Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 15
SIGRÚN VIÐARS BÁLSÁR [ DRAUMI Með eld í hjarta, gengur hún gangstíginn. Með logandi augu hverfur hún á bakvið brunninn. Með sviða í maga, gengur hún sigruð, á vit sannleikans. Hún opnaði augu sín og hnífurinn rauf kyi'rðina. Fann gylltu tárin dreypa, blóðið brenna á vit hins efnislega. Vaknaði og var á varðbergi. Horfði í kringum sig, undrandi á umhverfi sínu, þakið af þjáningarfullum fuglum sem flögi-uðu áttavilltir hver á annan. Aldrei hafði hún upplifað áður, geisla lífsins greypa sig svona djúpt í huga sér og hjarta. Hún fann eldinn lauma sér inn í sálu sína. Höfundurinn er sjúkraliði og lyfjatæknir í Reykjavík SÓLEY BENNA GUÐMUNDSDÓTTIR ÞÚ í fyrstu varst þú sem hjalandi lækur. Niðurinn yndislegi náði beint að hjarta mínu. Seinna varðst þú sem sterkur foss. Greipst mig heljarafli með þínum mikla krafti. Að lokum varst þú sem stórt ógnandi fljót. Niðurinn hljóðnaður Ijúfi lækurinn þagnaður. SÓLARLAG LÍFSINS Blóðrauð bifreið æðir um iðandi götur mannlífsins Undanfari hvers? Dauðans. Iskur í hemlum snöggthögg. Dauðans angist hróp og köll. Sírenur glymja hjálpin berst of seint. Engill dauðans er nýgenginn hjá. TILFINNINGAR Nóttin kom eins og biksvört silkislæða. Myrkrið faðmaði líkama minn líkt og dúnmjúkt flauel. Dagurinn birtist sem ósnoHin mjöll. Birtan tók harkalega á móti þreyttri og andvaka sál. Höfundurinn er sjúkraliði. HJÓNIN Guðbrandur Magnússon og Matthildur Kjartansdóttir. Myndin er tekin í Hallgeirseyj- arhjáleigu einhverntíma á búskaparárum þeirra þar. SYSTKININ í Hallgeirseyjarhjáleigu, Hallfríður og Kjartan, faðir Magnúsar listmálara. ‘67 fóru mamma og pabbi með hóp fjölskyldu- meðlima í heimsókn austur. Nýja húsið hafði verið flutt upp á Hvolsvöll og var mér óþekkj- anlegt. Gamla húsið var autt, en þarna var allt þrifalegt og eigandinn rak þarna kartöflurækt. Þegar ég gekk um hlaðið sá ég eitthvað járn- kennt efst í moldinni, sem ég losaði um með fætinum. Eftir nokkra stund dró ég upp fúinn og ryðgaðan skauta, sem enn hangir yfir arin- eldinum hér í fjölskylduherberginu. Þetta er eini hluturinn, sem ég á frá mínum bemsku- stað. Enn sjást götin fyrir snærin og beygða járnblandan heldur sinni lengd. Skautuðu feðgarnir á svona skautum eða á leggjum? spyr ég sjálfa mig. Einu sinni vaknaði ég um dimma nótt og sá mömmu sitja við baðstofuborðið við lítinn lampa og sauma. Þetta voru fallegar hvítar skikkjur með mjórri blúndu í kringum hálsmál- ið og reyndust vera líkklæði. Frönsk skúta hafði farist. Ég varð enn myrkfælnari en áður og var fegin, þegar ég heyrði trygga vinnu- manninn Agúst Guðjónsson úr Voðmúlastaða- hverfinu segja að hann væri líka myrkfælinn. Nú dáist ég að dugnaði foreldra minna. Mamma, Matthildur Kjartansdóttir, alin upp á Búðum og Stapa á Snæfellsnesi, fór í kaupa- vinnu svo hún gæti borgað fyrir kvennaskóla- nám. Þar vann hún silfurskeið fyrh- fallega handavinnu og þar saumaði hún heimanmund fyrir heldri manna dætur. Hún var glettin og vinsæl simastúlka í Vestmannaeyjum og þang- að hringdi stundum Seyðfirðingur, sem þá hugsaði um búið í Holti undir Eyjafjöllum fyrir GUÐBRANDUR í Áfenginu, eins og hann var jafnan kaliaður, hér að loknu ævistarfinu í portretti Örlygs Sigurðssonar frá 1970. vin sinn, séra Jakob Lárusson, sem ekki hafði áhuga á búskap. Þau mæltu sér mót í Reykja- vík og giftust 1918. Þegar þau fluttu austur með unga Kjartan fengu þau fyrst að búa í lít- illi stofu með aðgang að þrem kommóðuskúff- um og eldhúsi há Sigríði og Gunnlaugi í Vest- urbæ Hallgeirseyjar. Pabbi, prentari að mennt, keypti sér stóran og gáfaðan hest, sem hann síðan ferðaðist mikið á. Hann kom fótum undir kaupfélagið við erfiðar aðstæður, en hún rak heimilið með myndai-skap og rausn, síveit- andi. „Það hefur kuskast út á gi-autinn hjá þér, væna,“ sagði bóndinn. Hún hafði stráð kanel- sykri yfir grjónagrautinn hans. Hún spann ull- , ina og óf og saumaði úr vaðmálinu, t.d. fót á pabba. Þarna eignaðist hún þrjú börn og þaðan þurfti hún að ríða upp að Hvoli og láta Helga Jónsson lækni taka úr sér tennurnar. Hún kenndi að sauma og prjóna á vélar og að vefa. Ein af nemendum hennar, Þorbjörg Björns- dóttir frá Fagurhól, síðar húsfreyja í Bollakoti, var hjá okkur, þegar ég grét og hamaðist og sagðist ekki vilja flytja suður. „Þú mátt koma til okkar,“ sagði hún. Það gerði ég í átta sumur. í Reykjavík heyrði ég pabba segja: „Það erf- iðasta var að rukka fátæku bændurna, sem ekkert áttu.“ Höfundurinn býr í Virginíu í Bandaríkjunum. BARNAGULLIN eru týnd, þó er eitt eftir sem minnir á liöna daga í Hallgeirseyjarhjáleigu: Heimagerðir skautar, sem hanga uppi í stofu hjá greinarhöfundinum í Ameríku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.