Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1999, Blaðsíða 6
hverful fyrirbæri? Er hægt að segja að þessi söfn gefi raunhæfa mynd af íslenskri sam- tímalist? Og við getum haldið áfram, því hvar ætti eiginlega að draga mörkin? Eru boðskort á sýningar listaverk og hvernig á þá að flokka þessar heimildir? Eru samræð- ur myndlistarmanna á Mokka kaffi eða Kaffi list ekki hluti af listalífínu og hvernig á þá að varðveita slíkar orðræður? Hugsunin er það eina sem skiptir máli segja konseptlista- mennirnar. Báknid burt? Eru þá söfnin kerfi sem gengið hefur sér til húðar? Svo tel ég alls ekki vera og reyndar bendir flest til þess að umsvif þeirra eigi eftir að snaraukast. Ég vona hins vegar að íslensk söfn eigi í auknum mæli eftir að líta á sig sem upplýsingamiðstöðvar og starfa samtímis á mörgum „plönum“ þar sem skiptast á teng- ingar og aftengingar, skírskotanir og hliðar- speglanir, ítarleg rannsóknarvinna og kraft- mikil og leikandi framsetning. Ef til vill geta söfnin nýtt sér aðferðafræði sumra merkustu rithöfunda og kvikmyndagerðarmanna sam- tímans sem beita ýmiss konar afþreyingar- formum til að miðla framandi og krefjandi sýn sinni. Fyrir vikið yrðu sýningamar áreið- anlega eftirsóknarverðari en hingað til, þótt líklega sé býsna langt í að þær verði í boði Oroblu eða Bílabúðar Benna. Fjölmiðlar og auglýsingar mynda í samein- ingu umgjörðina kringum hver við erum; eng- inn atburður eða manneskja er í raun og veru til nema að fjölmiðlar staðfesti tilveru hennar og persónuleikar okkar taka mið af þeim ímyndum sem auglýsingamar halda á lofti. Menningin lýtur orðið nákvæmlega sömu skil- yrðum. Enginn listamaður getur orðið stórt nafn án þess að um hann sé fjallað fram og til baka og gildi hans staðfest í blöðum, bókum og tímaritum. Á alþjóðlegri ráðstefnu sýning- arstjóra á vegum Nordic Institute for Contemporary Art komst ég þannig að orði að sýningin væri eins konar eldflaugarpallur þaðan sem listaverkunum er skotið inn á orð- ræðubrautina. Þar rofnar einangrun þeirra um leið og þau ummyndast í tungumál og öðl- ast tækifæri til þess að verða hluti af söguþró- uninni - sem í dag miðast við 15 mínútur Andy Warhols. Staðreyndin er sú að við með- tökum umheiminn að mestu í gegnum fjöl- miðla. Við vitum af fjölda mennningarvið- burða og höfum jafnvel á þeim sterkar skoð- anir enda þótt við höfum ekki séð sýninguna, farið í leikhúsið eða hlýtt á tónleikana. Við viljum fá hlutina inn á borð til okkar í staðinn fyrir að þurfa að eltast við þá út um borg og bí, endurmelta og matreidda ofan í okkur að hætti fjölmiðlanna. Með aðstoð margmiðlunartækninnar get- um við í framtíðinni, þegar breiðbandið kemst í fulla notkun, endurmatreitt þær upplýsingar sem að okkur er haldið, klippt og skeytt saman eins og okkur sýnist og komist í gagnvirkt samband við það sem um er að vera. Við þurfum t.d. ekki að sitja yfír öllum fréttatímanum heldur getum við horft aðeins á það sem við höfum áhuga á þegar okkur hentar. Þetta er hið skuggalega og óumflýjanlega fagnaðarerindi hátækninnar. Internetforlagið Amzon.com, sem fyrirfinnst aðeins í sýndarrýminu og hefur að geyma milljónir bókatitla um allt milli himins og jarðar, er sennilega bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Á örfáum árum hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað meira en nokkur dæmi eru um og er það nú verðmæt- ara en tvö stærstu bóksöluhús Bandaríkj- anna eða nær öll