Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 8
löngu fyrr og átt einhver samskipti við indíánana. I öðru lagi er staðsetning Sagneyjar nokk- uð óljós við fyrstu sýn. Sagney er nálæg og kunnugleg þegar indíánamir tala um hana en fjarlæg og óaðgengileg þegar Cartier ætl- ar að fínna landið. Alla vega tökum við eftir því að til þess að komast til Sagneyjar þarf Cartier að sigla fram og aftur eftir endilöngu Sankti Lárensfljóti svo að greinilegt er að al- gjör þungamiðja þessarar gátu um staðsetn- ingu Sagneyjar er títtnefnt fljót og dalurinn sem það rennur eftir. I þriðja lagi vakna spumingar um nafnið „Sagney" sem Cartier hefur skráð eftir fram- burði indíánanna. Samkvæmt opinberum gögnum (Noms et lieux du Québec) er nafnið „Sagney“ hljóðlíking af „sakí níp“ úr máli Al- gonldnna og þýðir „uppspretta vatns“. Þessi útskýring er eídd viðurkennd af öllum fræði- mönnum þar sem sumir halda því fram að af tækni- eða málfræðilegum ástæðum ætti formið að vera „sakí nípí“ sem er nokkuð langt frá því að líkjast „sagney" í framburði. Einnig ber að hafa það í huga að Cartier heyrði þetta nafh úr munni Irókesa sem tala annað mái en Aigonkinnar. Þannig má segja að ekki hafi enn fundist fullnægjandi skýring á því hvaðan nafnið „Sagney" sé komið. Sagn- ey finnst ekki í íslenskum orðabókum en hef- ur öll einkenni eðlilega samsettra orða í ís- lensku og hvert mannsbam á Islandi sldiur það umsvifalaust. Þótt Cartier hafí ekki tekist að finna Sagney þá hvarf þetta dularfulla land ekki alveg sjónum manna vegna þess að frönsku landkönnuðimir merktu það kirfilega inn á kort sín og þar er það enn að finna á a.m.k. tveim kortum frá 16. öld (sjá mynd, ekki verður annað séð en að í Sagney sé kastali eða virki) og Sagneyjará er enn á sínum stað þar sem Cartier heyrði syni Donnacona segja honum fyrst frá þessu dularfulla landi. Hún fellur um 200 km leið úr Jónsmessuvatni, þar era mörg raforku- ver og landslagið sagt stórfenglegt. A nú- tíma frönsku er það skrifað „Saguenay" og við mynni árinnar era nú á dögum mikil umsvif í hvalaskoðun (sjá kort). Athugasemdir: • 1. Páll Bergþórsson nefnir Cartier í bók sinni „Vínlandsgátan" (MM, Rvík 1997) en aðeins í sam- bandi við venju indíána að sofa undir bátum og lýs- ingar á gæðum landsins á bökkum Sankti Lárens- fljóts og þar um kring. • 2. Cartier og skipverjar hans hámuðu í sig geir- fugl og söltuðu hann niður í margar tunnur. Og þessir fuglar eru svo feitir að það er unaðsiegt • 3. Sumir vilja bera þessi viðbrögð saman við við- brögð indíána í S-Ameríku sem héldu að hvítu mennimir væru andar framliðinna eða endurkomnir guðir o.s.frv. en aðrir segja (Que sais je, Canada) að indíánar N-Ameríku hafí alltaf verið upplitsdjarfir í viðskiptum við hvíta menn. • 4. Jacques Cartier, Voyages en Nouvelle-France , bls. 86. • 5. Sama rit, bls. 107. Þessir Túdómanar eru tald- ir hafa verið Mikmakkar, sem bjuggu í austri en ekki suðri en eyjamar sem gist var í hljóta að hafa verið í mynni Sagneyjarár. • 6. Sama rit, bls. 116. Indíánamir telja ofin fót sérstök einkenni hvítra manna. • 7. Sama rit, bls. 124. Þetta er nákvæmasta lýs- ingin á Sagney og íbúum þess í