Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 8
EÐLI KVENNA í RITUM HEIMSPEKINGA FRÁ ARISTÓTELESI TIL GUNNARS DAL EFTIR SIGRÍÐI ÞORGEIRSDÓTTUR Heimspekingar hafg alla tíð reynt að komast að eðli hlutanna. Eðli kvenna var þar ekki undanskilið. Heim- spekingar fornaldar settu fram kenningar um eðlismun karla og kvenna sem hafa mótað hugmyndir um kynjg- mismun í sögu og menningu okkar, Kenningar um eðlis- læga eiginleika kvenna þjónuðu einkum þeim tilgangi að réttlæta hefðbundna hlutverkaskiptingu kynjanna. Þrótt fyrir að við tel jum okkur laus undan oki hinna fornu hugmynda un i eðli kvenna skjóta þær iðulega upp kollinum. Hversvegna kemur Gunnar Dal fram með kenningu um eðli kvenna við lok 20. aldar? HEIMSPEKINGAR hafa frá fomu fari fjallað um eðli kvenna, hvers eðlis „konur“ eru, hvaða eðlislægum eigin- leikum þær eru gæddar. Hér hyggst ég reifa hugmyndir nokkurra heimspekinga um eðli kvenna. Eg byrja á Aristótelesi, sem í fomöld lagði gi-unninn að hugmyndum um konur sem hafa gegnsýrt evr- ópska menningu og hugmyndasögu okkar. Ég lýsi síðan hvernig þessar hugmyndir hafa bergmálað fram eftir öldum í verkum höfunda eins og Rousseaus og Hegels og nú síðast í bók Gunnars Dal, í dag varð ég kona. Reyndar er sú bók sem kom fyrir rúmu ári kveikjan að þessari grein. í auglýsingafarganinu fyrir jólin 1997 glumdi rödd Gunnars Dal í útvarpinu, sem sjálfur auglýsti bók sína: „Guðrún er hin nýja kona“ rumdi í honum, og síðan var bætt við að þessi bók væri skyldulesning fyrir ungar stúlkur í dag. Nú, ég gluggaði í bókina, varð fnístrerað eftir nokki-ar síður og henti henni út í horn, búin að ákveða að þetta væri versta bókin þetta árið. Mér brá hins vegar við þegar ég rakst á bókartitilinn ofarlega á lista sölu- hæstu jólabókanna. Rödd Gunnars Dal hafði greinilega höfðað til fólks, sem vildi gleðja eða mun heldur fræða ungar stúlkur með hug- myndum hans um „hina nýju konu“. Nú virðist sem fæstir þessara bókarkaup- enda hafi gert sér grein fyrir að „hin nýja kona“ Gunnars Dal var ekki svo ný, heldur miklu fremur ný kona á gömlum belgjum, eða réttara sagt á gömlum karlbelgjum. A.m.k. virtist enginn þeirra gagnrýnenda sem fjölluðu um bókina hafa rekið homin í neitt slíkt, enda vom dómarnir um hana fremur hlutlausm, hnýtt í málfar hér og þar, almennt spjall, en enginn rýnenda virðist raunverulega hafa séð á hvaða buxum Gunnar Dal er með þessari bók. Það virðist sem enginn - nema kaupendur - hafi raunverulega tekið karlinn alvarlega. Kannski er fólk orðið svo vant því að karlar segi konum hvers eðlis þær era, að enginn hef- ur neitt við það að athuga. A.m.k. er ég viss um að viðbrögðin hefðu verið önnur og heiftar- legri, ef einhver kvensnift hefði skrifað sam- bærilegt uppeldisrit fyrir pilta, „I dag varð ég karl“, og síðan hefði hún pípt í útvarpinu „Guð- mundur er hinn nýi karl“! Eðlishyggja/tvíhyggja Gunnar Dal lýsir í bók sinni eðli kvenna og er þar með bundinn langri hefð heimspekinga sem hafa fjallað um sama efni. Eins og áður sagði var það einkum hinn fomgríski heimspekingur Aristóteles sem lagði grunninn að vísindalegum og íræðilegum skilningi okkar á konum og kynjunum. Hugmyndir um konur og hlutverk þeirra sem hafa verið ráðandi í sögu kirkjunnar eiga rætur að rekja til kenninga hans, sem og allar þær hugmyndir um stöðu kvenna og kyn- bundna hlutverkaskiptingu sem hafa mótað samfélagsgerðina, réttarfarið o.s.frv. En áður en lengra er haldið er vert að geta þess að allar þær kenningar um konur, sem má rekja til Aristótelesar kallast .eðlishyggju- kenningar“. Aristóteles rekur karleðlið og kveneðlið til líffræðilegs mismuns kynjanna og því er kynjakenning hans líffræðileg eðlis- hyggja. Annað sem er mikilvægt í þessu sam- hengi er að eðlishyggjukenningar af þessum toga eru ævinlega tvíhyggjukenningar. Einatt er fjallað um eðli kvenna í samhengi við tví- hyggju