Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 8
HINAR gömlu múslimahallir eru illa farnar en engu að síður glæsileg mannvirki. Hér sést yfir hluta af þeirri stærstu Bara Imambara. ,ÞETTA ER NÁHÚR- LEGA ENGU LÍKT" ISLENSKUR SKOLAMAÐUR LITUR A MENNTUN OG MANNLÍF í INDLANDI EFTIR JÓN BALDVIN HANNESSON f septemberbyrjun 1998 fékk greinarhöfundurinn boð um að kynna sér einkaskóla, City Montessori School (CMS), í borginni Lucknow í Indlandi. Skólinn hefur vakið athygli um víoa veröld fyrir afburoa námsárang- ur sinna 22 þúsund nemenda. I skólanum er mikil áhersla lögð á manngildi og mótun einstaklingg. Jón dvaldi í landinu í fimm vikur, lengst af í Lucknow og segir frá reynslu sinni hér og í tveimur næstu blöðum. GREINARHOFUNDURINN og gestgjafi hans, Col. Varma, fyrir utan heimili sitt ásamt hjú- um sínum. AKSTUR frá flugvelli og inní Lucknow var eigin- lega ólýsanleg skelfing og með ólíkindum að ekki dræpust svona þrjátíu menn og skepnur á leið- inni. Tvíhjól, þríhjól, þrí- hjólabílar, sem eru leigu- bílar, lítil gömul Suzuki bitabox, einstaka vörubílsgarmur, beljur, asnakerrur og gang- andi fólk var allt ein iðandi kös og bitaboxið sem ég var í sveigði og beigði á alla kanta og flautaði nokkurn veginn stöðugt á þá sem fóru hægar og áttu að víkja eða vita af því fara framúr. Ætli flautan hafi ekki verið þeytt svona 700 sinnum þessar tuttugu mín- útur. Meðfram götum blasti við eymd og fá- tækt, fólk að selja alls konar drasl í bland við eitthvað skárri vörur, flestir tötralega klæddír. „Búðír" voru opnir múrsteínakass- ar, oftast á að giska 15-20 fm, skítugar og ljótar. Fyrsta skynjun ferðalangs úr vestur- álfu felur að öllu jöfnu í sér blendnar tilfinn- ingar. Gífurleg fólksmergð, augljós eymd, blanda dýra og manna, óskipuleg umferð, hiti, skordýr, betlarar, hávaði, mengun, lykt, starandi fólk. Auk fjölda annarra áreita leit- ar þetta sterkt á huga aðkomufólks og getur valdið miklu álagi. Dæmi eru um að fólk hafi snúið við á stundinni og yfirgefið landið þeg- Á SJÓNVARPSLOFTNETUM og gervihnattadiski má sjá að þetta er húsnæði betur stæðra en alls ekkert fátækrahverfi. ar það stóð frammi fyrir svo ógnvænlegu umhverfi. Lucknow Á miðri norðanverðri Gangessléttunni er borgin'Lucknow (ca. 2 millj.), höfuðborg ríkis- ins Uttar Pradesh (ca. 200 millj.), fjölmenn- asta ríkisins á Indlandi. Borgin var áður höf- uðborg mógúlaríkis sem íslömsk furstaætt stýrði fram á miðja 18. öld. Á þeim tíma þró- aðist þar sérstök menning í dansi, ljóðum, tónlist og skrautritun. I upphafi reynist ekki einfalt fyrir vest- rænan ferðamann að koma auga á fegurð Lucknow. Athyglin dróst að því sem var nýtt og framandi og það var ekki fyrr en maður vandist manngrúa, fátækt, sóðaskap, dýrum og mengun að í ljós komu margar.fallegar byggingar sem leyndust bak við hrjúfa ásýndina. Þarna mátti sjá tígulegan arki- tektúr í höllum sem mógúlarnir reistu sér. Þær eru nú aðdráttarafl fyrir ferðamenn þrátt fyrir að vera í mikilli niðurníðslu. í Lucknow flæddi manngrúinn um allt án þess að borgaryfirvöld hefðu undan að koma lagi á grundvallaratriði eins og frárennslis- og sorpmál. Lögregla og yfirvöld höfðu gefist uppá að stöðva fátækt fólk við að koma sér fyrir undir tjöldum, plastdúk eða jafnvel strá- þaki á gangstéttum, opnum svæðum eða bók- staflega hvar sem fannst lófastór blettur. Mengun og hreinlæli Þykkt mengunarský lá jafnan yfir borginni. Mikið af því kom frá gömlum vanstilltum bfi- um, ekki síst þríhjólaleigubílum sem voru með tvígengis dísilvél. I umferðinni voru margir með klúta fyrir vitum til að reyna að verja sig en astmi og öndunarvandræði eru al- geng. Þegar ferðast var í bíl með opnum glugga, nauðsynlegt vegna hitans, að ekki sé nú