skrifum Cartiers. Hann ítrekar einkennin: hvítir eins og Frakkar, ganga í ullarfotum og ríkir. (Af hveiju nefnir Donnacona Einfætlingaland? Líklega af því að Cartier hefur þrýst á hann. Einfætlingar em ekki til í þjóðsögum indíána Norðaustur-Ameríku. En Cartier getur ekki hafa þrýst á Donnacona um að skálda sögur um hvíta menn af því að hann bjóst sjálfur við Kínveijum eða Indveijum rétt handan við sundið yfir til Asíu.) • 8. N. E. Dionnne, Víe et voyages de J. Cartier, bls. 48 - Hér er ekkert vafamál. Konungurinn setur markmiðið að finna Sagney. • 9. Roberval reyndi einnig að finna Sagney. • 10. Algonkinnar era skilgreindir eftir tungu- málaætt, þeir skiptust í marga þjóð- eða ættflokka eins og t.d. Beóþúka á Nýfundnalandi, sem seinna dóu út eða var útrýmt af hvítum mönnum. • 11. írókesar era einnig skilgreindir eftir tungu- málaætt. Meðal undirflokka þeirra má t.d. nefna Móhíkana og Húrona. Helstu heimildir: - Commission de toponymie (sous la direction de Henri Dorion). 1994, Noms et lieux du Québec, dict- ionnaire illustré, Québec, Les Publications du Qué- bec. - Jacques Cartier 1977, Voyages en Nouvelle- France, Robert Lahaise og Marie Couturier þýddu á nútíma frönsku, Cahiers du Québec/ Hurtubise HMH, Québec. - N. E. Dionne 1934, Vie et voyages de Jacques Cartier, E. Robitaille, Québec. - Olive Patricia Dickason 1996, Les premi'eres nations du Canada, Septentrion, Québec. - Roland Viau 1997, Enfants du néant et mange- urs d’ ~ ames, ed. Boréal, Québec. - Munnlegar upplýsingar frá Charles A. Martijn, fomleifafræðingi í Québec. 1998. netfang: charles.martijn@sympatico.ca Höfundurinn er sognfræðingur og kennori í Þinghólsskóla í Kópovogi. Ljósbrot frá meginlandinu Ingibjörg Bjarnason er hálfgerð huldukona í ís- lenskri myndlist. Lífshlaup hennar er hulið dulúð og furðu fátt er vitað með fullri vissu. Fyrir þremur árum birtist grein í norrænu listatímariti eftir list- fræðinginn Ulf Thomas Moberg og þar voru birtar endurgerðir Michels Seuphors af tveimur myndum sem Ingibjörg sýndi á einu sýningunni sem vitað er að hún hafi tekið bátt í. HÁVAR SIGURJÓNSSON tók eftirfarandi texta saman og byggir að mestu leyti á grein Mobergs. ENDURGERÐ Michels Seuphors á einu málverk- anna sem Ingibjörg Bjarnason sýndi í Galleri 23 á Cercle et Carré-sýningunni 1930. I VINNUSTOFU Michels Seuphors í París 1929. Frá vinstri: Vantongerloo, Torrés Garcia, Mondrian, Florence Henri, óþekktur.Frú Vantongerloo og Ingibjörg Bjarnason. / Arið 1930 var haldin sögu- fræg málverkasýning í París, hvar sýndu meðhm- ir hópsins Cercle et Carré í Galerie 23 og á meðal heimsfrægra nafnanna sem koma fram á auglýs- ingaspjaldinu er fylgdi sýningunni er að finna nafnið Bjamason. A hópmyndum sem teknar vora um svipað leyti má sjá Piet Mondrian, Torres-Garcia, Vantongerloo, Michel Seuphor og Ingibjörgu Bjarnason sem stundum er nefnd Madame Seuphor þar sem þau standa hlið við hlið, arm í arm. Nafn Ingibjargar Bjarnason hvarf þó jafn- skjótt af vöram myndlistarunnenda Parísar- borgar og það hafði birst, hún tók ekki þátt í fleiri sýningum hópsins og litlum sögum fer af því hvort hún málaði að ráði eftir 1930, en