Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 6
NÝLEG altaristafla kirkjunnar í Halldórsvík í Færeyjum, eftir færeyska listmálarann Torbjörn Olsen, sýnir hina heilögu kvöldmáltíð. Fyrirmyndir Jesú og lærisveinanna hér eru margir hverjir þjóð- þekktir menn í Færeyjum. Má þar nefna Bárð Jákupsson, forstöðumann Listasafnsins, sem er fimmti frá vinstri, Zakarias Heinesen, myndlistarmann og son skáldsins fræga Williams Heinesen, sem er fimmti frá hægri. Fyrirmynd skeggjaða mannsins lengst til hægri er trúbadorinn Hanus Johannessen. Bróðir listamannsins, Marius Olsen, einnig myndlistarmaður, er fyrirmynd Krists. SÝNING LISTASAFNSINS Á AKUREYRI UM ÍMYND JESÚ KRISTS í MYNDLIST OG MYNDGERÐ JESUS KRISTUR EFTIRLÝSTUR Opnun sýningarinnar „Jesús Kristur - eftirlýstur'' í Listasafninu ó Akureyri ó morgun, sunnud< =ig, og Kirkjulistahótíáar Akureyrarkirkju sama dag markar up iphaf hótíðahalda vegna 1000 óra afmælis . kristni í 1. □ndi nu. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR brá sér norður í víkunni og fræddist um ím/nd Jesú Krists í evrópskri og íslenskri listasögu hjá sýningarstjóranum Haraldi Inga Haraldssyni. SÝNINGIN, sem sett er upp í til- efni af þúsund ára afmæli kristni á íslandi, verður opnuð á morgun kl. 14.50 að viðstöddum biskupi og forseta íslands. Har- aldur Ingi Haraldsson, forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri, er sýningarstjóri og segir hann aðferðina við uppsetningu sýningarinnar vera allsérstaka. Engin tilraun hefur verið gerð til að afla frummynda verka heldur er í öllum til- fellum stuðst við eftirmyndir. Fyrir því eru ýmsar ástæður, því auk þess sem lítið safn stendur ekki undir kostnaði við öflun frum- mynda eru margar Kristsmyndir þjóðardýr- gripir og fást alls ekki lánaðar. Haraldur seg- ir að með þessu móti gefist kostur á að fjalla um inntak frekar en listaverk og listamenn. „Pað er von mín að sú aðferð að nota einungis eftirgerðir verkanna muni skapa ákveðna fjarlægð frá listamönnunum sjálfum og verk- um þeirra og vinna með hugmynd sýningar- innar um ímynd Jesú Krists í myndgerð. Að orðspor þeirra sem við þekkjum og meistara- legt handbragð sé í bakgrunni en tjáningin um Jesú Krist í forgrunni,“ segir hann. Haraldur segir að ef einhver persóna sé tákn fyrir okkar vestræna samfélag í tvö þús- und ár þá sé það að sjálfsögðu Jesús Kristur. „Við vitum að hann var til, hinsvegar þóttu það svo lítil tíðindi þegar hann dó að það liðu að minnsta kosti þrjátíu ár þangað til einhver sá ástæðu til að stinga niður penna og segja frá því. Nú höldum við upp á það að 2000 ár eru liðin frá fæðingu hans og 1000 ára afmæli kristni í landinu og iangstærsti hluti jarðar- búa miðar tímatal sitt við fæðingu þessa manns. Þetta er hugmyndaleg staðreynd sem hlýtur að fá menn til að staldra við, alveg óháð því hvort þeir eru trúaðir eða trúlausir. 2000 ára hátíðahöldin sýna okkur, svo ekki verður um villst, hversu mikil áhrif Kristur og kristni hafa haft á menningu okkar,“ heldur hann áfram. Rómversk katakomba i gömlum mjólkurkæli ó Akureyri Segja má að sýningunni sé skipt í fímm hluta í tíma og rúmi. Hún hefst í klefa 1, en fyrir þá sem ekki eru hagvanir í Listasafninu á Akureyri krefst sú nafngift skýringar: „Listasafnið býr yfir tveimur blóðhráum mjólkurklefum sem voru notaðir til þess að geyma og kæla ost og rjóma á sínum tíma, því hér var jú áður Mjólkursamlag KEA,“ út- skýrir Haraldur. „I öðrum klefanum hefst sýningin í frumkristni. Þar drögum við upp á veggina eftirmyndir af táknum sem voru not- uð í katakombunum undir Rómaborg, þar sem kristnir söfnuðir höfðust við til að iðka hina ólöglegu trú sína. Dæmi um þessi tákn eru fískurinn, lambið og pelíkaninn.“ I hinum klefanum er sjónum beint að „líkklæðinu frá Turin“, sem Haraldur segir með lífseigustu KRAFTAVERKAVEIÐIN eftir Konrad Witz, frá 1444. í Jóhannesarguðspjalli segir frá mikilli kraftaverkaveiði Péturs og nokkurra hinna lærisveinanna í Galíleuvatni skömmu eftir kross- festingu Jesú. Þar segir að þeir hafi dregið tóm netin alla nóttina en að um morguninn hafi kallað til þeirra ókunnugur maður sem stóð á vatnsbakkanum og bent þeim að leggja net sín á öðrum stað. Á myndinni má sjá hvar net þeirra hefur fyllst af fiski og Pétur hefur uppgötvað að ókunnugi maðurinn er Jesús Kristur og syndir til móts við hann. Morgunblaðið/Kristján HARALDUR Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, hefur að undanförnu lagt nótt við dag við uppsetningu sýningarinnar „Jesús Kristur - eftirlýstur". 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.