Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 19
Endurvakning TONLIST Sfgildir diskar BACH J. S. Bach: Orgelverkin (6 tríósónötur; prelúdí- ur, fantasíur, tokkötur og fúgur; passacaglía; canzóna, allabreve; pastorale; Orgelbiichlein; Clavieriibung III; sálmalög; sálmforleikir; fúgu- listin). Helmut Walcha á Schnitger-orgel Lárenziusarkirkju Alkmaarhorgar og Silber- mann-orgel kirkju St. Pierre-le-Jeune í Strass- borg. Archiv 419 904-2. Upptaka: ADD, 1956-71. Útgáfuár: 1957, 1963, 1964, 1965, 1970, 1971. Heildarútgáfa á geisladiska: óupp- gefið [1989?]. Lengd (12 diskar): 810 mín. Vcrð (Skífan): 11.499 kr. HVAÐ er svona heillandi við orgelið? Eða er það kannski aðeins hávær og fyrirferðar- mikil fomeskja sem má muna sinn fífil fegri? Svari hver fyrir sig. Viðhorfm eru í þessu sem öðru einstaklingsbundin. Allt frá yfir- borðslegustu skynditengslum við brúðkaup og jarðarfarir og yfir í nærri því heittrú og launhelgar hörðustu aðdáenda þessa „kon- ungs hljóðfæranna" sem svo var kallað. Und- irritaður væri að ætla sér meiri en litla dul, ef hann teldi sig hafa handbæra skýringu á því hvað hljóðfærið segir nútímafólki, og hvers vegna. Hitt er engum vafa undirorpið, að þrátt fyrir merkar viðbætur síðari tíma, t.a.m. frá Frökkum seint á síðustu öld og fram á þessa, þá standa mestu orgelverk Baehs enn upp úr. Barokktíminn var gósenskeið orgel- meistara, einkum í Þýzkalandi, og Bach var meistari meistaranna, eins og raunar mun kunnara en frá þurfi að segja. Johann Sebastian (1685-1750) kynntist orgelinu gerla þegar á barnsaldri, enda hefð fyrir því að kai’lpeningur hinnar fjölmennu Bach-ættar legði fyrir sig orgelleik. I þá daga var orgelleikari líka tónskáld og viðgerðar- maður. Sebastian kunni frábær skil á hvoru tveggja og varð á efri árum eftirsóttur til að prufuspila ný orgel víða um Þýzkaland. Orðstír hans sem spilari varð reyndar slíkur að skyggði lengi frameftir á tónverkin. Flest hinna mögnuðustu orgelverka Bachs undir tvíþætta forminu tokkata/prelúd- ía/fantasía og fúga urðu til á yngri árum hans sem organista í Múhlhausen, Arnstadt og Weimar, en annars er tímasetning verkana ærið vandasöm og leikur stundum á heilum áratugum. Kannski engin furða, þegar haft er í huga hvað mörg elztu verkin geta verið nærri því annarlega fersk og „nútímaleg". Mörg verk eru nú glötuð, en sum aftur á móti ranglega eignuð Bach, þ.á m. (því miður!) tá- dillan Fuga alla Giga. Undirr. man enn ljóslif- andi eftir 30 ára gamalli konsertupptöku af eldfjörugri útfærslu Virgils Fox á „Roger’s Touring Organ“ í Fillmore East fyrir fullu hippahúsi, þar sem Bach-postulinn fótfimi lýsti yfir í brunaræðustíl fyi’ir flutninginn við gífurleg fagnaðarlæti: „... og þegar ég leik fúguna, dansa fætur mínir gígju!“ Svo var gefið í, með tilheyrandi taktföstum undirtekt- um áheyrenda í 12/8 og hassmóki að hætti tímans. Fleiri orgelverk hafa á allra síðustu árum verið umdeild af faðernisfræðingum; síðast sú eina og sanna Tokkata og fúga í d-moll - verkið sem allir kannast við ef þeir þekkja að- eins eitt verk eftir Bach. Meðal hugmynda fræðimanna má nefna, að d-mollinn kunni að hafa verið saminn í e.k. hópefli Bachs og nem- enda hans í tónsmíðum eða spunatækni. Ollu vafasömu hefur verið sleppt í þessari sannkölluðu