Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 17
33 sinnum um ævina, oftast af litlu eða engu tilefni. Þegar myndin Mamma Roma var sýnd árið 1962 sprautuðu fasistar bleki á breiðtjaldið. Mótsagnirnar skýra sig sjálfar. Pasolini fékk fjögurra mánaða skilorðsbund- inn dóm fyrir „almannaróg" fyrir þátt sinn í myndinni Rogopag en hlaut verðlaun hjá kaþólsku kirkjunni fyrir Matteusarguðspjall- ið (II Vangelo Secondo Matteo). Leikstjórinn var kærður fyrir að hafa svívirt kirkjuna í Rogopag en í raun dregur hann hér dár að amerískum biblíumyndum. Myndirnar Kant- araborgarsögur og Salo voru bannaðar í fyrstu og blygðunarkennd manna hlíft í nokkra mánuði. Þótt Pasolini hafi fallið í ónáð hjá kirkjunni verður vart sagt að hann GUÐIRNIR leika Ödípus grátt í samnefndri mynd eftir Pasolini. hafi gerst sekur um guðlast. Leikstjórinn ræðst á góðborgara og eirir engu en virðist prýðilega sáttur við almættið. Tíminn, sá rökfasti dómari, gerir oft ritskoðun hálf- hlægilega þegar fram líða stundir, enda fremur hæpið að halda slíkum manni sem Pasolini niðri með valdboði. Guðspiallamaðurinn Pasolini Matteusarguðspjallið eftir Pasolini er ein- hver magnaðasta höfuðlausn í manna minn- um. Leikstjórinn bersyndugi var einlægur trúmaður þótt hann eltist við yngissveina í skjóli nætur og kaþólska kirkjan fordæmdi hann fyrir það eðli sem guð gæddi hann. Matteusarguðspjallið var gerð af vanefnum með áhugaleikurum; móðir leikstjórans lék til að mynda Maríu mey en Pasolini fékk óreynda leikara í helstu hlutverk. Oftast gefst slík hlutverkaskipan illa en þessi ráð- stöfun var í fullu samræmi við önnur efnis- tök. Myndin var gerð af hreinum hug og greinilegt að Pasolini var á bandi englanna. Matteusarguðspjallið ber af öllum Hollywoodmyndum um sama efni. Pasolini hafði enga burði til að gera fjálglega glans- mynd og varð að skilja hismið frá kjarnan- um. Honum var lagið að segja eldfornar sög- ur eins og þær hefðu gerst í gær. Þarna fengu áhorfendur í fyrsta sinn að sjá helgi- sagnapersónur holdi og blóði klæddar og höfundur magnaði fram fábrotinn helgidóm sem var laus við helgislepju og skinhelgi. Guðspjallamyndin markar þáttaskil. Pa- solini segir hér skilið við raunsæisstefnuna að einhverju leyti en heldur þó tryggð við hana á sinn hátt. Harðlínumenn á öllum víg- UNDRAHEIMUR fornaldar. Pasolini var einn af fáum kvikmyndamönnum sem leitað hafa í smiðju Fom-Gríkkja. Hann festi Ödfpus konung eftir Sófókles og Medeu eftir Evrípídes á filmu. stöðvum voru æfir. Leikstjórinn sótti í ríkara mæli í smiðju fornra öndvegishöfunda. Ver- aldlegir bókstafstrúarmenn fyrirgáfu honum þessa kúvendingu aldrei. Gaman er að bera Matteusarguðspjallið saman við Síðustu freistingu Krists sem Martin Scorsese leik- stýrði. Enginn vafi leikur á að Ameríkumað- urinn er betri smiður en Pasolini. Eigi að síð- ur ber gamli menntaskólakennarinn höfuð og herðar yfir þennan vandaða fagmann. Sá ágæti leikari Wilhelm DaFoe lék Krist í Síð- ustu freistingunni og lagði höfuðáherslu á breyskleika spámanhsins svo að áhorfandinn sat uppi með frelsara sem enginn hefði svo mikið sem fylgt til dyra hvað þá vaðið eld fyrir. „Viðvaningurinn" Enrique Irazoqui sem Pasolini fékk til að leika