Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 9
En þessi tvíhyggja tilfinninga og skynsemi gerir að verkum að konur eru sökum nánari tengsla sinna við hið dýrslega og náttúrulega taldai' vanhæfar um rökhugsun. Þetta getur beinlínis skapað hættu, eins og Hegel skrifar í Réttarheimspeki sinni, en þar lýsir hann hin- um „náttúrulega" mismun kynjanna með eftir- farandi hætti: „Hið raunverulega, eiginlega líf karlsins er á hinum opinbera vettvangi ríkis- ins, í vísindum og þess háttar, og ennfremur í glímu við og vinnu með umhverfí sitt og við sjálfan sig“. Hið eiginlega hlutverk konunnai' er aftur á móti innan fjölskyldunnar. Hegel bætir síðan við að konur geti að vísu menntast, en þær eru ekki hæfar til að stunda „æðri vís- indi, heimspeki og ákveðnar gerðir listsköpun- ar“ sem ki'efjast færni til að hugsa samkvæmt almennum lögmálum. Þessi vanhæfni skapar hættu sem getur stafað af konum, sem Hegel orðar með svofelldum hætti: „Ef konur eru í forystu ríkisstjórnar er ríkið í hættu, því konur breyta ekki samkvæmt al- mennum lögmálum, heldur samkvæmt tilvilj- anakenndum tilhneigingum og skoðunum." Vegna þess að konur eru tilfínningaverur er þeim semsé ekki treystandi fyi'ir pólitískum embættum. Það gerir þær hins vegar hæfar til annarra verka. Rousseau fullyrðir að í ljósi þess að konur eru náttúrulegri og tilfínninga- legri séu þær gæddar hagnýtri skynsemi sem nýtist þeim í búsýslu, barnauppeldi og til að halda karlinum ánægðum. Konan á bæði að vera dygðug húsfreyja og tælandi eiginkona. Konan getur verið fyndin og skemmtileg, klók,' jafnvel slóttug. Ef konan fer að rækta vitsmuni sína, verður hún öðrum byrði og hún gerir sig að karli, eins og Rousseau orðar það. Um þetta fjallaði Rousseau í hinu fræga uppeldisriti sínu Emil, en það gleymist oft að þar fjallaði hann ekki einungis um uppeldi Emils, heldur líka um uppeldi Soffíu, lagskonu Emils. Roussau var semsé umhugað um að kynin tvö fengju uppeldi í samræmi við eðlisbundna kyneigin- leika sína. Soffíu farnaðist hins vegar ekki vel, henni gekk illa að samþætta hið tælandi og hið dygðuga kveneðli sitt, en það er önnur og öllu dapurlegi'i saga. Það heyra óm af kenningum Rousseaus um uppeldi karla og kvenna uppeldisritum séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, eins og áður sagði. Annað ritið er fyi'ir karla og ber heitið Atli, eður ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn. Hitt er fyrir konur og heitir Ai-n- björg og undirtitillinn er ærupi’ýdd dáindisk- vinna á vestíjörðum Islands, afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í húss-stjórn, barna uppeldi og allri innanbæjar búsýslu. Hið tvíbenta eðli konunnar er að vera dygðum prýdd og um leið tælandi, sem Rousseau gerh' að umtalsefni birtist í hófstilltai'i útgáfu í lýs- ingu Björns Halldórssonar, en þar segir: „Þær dygðir, sem konur mest prýða, eru skírlífí, trygð og guðrækni. Vanti hana einhverja þessa, er hún ekki góð kona. Þá eru enn aðrar dygðir þarnærst, sem konum gjöra svo stórann sóma, sem mestu afreksverk karlmönnum; Þessai' kvenndygðir eru: gott og skynsamlegt barna uppeldi, umsorgun fyrh- heimilisfólkinu og kjærleiki til bænda þeirra.