Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 14
itMt^Utti 4» tmiik»r**i Ljósm./B. Á. GÍRAFFAANTÍLÓPAN fagra á veiðisafninu. HIN fræga mynd Francois Boucher (1703-1770), Áning vatnadísanna eða aftur til veiðanna, olía á léreft, 1745, á safni Cognaq-Jay. ÞAÐ er hvorki sérviska af neinu tagi né skylda að skoða söfn, öllu heldur mikil lifun og fróðleikur sem fæst fyrir lítið, þótt ein- hverjum muni finnast það tíma- frekt og útlátasamt að sækja þau stíft í heimsborgunum. Má minna á, að heimspekingurinn Arthur Schopenhauer skilgreindi skoðun fyr- irbæra á þann veg, að hún væri vitsmunaleg athöfn. Án dómgreindar myndaðist seint skilningur á eftirtekt, gagntekningar hluta, framber þá einungis innantóma tilfinningu. Sögusafn borgarinnar við Sevigny götu, sem er mikið og stórt um sig, hefur lengi verið í gagngerri endurnýjun, og var að mestu lokað þegar ég var á Kjarvalsstofu áður, en nú var safnið að stói-um hluta til opið og var það eitt af fyrstu verkum mínum að nálgast það. Og eins og nafnið bendir til hefur safnið með sögu borgarinnar að gera, að viðbættri nýrri deild þar sem eru sýndar mannvistarleifar sem fundist hafa við uppgröft á síðustu árum, sum- ar hverjar jafn gamlar tímatali okkar. Nær þannig yfir tímaskeiðið frá fomöld til þessarar aldar, og má geta mjög forvitnilegrar deildar um byltinguna 1792, og annarrai’ um keisara- tímabilið. Pá er þar eftirgerð svefnherbergis Marcel Proust, einnig Önnu de Noailles, svo og einkasalar Café de Paris, skartgripabúðar Fouquet og ballsalar Hotel de Wendel sem Alphonse Mucha skreytti og að auk staðarmál- verk eftir bóga eins og Signac, Marquet, Utrillo og Foujita. Þetta er gríðarlegt safn sem þeir sem ekki eru færir í frönsku skulu helst nálgast með kunnugum til að fá sem best not af heimsókninni. Þá er brugðið upp myndum af innréttingum í vistarverum nafnkenndra kon- unga, hér er sjón sögu ríkari ... Þrátt fyrir drjúgan áhuga á byggingarlist, og að ég láti helst ekki tækifæri til að sjá ' merka framkvæmd á því sviði fram hjá mér fara, þekkti ég afar h'tið til hins mikla franska arkirekts Francois Mansart (1598-1666), sem var leiðandi í stíl sem felur í senn í sér klassík og barokk. Tók einfaldlega eftir stóru vegg- spjaldi sem auglýsti sýningu á lífsverki hans er ég var að koma af öðrum söfnum og átti leið Enn er BRAGI ÁSGEIRSSON á ferðinni og víkur nú að sögusafni Parísar, Musée Carnavalet, í Maraishverfi á hægri bakkanum, veiðisafninu þar skammt frá, og hinu nafnkennda safni Cognaq-Jay, ásamt sýningu í Þjóðskjalasafninu í tilefni af því að 400 ár voru liðin frá fæðingu hins mikla snillings húsagerðarlistarinnar Francois Mansart, sem einmitt er höfundur að forhlið sögusafnsins, sem reis 1548. Þá bregður hann sér yfir á vinstri bakkann og hermir af þrem sérsöfnum mynd- höggvara, Qssip Zadkine, Emile- Antoine Bourdelle og Aristide Maillol. um Vieille du Temple götu, og gekk inn, hálf- hikandi þó. Átti helst von á að þetta væri eins konar ágripskennd lífsferils- og skjalasýning, sem síður er mitt áhugasvið, en hafði þó einsett mér að skoða sem flest söfn í hverfmu, stór og smá, hverjppafni sem þau nefndust. En þetta varð óforvarandis klárt skólabókardæmi þess, að menn eigi síður að nálgast söfn með ein- hverjum fýrirframskoðunum og neikvæðum væntingum, því ekki hefði ég með nokkru móti viljað hafa misst af þeirri lifun sem beið mín innan dyra. Maðurinn einfaldlega slíkur sniU- ingur í húsagerðarlist og hugmyndir hans svo skýrt og vel útfærðar og snilldarlega grundað- ar, að mér lá við svima á köflum. Ekki nóg með að fagteikningamar væru frábært handverk, listaverk á köflum, heldur voru hin stóru smíð- uðu módel það einnig. Umfangs- og rýmistil- finning snillingsins í uppdráttum og teikning- unum slík, að annað eins minnist ég naumast að hafa séð á sviðinu, þannig að hugtakið, rými - tími, fékk gott ef ekki nýjar víddir við skoðun þeirra. Allt er hér í jafnvægi í einni samhverfri heild og samræmdum hlutfóllum fyrirferðar og rýmis. Maðurinn kunni svo sannarlega til verka og þetta var á þeim löngu liðnu tímum sem arkitektúr var list og vísindi út í fmgur- góma, en ekki andlaust tæknifag sem hver meðalgreindur maður getur tileinkað sér í skóla. Var ég alveg sannfærður um eftir að hafa farið mörgum sinnum yfir. sýninguna, að skoðun hennar mætti leggja að jöfnu við heilt misseri í góðum arkitektúrskóla. Það sem mest er um vert, er að slíkt á hver maður með opin augu og dálitla formtilfmningu auðveldlega að geta lesið í, jafn ljóst og hlutimir era settir fram. Var að koma af veiðisafninu, Musée de la Chasse et le nature, sem einnig hafði komið mér á óvart, en þar byggðist hugkvæmnin helst á skotvopnum og aðferðum við að drepa dýr merkurinnar. Annað en hin mikla hug- kvæmni vakti ekki aðdáun mína, stóram frek- ar hin útstoppuðu fórnardýr, en af þeim var mikið kraðaðk á veggjum. og gólfi. Ótrúlegt hve náttúran er gjöful á margbreýtileika og OSSIP Zadkine, Kona með blævæng, 1923, brons. lengi horfði ég sem bergnuminn á veiðiminja- grip af giraffaantilópu sem var svo hálsfögur að upp í huga minn komu strax konumyndir Modiglianis. Þá eru þar jafnan sérsýningar og oftar en ekki eitthvað sem skarar dýi-alíf, jafnt Ijósmyndir sem myndverk ... Fiðringur kann að fara um einhverja er minnst er á safn Cognaq-Jay, og satt að ségja hélt ég sjálfur fyrir margt löngu að það hefði eitthvað með samnefndan eðaldi-ykk að gera. En svo reyndist um einkasafn stórmerkilegs dugnaðarforks að ræða, sem hét einfaldlega Cognaq. Og eins og Moíse de Camondo hafði hann aðallega áhuga á list átjándu aldar. Það var margt sem skeði í áranna rás á þeirai sögufrægu brú Pont Neuf, allar götur frá því Henrik III lagði homstein að henni árið 1578. Hinn sami og 1589 var stunginn til bana af hinum öfgafulla munki Clément, þá kóngur gekk öma sinna og lífverðir hans héldu sig hæverskléga fjarri. Alveg nóg í langa grein að herma frá, en hér verður þó einungis sagt frá ungum manni Emest Cognaq, sem öðrum 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.