Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1999, Blaðsíða 10
HEIMSLISTASAF Það hlýtur að vera hverjum næmum og forvitnum manni viðburður að sæk :ja heim Louvre safnið í París, Og fyrir sanna unnendur listasögunnar má það vera líkast því að ganga i inn í æðsta helgidóm hennar. í seinni grein sinni hermir BRAGI ÁSGEIRSSON fleira af safninu i íal- mennu yfirliti og Ijósi margra heimsókna sinna í þetta mikla musteri sjóntauganna fyrri hluta vetrar. EGAR ég lít til baka skil ég ekki hve það tók mig langan tíma að nálgast Louvre eftir endurnýj- unina. Gamla safnið sem ég kunni vel að meta hafði ég skoð- að nokkrum sinnum, fyrst vorið 1952, og var fullur eftirvænting- ar að nálgast hin miklu umskipti sem svo mikið orð fór af. Minna en ár var frá vígslu Richelieu álmunnar er ég fékk inni í Kjarvalsstofu sumarið 1989, en áræddi þó aldrei að leggja í safnið og voru hinar miklu biðraðirnar helsta orsökin, einnig hugðist ég koma fljótlega aftur á heppilegri tíma gagn- gert til að skoða það. Af biðröðum þarf ég minnstar áhyggjur að hafa, en kann mig ein- faldlega ekki of vel í margmenni við alvarlega skoðun listaverka. Tímann notaði ég hins veg- ar helst til að einbeita mér að því sem ég hafði áður farið á mis við í heimsborginni í hinum mörgu og alltof stuttu viðdvölum mínum í ár- anna rás. En nú sé ég að ótti minn var að stórum hluta til ógrundaður í ljósi víðáttanna innan veggja safnsins, og því til viðbótar dreifíst mannfjöldinn í þá veru um salina að alltaf eru einhverjar afmarkaðar álmur og kimar þar sem lítið er um að vera, þrátt fyrir að vægi þeirra sé síst minna en margs annars þangað sem straumur múgsins liggur. Þá hafa menn verið svo klókir að dreifa helstu dýrgripunum á þann veg um hina miklu bygg- ingu, að nokkum veginn jöfn sókn er inn í höfuðálmurnar þrjár, Richelieu, Sully og Den- on. Svo virðast gestimir mun þroskaðari en fyrrum og áhugasvið þeirra breiðara, sem hlýtur að vera bein afleiðing myndvæðingar og upplýsingaflæðis síðustu áratuga, sem stöðugt hleður á sig og ekki sér fyrir endann á. Loks er ástæðan fyrir biðröðunum öðm fremur sú að það tekur tíma að hleypa fólki inn, skoða og gegnumlýsa töskur þess líkt og gert er á flughöfnum, en annars ganga hlut- irnir vel og hratt fyrir sig. Þegar farið er langa ganginn frá Palais Royal neðanjarðarstöðinni og helgidómurinn í sjónmáli, er inngangurinn í aðalveitingabúð- ina sem hlykkjast langa leið til hægri handar, og þar geta gestir fengið allt frá kaffí og frönskum pönnukökum ásamt fjölþættu með- læti öðm, til skyndifæðis og dýrindis sæl- keramáltíða. Er óhætt að gefa bæði matnum og þjónustunni hæstu einkunn, auk þess að verðið er við allra hæfi. Til viðbótar stóm al- mennu veitingabúðinni er önnur minni undir Píramíðanum á fyrstu hæð inni í safninu þar sem áherslan er lögð á suðvesturfranska eld- húsið, ennfremur litlir og notalegir kaffibarir hér og hvar en jafnframt til muna dýrari, og þar sá ég felmtri lostið fólk gera athuga- semdir við reikningana. Og í hringekjunni svonefndu er skyndibitastaður þar sem má fá rétti frá 12 þjóðlöndum. Þetta allt er mikil- vægt að upplýsa því ekki dugir minna en all- ur dagurinn til að fá nasjón af safninu og þá skiptir öllu að vera í góðu formi, hvfla sig og huga reglulega að kraftmiklu eldsneyti í skrokkinn. Frá palli veitingabúðarinnar gengur rafstigi niður og þá fer gesturinn að nálgast móttökuhöllina stóm og hringform- uðu, en fyrst fer hann fram hjá fjölda lúx- usverzlana sem höndla með tízku-, skartgripi og hágæðavöm í hönnun, auk úrvals mat- vöm, allt í gæsalifur og styrjuhrogn. Einnig er inngengt í bílastæði sem rúmar 620 bfla og 80 stórar rútur, og þar em fjórir salir fyrir almennar sýningar og hinar aðskiljanlegustu kynningar. I stærsta salnum er gólf sem á skömmum tíma er hægt að breyta í tröppur/ sæti fyrir 1500 gesti með leiksviði í miðju, og er það notað