“ í næstu málsgrein stendur síðan skrifað: „Konurnar eru skapaðar til að mýkja geðsmuni karlmanna....Hún gjörir þetta, svo at beggja þeirra hjónaskyldur rækist því betur“ (Arn- björg, bls. 16). Eins og sjá má af þessum forskriftum eru uppeldishugmyndir Rousseaus sniðnar að þörfum hins íslenska bændasamfélags í riti Björns í Sauðlauksdal. Birni var meira í mun að ala upp dygðuga bústýru og góðan bónda, en frjálsan og náttúrulegan einstakling eins og Rousseau hafði að leiðarljósi við uppeldi Emils. Frelsishugsjón upplýsingarinnar sem Rous- seau átti drjúgan þátt í að innleiða með hug- myndum sínum um uppeldi Emils eiga hins vegar ekki við um konur, eins og sjá má á hug- myndum hans um uppeldi Soffíu. Konum er ekki ætlað með sama hætti og karlar að hefja sig upp yfir heftandi hefðir og kreddur í krafti hinnar sjálfráðu skynsemi, sem er inntak hugs- unar í anda upplýsingar. Þetta var göngutúr í gegnum sögu fáeinna kynferðisskilgreininga heimspekinnar, með smalakrók til íslands hér í lokin. Það ætti að vera auðvelt að sjá hvernig þessar hugmyndir hafa verið ríkjandi í menningu okkar og hvern- ig þær hafa öðru fremur þjónað þeim eina til- gangi að réttlæta kynbundna stigskiptingu samfélagsins og skipan karlaveldis. Hefðin sem ég hef lýst hér hefur á erlendum málum verið kölluð „misogyny“, sem má þýða sem kvenfyrirlitning. Nú er ætlunin, eins og ég sagði í upphafí, að líta á kenningu Gunnai's Dal í þessu samhengi. Því fer fjarri að Gunnar Dal myndi samþykkja að vera skipað á bekk með heimspekingum kveníyrirlitningar. Öðru nær. Gunnar Dal ætlar sér sem höfundur bókarinn- ar í dag varð ég kona að koma fram sem sann- ur kvennavinur. Niðurlag birtist í næstu Lesbók. Höfundurinn er doktor i heimspeki og lektor við Hóskóla íslands. BRIAN FERNEYHOUGH OG LEITIN HANDAN ÞESS VIÐTEKNA KÆRKOMIN TÆKIFÆRI Brian Ferneyhough Tónlist Brian Ferneyhough endurspeglar hraðan, óræðan oq firrtan samtím- ann ó ókoflega heiðarleg- an hótt skrifar ÚLFAR INGI HARALDSSON í grein sinni um tónskóldið en ó morgun gefst kostur ó að heyra tónlist þessa fram- sækna tónskólds ó tvenn- um tónleikum í flutningi Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Magnusar Andersson gítarleikara. AÐ er komið að lokum aldar sem hefur fætt af sér meiri fjölbreytni og hraða í þróun á öllum sviðum en nokkurri sinni áður. Tónlist er þar ekki undanskilin og nánast ógerningur að hafa yfírsýn yfir allar þær tegundir og afbrigði sem til staðar eru í dag. Tónlist og allt sem henni fylgir er nú mikilvæg mark- aðsvara þar sem greiður aðgangur að ýmsum tegundum er í beinum tengslum við framboð og eftirspurn. Sú var tíðin að ógerningur var að nálgast hljóðritanir og nótur af öðru en því sem höfðaði til sem flestra og þótti fjárhags- lega arðbært. Tækniþróunin hefur gert það að verkum að nú er möguleiki á að nálgast efni sem þótti áður fjarlægur draumur, ef menn á annað borð vissu um tilveru þess. Þannig hafa menn sumpart yfirstigið mötun markaðarins. Nú er ekki einungis um að ræða tónverk sem hafa orðið viðurkennd sem „módernísk" meist- araverk, heldur ýmsa stíla og afbrigði sem bera samtímanum mikilvægan vitnisburð. Ým- is framsækin tónlist nýtur góðs af þessari þró- un, þó að upplag og aðgangur sé enn vissulega mjög takmörkunum háð. Fyrir þá sem unna nýrri og framsækinni tónlist er það því ávallt sérstök og kærkomin stund þegar tækifæri gefst til þess að heyra lifandi flutning á tónlist Brian Ferneyhough sem varla getur talist auð- fundin í hljómplötuverslunum. Á morgun gefst íslendingum kostur á að heyra Unity Capsule og Mnemosyne fyrir sólóflautu í flutningi Kol- beins Bjarnasonar í Salnum í Kópavogi. Einnig flytur Magnus Andersson gítarleikari verk eft- ir Ferneyhough í Norræna húsinu. Yfirþyrmandi innblástur Tónlist Brians Ferneyhough verður líklega aldrei meðhöndluð sem auðskilin og aðgengileg en engu að síður býr hún yfir krafti og aðdrátt- arafli sem erfítt er að skilgreina. Ef til vill er ástæðan hinn hástemmdi og nánast yfirþyrm- andi skapandi innblástur og vegna þess hversu vel tónlistin virðist endurspegla hraðan, óræð- an og firrtan samtímann