bautasteinsútgáfu Helmuts Walcha á orgelverkunum í heild, en samt þen- ur hún sig yfir hátt í 14 klukkustundir á 12 diskum. Meðal sérstakra krása eru tríósónöt- urnar 6, sem Forkel, fyrsti æviskrárritari Bachs, segir samdar sem æfingar fyrir elzta son Sebastians, Wilhelm Friedemann. Þetta eru kammer-orgelverk eins og þau gerast bezt, og dregur sízt úr frábært raddval Walchas. I diskbæklingi kemur fram að orgel- leikarinn blindi (1907-91) hafi aldrei viljað gefa upp registranir sínar, og verður það skiljanlegra hér en annars staðar. Sálmalagaútfærslurnar og sálmforleikirnir (das Orgelbúchlein, Schúbler-kóralarnir o.fl.) sem ná yfir á hálfsjötta disk, eru smærri og innhverfari verk, ætluð til að leiða almennan safnaðarsöng en vitanlega ekki til hlustunar í heild. Þeir eru hins vegar mikil fróðleiks- og innblástursuppspretta þeim sem unna lúth- erska sálmalaginu. Þar eru og hin frægu kanontilbrigði um „Vom Himmel hoch, da komm ich her“ (BWV 734), og loks á diski 11-12 fúgulistin, sem endar á ófullgerðu 18. fúgunni (Walcha bætir sinni endaútfærslu við aftast á diski 6.) Eg kynntist fyrst Bach-innspilunum Walchas snemma á 8. áratugnum, þegai’ sígilt plötuúrval var minna en nú er. Síðan kom diskavæðingin, og gömlu LP-hlemmamir lentu í kjallai’ageymslu vegna plássleysis. Loks liðu 10 ár. Það er alltaf happi háð, hversu ánægju- leg endurkynnin verða eftir svo langan tíma, ekki sízt þegar barokktónlist á í hlut, með hlið- sjón af viðhorfsbyltingu „upphafshyggju"- flutnings, en þar hefur óneitanlega mikið vatn til sjávar runnið á fáum ámm. Nú þykir mörg- um af yngri kynslóð Walcha heldur „ópersónu- legur" (sérstaklega hjá rúbatóknapa eins og Wolfgang Rúbsam), en þeim er þykir mest um vert að fá að kynnast tónverkunum sem milli- liðalausast, án þess að flytjandinn úði dýrmætu egói sínu út um allt, munu kunna að meta hina beinskeyttu og dellulausu túlkun Walchas, sem hefur þann aukakost að geta sveiflað þegai’ Bach er í dansstuði. Sjóuðustu orgelkerar kynnu að kjósa stærri frávik frá nótunum en hér má heyra, en fyrir fyrstu kynni af þessum stórkostlegu minnismerkjum barokksins er óhætt að mæla með einlægri túlkun Helmuts Walchas, sem var og verður áfram grunnviðmiðun þeirra sem leggja mest upp úr sjálfri tónsköpun Bachs. Það merkilega er, að eftir 10 ára hlé virðist Walcha rísa upp aftur ferskari en nokkru sinni, og hin gömlu meistarahljóðfæri Schnitgers og Silbermanns í Alkmaar og Strassborg glampa í allri sinni dýrð í maka- laust innsæiri registrun hins sjónlausa orgel- snillings. Yfirfærsla Archivs á geisladiska virðist hafa tekizt með ágætum og hljómar jafnskýr og í árdaga. BARTOLI -TERFEL Dúettar og söngles eftir Mozart (úr Brúðkaupi Fígarós, Cosí fan tutte, Don Giovanni og Töfraflautunni), Rossini (úr Rakaranum í Sevillu og Itölsku stúlkunni í Alsír) og Donizetti (úr Ástardrykknum). Cecilia Bartoli (MS); Bryn Terfel (bar.); John Fisher, semball; Orchestra dell’Accademia Nazionale di Santa Cecilia u. stj. Myung-Whun Chung. Decca 458 928-2. Upp- taka: DDD, Róm 6/1998. Útgáfuár: 1999. Lengd (ekki gefin upp): 54:05. Verð (Skífan): 2.099 kr. FÓKUSINN ætti ekki að fara fram hjá neinum. Hann tvíblínir á óskabörn Decea, sóma þess, sverð og skildi, Cecilia Bartoli og Bryn Terfel, sem eru fram reidd með fjölda litljósmynda. Litskrúðugur aukabæklingur fylgir um nýjustu útgáfu fyrirtækisins, þ.