Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 17
MUSTERI Baba og svæðið þar sem setið er. GÖTUMYND í þorpinu. HLIÐIÐ inn í þorpið. SKÓLAR Baba í Puttaparthi og íþróttasvæðið þar sem fjölmennar hátíðir eru haldnar. Fræðimaður einn velti því fyrir sér hver meiningin væri að baki þeirri miklu athygli sem hann fékk frá Baba. „Maður sem væri svona ótrúlega störfum hlaðinn eins og Baba; byggði skóla og sjúkrahús um allt Indland, tæki á hverjum degi á móti þúsundum af fylgjendum sínum og gerir þeim kleift að vera þar nánast í fríu fæði og húsnæði. Að slíkur maður mundi geta uppíyllt sérhverja minnstu ósk mína. Baba segir: „Komdu og reyndu mig!“ Og ég skildi skilaboð hans til mín: Einmitt slíkur maður vildi sýna kærleika sinn og það að vera alltaf tilbúinn fyrir mann eins og mig sem oft og tíðum hef ekki tíma til að gera ýmsa hluti.“ Bhajan (sálmasöngurinn) heldur áfram að hljóma í kringum mig en hugurinn reikar til baka til ársins 1993 þegar ég kom fyrst til Bhagawan. Hvað var það sem ýtti mér loks af stað til hans? Jú, ég hafði nýlokið viðbótar- námi og vildi nú finna dvalarstað sem hentaði mér í framhaldi af því. Indland var efst í huga mér og hjarta vegna fyrri ferða minna þang- að. En það var stór spuming hvar í landinu ég ætti að hefja leitina að „mínum stað“! Beindi ég spurningunni loks heitt til Guðs og að nú yrði hann að svara þessu. Um leið og ég hafði sleppt hugsuninni birtist maður fyrir framan mig í appelsínurauðum kufli með mikið svart hár út í allar áttir. Af fyrri lýsingum vissi ég strax að þetta var Sathya Sai Baba og skildi að ég ætti að hefja leit mína hjá honum. Hoppaði ég því upp í næstu vél og fór beint til Baba til að vera þar í 10 daga til að sjá hver væri á bak við þetta nafn sem ég hafði svo oft mætt á leiðinni gegnum lífið. Ég komst fljótt að raun um að þetta var „minn staður". Þarna varð fullkomnun á leit minni eftir dvalarstað og einnig eftir hinum fullkomna Meistara sem leiðir okkur áfram í lífinu sjálfu með útgeislun sinni einni. Ferðin til Indlands er löng og ströng. Þeg- ar þangað er komið mætir okkur gjörólík menning, hitinn er mikill, fólksmergð, i-yk og hávaði. Ollu ægir saman i ægilegi-i óreiðu að okkur finnst - en samt ríkir ákveðin regla. Allt þetta hellist yfir okkur strax við komuna til landsins og sumir snúast því andvígir gegn landinu og öllu sem þar er, - aðrir heillast. Það er eitthvað sem seiðir okkur, töfrar sem bæði eru sýnilegir og ósýnilegir mannlegu auga; verða aðeins skynjaðir og upplifaðir. Hin forna menning og trú sem hafa verið samofin í gegnum aldirnar og geymist í and- rúmsloftinu, fólkið í landinu og líf þess og svo þessi undraverða gleði í því þar sem reglan virðist vera: því meiri fátækt þeim mun meiri gleði. Að koma síðan til Baba mætir okkur þar enn nýr heimur gjörólíkur öllu öðru. Nú bætist við hin geysisterka kærleiksorka hans sem ki’efst einskis, bara gefur, streymir fram án afláts af því annað er ekki hægt, og einnig djúp kyrrð hans og festa, hógvær gleðin og fegurðin og - augun - svo óendanlega sterk og djúp og full af lífi að engin orð ná að lýsa því. Baba lætur sig ekki eingöngu varða heill einstaklingsins heldur allra sem heildar. Hann hefur sett á stofn fjölmarga skóla um allt Indland fyrir börn allt frá 4-5 ára aldri upp í háskóla og innleitt kennslukerfi sem hann nefnir heildræna kennslu þar sem ofið er saman því veraldlega og andlega. Námið samanstendur af