háskólabókaforlög í land- inu. Svipaða sögu er að segja um verslun á netinu sem sífellt færist í aukana. Risavaxn- ar verslunarkeðjur eins og Macy’s og Bloom- ingdales, sem fjárfest hafa í glæsilegum há- hýsum á dýrustu borgarlóðunum, hafa skilj- anlega af þessu áhyggjur. Og það sama gildir um stóru söfnin. Eins og menn gátu lesið í baksíðufrétt Morgun- blaðsins ekki alls fyrir löngu hefur OZ gert samning við örgjafafyrirtækið Intel um að hanna þrívíddarumhverfí fyrir Whitney-safn- ið í Bandaríkjunum. Áhorfendum á öllum nettengdum baðstofuloftum heimsþorpsins gefst þar með kostur á að flakka milli salar- kynna safnsins til að skoða ýmiss lykilverk bandarískrar myndlistar á 20. öld. Þeir geta sjálfír ráðið ferðinni eða fengið leiðsögn, súm- mað inn á smáatriði í myndunum, hlustað á tónlist og virt fyrir sér myndbandsbrot frá liðinni tíð. Og þess verður ekki langt að bíða að áhorfandinn geti brugðið sér í líki stað- gengils eða „avatars" að eigin vali og blandað geði við aðra gesti. Þegar þannig er komið skiptir kannski ekki öllu máli þótt eitthvað af listmunum haldi áfram að rykfalla í geymsl- um safnanna. Höfundurinn er listfræðingur og menningarverktaki. SAGN EY - LANDIÐ DULARFULLA í VESTURHEIMI EFTIR HRAFN E. JÓNSSON Indíánar sem 16. aldar landkönnuðurinn Jacques Carti- er kynntist í Sankti Lárensdal í Kanada sögðu honum frá Sagney, landi hvítra manna, sem gengu í ofnum föt- um og bjuggu í bæjum. Sagney er nálæg og kunnug- leg þegar indíánarnir tala um landið, en fjarlæg og óaðgengileg þegar Cartier ætlar að finna það. HÖFUNDUR þessarar grein- ar átti erindi til Boston í vor og skrapp að því loknu að gamni sínu til Québec í Kanada til að sjá Sankti Lárensdal, hvort Vínland hið góða hefði mögulega verið þar, sbr. kenningar Páls Bergþórssonar o.fl. I Québecborg tekur ferðalangurinn strax eftir því að öll bílnúmer eru með undirtitlin- um „Je me souviens" („Ég man“) sem í víð- tækari skilningi er þýtt: „Ég man að ég fæddist undir frönskum fána en ólst upp undir þeim breska". Af því má skilja að íbú- amir era mjög meðvitaðir um sögu sína og franskan uppruna. Þetta varð til þess að at- hygli mín beindist fljótlega að ferðum franska landkönnuðarins Jacques Cartier í Kanada á árunum 1534 - 1542, og markmið þessarar greinar er að kynna þá sögu.1 Nú verður ekki annað séð af skrifum Cartiers sjálfs og leyfisbréfí Frans I, Frakkakonungs (sjá neðan), en að indíánarn- ir sem hann kynntist í Sankti Lárensdal hafi sagt honum frá landi hvítra manna í N-Am- eríku, „Sagney". Cartier leitaði að því en fann ekki. Seinni tíma fræðimenn virðast líta á þessa sögusögn um Sagney sem einhvers konar endurminningar um Leif Eiríksson og aðra landkönnuði víkingatímans. Indíána- höfðinginn, Donnacona, nefnir einnig Ein- fætlingaland sem við þekkjum úr Eiríks- sögu. Landkönnun á 16. öld og Norðveslurleiðin Með endurreisnartímanum hófst markviss leit V-Evrópumanna að siglingaleiðinni til Indlands og hinnar ótrúleaga auðugu Cathay (Kína). Kólumbus fann S-Ameríku 1492 og Jón Cabot kom að austurströnd N-Ameríku 1497 í leit sinni að Asíu. Báðir höfðu kenn- inguna um að jörðin væri hnöttótt að leiðar- ljósi og Magellan sannaði þessa kenningu með siglingu sinni umhverfis jörðina 1519- 21. Menn skildu að Ameríka var ekki Asía en álitu, til að byrja með, að þetta land væri fremur mjótt og að hægt væri að fínna sund þar í gegn eða leið framhjá. Magellan hafði fundið sundið, kennt