á m. Tenórana þrjá, prýddur myndum af m.a. lost- fögrum söngkonum í flegnum kjólum. Það er því ekki lítil sölulykt af öllu saman, og augljóst að Decca - „óperukompaníið" eins og það kallar sig - hyggst hér ná í stóra sam- nefnarann. En ef eldri hundar í hettu geta af- borið ytri umbúnað, þá er engin ástæða til að gera lítið úr innihaldinu. Það er nefnilega hverju orði sannara sem bæklingsritari held- ur fram, að Bartoli og Terfel eru sem sköpuð saman fyrir Ijóðræna óperudúetta. Hvort fer hinu afskaplega vel, bæði fyi’ir augu og eyru, og innlifunin og sönggleðin leynir sér ekki, þó að Terfel jafni ekki liðugheit Bartoli í kólórat- úrsöng. En sem betur fer eru flúrstaðir ekki marg- ir. Kórverski hljómsveitarstjórinn Myung- Whun Chung er toppmaður í sínu fagi, Sesseljuakademían leikur eins og draumur, og hljóðritunin er tær og velhljómandi. Það er því fátt sem ætti að skyggja á ánægju hlust- andans (og söluvænleika disksins) nema ef væri lengdin. 54 mínútur er dulítið naumt skammtað fyi’ir fullt verð. En ugglaust munu fáir unnendur þessara frábæru ungu söngv- ara láta það á sig fá. Ríkarður Örn Pálsson Morgunblaðið/Þorkell ELÍSABET Waage æfir dagskrána með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í baksýn. Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar óhugamanna SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikarar á flautu og hörpu eru Áshildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage. Á efnisskránni er konsert fyrir flautu, hörpu og hljómsveit eftir Wolfgang Ama- deus Mozart og sinfónía nr. 9 eftir Antonin Dvorák, „Frá nýja heiminum". Konsertinn fyrir flautu og hörpu samdi Mozart í París árið 1788 fyrir kunningja sinn, fyrrverandi sendiherra Frakka í Englandi, og dóttur hans. Þau feðginin voru áhugamenn í tónlist en léku, að dómi Mozarts, sérlega vel á þessi hljóðfæri. Sinfónía Dvoráks „Frá nýja heiminum" er meðal vinsælustu tónverka sinfóníu- bókmenntanna. Hún var samin í New York 1893 en þangað hafði Dvorák verið boðið til að lífga upp á tónlistarlífið vest- anhafs. Áshildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage, hafa báðar starfað erlendis um ára- bil og getið sér gott orð sem tónlistarmenn og einleikarar. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð 1990. Hana skipar áhugafólk í hljóðfæraleik auk nokkurra tónlistarkenn- ara og nemenda. Starfið í hljómsveitinni er ólaunað og æfingar eru haldnar einu sinni í viku. Hljómsveitin kemur fram opinberlega nokkrum sinnum á ári, ýmist á sjálfstæðum tónleikum, með kórum eða við önnur tæki- færi. Stjórnandinn á þessum tónleikum, Ingvar Jónasson, hefur verið aðalstjórn- andi og leiðtogi hljómsveitarinnar frá upp-' * hafi. Aðgangseyrir er kr. 1.000, frítt fyrir börn, nemendur og eldri borgara. FramMrskarándl“ DV Mm Flat SþabeiiMoving .Spennamit áhorf ffá upahBgBfeaiiffiiEgi MorgúnhláðiðúmDiving Istenski dárii Sýningar í febrúar og mars DIVING Rui Horta FLAT SPACE MOVING Rui Horta KÆRA LÓLÓ Hlíf Svavarsdóttir Aðalsamstarfsaöili Landsbanki Islands C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 27. FEBRÚAR 1999 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.