á ákaflega heiðarleg- an hátt. Þau viðhorf og þær áríðandi spurningar sem tónlist Ferneyhough felur í sér bæði hvað varðar tónlist sérstaklega og lífsspeki yfir höf- uð eiga sér fáa jafningja og það er ógerningur að gera þeim fullnægjandi skil í fáum orðum. Það eru þó nokkur atriði sem skipta höfuð máli og verður reynt að gera þeim einhver skil hér á eftir. Atriði svo sem sambandið milli nótnaritunar og flutnings, tónlist Femeyhough sem gagnrýni á samtímann og stöðug leit hans að nýjum landamærum í skapandi hugsun og fagurfræðilegri upplifun. Leit handan þess viðtekna Brian Ferneyhough er fæddur 1943 í Coventry á Englandi. Fyrstu tengsl hans við tónlist voru í gegnum þátttöku í lúðrasveitum og nám við Birmingham School of Music. Hann leitaði snemma, eða um 1968, efth' tækifæri til að flytja sig um set til Mið-Evrópu þai' sem betri jarðvegur var fyrir framsækna tónlist. Hann nam einn vetur hjá Ton de Leeuw í Hollandi en þar á eftir í Sviss hjá Klaus Huber í akademíunni í Basel. Tónlist Ferneyhough á rætur að rekja til framúrstefnu áranna eftir seinna stríð og er á margan hátt bein afleiðing af þeim nákvæmu kerfisbundnu tónsmíðahugmyndum og aðferð- um sem þróaðar voru af t.d. Karlheinz Stock- hausen og Pierre Boulez og oft eru tengdar við tónlistarnámskeiðin í Darmstadt í Þýskalandi. Þessar hugmyndh- leiddu af sér tónverk sem þóttu ákaflega flókin í formi og innihaldi, sem og að vera á mörkum mannlegrar getu hvað varðar flutning. Margir skildu fljótlega við slíkar aðferðir fyrir, að því er menn töldu, ein- faldari leiðir að sama marki sem leiddi af sér áhuga á frjálsum spuna, opnu formi, og nýj- ungum (einfóldunum) í nótnarithætti. Femeyhough er þó einn af þeim sem tekur upp þráðinn þar sem flestir skildu við eða gáfust upp. Hann sprengir í orðsins fyllstu merkingu hreinlega öll viðmið varðandi skiln- ing hlustandans sem og almennt viðurkenndar takmarkanir hljóðfæraleikarans. Tónlistin krefst mikils tíma í undirbúningi og gengur jafnvel svo langt að vera óframkvæmanleg og algerlega óraunhæf með tilliti til hefðbundins sambands milli nótnaritunar og hins áheyran- lega. Þetta hefur leitt til gagnrýni sem segir m.a. að það sé ekki möguleiki fyrir áheyrand- ann að leggja mat á gæði flutningsins eða hreinlega gera greinarmun á honum og algjör- lega frjálsum spuna. Fyrir Ferneyhough er sambandið milli nótnaritunar og flutnings ekki sjálfgefið og í staðinn fyrir að leggja fram ritað tónverk sem nokkurskonar staðal fyrir mat á réttum og röngum flutningi, þá fær ritunin meira hlutverk sem nokkurskonar miðill fyrir völundai'hús af nákvæmum og markvissum túlkunarmöguleikum. Þær gífurlegu kröfur sem lagðar eru á einbeitingu og líkamlega getu hljóðfæraleikarans gera það að verkum að spurningin er ekki lengur ófrávíkjanlega um réttar nótur á réttum stað, heldur um ákveðið sannfærandi flæði, samspil milli efnisþátta og „merkingarfullra frávika“. Með slíkri aðferð leitast Ferneyhough við að færa ritunina hand- an við menningarlega hefðbundið hlutverk og setja spurninguna um „túlkun" á oddinn; að endurspegla á trúverðugri hátt flókin sambönd tónhugsunarinnar og að láta ritunina þjóna sem raunar ófullkomna en þrátt fyrir það einu leiðina að útópískri listsýn og eða hugará- standi. Að fylgja sínum eigin lögmálum Ferneyhough gagni-ýnh' ínjög „póst- módemísk" viðhorf sem gjarnan felast í leit að nýrri merkingu í gegnum tilvitnanir í eldi'i tón- listarstíla, oft með þeim tilgangi að koma til móts við hinn almenna hlustanda. Fyrii' Fer- neyhough eru slík viðhorf nátengd því sem þýski heimspekingurinn Adorno kallaði „fetis- hization of music“, þar sem ákveðinn