við hann, en sú leið þótti nokkuð löng og þar að auki á svæði Spánverja og Portúgala svo athygli Frakka, Breta og fleiri þjóða í N-Evrópu beindist nú að mögulegri leið iyrir norðan meginland Ameríku, norðvesturleiðinni. Hér komum við að söguhetju okkar, Jacques Cartier. Jacques Cartier (1491 - 1557) Jacques Cartier var skipstjóri frá St. Malo á Bretaníuskaga í Frakklandi. Hann hefur haft töluverða reynslu af siglingum áður en hann lagði í landkönnunarferðir sínar yfir Atlantshaf og um hinn víðáttumikla Sankti Lárensflóa. Talið er líklegt að hann hafí, ungur að árum, komið á Nýfundnalandsmið eftir að Jón Cabot uppgötvaði þau 1498. Fiskimenn frá Englandi og Bretaníuskaga, og einmitt frá St. Malo, fóru þá að stunda þar veiðar af miklum krafti nokkrum árum seinna enda mikið upp úr því að hafa. Einnig virðist ýmisl'egt benda til þess að Cartier hafi verið með Verrazano í könnunarferðum hans á vegum Frakkakonungs um austur- strönd N- Ameríku á árunum 1524-5. Cartier fór sjálfur í þrjár ferðir til N-Am- eríku, allar með leyfi og á kostnað Frakka- konungs, Frans I. Éyrsta ferðin var beinlínis farin til að finna norðvesturleiðina til Asíu og eigna konunginum land, í annarri ferðinni leitar hann enn að siglingaleið til Asíu en at- hygli hans beinist að frásögnum indíánanna af landinu Sagney og markmið þriðju ferðar- innar var að nema land og finna Sagney. Fyrsta ferð J. Cartiers sumarið 1 534 Cartier fékk tvö skip til umráða og 61 manns áhöfn. Hann fór frá heimahöfn sinni, St. Malo, og tók stefnuna beint á Nýfundna- landsmið. Því næst sigldi hann norður með ströndinni og inn í Fagureyjarsund (Belle- isle). Hvers vegna hann valdi þessa leið, en ekki suður fyrir Nýfundnaland, er ekki vitað. Hann kann að hafa þekkt staðinn og ætlað sér að koma við í Funkeyju, fuglaeyju austur af Nýfundnalandi, til að endurnýja matar- birgðir2 en ef til vill býður sundið sérstak- lega til innsiglingar miðað við kaldan La- bradorstrauminn þar fyrir utan. Cartier sigldi rétt undan l’Anse aux Mea- dows, þar sem rústir búða eða áfangastöðvar Leifs heppna höfðu legið óhreyfðar og yfir- gefnar í 500 ár. Hann fikrar sig áfram, kem- ur víða við, lendir í þoku, fer suður yfír Sankti Lárensflóann og heldur síðan áfram vestur. Hann undrast gæði landsins fyrir sunnan og þar kemur hann að því sem hon- um sýnist vera sund og vonir vakna um að hann sé á réttri leið, dýpið er 55 faðmar, loft- hiti mikill og landgæði og veðurfar telur hann betra en á Spáni. Það er eins og hann hafi veður af Asíu en hann verður fyrir mikl- um vonbrigðum þegar þetta reynist flói en ekki sundið margþráða yfir í Kínahaf og skírir hann Hitaflóa (Baie aux Chaleurs). Á þessum slóðum hittir hann Mikmakka (fjallaindíána) sem virðast ekki hafa orðið neitt hissa á að sjá hvíta menn3 en fagna þeim og vilja umsvifalaust stofna til verslunar með loðfeldi sem Cartier fannst lítið til um. Hann gefur þeim gjafír og verslar við þá. Lengra vestur með ströndinni hittir hann írókesa (Iroquois) sem voru á makrílvertíð á Gaspéskaga en áttu heima í Stadacona (Qué- bec). Þeir taka Cartier á sama hátt og hinir fyrri og eiga við hann góð samskipti. Cartier lætur reisa 10 metra háan kross á nesi nokkru og helgar Frakkakonungi landið með messugjörð og tilheyrandi. Þegar höfð- ingi indíánanna, Donnacona, verður þessa var flýtir hann sér á fund Frakkanna og með miklum bendingum út yfír landið, á sjálfan sig og á krossinn, heldur hann