nærri 60 sinnum á ári fyrir sýn- ingar stóm tízkuhúsanna og mæta þá allt að 2000 blaðamenn víðs vegar að úr heiminum. Minni salimir rúma 1000, 700 og 500 gesti og þar eru einnig kynningar, ráðstefnur og veislur, lyktir þeirra og hápunktur er iðulega skoðunarferð á valda staði í safninu og rakst ég á slíka prúðbúna hópa á kvöldferðum mín- um, en safnið er opið til 21.45 mánudaga og miðvikudaga. Einnig eru þar minjagripa- verzlanir sem selja frá póstkortum, eftir- prentunum og veggspjöldum upp í skart og dýrar afsteypur af fornum höggmyndum, að ógleymdum stungum eftir málverkum eins og þeim sem fyrrum runnu úr verkstæði Col- berts. í móttökuhöllinni liggur frammi ókeypis af- langur uppdráttur af öllum deildum safnsins ásamt hagnýtum leiðbeiningum á mörgum tungumálum og þarf ekki að fara mörgum orðum um hvílíkt þarfaþing hann er. Skyn- samlegast er að setjast niður og gaumgæfa upplýsingamar vel og vandlega og ákveða þamæst hvað helst skuli skoða, sem auðvitað fer eftir óskum hvers og eins, allt flan og ógát býður ruglingi heim og að dýrmætur tími fari til spillis. Safnið í heild er of stór skammtur á einum degi fyrir þjálfuðustu safnarottur hvað þá almenna gesti, en þeim sem vilja skoða það vel og gaumgæfílega er ráðlagt að fara hratt yfír og fá tæmandi yfirlit yfír það á fyrsta degi, taka svo hverja deild fyrir sig í áföngum. Rafstigar liggja upp í álmurnar þrjár, einnig milli hæða og eins gott að nota þá sem og lyft- ur þar sem þær finnast, því steintröppumar gömlu og voldugu sem ókunnugum hættir til að villast í, eru þungar, kaldar og erfíðar, nóg reynir á fætuma samt. Þá er séð fyrir því að hreyfihindraðir komist á milli hæða í sérhönn- uðum lyftum. Vel er hugað að ljósi og lofti, og verkunum í þá vem deilt á byggingarnar að það henti þeim sem best, þannig eru fomir viðkvæmir textflar, bækur og handrit íslamskrar listar í rökkvuðustu álmunni, og yfírmáta rík áhersla lögð á réttan ljósgjafa og birtu á myndlistar: verkin, jafnt náttúru- sem gervidagsljós. f heilt ár var styrkleiki sólargeislanna mældur, og með sérstökum útbúnaði sem hindraði beint ljósflæði inn í salina, tókst að takmarka birtustyrkleikann við 400 Lux yfir hásumarið og á myrkum vetrardögum fer ósýnilegt gerviljósakerfi í gang. Eins og gestimir uppgötva strax og inn er komið, er mikil áhersla lögð á öryggismálin, þannig eru 400 myndbandaljósmyndavélar innan dyra, ásamt reykskynjurum, vatnsúð- urum og eldföstum hlerum, og viðbúnaði til skyndibrottflutnings listaverka ef elds verður vart. Samkvæmt fullyrðingu yfírmanns ör- yggis- og bmnamála, væri það einungis sprengja eða risaþota sem gætu orsakað um- talverðar eyðleggingar á safninu, og í raun er sá möguleiki öllu meiri höfuðverkur að fugl sleppi inn og flygi beint á viðkvæmt málverk, eða sýminnihald fugladrits skaðaði verðmætt listaverk! Loftræstibúnaðurinn er góður í ný- byggingunni, en var lengstum síðri í gömlu álmunum einkum Denon, þar sem Mona Lisa hangir, vemduð af rammgerðu gleri. Haft var á orði, að fljóðið Gioconda hafði stundum átt í vandræðum með brosið á heitum sumardög- um, þegar túrhestastraumurinn var hvað yfir- gengilegastur og svitakófíð mest, en ekki fann ég fyrir öðm en að þar væri nú allt í góðu lagi og brosið dularfulla á sínum stað. Það mun þó trúlega rétt ályktað að hún brosi ekki til allra, sumir greina ekki alveg strax þetta undir- furðulega bros og svo er augnaráðið inn- hverft, eitthvað handan tíma og rúms. Að- dráttarafl málverksins er hins vegar svo mik- ið að margur kemur aftur og aftur, og einn góðan veðurdag opinberast þeim loks hinar óræðu varahreyfingar, og hefur þetta ferli átt sinn þátt í vinsældum þess. PÍRAMÍÐI leoh Ming Pei gerir yfirbragð hinna gömlu og þungu bygginga til muna léttara, en sjálfi ÍO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. APRÍL 1999 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.