Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 15
FRAMHLIÐ sögusafnsins, Hotel Carnavalet. Ljósm./B. Á BOURDELLE, konumynd, bronsaður steinn. MAILLOL var ekki aðeins framúrskarandi myndhöggvari heldur einnig ágætur málari og teiknari. Hér hefur hann teiknað Dinu Vierny, stofnanda Maillol safnsins, 1941. CAMILLE Bombois, 1883-1970, Foldgnáa bóndakonan í stiganum sínum, olía á léreft, 1935. MEÐ þekktari byggingum snillingsins Frangoís Mansart er höllin, Maisons Lafitte, í nágrenni Parísarborgar, byggð á árunum 1642-46. Megin- veigurinn liggur í samhverft formaðri framhlið, klassísku skipulagi og svipmiklu samræmi í hlutföllum fyrirferðarinnar. hvorum megin við aldamót kom til borgarinnar og seldi ódýrar vörur, sokka, skyrtur og ýmis- legt nytsamt til heimilishaldsins á brúnni. Fað- ir hans hafði á þann veg verið svikinn í við- skiptum að hann missti allar eigur sínar og í örvæntingu lagði hönd á sig. Skildi Emest og systkini hans á götunni, sem nú þurftu að sjá fyrir sér með tvær hendur tómar. Hinn ungi maður var hins vegar ekki á þeim buxunum að láta sér nægja að afla einungis til búsins, þvi hann var haldinn óstöðvandi metnaði til fjár og frama. Ekki gengu viðskiptin sem best í upp- hafi að sagan hermir, því eitt sinn þuifti Er- nest að veðsetja stóm rauðu regnhlífina sem trónaði yfir vömúrvalinu á brúnni til að eiga fyrir einhverri næringu í sig og sína. En það liðu tímar, og einn góðan veðurdag færði hann út kvíamar og stofhaði verslunarhúsið, La Samaritaine, í næsta nágrenni við brúna, sem seinna varð og er trúlega enn stærsti stór- markaður í París. Er hann lést einhvem tím- ann eftir seinni heimstyrjöldina var ársveltan milljarður franka! Þá lét hann að auk eftir sig eitt verðmætasta einkasafn í heimi og hugðist erfingi hans, Gabriel Cognaq láta það ganga til Louvre; en hann var forseti ráðs ríkislistasafn- anna. En þá gaus upp sá kvittui' að hann hefði unnið með þýska hemámsliðinu í heimstyrjöld- inni og í skyndi sviptu ráðamenn hann öllum heiðursnafnbótum og embættum. En í réttar- höldum sem fylgdu í kjölfarið var hann sýknað- ur af öllum ákærum sem reyndust hi-einn róg- burður og uppspuni frá rótum, en Louvre varð hins vegar að sjá af hinni verðmætu gjöf, sem gekk til borgarinnar og er safnið til húsa í gamalli byggingu, l' hðtel Denon, að Elzevir- götu 8. Ber að geta sérstaklega, að nafnið Jay er ættamafn Louise eiginkonu föður hans. Fyrir utan húsgögn og postulín em þar ágæt riss eftir Watteau, málverk eftir Fragonard, Rembrandt, Ruysdael, Largilliere, Chardin, Boucher, Greuze, Canaletto, Guardi, Viége- Lebmn, pastel eftir Quntin de La Tour og ensk málverk, að sjálfsögðu einnig ótal margt fleira er fagurfræðinni heyrir til... Að þessu sinni var ég minna á vinstri bakk- anum en oft áður, fór þangað ekki nema ég ætti sérstakt erindi, því nú skyldi hægri bakk- inn hafa algjöran forgang. En ég hafði mikinn hug á að skoða safn Ossip Zadkine (1890- 1967), sem var eins og margur veit einn af lærimeisturum Gerðar Helgadóttur. Það hafði einmitt farist fyrir áður og fléttaði ég nú heim- sókn við innlit á söfn Bourdelle og Malliol, en allir vom þetta brautryðjendur og meistarar franskrar höggmyndalistar. Zadkine var af rússneskum uppruna fæddur í Smolensk, og eftir á að hyggja er athyglisvert hve stíll hans var rússneskur í gmnneðli sínu og hve næsta íhaldsöm stflbrögðin