langa ræðu til að láta í ljósi óánægju sína en Cartier snýr út úr og fullvissar höfðingjann um að þetta sé bara siglingamerki. Nú var langt liðið á haustið og Cartier ákvað að gera það sama og allir aðrir landkönnuðir hafa gert (sbr. einnig Eiríkssögu) þ.e. að taka innfædda með sér til heimalandsins, kenna þeim þar eigin tungu til að geta notað þá aftur sem túlka í viðskiptum við landsmenn í næstu ferð. Þeir sem urðu fyrir valinu voru tveir synir Donnacona, höfðingjans sem Cartier átti eftir að kynnast betur. Önnwr ferð Carliers 1535 Synir Donnacona höfðu nú lært eitthvað í frönsku og Cartier tók þá aftur með sér yfír Atlantshafið til Ameríku. Hann hefur þrjú skip, siglir sömu leið um Fagureyjarsund en heldur í þetta sinn með norðurströnd Sankti Lárensflóa. Hann er sem fyrr að leita að sundi eða leið yfir til Asíu. Þegar hann nálg- ast „Kanada", þ.e. landsvæðið umhverfis mynni Sankti Lárensfljót við Stadacona, segja synir Donnacona honum að þeir séu að nálgast leiðina til Sagneyjar en þar sé nóg til af rauðum kopar. Þeir koma að mynni ár, sem skerst langt vestur inn í landið. þar er djúp á og straumhörð, sem er vatnaleiðin til konungdæmisins og landa Sagneyjar, eins og mennirnir okkar tveir frá Kanada sögðu okkur. Og þessi á liggur milli hárra og þverhníptra kletta, þar sem lítið er af jarðvegi og samt vex þar mikið af trjám og af mörgum gerðum á berum klöpp- unum eins og í góðum jarðvegi -/- Daginn eftir, annan dag septembermánaðar, ætluð- um við að fara úr ármynninu til að halda áfram för okkar til Kanada, þá voru sjávar- föllin sterk og mjög hættuleg því að sunnan megin árinnar eru tvær eyjar og á þriggja mílna svæði umhverfís þær (3 fr. mílur = 12 km) er dýpið ekki nema tveir eða þrír faðm- ar og dreift björgum á stærð við víntunnur og ámur og straumarnir við þessar eyjar eru svo sterkir að við vorum næstum búnir að missa eitt skipanna Þeir halda áfram og koma til Stadacona (Québec) þar sem Cartier hittir aftur Donnacona og indíánamir fagna endurkomu sonanna. Cartier þykist skilja að Stadacona sé eins konar höfuðborg í „konungsríkinu" Kanada. (Hér tekur hann eftir vínviði í tölu- verðu magni en indíánarnir gerðu ekki vín) Hann siglir upp Sankti Lárensfljót þrátt fyrir mótmæli Donnacona, sem taldi sig eiga einka- rétt á verslun við þá sem ofar búa. Þar hittir Cartier aðra írókesa í „konungsríkinu" Hochelaga (Montreal) og reynir að komast yf- ir til Mikluvatna (sem var e.t.v. leiðin yfir til Asíu?) en mistekst vegna flúðanna. Indíán- arnir fara með hann upp á fjall í grenndinni (sem Cartier gefur nafnið Mont royal = Montreal) og Cartier sýnist landið fagurt og harla gott til ræktunar. Á fjallinu sýnir einn manna hans indíánunum hlut úr kopar og þeir fullyrða að þessi málmur finnist í Sagney. Þegar hann snýr aftur til Stadacona hefur ástandið versnað. Mennirnir sem hann skildi eftir til að gæta stærri hafskipanna hafa víg- girt bústað þeirra. Indíánarnir eru ekki ánægðir en hann lætur það ekki á sig fá og nú fer hann að forvitnast um hagi þeirra og Donnacona sýndi kapteininum (Cartier talar um sjálfan sig í 3ðju persónu) fíimm höf- uðleður af mönnum, strengd á trjáramma, eins og bókfell og sagði okkur að þau væi-u af Túdómönum að sunnan sem þeir ættu í eilífu stríði við. Þar að auki sagði hann okkur að fyrir tveim árum hefðu þessir Túdómanar ráðist á þá á fíjótinu á eyju þar, sem er í 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.