víst er að myndirnar þrjár sem hún sýndi við þetta tækifæri vöktu ekki minni athygli en myndir stórmennanna sem sýndu við hlið hennar. Þessar myndir era nú týndar svo og flest það er Ingibjörg málaði um dagana, en Michel Seuphor gerði eftir minni eftirmyndir af myndunum þremur sem hún sýndi árið 1930. Hann var þá orðinn fjörgamall, 93 ára, en sagðist enn muna glöggt hvernig mynd- irnar hefðu htið út. Eftirmyndir Seuphors fylgja þessari grein, en þær gerði hann árið 1994 að beiðni sænska listfræðingsins Ulf Thomas Moberg. Ingibjörg Bjamason fæddist í Þýskalandi árið 1901, dóttir Þorleifs Bjarnasonar og fyrri konu hans dr. Adelinu Ritthershaus. Móðir Ingibjargar var af þýsk/svissneskum aðalsættum og eftir að þau Þorleifur skildu nokkram áram síðar ólst Ingibjörg upp hjá móður sinni í Þýskalandi. Þar hlaut hún hina vönduðustu skólagöngu að þeirra tíma sið, lauk stúdentsprófi og lagði síðan gjörva hönd á ýmislegt, m.a. efnafræði og myndlist, og dans hjá Isadora Duncan að sögn Dóra H. Bjamason, en Ingibjörg var föðursystir hennar. Ingibjörg mun einnig hafa komið nokkram sinnum til íslands á sumrin sem bam og unglingur og dvalið hjá föður sínum og málaði hún þá talsvert af vatnslitamynd- um og eru fáeinar í eigu skyldmenna hennar hér á landi. Ingibjörg giftist ung þýskum efnamanni að nafni Stein en hjónabandið stóð stutt, hún fékk berkla og lagðist inn á heilsuhæli í Sviss og Stein mun hafa skilið við hana á þeim forsendum að hún myndi aldrei geta alið honum barn. Stuttu eftir að skilnaður þeirra var frágenginn varð Ingibjörg barns- hafandi og ól dótturina Vera árið 1927. Barnsfaðirinn mun hafa verið listamaður sem hún kynntist á heilsuhælinu og varð ekki meira úr sambandi þeirra. Frá Sviss fór Ingibjörg með dóttur sína til Parísar og settist að í listamannahverfinu St. Germain- des-Prés. Hún stundaði nám í húðsnyrtingu og förðun hjá Helenu Rubinstein ásamt því að mála og stunda fyrirsætustörf. Hún varð ástkona Michels Seuphors, og kynntist mörgum af fremstu og framsæknustu lista- mönnum borgarinnar í gegnum hann. „Meðal þeirra vora Piet Mondrian, Friedrich Vordemberge-Gildewart, Joaquin Torrés-Garcia,van Doesburg, Lissitsky og arkitektarnir Alfred Roth, Le Corbusier og Gropius svo einhverjir séu nefndir," segir listfræðingurinn Ulf Thomas Moberg. Ingibjörg fann sálufélag við Mondrian í sameiginlegum áhuga þeirra á guðspeki og sérstaklega fomum ritum gyðinga. Munu þau hafa átt marga og langa fundi um þessi mál og um tíma aðhylltist Ingibjörg gyðing- dóm. Hún var jafnframt þekkt meðal lista- mannanna sem snjall vatnslitamálari og leiddi það m.a. til þess að hún tók þátt í sýn- ingu Cercle et Carré-hópsins sem Seuphor og Torrés-Garcia vora aðalhvatamenn að. Ingibjörg sýndi þarna þrjár myndir sem hún mun hafa kallað í hálfkæringi „fiska í fiska- búri“. Danska listakonan Franciska Clausen sem einnig var í hópnum minntist mynda Ingibjargar 50 áram síðar sem „kringlóttra forma með rauðu í“. í kjölfar þeirrar athygli sem myndir Ingi- bjargar vöktu á sýningunni 1930 hefði mátt ætla að hún myndi leggja myndlistina alfar- ið fyrir sig. En af ýmsum ástæðum varð raunin önnur, m.a. sú