spámanninn bjó aftur á móti yfir nauðsynlegum krafti. Pasol- ini gat leyft sér djarfari efnistök en flestir ¦starfsbræður hans af því að hann gjörþekkti menningararfinn og gat gert píslarsöguna alþýðlega á nýjan leik án þess að myndin yrði kauðaleg eða léttvæg. Matteusarguð- spjallið er einlægasta trúarjátning sem fest hefur verið á filmu og höfundur skipar hér sess með ekki minni mönnum en Dreyer, Bergman og Tarkovskí. Með bros lornaldar á vörum Pasolini varaðist að verða miðaldra götu- strákur heldur reri á ný mið og leitaði fanga í heimsbókmenntunum, bjargaði þeim svo að segja út úr kennslustofunni. Hann var sann- ur marxisti og skilaði þýfinu aftur til fjöld- ans. Ef til vill sá hann götumenningu Rómar á mörkuðum í Júdeu fyrir tvöþúsund árum eða í kráarlífinu í nágrenni Kantaraborgar í tíð Chaucers. Þetta skildu ekki allir og fannst sem Pasolini hefði hlaupist undan merkjum og gengið óvininum á hönd. Framúrstefnumaðurinn breski Derek Jarman sagði að Pasolini hefði einn manna náð að festa „bros fornaldar" á filmu. Pasol- ini sýndi fádæma dirfsku í efnisvali. Þótt hann hefði lítið sem ekkert vald á forminu hafði Pasolini sama lífskraft og Sófókles, Chaucer, Boccaccio, de Sade og sögumenn- irnir í þúsund og einni nótt. Skáldið var í vissum skilningi fóstbróðir þessara öndveg- ishöfunda af því að hann var hluti af sömu hefð, menningarheimi fornaldar. Honum var því eiginlegt að færa verk eftir þessa meist- ara í nýtt horf þótt efnistökin minni stundum á Afram-myndirnar. Til eru mýmargir leik- stjórar sem hafa gott handbragð en sáralítið til málanna að leggja. Pasolini var ekki einn af þeim og kvikmyndaheiminn bráðvantar fleiri viðvaninga á borð við Pasolini. Pasolini hafði greiðan aðgang að tveimur ólíkum heimum, tvöþúsund ára menningar- heimi vesturlanda og veröld sem undirmáls- menn samtímans byggja. Hann braut niður alla múra sem skildu þessar lendur. Minni spámenn báru tilhlýðandi virðingu fyrir sí- gildum bókmenntaverkum. Myndir eftir slíka menn verða oft fremur dauf lesning. Þessi lotning og hátíðleiki er ekki til hjá Pa- ll 8*. ** -.- ^ \ - 1 é...... ÆVINTÝRAMAÐURINN Pasolini leikstýrir Þúsund og einni nótt. solini. Kantaraborgarsögum eftir Chaucer skilaði hann aftur á krána og ævintýrunum úr Þúsund og einni nótt á austurlenska markaðstorgið. Þúsundþialasmiður Pasolini var hæfileikaríkasti viðvaningnur í kvikmyndasögunni. Hann var endurreisn- armaður, Ijóðskáld, greinasmiður, rithöfund- * ur, blaðamaður, kvikmyndamaður, kvik- myndagagnrýnandi og kenningasmiður. Myndunum eftir hann hefði að skaðlausu mátt steypa í fastara form. Eflaust hefði Pa- solini ekki verið jafnfjölhæfur og raun bar vitni ef honum hefði verið í blóð borið að ein- blína á einn hlut í einu. Á bak við hverja mynd leynist stór hugur svo að stundum verða áhorfendur að taka viljann fyrir verk- ið. Pasolini var snillingur sem hafði ekki snefil af listrænni ögun. Til marks um hve miklar náttúrugáfur hans voru sagði þetta v- mælska og ritglaða skáld aldrei orð af viti um eigin myndir. Pasolini var í lófa lagið að magna fram fölskvalausa og mannlega mynd af liðnum tímum og gera sígild bókmenntaverk að al- menningseign á nýjan leik. Hann notaði tón- list