hefðbundinni námskrá, trú, heimspeki og siðfræði en grundvöllur alls námsins er kærleikur Baba og að allir eru hluti af stærri heild. Stefnt er að því að gera nemendur ábyrga og sjálfstæða en með um- hyggju fyrir náunganum. Baba hefur látið byggja spítala víðs vegar um landið, staðið fyrir lagningu bætts vega- kerfis, látið bora eftir hreinu drykkjarvatni í öllu Andhra Pradesh héraði og hafa allir þar nú hreint vatn sem stuðlar að betri heilsu. Allt er þetta byggt upp af fjárframlögum ým- issa fylgjenda hans sem vilja sýna þakklæti sitt til hans á þennan hátt en Baba beinir þessum framlögum í eitthvert slíkt uppbyggj- andi starf í þágu allra. Eitt þekktasta dæmið er nýi spítalinn í Puttaparthi. Maður frá Ameríku kom á unga aldri til Baba. Líf unga mannsins var komið í ógöngur og vísaði Baba honum rétta leið, ráð- lagði honum að stofna fyrirtæki þegar heim kæmi og sagði til um reksturinn. Maðurinn sagði þá að ef þetta gengi eftir sem Baba hefði sagt myndi hann að gefa helming alls ágóðans til hans. Allt gekk þetta eftir og var upphafið að stofnun Hard Rock-keðjunnar um allan heim. Eigandinn efndi heit sitt og byggði fyrir ágóðann nýjan og fullkominn spítala í Puttaparthi og er öll starfsemi hans rekin fyrir það fé. Öll læknisaðstoð, rannsókn- ir, lyf og dvöl er ókeypis og færir læknar,ind- verskir og frá vesturlöndum, annast sjúk- linga. Afar eftirsótt þykir að starfa fyrir Baba og er hámenntað fólk í flestum störfum þó laun séu nær engin fyrir utan frítt fæði og húsnæði. Ég sat í biðröð með um 40.000 öðrum og beið þess að komast í sæti áður en hann kæmi. Fyrir framan mig sátu nokkrar konur sem allar voru í gulum fötum - einnig ég var í gulu! Ég hafði ætlað að vera í öðru en skipti um, fannst ég eiga að gera það. Allt hefur sinn tilgang, því brátt kom kona ein og sótti þær gulu fyrir framan mig og benti mér að koma líka! Okkur var vísað til sætis á gólfinu alveg við stólinn sem Baba situr í meðan Bhajan er sungið! Sat alveg við fætur hans þessar fyrstu mínútur sem ég upplifði nærveru Baba og horfði stöðugt á hann og spurði í sífellu í hug- anum hver hann væri. En hann horfði allan tíman bara á mig á móti alvarlegur á svip. Hefði ég vitað þá hvílík forréttindi þessi „til- viljun“ var í raun! Þetta voru fyrstu kynni mín af Baba! Eftir það fékk ég í langan tíma að kynnast því að vera ekki í slíkri nálægð við hann. Með því var hann að sýna mér og kenna að það skiptir í raun ekki máli hvort við sitjum nær eða fjær þar sem hann kemur, hvort tveggja hefur sitt gildi og sína töfra. Og það að koma til Ind- lands til hans eða hann til okkar hefur hvort tveggja sitt gildi og sína töfra. Hann var líka með þessu að kenna mér að innri tengsl og skynjun er ekki síður raunveruleiki - jafnvel meiri - en hinn ytri efnisheimur okkar. Og að það er þetta sem hver maður á að rækta en lifa í því ytra um leið, lifa í hringiðu lífsins en láta hana ekki stjórna okkur. Næsta morgun var ég mætt upp úr kl. 5 ásamt tugþúsundum til að bíða eftir Darshan hjá Baba. (Darshan: þegar helg persóna gengur á meðal okkar og gefur blessun sína). Það ríkir þögn og djúp kyrrð. Við reynum öll að sitja eins kyrr og við getum þrátt fyrir að mörg okkar séu óvön að sitja eins og Indverj- ar með krosslagða fætur svona lengi. Það krefst mikils aga, þolinmæði og umburðar- lyndis að vera hjá Baba. - Svo fer allt á hreyf- ingu, en það er ávallt vísbending um að hann sé að koma. A