talað um aftaná opnum farartækjum, þá fylltust nef og augu af sóti og ryki, jafnvel svo að erfitt varð að depla augunum. Erfitt var að aðlagast viðmiðum um hreinlæti og snyrti- mennsku. Inni á salernum voru ævinlega plastfata og lítil plastkanna ofaní henni, voru þetta hefðbundin áhöld fyrir afturendaþrif. í gistiálmu skólans var yfirleitt salernispappír, enda var þar gistiaðstaða fyrir fólk alls staðar að úr heiminum. Á aðalskrifstofum skólans, þar sem unnu um hundrað manns, var hvorki salernispappír né handþurrkur. Þar náðu slöngur úr pissuskálum ekki einu sinni niður að ristum í gólfi og varð því allt klístrugt og ógeðfellt. Algengt var að sjá fólk gera þarfir sínar meðfram vegköntum. Á götum Lucknow voru opin ræsi í meira mæli en lokuð. Oft voru þau stífluð af drasli sem hafði verið fleygt í þau, gerði sumt fólk einnig þarfir sínar í þau þegar svo bar undir.s Vatnsdælur við brunna um alla borg gegndu bæði hefðburidnu hlutverki og voru jafnframt nýttar af mörgum til baða. Borð- tuskur í eldhúsi gistiálmu voru svartari en svo að hvarflað hefði að nokkrum manni að nota þær við gólfþrif á íslandi. Á gólfi herbergja gistiálmu voru gróf kókosteppi og fólust þrif á þeim í því að berfættur Indverji sópaði yfir þau með grófum „galdranornakústi" þannig að allra stærstu flugurnar og örðurnar náðust upp en annað sópaðist ofaní rákirnar eða útaf teppinu þar sem það náði ekki útað veggjum. Matur, vatn og veður Ég fékk oftast góðan mat þótt verulega skorti uppá hreinlæti við matargerðina þar sem ég sá til. Drykkjarvatn var síað á betri heimilum til að hreinsa úr því sem mest af gerlum og annarri mengun. Þegar ég veiktist var mér ráðlagt að nota eingöngu vatn úr inn- sigluðum flöskum. Var mér seinna sagt að meira að segja Indverjar sem fara úr landi í fáeinar vikur verði að gæta sín vel þegar þeir koma til baka, t.d. með því að drekka flösku- vatn fyrstu daganásvo þeir veikist ekki. Mest allan tímann var hiti á bilinu 33-36 gráður og raki í lofti mikill. Hitanum fylgdu auðvitað skorkvikindi í milljarðavís. Engisprettur á stærð við löngutöng að stærð flugu stundum á mann eða fylltu anddyri gistiálmunnar ef hurð stóð opin og moskítóflugur voru skæðar, sérstaklega kvölds og morgna. Mýs í gistiálm- unni voru ekkert til að æsa sig yfir. Froskar í sundlauginni ásamt milljónum flugna og ann- arra kvikinda gerði það að verkum að ég not- aði hana aldrei. Til að byrja með velti ég fyrir mér hvort ljósgrænar eðlur, ca. 10-20 cm langar, væru nokkuð til að óttast. Þær gerðu sig heima- komnar í húsum og skutust eftir veggjum á miklum hraða milli þess sem þær voru graf- kyrrar tímunum saman. Ég komst að því seinna að þær gerðu ágætt gagn með því að gæða sér á flugum og skorkvikindum en gerðu mönnum ekki mein. Tvær slíkar eðlur komu reglulega inní herbergi mitt. ICallaði ég þær Edvald og Erling og voru þeir orðnir nk. gæludýr sem var ágætt að spjalla við á kvöld- in. Þjódin og vandamól hennar í raun er Indland hálfgerð heimsálfa. Landið er 3.287.000 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru um einn miljarður. Læsi er um 64% meðal karla og 39% meðal kvenna. Töluverð- ur munur er á lífsháttum og lífsgæðum milli þorpa og borga. Trúarbrögð: Hindúar um 80% (800 mffljónir), múslimar 10%, Kristnir tæp 3%, sfkar rúm 2%, búddistar innan við 1%, aðrir færri. Tungumál og mállýskur: yfir 800, flestir tala hindí, sem er hið opinbera stjórnsýslumál ásamt ensku. Allir sem ég kynntist reyndust vera ákaflega alúðlegir og hjálplegir þótt ýmis mistök væru gerð við skipulagningu heimsóknar minnar, sérstak- lega í upphafi. Fólk og aðstæður virtust þó full af mótsögnum. Um leið og starfsmenn 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.