kynjanna. Hvert kyn um sig er fulltrúi ákveðinna eiginleika, hefur ákveðnum hlut- verkum að gegna í samræmi við kyn sitt. Sund- urgreining kynjanna gerir að verkum að þau mynda andstæður sem geta af sér hugtakapör. Dæmigerð slík hugtakapör eru: menning og náttúra, skynsemi og tilfmningar, sál eða hug- ur og líkami. Karlinn er fulltníi skynsemi, menningar og hugar og konan tengist náttúr- unni gegnum líkaman og er tilfmningavera. Tvíhyggja kyneðlisskilgreininga hefur reynst ótrúlega lífseig. Hún hefur lifað af í gegnum aldirnar og gengur m.a.s. ekki einungis aftur í bók Gunnars Dal, heldur einnig í ákveðnum stefnum innan femínismans, sem eru hallar undh- skilgreiningar á eðlislægum mun kynj- anna á grundvelli líffræðilegs kynjamismunar. En víkjum nú að upphafínu í hinni forngrísku menningu, sem er vagga hugsunar og hug- mynda menningar okkar. Kynjakenning Aristótelesar Aristóteles fjallaði um flest svið vísinda og lagði grundvöll að skiptingu þeirra. Hann rit- aði greinargerðir um náttúruna, samfélagið, mannssálina, listir, og þar fram eftir götunum. Kenningar hans um konur er einkum að fínna í líffræði hans, stjómspekinni og siðfræðinni. Þrátt fyrir að hann rannsakaði hin ýmsu svið lífsins og náttúrannar, leitaðist hann við að skilja heiminn sem heild, eins og var einkenn- andi fyrir forngi'íska heimspekinga. Aristótel- es setti hið einstaka ævinlega í stærra sam- hengi þar sem ákveðin grundvallarlögmál ríkja. Hið einstaka er undirorpið hinu almenna. Hin forngríska heimspeki er tilraun til að skilja heimin sem heildarsamhengi og grund- vallarlögmál lífsins og náttúrunnar. Heimspek- ingar fornaldar sjá að heimurinn er brigðull og að allt er breytingum undirorpið. Þeir vilja finna hið óbreytanlega í hinu breytanlega, þeir vilja komast að eðli hlutanna. Heimspeki Aristótelesar er oftast lýst sem markhyggju eða tilgangshyggju. Markhyggja er kenning um að allar athafnir, öll starfsemi stefni að einhverju marki eða einhverjum til- gangi. Hvaðeina verður til fyrir markmið, hver hlutur stefnir að ákveðnum tilgangi, sem er honum eðlislægur. Markmið hlutar eins og hnífs er að skera vel, þ.e.a.s að uppfylla það hlutverk sem hann hefur og það sama gildir, en þó með öðrum hætti, um hlutverk karla og kvenna, sem við skulum nú huga betur að. Það má skipta umfjöllun Aristótlesar um kyn og kynhlutverk í tvo þætti: Líffræði kynja- „HÓGVÆR" þögn er höfuðdjásn konunnar," segir Aristóteles og það samræmist náttúrulegri skipan að konan hlýði karli sínum. Konur eru ekki frjálsir borgarar eins og karlar. Þessi hug- mynd var í góðu gengi á 15. öldinni þegar Jan van Eyck málaði „Trúlofun Arnolfinis.“ mismunar annars vegai' og hins vegar í samfé- lagsfræðilega greiningu á mismunandi hlut- verkum kynjanna. Víkjum fyrst að líffræði kynjamismunai'. Kenning Aristótelesar um líffræðilegan kynjamismun hefur verið skilgreind sem ,eins- kyns kenning“. Aristóteles gengur út frá einu kyni. Hið eina og eiginlega kyn er karlkyn og hann leiðir kvenkyn af því (á svipaðan hátt og Guð skapaði Adam og bjó síðan til Evu úr rif- inu). Konan er samkvæmt kenningu Aristótel- esar frávik frá hinu eina og uppranalega karl- kyni. Karlinn er staðallinn eða viðmiðið og kvenkyn er frávik frá því. Aristóteles skrifar: „Okkur ber að líta á konuna sem væri hún van- skapnaður sem kemur þó engu að síður upp við náttúrulegar aðstæður." Þessi „vanskapnaður" er náttúrulegur vegna þess að náttúran krefst hans til viðhalds mannkyns. Eina (skynsam- lega) ástæðan fyrir tilvist konunnar er semsé að hún er „ill nauðsyn" til viðhalds mannkyns. í viðhaldsferlinu hefur hún öllu ómerkari hlut- verki að gegna. Karlinn er samkvæmt hinni aristótelísku líffræði hinn virki aðili, en konan óvirk og tekur við því sem karlinn gefur frá sér. Við getnað gefur karlinn frá sér formið, en konan leggur til efnið. I forminu er ennfremur kjarni mannsins, sálin, sem