undan honum streymir geysi- sterk flóðbylgja af kærleika, streymir yfir allt og inn í alla. - Og svo birtist hann. - Inn um hliðið svífur afar fíngerður maður í appel- sínurauðum kufli með mikið svart hár eins og kórónu um höfuðið þar sem hvert hár er eins og þræðir út í umhverfið. Viðbrögð okkar við þessari sýn eru mis- munandi; við fyllumst undrun, lotningu, hrifn- ingu. Víða sjást tárin renna niður, fólk fellur á jörðina fyrir framan hann eða fellur fram til að snerta fætur hans eða klæðafald. Það er engin leið að útskýra þetta með orðum því þetta er svo há upplifun, handan alls sem mannleg hugsun getur náð. Baba er kominn til að gefa okkur Darshan. Hann stoppar hér og þar og talar við fólk, blessar böm, tekur við bréfum. Hann býr til Vibhuti fyrir einhvern, hring eða hálsmen sem ei’u kraftaverkin hans. En „boðskortin hans“ eins og hann kallar það, opna augu fólks fyrir því að annað sé til en aðeins það sem við sjáum í daglegu lífi. En þau eru^ einnig til að muna eftir honum á hættustund eða í erfiðleikum og biðja hann um hjálp. Kraftaverk hans birtast á fleiri vegu. Það var einn morgun að Baba tók hóp fólks inn í viðtal og við hin biðum úti á meðan. Þegar inn var komið sneri hann sér strax að manni frá Argentínu og spurði hvar konan hans væri. Maðurinn svaraði að hann hefði fengið skeyti að heiman þennan morgun um að hún væri dauðvona. Baba spurði þá hvort hann kysi ekki heldur að vera við sjúkrabeð konu sinnar og játti maðurinn því. Sagði Baba honum að horfa á vegginn og sýndi honum þar mynd af jörðinni, því næst heimaland mannsins, borg- ina, hverfið, götuna og að lokum útidyrnar að heimili hans og sagði honum að taka í hurðar- húninn og ganga inn. Maðurinn gerði það og var umsvifalaust horfinn. Það kom einum færra út úr viðtalsherberginu. Þeir sem höfðu* verið með honum inni í viðtalinu og urðu vitni að þessu hringdu strax heim til hans og svar- aði maðurinn þá sjálfur. Baba hafði orðið við ósk hans á þennan undraverða hátt. Margir vísindamenn hafa komið til Baba og reynt að sanna eða afsanna að hann geti raun- verulega gert allt það sem hann gerir en öll- um borið saman um að það sem Baba geri verði ekki skýrt með vísindalegum aðferðum og því handan þeirra. Morgunstundin hjá Baba heldur áfram. Eftir Darshan kallar hann fólk inn í viðtal til sín og heyrast þá gjarnan hlátrasköll út til okkar sem þar bíðum. Baba leikur á als oddi að venju því hann elskar að heyra fólk hlæja. Eftir viðtalið líður tíminn á ýmsan hátt til kl. 9 en þá er Bhajan sungið í um 20 mín. Þegar því lýkur biðum við spennt eftir að Baba komi og gefi okkur annað Darshan á leið sinni heim. Við streymum síðan í burtu, hver til síns heima til að sinna sínu daglega lífi, þar til tími er kominn til að búa sig undir að fara aft- ur til hans um kl. 3 og sama formið endurtek- ur sig. Þannig líða allir dagar með Baba. En þó er enginn dagur eins, engin mínúta eins, af því Baba er aldrei eins. Við vitum aldrei hvers við megum vænta frá honum. Vitum jafnvel ekki hvernig Baba við fáum til okkar hverju sinni; verður hann 72 ára Baba eða 14 ára Baba? Verður hann óendanlegur kærleikur og um- hyggja, ábúðarfullur og alvarlegur eða. grínistinn, brosandi út að eyi’um, kominn til að láta okkur hlæja? „Lifið lífinu í gleði og hamingju og látið mig um allt annað.“ „Minni farangur - meiri þægindi." Höfundur er myndlistarmaður. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.