efnishluti er numinn burt úr sínu heildræna tónlistar- og sögulega samhengi; með aðlögunarhæfni að þörf- um neyslusamfélagsins að óbeinu markmiði. Samkvæmt kenningum Adomo, og sem sjá má endurhljóma í tónlist Femeyhough, er það eina sem tónlistin getur áork- að núna að „endurspegla í sínu eigin sértæka formi hinar þjóðfélagslegu þverstæður (antinomies) sem hafa í raun orsakað einangmn listarinnai'." Með öðram orðum, tón- skáldið getur einungis byggt á lögmálum tónefn- isins sjálfs án tengingar við ytra umhverfi, því að- eins þannig getur tónlist- in verið trú sjálfri sér og samtímanum. Án þess að gera of mikið úr tengslum tón- listar Ferneyhough við þjóðfélagslega gagnrýni þá má þó segja að hún fylgi sínum eigin lögmál- um með sanni og leiti sí- fellt á vit hins ókunnuga án þess að taka mið af hefðbundnum hag- kvæmnissjónarmiðum eða tískustefnum. Verk Ferneyhough eru ekki framkvæmanleg undir fjárhags- og tímatak- mörkunum margi’a lista- stofnana og tónlistin er í mikilh andstöðu við gildi „músík“iðnaðarins. Þannig er tónlist Ferneyhough ákveðin gagn- rýni á nútíma listveruleika með tilliti til þess hvernig hún setur algjörlega sín eigin viðmið. Ferneyhough og samtíminn Spui'ningin er hvað slík tónlist, sem virðist virða sitt nánasta listumhverfi að vettugi, hefur að segja fyrir hinn almenna hlustanda og hvernig hún á annað borð þrífst við nútíma kringumstæður. Því er til að svara að tónlist Ferneyhough býður upp á ákaflega „original“ valkost í sam- félagi þar sem vaxandi tilhneiging er að meta listrænt gildi með tilliti til fjárhagslegs hagn- aðar og möguleika á fjöldaframleiðslu. Tónlist Ferneyhough er í algjörri framlínu alvarlegrar skapandi tónhugsunar og gott dæmi um hvert sú skapandi hugsun og viðhorf, sem rekja má meir en 200 ár aftur í tímann, hefur leitt okkur. Ef til vill er mest heillandi sérkenni hennar hvernig hún leitar í sífellu framúr sjálfri sér og skapar þannig alveg sérstaka spennu og eftir- tekt. Þetta er nátengt hraða, margþættri pólífóníu efnishluta, og þeirri líkamlegu orku sem í spilinu er. Tónskáldið segir t.d. um verk sitt Unity Capsule, að áherslan sé á möguleika hljóðfærisins á að skapa margþætt streymi upplýsinga á nokkram plönum samtímis, á sama tíma og efnið er síað í gegnum ströng við- mið varðandi heild (unity). Þetta orkar hæg- lega á hlustandann eins og honum finnist efnið sífellt renna sér úr greipum og að hann megi hafa sig allan við að meðtaka þann kraft og spennu sem óneitanlega setur mark sitt á flutning verka Ferneyhoughs. Slík tónlist verð- ur aldrei auðveld viðureignar því hún krefst óhemju mikils af hlustandanum ekki síður en flytjandanum. Það hefur komið ánægjulega á óvart hversu áhugi hljóðfæraleikara á flutningi verka Fer- neyhough hefur aukist á seinustu áram. Nú er svo komið að verk hans skipa mikilvægan sess á viðurkenndum hátíðum fyrir nútíma tónlist um allan heim, þar sem þau eru flutt af ákaf- lega færam flytjendum. Safn hljóðritana eykst stöðugt og ber vitnisburð um sífellt ný viðmið hvað varðar getu og fæmi hljóðfæraleikarans til að yfirstíga hið óyfirstíganlega. Ferney- hough er nú þegar kominn á spjöld sögunnar sem mikilvægur vitnisburður um stöðu alvar- legrar tónsköpunar í lok tuttugustu aldarinnar. Eftir hann liggja nú þegar yfii' 40 verk af ýms- um stærðum og gerðum, mörg hver skrifuð fyrir sérstaka flytjendur, s.s. Arditti-strengja- kvartettinn, sem hafa tekist á við verkin af hugsjón og hugrekki, og verið brautryðjendur í að skapa framsækinni tónlist Ferneyhough brautargengi. Höfundur stundar doktorsnám í tónsmíðum við Kallforníuháskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.