eftir Bach og Vivaldi þegar hann gerði myndir um bæjarsollinn í Róm og skeytti slagara með Ellu Fitzgerald inn í heilaga ritningu. Oft liggur í lofti að Pasolini hafi efnt til mannfagnaðar og myndirnar verið gerðar í framhjáhlaupi. Hann lét sér ekkert mannlegt framandi vera. Pasolini var ekki maður hárfínna blæbrigða. Þótt handbragðið væri oft ekki eins og best verður á kosið og Pasolini léti sig smáatriði engu varða gerði hann ekki nokkurn skapaðan hlut með hang- andi hendi. Myndirnar gerði hann í flýti og af vanefn- um en skáldgáfan bætti fyrir alla hnökra. Þótt. honum lægi einatt mikið á hjarta var Pasolini aldrei aðgangsharður við ahorfand- ann. Eftir á að hyggja er torskilið hvernig leikstjórinn gat sært blygðunarkennd vald- hafa svo grimmilega sem menn vildu vera láta. Pasolini tvíefldist við mótlætið og fór eigin leiðir eftir sem áður, enda svarinn óvin- ur borgarastéttarinnar. Hann var fagurkeri sem hvergi var líft nema í heimi lista og menningar, sú manngerð sem Frakkar nefna le po^et maudit, hið fordæmda skáld sem þarf ekki að kvíða ellinni. Pasolini var af sama bergi brotinn og mögnuðustu persónur heimsbókmenntanna. Ef til vill var harla ólíklegt að slíkur maður sem Pasolini fengi hægt andlát. Með alll á hornum sér Pasolini var rammkaþólskur marxisti og gætti þess vandlega að vera ætíð ósammála síðasta ræðumanni. Endurreisnarmaðurinn var vægast sagt ekM allra og skirrtist ekki við að taka samherja sína til bæna af svo mik- illi hörku að mörgum þótti nóg um. Pasolini var contra mundum, á móti heiminum og á skjön við allt. Leikstjórinn jós úr skálum reiði sinnar yfir óeirðaseggi af 68-kynslóðinni sem töldu sig eiga vísan bandamann í þessum gamla skurðgoðabrjót. Ef til vill hefur Pasol- ini skynjað að þessir skeggapar voru fjand- samlegir æðri menningu. Þótti þó keyra um þverbak þegar Pasolini lýsti sig andvígan fóstureyðingum og fékk hann bágt fyrir. Lífið verður langþreytt áþeim sem þraukar. Úr ljóði eftir Pasolini Vart var við öðru að búast en Pasolini færi yfir móðuna miklu öðruvísi en með hávaða og látum. Kenndirnar sem yfirvöld, kirkja og flokksbræður Pasolinis refsuðu honum óspart fyrir urðu banamein hans. Engu lík- ara var en hann hefði leikstýrt eigin dauð- daga og gefið borgaralegum gildum langt nef í andarslitrunum. Pasolini féll fyrir hendi æskumanns þegar hann falaðist eftir blíðu hans. Pasolini hitti sautján ára pilt, Guiseppe Pelosi að nafni, á Piazza dei Cinquecento. Pelosi hafði fengið dóm fyrir ýmis minni háttar afbrot. Pasolini keyrði Pelosi á afvik- inn stað. Hvað fór þeirra í millum er ekki vit- að með vissu. Svo mikið er víst að Pelosi barði Pasolini margsinnis með planka og sparkaði þrásinnis í hann. Að lokum steig unglingurinn upp í bifreiðina og keyrði yfir Pasolini. Skáldið lét þar lífið. Listamaðurinn lifði ósiðlegu lífi að dómi margra og dó ósið- legum dauðdaga. Þetta skelfilega atvik minnir um margt á hvernig Ovidius lýsir dauða Orfeusar í Hamskiptunum þar sem* söngvamaðurinn liggur sundurtættur og lýr- an flýtur niður Hebrusará. Örlögin höfðu hlíft Pasolini við hlutskipti hversdagsmanns- ins í hinsta sinn. Höfundur er kvikmyndofræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.