að upp úr sambandi þeirra Seuphors slitnaði um þetta leyti, hún tók um tíma saman við ungverska málarann Zilzer sem var náinn vinur Seuphors. Mun Seuphor hafa tekið þetta óstinnt upp og beitt áhrifum sínum gegn Ingibjörgu meðal listamanna í París. Hverjar svo sem ástæð- urnar vora þá hvarf Ingibjörg frá París og dvaldi um hríð í Þýskalandi en 1934 kom hún til íslands og var þar um kyrrt næstu ár. Hún notfærði sér kunnáttu sína í efna- fræði, húðsnyrtingu og förðun með þeim hætti að hún opnaði snyrtistofu fyrir konur og hóf framleiðslu eigin húðsnyrtivara sem hún kallaði Vera Similion. Húsnæði undir framleiðsluna fékk hún neðarlega við Laugaveginn og bræddi þar kindamör og blandaði krem og aðra lyfjan og seldi með góðum árangri til íslenskra kvenna. Agústa Pétursdóttir Snæland segir frá því að hún hafi sem nýútskrifaður auglýsingateiknari átt samstarf við Ingibjörgu S. Bjarnason og hannað fyrir hana auglýsingar í dagblöð um snyrtivöralínuna Vera Similion. „Þetta var röð af auglýsingum sem sýndu konur við ýmis verk en alltaf með Veru Similion- snyrtivörar sér til halds og trausts. Ég hugsa að þetta hafi verið ein fyrsta auglýs- ingaherferðin sem gerð var hér á Islandi, þó varla þætti hún umfangsmikil í dag,“ segir Ágústa. Ingibjörg bjó hér á landi um þriggja eða fjögurra ára skeið en fór þá til Þýskalands og mun hafa tekið virkan þátt í að bjarga gyðingum undan klóm nasista. Ingibjörg var alla tíð íslenskur ríkisborgari og svo mun einnig vera um dóttur hennar Vera sem býr nú í Túrín á Ítalíu eftir gifturíkan feril sem myndlistarmaður og kennari við listaskóla í New York. Ingibjörg skildi þó eftir sig dá- litla arfleifð hér á landi því um árabil mun júgursmyrsli hafa verið framleitt eftir upp- skrift frá henni. Frá Þýskalandi fór Ingibjörg í stríðsbyrj- un til Bandáríkjanna og þaðan beint til Ar- gentínu þar sem hún settist að og bjó allt til dauðadags árið 1977. í Argentínu mun Ingi- björg hafa gifst aftur en starfaði lengst af að mannúðarmálum. Segir Dóra Bjamason að störf Ingibjargar hafi m.a. verið fólgin í að hjálpa götubörnum í Buenos Aires og starfa með nunnum í því skyni. Að sögn Dóra Bjarnason, sem rannsakað hefur að nokkra sögu fóðursystur sinnar, var hús Ingibjargar í Buenos Aires rænt og munu flest ef ekki öll málverk sem vora í eigu hennar hafa horfið í því innbroti. Vera, dóttir Ingibjargar, hefur að sögn Dóra ekki gifst um dagana og er bamlaus. Ulf Thomas Moberg ritaði grein um Ingi- björgu Bjarnason í ritið Nordisk konst í 1920-talets avantgarde er út kom 1995. Mo- berg telur það athyglisvert að þegar þeir sem þekktu Ingibjörgu Bjarnason og um- gengust hana vora spurðir um persónuleika hennar virðist þeim hafa vafist tunga um tönn. Vísar Moberg í samtal sem hann átti við Þorvald Skúlason listmálara, en hann kynntist Ingibjörgu á Islandsárum hennar á 4. áratugnum. Þorvaldur segir í því sam- tali að hann hafi átt mjög erfitt með að átta sig á henni. „Hún var heillandi en alltaf mjög dularfull.“ Halldór Laxness sagði ein- faldlega um kynni sín af Ingibjörgu að henni hefði fylgt „ljósbrot frá meginland- inu“. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.