féllu vel að byltingar- kenndi-i höggmyndalist módernismans. Hann var býsna frægur um sína daga og kannski steig það honum til höfuðs, í öilu falli höfðuðu mjúkar og formrænar stúdíur hans meira til mín en hinn grófi kúbíski ýkjustfll sem hann var helst nafntogaður fyrir og minnir á ýmis- legt sem gert var af nonkonformistunum í heimalandi hans. Safnið sem var jafnframt heimili Zadkines og vinnustofa, við Assas götu 100, er lítið en afar yndislegt og sannarlega heimsóknar virði. Er alveg við jaðar Luxem- borgargarðsins í afar lífrænu hvei-fi sem gam- an er að reika um, enda í hjarta Montparnasse og örstutt í glauminn og minningaimar á La Coupole, Dðme, Rotonde og Select. Safn Bo- urdelle (1861-1929), er í smágötu sem nefnd hefur verið í höfuðið á listamanninum hinum megin við tannstöngulinn svarta er yfir gnæf- ir, en svo nefna Parísarbúar skýjakljúfana með takmarkaðri virðingu. Hér var einnig vinnustofa hans og heimiii en allt stærra í sniðum en hjá Zadkine, og jafnframt var aukið við húsnæðið með myndarlegum sýningarsal 1948. Hér um bil allt lífsverk listamannsins er til sýnis, bæði frumverk sem afsteypur, einnig gi’afík, málverk og keramik, sem gefur auga- leið hve lærdómsrík heimsókn þangað er. Bo- urdelle var leitandi listamaður sem þreifaði sig áfram í mörgum stílbrigðum, þá vann hann með Rodin 1893-1908 m.a. að hinu fræga minnismerki, Borgararnir í Calais, og eru áhrif meistarans auðsæ í sumum verkanna. Eg hafði afar mikinn lærdóm af að skoða þetta safn, þótt ég þekkti vel til verka Bourdelles, ekki síst vegna þess að í gangi var frábær sýn- ing á verkum nemenda hans þeirra Gi- acometti, Richier og Gutfreund og með sam- anburði var greinilegt hvernig nemendurnir höfðu numið af lærimeistaranum þrátt fyiir úrskerandi sjálfstæði þeirra. Einkum kom mér á óvart hve Giaeometti hafði sótt mikið til hans og hér mótaðist ótvirætt hugmyndin að hinum löngu fígúrum, kennimerki hans. Stofnun Dinu Viemy, sem jafnframt er safn Aristide Maillol 1861-1944, er til húsa við þá nafnkenndu götu sem ber nafnið rue de Gren- elle (61). Er mun nær Signu og í raun utan við Montpamasse, en þó á vinstri bakkanum. Dina Vierny var listhöndlari er bjó yfir umtalsverðri sköpunai'gáfu, og einnig var fyrirsæta hjá meistaranum er jafnframt var lærimeistai-i hennar. Safnið sem er hið veglegasta af þess- um þrem hýsir einnig sérstætt einkasafn henn- ar af hárri gráðu; úrvalsverk eftir Bonnai-d, Cézanne, Degas, Duchamp, Dufy, Gauguin, Kandinsky, Renoir, Rousseau, Poliakoff, Bombois o.fl. Þá rekur hún enn listhús annars staðar og rakst ég þangað inn og sýndist mér ekki betur en að hún væri þar sjálf í eigin per- sónu háöldruð, og þó afar lifandi persóna. Ma- illol er svo stórt nafn að óþarfi ætti að vera að kynna hann nánar, en safnið er í bak og fyrir heimsóknar virði. I sérstakri sýningarálmu á annam hæð var sérsýning á málverkum enska skólans á seinni ámm, og hún ekkert slor. Bar því vitni að Dina Viemy hefur óvenju ríka til- finningu fyrir málaralist, er vaxin yfir fordóma, alveg laus við að vera prógrammeruð og ganga í takt sem er ómældur kostur á seinni tímum. Loks er kaffistofan í kjaliaranum afar skemmtileg hönnun og ekki sakar að minnast á dásamlegt konditori, kökubúð, við hlið safns- ins, þannig að hvorki væsir um anda né efni á þessum stað... LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.