efnið tekur við í kvenlíkamanum. Konan, segir Aristóteles er „ófrjór kari“. Þessi eins-kyns kenning er með öðrum orðum skortskenning. Konuna skortir eitthvað sem karlinn hefur, karlinn er heill, konan hálfgildingur. Þetta er náttúruleg skipan hlutanna að mati Aristólesar og hún er ekki einungis ráðandi í líffræði kynjanna, heldur endurtekur hún sig í samfélagslegri hlutverkaskipan þeirra. Líf- fræðilegt og samfélagslegt hlutverk kvenna er fyrst og fremst að ganga með og ala börn. Hin- ar samfélagslegu skilgreiningar á konunni draga augljóslega dám af því þar sem hlutverk kvenna er að hugsa um börn og bú. Allt hennar eðli miðast við þetta hlutverk og einskorðar hana við það. Það er dygð eða ágæti hennar. Konan hefur ekki eðli sem nægir henni til að taka á sig hlutverk utan heimilis. „Hógvær þögn er höfuðdjásn konunnar“ segir Aristótel- es og það samræmist náttúrulegri skipan að konan hlýði karli sínum. Konur era settar skör ofar en þrælar, en era þó ekki frjálsir borgarar eins og karlar. Tilgangur karlsins er hins veg- ar að vera þátttakandi á opinbei'um vettvangi þar sem hann getur virkjað skynsemishluta sálarinnar. Þá fær eðli hans fyrst notið sín til fulls því á opinberum vettvangi öðlast skyn- semi hans athafnarými, hvort sem það er í stjórnmálum eða í ástundun fræða og vísinda. Konan er að mati Aristótelesar ekki fær um að vh'kja þennan æðsta hluta sálarinnar með sama hætti og karlinn. Hún er m.ö.o. ekki mað- ur til jafns við karlinn. Þar sem enginn forngrískur heinispekingur hefur haft jafn mikil áhrif á hina kristnu mið- aldaheimspekinga, hefur kynjakenning Aristótelsar verið grundvöllur kenninga kaþ- ólsku kirkjunnar um kynhlutverk. í kaþólskum kenningum miðalda er mikið var gert úr sál mannsins þar eð hún var talinn æðsti hluti mannshugans, voru konur jafnvel ekki taldar hafa sálh'. (Það er merkilegt að nú á tímum þegar sálin er fremur léttvæg fundin, era kon- ur iðulega taldar meiri sálir en karlar.) Þögnin, sem Aristóteles taldi höfuðdjásn konunnar, var ennfremur gerð að skyldu, því konum var skip- að að þegja í kirkjum langt fram eftir öldum. En nóg um Aristóteles. Kenningar hans endur- óma í sögu hugmynda okkar um manninn. Karlinn er viðmið, sem konan er frávik frá. Þegar upp er staðið má segja að heimspeking- ar eins og Aristóteles spyrji hvað karlinn sé, en til hvers konan er, og það er augljóst af ofan- sögðu hvernig samfélagslegt hlutverk konunn- ar er leitt af lífræðilegri undirstöðu kyns henn- ar. Kyn hennar er hlutskipti hennar. En höldum nú áfram, því ég ætla mér að sýna hvernig hefðbundnar heimspekilegar hugmyndir enduróma í kenningu Gunnars Dal. Þessai' hefðbundu hugmyndir hafa tekið breyt- ingum, sem ég geri grein fyrir með glefsum úr kynjakenningum Rousseaus og Hegels. Kynja- speki Rousseaus nær alla leið til íslands því Björn í Sauðlauksdal ritaði í lok 18. aldar upp- eldisrit fyrir konur og karla að nokkru leyti í anda hennar. Þessar síðari tíma kenningar um kynin hafa samt ekki kollvarpað hinni aristótelísku kynjakenningu, því rammi þeirra er eðlishyggjan og tvíhyggjan sem Aristóteles leggur fræðilegan grunn að. Rousseau, Hegel og Björn i Sauðlauksdal Konur eru í kenningu Rousseaus og Hegels einnig skilgreindar út frá líffræði sinni, sínu náttúrulega hlutverki. Konur eru tilfinninga- stýrðari og líkamlega skilyrtari en karlar. Það ber að athuga að tilfmningasemi kvenna er tal- in mjög neikvæð, já, beinlínis varasöm. Þetta viðhorf til tilfínninga má rekja til forngrískrar heimspeki, en skv. hinni platonsku og aristótelísku heimspeki eru tilfinningar, sem heita „paþos“ á grísku, sjúklegar kenndir eða ástríður. Tilfínningar eru því truflunarvaldar í ríki skynsemi. Hið háleita markmið skynsem- isverunnar er að stjórna tilfínningum, stjórna líkamlegum ástríðum og kenndum með skyn- semi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.