Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 14
ÍSLENSK STJÓRNMÁL FYRIR 1 OO ÁRUM í KAUPMANNAHÖFN 1906. Fremri röð: Skúli Thoroddsen, Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Guðmundsson, Goos ráðherra, Hannes Hafstein, Þórhallur Bjarnarson, Lárus H. Bjarnason, Jón Jakobsson. Aftari röð: Guðlaugur Guðmundsson, Björn Bjarnarson, Guðmundur Björnsson, Stefán Stefánsson, Björn M. Ólsen, Bogi Th. Melsted og Jón Stefánsson. Iblaðinu Þjóðólfi árið 1898 segir að svo sé komið að ekki megi lesa íslenskt blað um stjórnmál án þess að rekast á nafn Valtýs Guðmundssonar í annarri hvorri línu eða eitthvað sem nafn hans ber: Valtýsku, Valtýsliða, Valtýssinna, Valtýsféndur, Valtýsstjórnarbót, Val- týsfargan, Valtýsást, Valtýshatur o.s.frv. Þvílík voru áhrif þessa umdeilda stjórnmálamanns um aldamótin. Nokkrum árum síðar var Valtýr orðinn áhrifalaus og utangarðs í íslenskum stjórnmálum. Á efri árum skrifaði hann eftirfarandi hugleiðingu sem lýsir vonbrigðum manns með særðan metnað: „En það hefur sýnt sig, að því meir sem kosningarétturinn er rýmkaður því vit- lausara er kosið. Þetta er eðlilegt, því ekki er hægt að ætlast til, að hinir minnst þroskuðu meðal almúgans geti borið skyn á landsmál. Þetta kemur hinum pólitísku glömrurum og flautaþyrlum vel, því þeir geta þá betur blekkt og spilað á tilfinningastrengi þessara fáráðlinga með fögrum lofurðum, sem þeir svo svíkja öll á eftir." Valtýr, sem nú var orð- inn aðdáandi Mussolinis, hafði gjörsamlega misst trúna dómgreind kjósenda: „það eru orðin mestu vandræði í öllum löndum með þetta blessaða þingræði og kjósendadaður. Það getur aldrei blessast að láta múginn ráða." Úr hundatölu í mannalölu Valtýr ólst að mestu upp hjá vandalausum og átti erfiða æsku. Faðír hans, Guðmundur Einarsson sýsluskrifari í Húnavatnssýslu, lést þegar Valtýr var 5 ára og eftirlét hann syni sínum talsverðan arf, alls um 1200 krón- ur, sem fenginn var fjárhaldsmanni til varð- veislu.. Löngunin til mennta hafði gagntekið drenginn á unga aldri og þessi fjárhæð gerði honum mögulegt að láta þann draum rætast. Hann varð þó að stunda ýmis störf með nám- inu í Lærða skólanum m.a. kennslu, af- greiðslustörf í spekúlantsskipum o.fl. Mót- læti í æsku, þar sem hann ávallt hélt ótrauð- ur sínu striki, virðist þrátt fyrir allt hafa fyllt hann óbilandi bjartsýni og hugrekki til að synda á móti straumnum og ráðast í verkefni sem enginn annar hefði lagt í. „Eg hóf frels- isstríð mitt í nafni drottins, og eg sigraði í nafni drottins"... „nú er eg kominn í manna- tölu, áður var eg í hundatölu", segir í einu bréfa hans til móður sinnar, sem hafði flust til Ameríku. Að loknu stúdentsprófi árið 1883 sigldi Val- týr til Kaupmannahafnar þar sem hann átti heimili til dauðadags eða í 47 ár. Valtýr var afburða námsmaður og lauk námi við Kaup- mannahafnarháskóla á skemmri tíma en áður hafði þekkst. Fjallaði doktorsritgerð hans um húsaskipan í fornöld á íslandi. Árið 1890, sama ár og hann lauk doktorsritgerð sinni, var Valtýr skipaður kennari í sögu íslands og íslenzkum bókmenntum við Kaupmannahafn- arháskóla og var tekinn framfyrir tvo eldri fræðimenn. Þetta varð enn til þess að auka sjálfstraust og metnað þessa efnilega fræði- manrs, sem nú var farinn að skrifa í dönsk blöð um íslandsmálefni. Valtýr hafði þá þegar myndað sér skoðun á flestum málum. Að umskapu þjóð Árið 1995 réðist Valtýr í það stórvirki að gefa út veglegt tímarit til þess að vekja ís- lendinga til umhugsunar og framkvæmda. Tímaritið nefndi hann Eimreiðina og vísaði nafnið til áhuga hans á samgöngumálum. í fyrsta hefti ritsins gerir hann grein fyrir skoðunum sínum og telur grundvallaratriði að VALTYSKAN OG DR. VALTÝR VORU Á HVERS • • MANNS VORUM EFTIR ÁRNA ARNARSON Menn greindi á um „Hafnarstjórn" eða „heimastjórn" f/rir 100 árum. Helsti talsmaður þess ao Islendingar fengju sérstakan ráð- gjgfg sem sæti úti í ~Kaupmannahöfn~va7 dr. Vdltýr Guðmunds- son og stefna hans, Valtýskan, varð full- mótað stjórnmálaafl 1897. Sjálfur átti dr. Vdlfýr heima í Kaup- mannahöfn í 47 ár og hann gat ekki hugsað sér að ráðgjafinn sæti DR. VALTYR Guðmundsson. í Reykjavík. En íslands- ráðherrann AlbeTtT snerist á sveif með andstæðingum Valtýs og sjálfur taldi hann að Hannes Hafstein hefði drepið sig „með glæsimennskunni." þjóðin sjálf umskapist. Það þurfi að breyta hugsunarhætti og skoðunum manna með „vekjandi" ritgerðum sem dreift sé innan um íéttmeti, sem tæli fólk til að lesa ritið. Var Eimreiðin gefin út í 1500 eintökum. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp helstu þætti í sögu stjómarskrármáls- ins. Eftir að íslandi var sett stjórnarskrá ár- ið 1874 var að mörgu leyti óljóst hvernig framkvæmd hennar yrðj í reynd. Fljótlega kom í ljós að málefni íslands urðu aðeins aukageta dansks ráðherra. Þetta þótti flest- um ótækt fyrirkomulag og árið 1881 bar Benedikt Sveinsson fram frumvarp um end- urskoðun á stjórnarskránni þar sem gert var ráð fyrir því að landshöfðingi hefði störf ráð- gjafans á hendi og undirskrifaði lög með konungi og bæri ábyrgð fyrir Alþingi. Frum- varpið var ekki afgreitt og sömu örlög fékk samskonar frumvarp 1883. Á þinginu 1885 bar Benedikt ásamt fleirum fram nýtt frum- varp þar sem gert var ráð fyrir að skipaður yrði íandsstjóri, staðsettur á íslandí sem hefði framkvæmdavald í íslenskum málefn- um. Hann skyldi velja sér ráðgjafa sem bæru ábyrgð gagnvart Alþingi. Þetta frumvarp var samþykkt á tveimur þingum en konung- ur neitaði að staðfesta það. Sömu örlög fékk VALTYR og kona hans, Anna Jóhannesdóttir. frumvarpið 1893. Höfuðröksemd danskra stjórnvaJda fyrir synjununum var að með þessu fyrirkomulagi væri ísland ekki lengur hluti danska alríkisins. Það var því eðilegt að þær raddir heyrðust að tilgangslaust væri að samþykkja frumvörp sem fyrirfram væri vitað að fengju ekki stað- festingu konungs. Því væri nær að snúa sér að atvinnumálum og öðrum praktískum mála- flokkum. Konferancer við Nellemann Það var árið 1895 sem Valtýr setti fram hugmyndir sínar um nýja lausn á stjórnar- skrármálinu. Þar var gert ráð fyrir því að skipaður yrði sérstakur ráðgjafi fyrir Island, sem sæti í Kaupmannahöfn, en bæri ábyrgð fyrir Alþingi. Ráðgjafinn skyldi vera íslend- ingur og þingmaður. Á þinginu 1895 skiptust þingmenn í tvo flokka í málinu. I öðrum voru endurskoðunarmenn undir forystu Benedikts Sveinssonar, sem vildu enn leggja fram stjórnarskrárfrumvarp. í hinum hópnum voru svonefndir tillögumenn, sem vildu láta þingsá- iyktun eða áskorun á stjórnina duga. í þeim hópi var Valtýr, nýkjörinn þingmaður Vest- mannaeyja. Þetta sama ár virðist Valtýr hafa hafið leynilegar viðræður við Nellemann dóms- málaráðherra, sem þá fór með málefni ís- lands. I bréfi til Skúla Thoroddsen segist hann hafa haft langa konferancer við Nellem- ann. I bréfi sem Valtýr sendi þingmönnum ár- ið 1896 fullyrðir hann að unnt sé að fá sér- stakan ráðgjafa fyrir ísland. Hann skuli vera íslendingur og bera ábyrgð fyrir Alþingi en sitja í Kaupmannahöfn. Allur kostnaður falli á ríkissjóð Dana. Að öðru leyti breytist ekki staða íslands innan danska ríkisins. Tókst Valtý að fá 16 þingmenn af 36 til að lofa stuðningi við tillögur sínar. í öðru bréfi til Skúla segir Valtýr að eini vegurinn til að fá umbætur á stjórnarhögum sé að færa sig smátt og smátt upp á skaptið. í fyllingu tím- ans muni umbæturnar taka á sig fullkomnari mynd. Arið 1897 má segja að Valtýskan hafi verið orðið fullmótað stjórnmálaafi. Það ár gekk Björn Jónsson í ísafold til stuðnings við hug- myndir Valtýs og tókst með þeim einlæg vin- átta. Rílcisráðsfleygurinn Valtýr lagði tillögur sínar fyrir þingið 1897 en það var hinn svonefndi ríkisráðsfleygur sem kom í veg fyrir að tilskilinn meirihluti næðist. Mótmælin gegn því að málefni íslands væru borin upp í danska ríkisráðinu höfðu hingað til verið meginatriði í stjórnarbótar- kröfum íslendinga og andstæðingarnir undir forystu Benedikts Sveinssonar voru ekki til- búnir til þess að falla frá þeirri kröfu. Valtýr mótmælti þessum skilningi kröftuglega og í grein í Isafold segir hann að það tíðkist alls ekki að danskir ráðherrar ræði málefni ís- lands í ríkisráðinu. íslandsráðgjafinn eigi sín mál við konung einan. Aldrei hafi íslenskum málum verið ráðið öðru vísi til lykta 1 ríkisráð- inu en ráðgjafinn hafi lagt til. í grein í Eimreiðinni ári 1899 skilgreinir Valtýr Valtýskuna þannig að með henni sé allt óbreytt hið ytra en gjörbreyting hið innra, þ.e. á innra eðli stjórnarfyrirkomulagsins og afstöðu stjórnarinnar til Alþingis. íslenskur ráðgjafi yrði ráðgjafi þings og þjóðar og ætti að leiðbeina þingmönnum. I huga Valtýs var ráðgjafinn n.k. föðurímynd, sem í Ijósi þeirrar hörku og miskunnarleysis, er síðar einkenndi 1 4 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.