vafamál / oft á tíðum valda mér ama. / Verðum þú og ég á sjafnarvængjum senn / eða verður allt við það sama? / Svörin liggja í loftinu / en samt sem áður ég sífellt hika.“ Hér er hið angistarfulla hik túlkunarlykill textans, mælandi eða öllu heldur söngvari hans stendur frammi fyrir tilvistarlegri spurningu og svörin gætu haft áhrif á líf hans allt. í viðlaginu nístir óvissan inn að beini en samt er vonin til staðar: „Nei eða já, nú eða þá? / Aldrei mér tekst að taka af skarið. / Vakin og sofin ég velti þér endalaust fyiir mér. / Nei eða já, af eða á? / Erfitt er oft að finna svarið / þó á ég von á því að finna það hjá þér.“ Óvissan er sömuleiðis meginþema í laginu Ekki. Þar hefur ástleitandinn þó fengið kjarkinn og biður um skýr svör: „Segðu alveg eins og er, / ekki fela fyrir mér. / Sýndu öll þín spil, / sýndu öll þín spil. / Dragðu ekki dul á neitt. // Engin gef ég þér grið, / ekki leita á önnur mið. / Sjáðu hér er ég, / sjáðu hér er ég. / Haltu ekki að þér hönd [svo].“ En hér bregður Stefán á leik með hlustandann sem heldur vitanlega að hér sé viðmælandi söngvarans kona. En í blálokin á viðlaginu kemur annað í Ijós, viðmælandinn er nefnilega ástin sjálf og úr verður skemmtileg persónugerving; hlustandinn er í raun dreginn á inntakinu í lengstu lög. Viðlagið hljómar þannig: „Dagur kemur og dagur fer, / brátt er húmið hér. / Dugir skammt að draga á langinn, / er á meðan er. / Engan veginn ég ætla mér / annað en þig. / Dreptu nú fordóma þína, ást.“ Textinn sem tilfærður er í upphafi greinar er án vafa einn af lýrískustu textum Stefáns. Merking hans er hins vegar óljós eða að minnsta kosti á flökti. Samhengi er ekld skýrt en þetta er að minnsta kosti Ijóst: í fyrsta erindi er söngvarinn yfir sig glaður enda á leiðinni heim í drossíunni sinni með einhverri sætri stelpu: „Hvergi banginn keyri ég / og kætist yfir því, / sem ég á vændum síðar [svo], / sem ég stefni í.“ Hér er augljóslega allt í góðum gangi. í öðru erindi, sem er viðlagið, kemm- svo endurlit þar sem söngvarinn rifjar upp nótt sem hann segist hafa verið feginn að lifa. Þar er væntanlega um að ræða nóttina sem talað er um í fyrsta erindinu. I beinu framhaldi óskar hann þess vegna eftir því að sú sem hann eyddi nóttinni með eigi við sig erindi á ný, elti sig uppi og geri það „í nótt“ (sem er sem sé önnur nótt en sú sem talað var um í fyrsta erindinu). I þriðja erindi er nóttin liðin (það er sú nótt sem talað var um í öðru erindi) og söngvarinn vaknar af svefni, lítil fluga flautar lítið lag fyrir utan og klukkan er tólf mínutur yfir eitthvað og - já, óskin virðist hafa ræst því það liggur eitthvað við hlið hans og heldur í hann. Þetta erindi gæti þó átt saman við fyrsta erindið og þá væri þetta ekki saga um óskir sem rætast heldur saga af manni sem keyrði fullur heim með stelpu og man svo ekkert daginn eftir og vaknar skiljanlega undrandi yfir þessu sem liggur við hlið hans og heldur í hann. I síðasta erindinu er svo aftur komin nótt og eins og tíðum um miðjar nætur nístir óöryggið og óttinn við að týnast í myrkrinu, standa uppi einn. Sambandið, sem hófst í fyrsta erindinu, virðist hér vera komið á góðan skrið - en menn geta samt aldrei verið vissir. ÞRÖSTUR HELGASON JÓN FRÁ PÁLMHOLTI FRUMBYGGJAUÓÐ I Eirðarlaus dragbítur söngva... Þurrir dómendur á þingi að reyna til þrautar að sigrast á manninum. En hver getur sigrast á manninum ? Og til hvers að sigrast á manninum? Hvað getur komið í stað mannsins? Eirðarlaus dragbítur viljaskertur elskar ekki þann sem elskar. I heimsku sinni og í fánýti hugsunar sinnar elskar hann ekki. Sá sem elskar ekki ánetjast hatrinu og hatur leiðir af sér hatur og kúgun verri en kúgun valdhafa. Stöðugt erum við minnt á að halda athygli sofna ekki á verðinum. Þó er fátt erfiðara en að vekja okkur af þeim svefni sem þyngstur er þeim svefni sem grimmastur er og harðast leikur okkur að lokum. Við hljótum jafnvel að spyrja; tekst að vekja okkur af svefni vanans? Eirðarlaus dragbítur svæfir hverja von, en þurrir dómendur sigrast aldrei á innsta kjarna mannsins því hinir útskúfuðu munu rísa upp og hinir einskisverðu syngja á torginu. Hinir sorgmæddu munu fagna lífinu hinir snauðu eignast nýja von og hinir kúguðu munu kasta af sér fjötrunum ... II Eirðarlaus dragbítur söngva ... Hálfglitrandi heimur geymdur í hugskoti. Mynd af tungli á ferð yfír vatni og einhversstaðar kjarrlundur og fuglar. Og ský. Marglit ögrandi ský ung og reynslulaus að svífa í fyrsta sinn. Möglandi kvenvindar á reiki utanvið hafáttina að rísla sér í næði. Og karlvindar silfurgráir í sólinni búnir að gleyma erindum æskunnar hnusandi aðeins eftir völdum. Hnusandi og snuðrandi vindar um helstu inni heimsins. Um helgistundir okkar einsog fjarlægar stjörnur. Lágkúrulegt ambur hagsmuna og eirðarlaus dragbítur söngva... Snuðrandi vindar með kalkaða vængi eigrandi meðal okkar frumbyggja í ókunnum dölum og á rauðum furðuströndum. Flissandi fortíðarlausir vita þeir ekki að við höfum lifað hér að við lifum hér og að við munum lifa hér. Líf okkar er hér íþessum dölum og við lifum hér á þessum furðuströndum meðan heit jörðin dansar nakin í tunglsljósinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 27. FEBRÚAR 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.